Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Úrskurður Hollustuverndar vegna Krossanesverksmiðju kærður til umhverfísráðuneytisins
Morgunblaðið/Kristján
VERKSMIÐJAN í Krossanesi er mjög mikilvægnr hlekkur í atviunukeðju bæjarins en trúlega er ekkert fyrir-
tæki eins umdeilt. Forsvarsmenn verksmiðjunnar fullyrða að það sér hagur allra í bænum að leyfi fáist
fyrir stækkun hennar.
JÓHANN Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunn-
ar, og kona hans, Erla Adolfsddttir, fluttu í vikunni í Einholt á Akureyri,
sem er í næsta nágrenni við verksmiðjuna. A því svæði hefur verið
mesta andstaðan við verksmiðjuna vegna lyktarmengunar en Jóhann
Pétur vonaðist til að sér yrði vel tekið í hverfinu.
MÁLEFNI fiskimjölsverksverk-
smiðjunnar í Rrossanesi voru til um-
ræðu í bæjarráði Akureyrar í gær.
Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa
kært úrskurð Hollustuverndar ríkis-
ins að takmarka starfsleyfí hennar
við eitt ár og að vinnslugetan sé tak-
mörkuð við 550 tonn á sólarhring.
Sótt var um starfsleyfi til fjögurra
ára og 800 tonna vinnslugetu á sólar-
hring. Umhverfisráðuneytið leitaði
eftir umsögn bæjaryfirvalda um
kæruna og í svarinu er bent á íyrri
ábendingar bæjarráðs þar að lútandi.
Þá telur bæjarráð fuil rök fyrir
ábendingu fyrirtækisins um fjöguiTa
ára starfsleyfi. í janúar á síðasta ári
samþykkti bæjarráð bókun þar sem
mælt var með því að gefið yrði út
leyfi til að auka afkastagetu verk-
smiðjunnar í tilraunaskyni á árinu
1998 en því hafnaði Hollustuvernd.
Töluvert hefur verið kvartað yfir
mengun frá Krossanesverksmiðjunni
og hafa íbúar í næsta nágrenni henn-
ar farið þar fremstir í flokki. I bókun
sinni í gær tekur bæjarráð fram að
aðaiskipulag bæjarins geri ráð fyrir
umræddri starfsemi á svæðinu. Því
sé mikilvægt að leita leiða til þess að
mæta sjónarmiðum starfsleyfishafa
og þeirra íbúa sem málið varðar.
Hagsmunir fari saman
Krossanesverksmiðjan hefur
þrisvar fengið bráðabirgðastarfsleyfi,
til eins árs í senn. Kristján Þór Júlí-
usson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði
ekki hægt að Hollustuvernd byði upp
á þannig starfsumhverfi. „Verksmiðj-
an í Krossanesi er jafnvel búin meng-
unarbúnaði og aðrar verksmiðjur og
því spyr maður sig af hverju hún fær
aðeins bráðabirgðastarfsleyfi."
Kristján Þór sagði að hagsmunir
fyrirtækisins og íbúa á Akureyri
yrðu að fara saman. „Þetta getum við
aldrei samræmt nema fyrirtækið sitji
við sama borð og önnur sambærileg
fyrirtæki í landinu og að íbúarnar
sitji við sama borð og aðrir, varðandi
atvinnustarfsemi í þeirra heima-
byggð. Það er alveg Ijóst að sambýlið
hér um þessar mundir mætti ganga
betur. Eg hins vegar fulljrði að það
er ekki bara fyrirtækinu eða íbúun-
um að kenna og aðrir eiga líka sinn
þátt í því.“
Yiðmiðun um „viðunandi“
lyktarmengun ekki til
Kristján Þór sagði að samkvæmt
þeim upplýsingum sem gefnar hafi
verið, séu engin viðmiðunarmörk til
varðandi það sem Hollustuvernd
kallar viðunandi lyktarmengun. „Það
hefur því í for með sér að matið verð-
ur alltaf bundið þeirri persónu sem
hefur málið á sinni könnu hverju
sinni,“ sagði hann.
Ekki setið við sama borð?
Forsvarsmenn Krossaness telja
sig ekki sitja við sama borð og aðrar
sambærilegar verksmiðjur í landinu
og slíkt skekki mjög samkeppnis-
stöðu fyrirtækisins. Hefur í því sam-
bandi verið rætt um brot á jafnræðis-
reglu stjórnsýslulaga og að hlutverk
Hollustuvemdar sé að veita aðstoð
við úrlausn mála. Jafnframt hefur
verið bent á að mengunarvarnabún-
aður í Krossanesi sé sambærilegur
og jafnvel betri en hjá öðrum verk-
smiðjum en flestar verksmiðjur
landsins hafi fengið leyfi til stækkun-
ar og starfsleyfí til fjögurra ára í
senn.
Heilbrigðisnefnd Akureyrar fjall-
aði um málið í byrjun síðasta árs og
samþykkti fyrir sitt leyti stækkun
verksmiðjunnar en að framkvæmdin
færi fram undir eftirliti.
Þeir sem Morgunblaðið hefur rætt
við eru þess fullvissir að lyktarlaus
verksmiðja sé ekki til. Hins vegar sé
lyktin misjafnlega slæm, sem helgast
fyrst og fremst af því hversu hráefnið
er ferskt sem unnið er. Forsvars-
menn Krossanes hafa bent á að með
aukinni vinnslugetu, sé hægt að
vinna hráefnið ferskara og um leið að
minnka lykt. Hjá Hollustuvernd hafa
þau svör fengist að ekki þýði að tala
um stækkun meðan ekki hefur tekist
að ráða við mengunarvandann. Þar á
bæ er jafnframt viðurkennt að það sé
geysilega erfitt mál.
Einnig hefur komið fram að kvart-
anir frá bæjarbúum hafi vegið mjög
Blaðbera
vantar í Dalsgerði - Vallargerði
Lönguhlíð - Háhlíð, Akureyri.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
Morgunblaðið,
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461-1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á islandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
þungt varðandi ákvarðnir Hollustu-
verndar. Ibúar í næsta nágrenni
verksmiðjunnar stóðu fyrir undir-
skriftasöfnun í lok síðasta árs og
skrifuðu rúmlega 500 manns á
listana. Þar voru gerðar alvarlegar
athugasemdir við starfsleyfi og
stækkun verksmiðjunnar og núver-
andi ástand talið algerlega óviðun-
andi. I kjölfarið buðu forsvarsmenn
Krossanesverksmiðjunnar íbúum í
nágrenninu til kynningarfundar, þar
sem m.a. var gerð grein fyrir stöðu
mála varðandi mengunaiTnál.
Þar kom fram að forsvarsmenn
Krossaness hafa á undanförnum ár-
um kappkostað að bæta mengunar-
varnir verksmiðjunnar. Jafnframt
lýstu þeir vilja til að gera enn betur,
enda markmiðið að ná sem bestri sátt
um rekstur verksmiðjunnar í fram-
tíðinni.
Á síðasta ári gerðu Krossanes og
Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri, RHA, með sér samstarfs-
samning er kveður á um rannsóknir
og faglega ráðgjöf RHA hvað varðar
stefnumótun í umhverfisstjórnun.
Hafa Krossanesmenn lýst yfir vilja
til að ráðast í enn frekari fram-
kvæmdir til að stemma stigu við lykt-
armengun frá verksmiðjunni. Þeir
hafa gert Hollustuvernd grein fyrir
afstöðu sinni. Eina forsendan sem
þeir hafa sett fram er að fram-
kvæmdir verði í samráði við Holl-
ustuvemd, sem jafnframt segi til um
með hvaða hætti stofnunin vilji að
mengunarvarnir verði efidar þannig
að viðunandi árangur náist. Hollustu-
vernd hefur enn ekki kveðið uppúr
með þetta.
Verra ástand eftir brunann?
Valdimar Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisnefndar
Norðurlands eystra, sagði að bæjar-
búar hafi kvartað sérstaklega mikið
yfir lyktarmengun frá verksmiðjunni
síðastliðin þrjú ár.
„Mín persónulega skoðun er sú að
hráefnið skipti öllu máli varðandi
lyktarmengun. Hér hefur verið
kvartað mikið og það hefur örugg-
lega haft sitt að segja varðandi
ákvörðun Hollustuverndar. Það var
einnig nokkuð um kvartanir í kring-
um 1980 en eftir breytingar á verk-
smiðjunni upp úr því, sem virtust
skila árangri, dró úr þessum kvört-
unum. Hins vegar er talað um að eft-
ir að verksmiðjan brann fyrir um 10
árum hafi ástandið ekki verið í eins
góðu lagi og áður.“
Valdimar sagðist ekki geta sagt til
um hvort verksmiðjan á Akureyri
væri betur eða verr búin mengunar-
varnarbúnaði en aðrar sambærilegar
verksmiðjur í landinu í dag. „Hér
hefur að sumu leyti verið unnið mjög
vel. Löndunarbúnaður er góður,
þannig að það er hægt að hreinsa vel
úr skipunum og eins er þró fyrir frá-
rennsli frá verksmiðjunni góð. Þá
hefur ýmislegt verið reynt varðandi
mengunarmál, m.a. settur upp olíu-
Morgunblaðið/Kristján
Bflvelta í Kaupvangsstræti
Sluppu ómeiddar
en bfllinn er ónýtur
TVÆR ungar stúlkur sluppu
ómeiddar úr bílveltu í Kaupvangs-
stræti á Akureyri í gærdag, en jeppi
sem önnur þeirra ók skemmdist mik-
ið og er jafnvel ónýtur.
Jeppanum var ekið niður Kaup-
vangsstræti, Gilið sem svo er nefnt,
en í beygju sem þar er ofariega
missti ökumaður stjórn á bílnum. Að
sögn varðstjóra í lögreglunni má
rekja óhappið til hálku á götunni og
reynsluleysis bílstjóra, sem fékk öku-
leyfi á síðasta ári. Missti ökumaður
framhjól upp í ruðning við götuna
með þeim afleiðingum að jeppinn
valt. Þykir mildi að ekki fór verr, en
bíllinn er nánast ónýtur eftir óhapp-
ið. Tafir urðu á umferð um Gilið, en
því varð að loka um tíma vegna
þessa.
ketill til að brenna útloftun, auk þess
sem ýmislegt annað er til skoðunar.
Þó finnst okkur að þessi ketill sem
settur var upp hafi ekki skilað þeim
árangri sem við vonuðumst eftir.“
Áður ótímabundið starfsleyfi
Krossanesverksmiðjan hefur
lengst af verið í eigu Akureyrarbæj-
ar að stærstum hluta en í desember
1995 var 80% hlutur bæjarins seldur
á 150 milljónir króna. Jafnframt var
kaupendum gert að aflétta bæjará-
byrgðum sem hvíldu á fyrirtækinu
upp á hátt í 300 milljónir króna. Sam-
kvæmt því sem Morgunblaðið kemst
næst var verksmiðjan með ótíma-
bundið starfsleyfi á þeim tíma sem
hún var í eigu bæjarins. Eftir að nýir
eigendur tóku við, var þeim gert
skylt að sækja um starfsleyfi vegna
breytinga á eignaraðild. Frá þeim
tíma hefur verksmiðjan fengið starfs-
leyfi til eins árs í senn og beiðni um
stækkun verið hafnað.
Þórarinn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, og
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri Krossaness, fóru fyrir
hópi fjárfesta við kaup á hlut bæjar-
ins. AIls tóku um 40 aðilar þátt í
kaupunum, þar á meðal Isfélag Vest-
mannaeyja, sem á um 40% hlut í
verksmiðjunni í dag.
Reksturinn hefur tekið miklum
stakkaskiptum nú í seinni tíð. Eins
og komið hefur fram hefur rekstur-
inn gengið mjög vel frá því nýir eig-
endur tóku við og hlutabréf í fyrir-
tækinu margfaldast í verði.
Krossanesverksmiðjan varð eldi að
bráð að morgni gamlársdags árið
1989 og nam tjónið mörg hundruð
milljónum króna. Þetta var jafnframt
mesti bruni á Akureyri í 20 ár en
verksmiðjan, vélar og tæki voru
tryggð fyrir um 900 milljónir króna.
Kærunefnd
jafnréttismála
Akureyrar-
bæ stefnt
KÆRUNEFND jafnréttismála
hefur stefnt Akureyrarbæ fyrir
hönd Ragnhildar Vigfúsdóttur,
fyrrverandi jafnréttis- og fræðslu-
fulltrúa bæjarins. Kæran er fram
komin þar sem bæjaryfirvöld höfn-
uðu sl. sumar kröfu Ragnhildar um
samning á grundvelli úrskurðar
Kærunefndar.
Forsagan er sú að Ragnhildur
lagði fyrir Kærunefnd jafnréttis-
mála kæru á hendur Akureyrarbæ
á þeim forsendum að laun hennar
væru lægri en annar stjórnandi hjá
bænum fékk en störfín væru sam-
bærileg. I kjölfar úrskurðar Kæru-
nefndar um mitt síðasta ár, sem var
Ragnhildi í hag, fór hún fram á
bætur. Bærinn vildi ekki una þeim
úrskurði og hafnaði samningsum-
leitunum Ragnhildar.
Næsta skref hennar var því að
sækja málið fyrir dómstólum og
það er Kærunefnd jafnréttismála
nú að gera fyrir hennar hönd. Málið
var þingfest í Héraðsdómi Norður-
lands eystra í gær en Akureyrarbæ
svo gefínn kostur á að skila inn
greinargerð um málið.