Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun DN A-rannsókn þótti sanna sök HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi rúmlega þrítugs manns fyrir brot á 194. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa nauðgað stúlku á salerni í veitingahúsi í Keflavík. Akærði, Haukur Ingimarsson, neit- aði alla tíð sakargiftum. Hafði hann verið á veitingastaðnum í fylgd með eiginkonu sinni og vinafólki. Ekki kváðust þau fyrir dómi hafa orðið vör við neitt óeðlilegt þetta kvöld. Stúlkan, sem ekki þekkti ákærða, þótt hún vissi hver hann væri, sagð- ist hafa tekið eftir því að hann fylgd- ist með henni á veitingastaðnum. Er hann bað hana að tala við sig kvaðst hún hafa fylgt honum niður á neðri hæð staðarins. Mundi hún lítið af því sem þeim fór á milli, en maðurinn hefði beðið sig að koma með sér nið- ur stigann. Hún hefði orðið smeyk og ætlað að snúa við er hún sá að ákærði ætlaði inn á klósettið. Þá hefði hann dregið hana inn á karlaklósettið og læst á eftir sér. Þar hefði hann komið fram vilja sín- um. Vitni sem var með konunni á veit- ingastaðnum þetta kvöld kvaðst hafa séð hana fara með ákærða niður stigann og skömmu síðar hafi hann farið á eftir þeim og séð á eftir þeim loka á eftir sér inni á salerninu. Það hefði ekki verið sjáanlegt að ákærði hefði þröngvað henni inn, heldur verið ákveðinn. Eftir atvikið tjáði konan vinkonu sinni hvað hefði gerst og fór um nótt- ina í fylgd lögreglu á neyðarmóttöku vegna nauðgana. Lýstu allir sem að komu því að hún hefði verið miður sín. DNA-rannsóknir á sýnum sem tekin voru úr leggöngum og nærbux- um konunnar voru taldar veita sterk- ar líkur fyrir því að þau væru úr ákærða. I dómi Hæstaréttar segir að niðurstöðu héraðsdómara verði „að meta svo, að hann hafí talið framburð kæranda fyrir dóminum áreiðanleg- an en framburð ákærða að sama skapi ótrúverðugan, einkum í ljósi þeirra rannsóknargagna, sem fyrir lágu og grein hefur verið gerð fyrir,“ segir í dóminum. „Með hliðsjón af ótvíræðum niður- stöðum tveggja sjálfstæðra DNA- rannsókna í Noregi og Bretlandi, framburði og álitsgerðum Gunnlaugs Geirssonar prófessors og aðstæðum að öðru leyti eru engin efni til að ætla, að niðurstaða héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs ft-am- burðar fyi*ir dómi kunni að vera röng, svo að einhveiju skipti um úr- slit málsins, sbr. 5. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991. Verður sakarmat héraðs- dóms staðfest með skírskotun til for- sendna hans,“ segir síðan. Ófyrirleitni Um refsinguna, tveggja ára óskil- orðsbundið fangelsi, segir Hæstirétt- ur að ákærði og kærandi hafí ekki þekkst. Framferði ákærða gagnvart kæranda hafí falið í sér „mikla ófyrir- leitni og )ítilsvirðingu“. Voru konunni dæmdar 400.000 kr. í miskabætur. Málið fluttu Bogi Nilsson ríkissak- sóknari af hálfu ákæruvaldsins en Hilmar Ingimundarson hrl. var skip- aður verjandi ákærða. Ems árs fangelsi fyrir nauðgun ÞRÍTUGUR Reykvíkingur, Árni Gunnarsson, var í gær dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot á 196. gr. almennra hegningar- laga með því að hafa notfært sér ölv- unarástand stúlku til að hafa við hana samræði gegn vilja hennar. Stúlkan, sextán ára gömul, var á heimleið fótgangandi af skóladans- leik þegar hún þáði far með ákærða, sem hún þekkti ekki. Kvaðst hún hafa sofnað í bifreiðinni hjá honum en vaknað við að hann var að hafa við hana samfarir. Hljóp hún þá fáklædd út úr bifreiðinni og kallaði á hjálp. Lögregla fór með stúlkuna á neyðar- móttöku. í dómi Hæstaréttar segir: „Ákærði hefur viðurkennt að hafa haft sam- ræði við kæranda en fullyrðir, að það hafí verið að hennar vilja og hann hafi hætt um leið og hún sýndi mót- þróa. Viðbrögð kæranda, er hún flýði út úr bifreiðinni klæðlítil og í mikilli geðshræringu, styðja framburð hennar um, að hún hafi vaknað við það, að ákærði var að hafa við hana samfarir. Er fallist á það með héraðs- dómi, að sannað sé, að ákærði hafí notfært sér ölvun og svefndrunga kæranda til að hafa við hana samræði gegn vilja hennar. Miðað við eðli og alvarleika brotsins þykir refsing ákærða hæfílega ákveðin fangelsi i 12 mánuði.“ Voru stúlkunni dæmdar 300.000 kr. í miskabætur. Málið fluttu Sigríður Jósefsdóttir saksóknari af hálfu ákæruvaldsins en skipaður verjandi ákærða var Andri Ámason hrl. Morgunblaðið/Þorkell BOGI Þórðarson, varðstjóri í Fjarskiptastöðinni í Gufunesi, við mors-lykilinn. Frá og með 1. febrúar næstkomandi er hlutverki lykilsins lokið. Mors-sendingar heyra senn sögunni til Samskipti við eitt og eitt rússneskt skip síðustu ár TÍMAMÓT verða í loftskeytasög- unni á miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins 1. febrúar þegar loft- skeytastöðvar víða um heim munu hætta hlustvörslu á morsi á sendi- tiðninni 500 kHz í skipaþjónustu. íjarskiptastöðin í Gufunesi mun þá einnig hætta mors-sendingum. Verður síðasta skeytið sent Va- lencia Radio á írlandi. Mors-sendingar hófúst hér á landi í tilraunaskyni árið 1905 og árið 1918 hóf Loftskeytastöðin á Melunum starfsemi og fékk árið eftir kallmerkið TFA sem Reykja- víkur-radíó hefur haldið síðan. Mors allsráðandi í skeytavið- skiptum fyrr á árum Bogi Þórðarson, varðstjóri hjá Fjarskiptastöðinni í Gufunesi, segir eftirsjá í mors-sendingum en við þær hefur liann fengist í um ijóra áratugi. „Hér áður fyrr var mors allsráðandi í skeytavið- skiptum og það var ekki fyrr en um 1980 að hlutur þess fór að minnka og Inmarsat, sem er gervitunglakerfi, leysti það smám saman af hólmi. Talviðskipti á stuttbylgju komust á upp úr 1970 en fram að því sendum við áhöfn- um skipa allar fréttir á inorsi. Allra síðustu ár hafa mors-send- ingar verið fátíðar. Það er helst að við höfum haft samskipti við eitt og eitt rússneskt skip með þessum hætti. Það hefur verið gaman af því - til að halda þessu við.“ Þótt mors leggist nú formlega af sem loftskeytakerfi gerir Bogi ráð fyrir að áhugasamir aðilar muni halda því við - enn um sinn að minnsta kosti. En hvað með hann sjálfan, ætlar liann að koma sér upp mors-lykli heima hjá sér? „Nei, það hef ég ekki hugsað mér aðgera," svarar hann og brosir. I stað öryggishlustvörslu á morsi kemur nýtt öryggiskerfí fyrir sjófarendur, GMDSS, sem stendur fyrir Global Maritime Distress and Safety System, en það byggist á ineiri sjálfvirkni á ýmsum sviðum og einnig á gervi- tunglasamböndum. Nokkrar strandarstöðvar í heiininum munu halda áfram ör- yggishlustvörslu á 500 kHz á morsi fram á mitt ár, meðan á yf- irgangstíma þessara breytinga stendur. Viðhorf 63,6% erlendra ferðamanna til hvalveiða Hvalaskoðun og veiðar fara ekki saman 63,6% ferðamanna í könnun undir yfirskriftinni Hvalveiðar og ímynd Islands, könnun á viðhorfum er- Kærður fyrir nauðgun á blaðburðar- stúlku EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur nú til meðferðar mál karlmanns á þrí- tugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað unglingsstúlku, sem var að bera út blöð, snemma morguns, í stigagangi fjölbýlishúss á Suðumesj- um. Atburðurinn er sagður hafa átt sér stað í október sl. og vann rann- sóknardeild lögrcglunnar í Keflavík að rannsókn málsins fram til áramóta. Maðurinn vai- úrskurðaður i þriggja daga gæsluvarðhald á meðan á rann- sókn málsins stóð í Keflavík, en að sögn lögreglu hefur hann ekki játað sig sekan heldur ber íyrir sig minnis- leysi vegna ölvunai-. Hins vegar eru taldar mjög sterkar líkm- á því að verknaðurinn hafí verið framinn og að maðurinn sé sekur. lendra ferðamanna til hvalveiða, telja hvalveiðar og hvalaskoðunar- ferðir ekkí geta farið saman. 44,3% sögðust líklega myndu styðja harkalegar aðgerðir gagnvart Is- lendingum ef hvalveiðar yrðu hafn- ar á ný. Afgerandi hærra hlutfall ferðamannanna er andvígt en hlynnt hvalveiðum. Ása Sigríður Þórisdóttir, stjórn- málafræðinemi, stóð að könnuninni með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna í sumar. Starfsmenn ákveðinna ferðaskrifstofa og Ferða- þjónustu bænda voru fengnir til að leggja spurningalista fyrir erlenda ferðamenn og fengust svör frá alls 924 ferðamönnum frá 23 ólíkum löndum. Alls voru karlar 45,5% úr- taksins og konur 54,5% og var ald- ursdreifingin allt frá 6 ára til 90 ára. Ferðamenn í úrtakinu reyndust að meðaltali vera vel menntaðir og hafa háar tekjur. Á blaðamannafundi tók Ása Sig- ríður fram að aldrei hefði verið ætl- unin að komast að því hvort rétt væri að taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar á ný eða ekki. Aðeins að kanna hvaða viðhorf ferðamenn hefðu til hvalveiða. Spurningin um hvort ferðamenn væru hlynntir eða andvígir hvalveiðum var borin fram í þremur liðum; spurt var um hval- veiðar almennt, hvalveiðar í vísinda- skyni og hvalveiðar Islendinga. Andvíg hvalveiðum almennt voru 78,2%, hlutlaus 14,5% og hlynnt 7,3%. Andvíg hvalveiðum í vísinda- skyni voru 53,2%, hlutlaus 18,3% og hlynnt 28,5%. Andvíg hvalveiðum íslendinga voru 68%, hlutlaus 19,9% og hlynnt 12,1%. Bretar og Þjóðverjar eindregnastir Mjög svipað hlutfall, eða um 40%, taldi sig líklega eða ólíklega myndu sneiða hjá íslenskum afurðum ef ís- lendingar hæfu hvalveiðar á ný. Alls sögðust 44,3% líklega og 40,5% ólík- lega myndu styðja harkalegar að- gerðir gagnvart íslendingum. Alls lýsti 21% sig samþykkt staðhæfing- unni um að hvalveiðar og hvalaskoð- un gætu farið saman, 15,4% hlutlaus og 63,6% ósamþykk. Af úrtakinu höfðu 32,9% farið í hvalaskoðunarferð á íslandi. 63,8% gefa þeirri ferð 8 eða hærri ein- kunn. Langflestir ferðamannanna komu frá Bretlandi, 24,7%, og Þýskalandi, 30,7%. Langeindregn- ust er afstaða ferðamanna frá þess- um tveimur löndum gegn hvalveið- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.