Morgunblaðið - 29.01.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
t
Qddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn
Telur fundarstjórn borg-
arstjóra undantekningu
INGA Jóna Pórðardóttir, oddviti
minnihluta Sjálfstæðisflokks í
borgarstjórn, segist líta á fundar-
stjórn borgarstjóra á fundi borg-
arráðs á þriðjudag sem undan-
tekningu, en meirihluti Reykja-
víkurlista samþykkti á fundinum
að fela borgarstjóra fundarstjórn-
ina. Húnbogi Þorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu, segir að úrskurður ráðuneyt-
isins byggi á gömlu sveitarstjórn-
arlögunum og að ekki sé að vænta
viðbragða ráðuneytisins.
í upphafi fundar var úrskurður
félagsmálaráðuneytisins lagður
fram, þar sem felld er úr gildi
samþykkt borgarstjómar frá því í
júlí sl. um að fela borgarstjóra
fundarstjórn í borgarráði. „Við
bókuðum mótmæli á fundinum,“
sagði Inga Jóna, „þannig að ég
ætla að bíða og sjá til. Ég hlýt að
draga þá ályktun að þau ætli að
Ekki að vænta við-
bragða félags-
málaráðuneytis
haga sér í samræmi við úrskurð-
inn og þurfi tíma til að laga sig að
því.“
Gripið verður
til aðgerða
„Ef ætlunin er að hafa fundar-
stjórnina framvegis með þessum
hætti þá verður gripið til aðgerða
og þess freistað að staðið verði við
úrskurð ráðuneytisins og hann
látinn gilda en ég lít á þetta sem
undantekningu og ætla ekki að
draga frekari ályktanir á þessu
stigi málsins."
Vegna tengsla Sigrúnar Magn-
úsdóttur formanns borgarráðs við
félagsmálaráðherra vék hann sæti
og var utanríkisráðherra falið að
úrskurða um kæru minnihluta.
Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneyt-
isstjóri í félagsmálaráðuneytinu,
segir að ráðuneytið muni ekki
grípa til neinna aðgerða. „Þessi
úrskurður var felldur á grundvelli
gömlu sveitarstjórnarlaganna en
núna eru komin ný lög,“ sagði
hann. „Ég hygg að ráðuneytið
bregðist ekki við nema beiðni um
slíkt berist því með formlegum
hætti.“ Sagði hann að ráðuneytið
hlypi ekki til þó að ágreiningur
kæmi upp og að félagsmálaráðu-
neytið hafi ekki séð neitt um mál-
ið nema í fjölmiðlum. Aðspurður
um hvort utanríkisráðuneytið ætti
að hafa eftirlit með framkvæmd
úrskurðarins ítrekaði hann að úr-
skurðurinn hafi verið kveðinn upp
á grundvelli gömlu sveitarstjórn-
arlaganna og að nýju lögin ættu
við það sem nú hefði gerst.
Samtök um betri byggð á höfuðborgarsvæði
Vilja flugvöll-
inn burt
Samtök um betri
byggð á höfuðborg-
arsvæðinu verða
stofnuð í byrjun febrúar.
Tilgangur samtakanna er
að móta nýjar hugmyndir
um umhverfis- og
byggðamál með sérstakri
áherslu á þéttingu og
endurnýjun byggðar.
Fjöldi fólks stendur að
þessum fyrirhuguðu sam-
tökum. Talsmaður þeirra
er Örn Sigurðsson arki-
tekt. Hvert verður fyrsta
verkefni hinna nýju sam-
taka?
- Það verður að hafa áhrif
á framtíðar landnotkun í
Vatnsmýrinni. Akvörðun
um landnotkun þar hefur
mjög mikil áhrif á vinnu
við svæðaskipulag á höf-
uðborgarsvæðinu, sem er um
þessar mundir að hefjast. Það er
óhætt að segja að flugvöllurinn
sem byggður var þar sem hern-
aðarmannvirki á stríðsárunum,
að öllum hér forspurðum og ekki
skeytt um afleiðingar, hafi frá
upphafi síns tíma verið ráðandi
um þróun allrar byggðar í
Reykjavík og síðari áratugina
hefur hann ráðið miklu um þróun
byggðar á höfuðborgarsvæðinu
öllu.
- Hvers vegna hefur hann ráðið
svona miklu?
- í fyrsta lagi tekur flugvöllurinn
upp mjög verðmætt land, meira
en helminginn af breidd nessins,
og kemur þannig í veg fyrir upp-
byggingu stofnbrautarkerfis.
Hann tekur upp land sem hefði
verið hið eðlilega útþenslusvæði
miðborgar ef hann hefði ekki
komið til. Af vellinum stafar
sjón- og hávaðamengun og hætta
er því samfara að hafa flugvöll
inni í miðri borg. Aðflugið liggur
yfir olíugeyma í Örfirisey, Al-
þingishús, Ráðhús og Dómkirkj-
una og síðan forsetaskrifstofuna
rétt fyrir lendingu. Einnig yfir
íbúðarbyggð í Kvosinni og versl-
unarhverfi þar. Þegar aðflugið er
úr hinni áttinni þá er fiogið yfir
þétta íbúðarbyggð í Kópavogi.
- Yrði stór byggð á þessu svæði
ef flugvöllurinn yrði lagður nið-
ur?
- Við teljum að það hljóti að
verða þama töluvert þétt byggð
á íslenskan mælikvarða. Eftir
lauslega athugun telst okkur til
að þarna gæti búið a.m.k. 25 þús-
und manns. Þess ber að geta að
allt í kringum Vatnsmýrina era
útivistarsvæði, Öskjuhlíðin til
austurs, Nauthólsvíkin og
Skerjafjarðarströnd í suðri og
náttúruvemdarsvæði Vatnsmýr-
arinnar og háskólasvæðið í
vestri. I norðri er Tjarnarsvæði
og hljómskálagarðurinn og sjálf
Kvosin. Auðvitað er það gömul
hugmynd og ný að halda áfram
með Tjarnarsvæðið og fram-
lengja þann ás beint
til suðurs, allt að
Nauthólsvík. Talið er
hagkvæmt að byggja
þétta byggð í Vatns-
mýrinni vegna þess
að þar er djúpt á fast- “
an grunn og slík byggð þarf yfir-
leitt á því að halda að hafa nægt
kjallararými, t.d. tvöfalda bíla-
kjallara og þess háttar. Að auki
er nýtt holræsakerfi meðfram
strönd Skerjafjarðar og í næsta
nágrenni eru allar helstu um-
ferðaræðar nú þegar fyrir hendi.
Þannig að litlu þarf til að kosta
til að tengja þetta kerfi við rest-
ina af borgina, ólíkt því sem þarf
Örn Sigurðsson
►Örn Sigurðsson er fæddur 9.
júní 1944 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi árið 1962 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk arkitektaprófi frá Tækni-
háskólanum í Braunschweig í
Þýskalandi árið 1972. Hann
starfaði í fjögur ár í Þýskalandi
en kom til íslands í árslok 1975
og hóf þá störf hjá Gesti Ólafs-
syni arkitekt. Frá 1980 hefur
hann starfað sjálfstætt að
mestu leyti sem arktitekt. Hann
er kvæntur Auði Sigurðardótt-
ur bókasafnsfræðingi, þau eiga
hvort um sig tvö börn frá fyrri
hjónaböndum.
Flugvöllurinn
hefur ráðið
miklu um þró-
un byggðar
einatt að gera í nýju byggingai--
landi upp til heiða, sem er fjarri
öllum þessum veitu- og gatna-
kerfum.
- Hafíð þið uppi hugmyndir um
nýtt skipulag á öðrum svæðum
borgarinnar?
- Nokkrir af þeim sem standa að
fyrirhuguðum samtökum mót-
mæltu á sínum tíma aðalskipu-
lagi Reykjavíkur og komu með
tillögur að flugvelli í Skerjafirði
og landfyllingum fyi-ir nýja
byggð við Akurey. Þarna væri
hægt að byggja hverfi sem rúm-
að gæti tugi þúsunda íbúa og
ýmiss konar atvinnustarfsemi.
Þessi tillaga gerir ráð fyrir að
tvær hafnir séu við þessa nýju
uppfyllingu, ný hafsldpahöfn að
norðanverðu við Engeyjarsund í
stað fyrirhugaðrar hafnar við
Geldinganes en að sunnanverðu,
andspænis Seltjarnarnesi, er
gert ráð fyrir lystihöfn fyrir
skemmtibáta, skútur og þess
háttar. Þarna væri líka gei-t ráð
fyrir mikilli íbúðarbyggð við
ströndina.
- Er hagkvæmt að breyta slcipu-
lagi á þennan hátt?
- Ef tekið er dæmi af þéttri
byggð í Vatnsmýri annars vegar
og flugvallargerð í Skerjafirði
hins vegar er hægt að setja fram
einfalt reikningsdæmi sem gæti
varpað ljósi á hag-
kvæmnina. Miðað við
núverandi gjaldskrá
Reykjavíkurborgar
má reikna með að af
þessari byggð í Vatns-
mýri innheimtist
a.m.k. tíu milljarðar í gatnagerð-
argjöldum. Vegna einstakrar
legu svæðisins og nálægð við
umferðar- og holræsakerfi borg-
arinnar má eins og fyrr sagði
gera ráð fyrir hagkvæmri gatna-
gerð. Þannig er talið líklegt að
fjármagna megi flugvöll í
Skerjafirði með fimm milljörðum
króna sem afgangs yrðu af
gatnagerðargjöldunum.