Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 12

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti fundur Evrópuráðsþingsins á árinu Lára Margrét kjörin einn varaforseta KJÖRINN hefur ver- ið nýr forseti Evrópu- ráðsþingsins, Russel- Johnston lávarður, og Lára Margrét Ragn- arsdóttir alþingismað- ur var kjörin í emb- ætti varaforseta. Fyrsti hluti fundar Evrópuráðsþingsins hefur staðið þessa viku í Strassborg og lýkur honum í dag. Russel-Johnston lá- varður hlaut 209 at- kvæði gegn 31 at- kvæði ítalska þing- mannsins Flavios Rodetghieros, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. I kosningu til embætta varafor- seta, sem eru 19, verða frambjóð- endur að ná meirihluta atkvæða þingmanna eða 143 atkvæðum. Sex náðu kjöri í íyrstu umferð og hlaut Lára Margrét Ragnarsdóttir næst- flest atkvæði eða 156. Flest hlaut breski þingmaðurinn Terry Davis eða 163 en hann sækist eftir emb- ætti framkvæmdastjóra Evrópu- ráðsins sem kjörinn verður á næsta fundi Evrópuráðsþingsins í júní næstkomandi. Lára Margrét var jafnframt endurkjörin fyrsti vara- formaður heilbrigðis- og félags- málanefndarinnar. Evrópsk vitund Hjálmar Jónsson alþingismaður tók sl. þriðjudag þátt í umræðu um skýrslu um pólitískan ramma fyrir samstarf Evrópuríkja á nýrri öld. Fagnaði hann skýrsl- unni en gagnrýndi hana fyrir það mikla hlutverk sem skýrslu- höfundm', belgíski þingmaðurinn Paul Staes, ætlaði Evrópu- ráðinu. Sagði Hjálmar meginhlutverk Evr- ópuráðsins að standa vörð um mannréttindi og virðingu við lög og reglur og hlúa að þró- un lýðræðis. Gagn- rýndi hann einnig of- uráherslu skýrslunnar á mikilvægi evrópskr- ar vitundar umfram þjóðernisvitund og sagði slíkt markmið hvorki æski- legt né framkvæmanlegt. Eftirlitsstarf ÖSE skilar árangri Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og formaður ráð- herraráðs ÖSE, ávarpaði fund þingsins og spurði Lára Margrét hann hvort hann teldi líklegt til ár- angurs og réttlætanlegt að senda 1.200 manna óvopnaða eftirlitssveit til Kosovo til að hafa eftirlit með óstöðugu vopnahléi. Vollebæk kvaðst hafa gert báðum aðilum deilunnar ljóst að þeir yrðu að sýna sáttavilja og að eftirlitsstarf ÖSE hefði þegar skilað árangri. Hann viðurkenndi að öryggi þein-a væri áhyggjuefni en grannt væri fylgst með stöðunni og minnti á að her- sveitir Nató væru í viðbragðstöðu í Makedóníu, segir í fréttatilkynn- ingunni. Lára Margrét Ragnarsdóttir Selurinn duglegur að éta HRINGANÓRINN, sem dvelur í góðu yfírlæti í Húsdýragarðin- um, er við góða heilsu eftir að- gerðina sem hann gekkst undir í síðustu viku og er duglegur að éta, að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur rekstrarstjóra Húsdýragarðsins. Sárið baki hans er enn opið og vilsar lítillega úr því, en ígerðin er horfin. Selurinn hefur fengið að fara einu sinni í bað eftir að- gerðina en samt er of snemmt að hleypa honum óhindrað í vatn meðan sárið er enn opið. Katrín Harðardóttir dýralæknir mun líta á selinn ef þurfa þykir en annars lítur út fyrir nokkra bið hjá selnum uns hann verður full- frískur á nýjan leik. Morgunblaðið/Þorkell NEMUM á fjórða ári f hjdkrunarfræði var boðið að kynna sér störf hjúkrunarfræðinga á Landspítala í gær og nýttu margir sér tækifærið. Nærri 100 hjúkrunarfræðinga vantar á Landspítalann Störfin kynnt hér- lendis og erlendis LANDSPITALINN hélt í gær sér- stakan kynningarfund fyrir nema í hjúkrunarfræði á fjórða ári, en þeir útskrifast í vor, með það fyrir aug- um að fá þá til starfa á einhvem þeirra 80 deilda sem spítalinn rek- ur. I dag verður hliðstæð kynning fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa verið heimavinnandi eða í öðrum störfum. Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Land- spítala, segir vanta nærri 100 hjúki-unarfræðinga til starfa í dag og því sé mjög brýnt að ná í fleiri sem fyrst til að hægt sé að reka spítalann með fullum afköstum. Hún segir kynningarfundi fyrir fjórða árs nema hafa verið haldna mörg undanfarin ár og telur að það hafi gefið góða raun. Landspítalinn sé mjög stór vinnustaður sem boð- ið geti fjölbreytt störf. Um 60 hjúkrunarfræðingar út- skrifast frá Háskóla Islands og um 20 frá Háskólanum á Akureyri og var þeim einnig boðið á kynning- una í gær. Bergdís sagði aðspurð að hægt yrði því að taka allan ár- ganginn í vinnu strax. „Það væri náttúrlega eins og að fá happ- drættisvinning að fá hann allan en við vonumst í það minnsta til að fá góðan hluta hans.“ Kynningin í dag fyrir þá hjúkr- unarfræðinga sem í dag stunda aðra vinnu eða eru heimavinnandi stendur milli klukkan 14 og 16 og fer fram í anddyri K-byggingarinn- ar. Erlendir hjúkrunarfræðingar og nýtt vaktakerfi Landspítalinn hefur einnig aug- lýst eftir hjúkrunarfræðingum frá hinum Norðurlöndunum og eru þrír þegar komnir til starfa, allir frá Danmörku, og fjórir til fimm væntanlegir til vors. Segir Bergdís þá koma frá öllum Norðurlöndun- um nema Finnlandi. Þeir sem ráða sig til starfa í hálft ár fá aðra ferð- ina greidda en ráði menn sig í ár fást báðar ferðir greiddar. Meðal þess sem er til athugunar til að bæta starfsaðstöðu hjúkrun- arfræðinga segir Bergdís vera nýtt vaktakerfi. Tveir hjúkrunarfræð- ingar á vegum spítalans hafa und- anfama daga kynnt sér slíkt kerfi í Svíþjóð og komu þeir heim í gær. I nýju kerfi myndu hjúkrunarfræð- ingar taka tvískiptar vaktir, annað hvort morgun- og kvöldvaktir eða morgun- og næturvaktir. Segir Bergdís að vaktir yrðu 6, 8 eða 10 tímar og aðalbreytingin yrði sú að þurfa ekki að taka þrenns konar vaktir heldur tvenns konar. Hún segir kerfið tekið til athugunar næstu vikur og að vonandi verði hægt að prófa það fyrir sumarfrí. Reynist það vel eftir prófun á einni deild yrði því hugsanlega hrint í framkvæmd með haustinu. Heildaryfirlit um skuldir í stað ábyrgðarmanna Jarðskjálfti við Kópasker JARÐSKJÁLFTI mældist um 1-2 km suðaustur af Kópaskeri kl 10.40 í gær. Stærð skjálftans var 2Vá á Richterskvarða. Hér er um litla hreyfíngu að ræða og fólk senni- lega h'tið orðið vart við hana. Sl. laugardag og sunnudag mældust nokkrir enn smærri jarð- skjálftar á þessum slóðum. Sjald- gæft er að jarðskjálftar mælist á þessum stað. -------------- Fylgiblöð við skattframtal Seinkaði úr prentun NOKKUR seinkun varð á að nokk- ur fylgieyðublöð með skattframtali bærust úr prentun. Þau bárust þó skattayfírvöldum í þessari viku: Bent skal á að hægt er að nálgast slík fylgiblöð hjá ríkisskattstjóra, á skattstofum sveitarfélaga og á heimasíðu ríkisskattstjóra á Net- inu, www.rsk.is. TEKIÐ verður í notkun nýtt upp- lýsingakerfí um næstu mánaðamót þar sem unnt verður að fá heild- stætt yfirlit um skuldir, vanskil og sjálfskuldarábyrgðir einstaklinga í bankakerfinu, við greiðslukortafyr- irtæki og í opinbera húsnæðislána- kerfínu. Skilyrði er að skriflegt samþykki viðkomandi einstaklings liggi fyrir. Tölvunefnd hefur þegar samþykkt þetta nýja kerfí. Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að allar þessar upplýsingar séu geymdar í tölvum Reiknistofu bankanna en þar er þeim haldið aðgreindum, þ.e.a.s. að hver banki hefur þar sitt hólf. Þess hefur ávallt verið vand- lega gætt að upplýsingar af þessu tagi berist ekki milli bankanna. Nú liggur fyrir heimild frá Tölvunefnd um að ná megi í upplýsingarnar í hvert hólf fyrir sig þegar lána- eða skuldayfirlit er útbúið. Grundvall- aratriði í þessu kerfí er að það þarf skriflegt samþykki einstaklings í hvert sinn sem slíkt yfirlit er gert. Yfirlit af þessu tagi verða gerð þegar einstaklingur óskar eftir fyr- irgreiðslu í banka og samþykkir gerð yfirlitsins. Finnur segir að fram að þessu hafi verið hægt að nálgast þessar upplýsingar með því að biðja viðkomandi einstakling að koma með afrit af síðustu greiðslu- seðlum eða viðskiptayfirlit frá þeim bönkum sem hann hefur haft viðskipti við. Hættan hefur hins vegar verið sú að eitthvað gleymist af skuldum eða ábyrgðum viðkom- andi einstaklings. Nýja kerfíð spari því mönnum snúninga og auki áreiðanleika greiðslumats. Finnur segir að kostirnir við áreiðanlegra greiðslumat séu að þá dragi að öllu jöfnu úr þörf á sér- stökum tryggingum eða ábyrgðar- mönnum og banki getur tekið ákvörðun eingöngu út frá greiðslu- getu viðkomandi einstaklings. Einnig er dregið úr líkum á því að einstaklingar reisi sér hurðarás um öxl í skuldsetningu vegna skorts á heildstæðu yfirliti. „Bankakerfið hefur legið undir gagmýni síðastliðin ár vegna mik- iliar útbreiðslu sjálfskuldará- byrgða. í byrjun síðasta árs varð að samkomulagi milli bankanna, stjómvalda og Neytendasamtak- anna að draga úr notkun sjálf- skuldarábyrgða. Þetta nýja kerfí er liður í því,“ segir Finnur. Reiknistofa bankanna vinnur úr þessum upplýsingagrannum fyrir bankana. Viðskiptavinur banka getur ákveðið hvort yfirlitið er prentað út í bankanum, sem gerist örfáum sekúndum eftir að hann veitir samþykki sitt. Hann getur einnig óskað eftir því að yfirlitið sé póstsent heim til sín. Sé yfirlitið prentað út í bankanum er jafn- framt send út með sjálfvirkum hætti frá Reiknistofu bankanna til- kynning til viðskiptavinarins um að lánayfírlit hafi verið útbúið. Bankastarfsmaður hefur engin tök á því að koma í veg fyrir að til- kynningin sé send út. Með þessu er dregið úr líkum á því að banka- starfsmenn hnýsist í einkamál við- skiptavina. Finnur segir að ljóst sé að með kerfinu fáist yfirlit yfír megnið af skuldum einstaklinga. Þó fæst þama ekki yfirlit yfir bflalán hjá tryggingafélögum eða eignarleigu- fýrirtækjum sem hafí aukist mikið undanfarin misseri. Ekki hefur verið rætt um hvort slíkar skuldir komi einnig fram á yfirlitinu. Bankarnir nýta sér hins vegar van- skilaskrá sem fyrirtækið Láns- traust gefur út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.