Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Irska ríkisstjórnin hélt velli í þingumræðu um Flynn-hneykslið
Hefur skaðað samstarf
stj órnarflokkanna
Viagra
hættulegt
frjósömum
körlum?
Lundúnum. Reuters.
MISNOTKUN getuleysis-
lyfsins Viagra í því skyni að
auka kynorku karlmanna,
sem ekki þjást af getuleysi
fyrir, getur orsakað varanlegt
getuleysi. Þetta fullyrðir
brezkur læknir í grein sem
birtist í gær.
Roger Kirby, sem er þvag-
færasérfræðingur við St. Ge-
orges-sjúkrahúsið í Lundún-
um, sagði „bláu undrapilluna“
sem hefur endurlífgað kynlíf
milljóna manna, geta valdið
viðvarandi og sársaukafullri
holdreisn á karlmönnum, sem
ekki þjáðust fyrir af getu-
leysi. Kirby segir þetta geta
valdið óbætanlegum skaða á
viðkvæmum vöðvavefjum.
„I fyrsta lagi liggja ekki
fyrir neinar staðfestar upp-
lýsingar um að sildenafil [Vi-
agra] bæti að neinu leyti heil-
brigt holdris né opni nýjar
víddir í upplifun fullnæging-
ar,“ skrifar Kirby í brezka
læknavísindaritið Student
BMJ.
Misnotkun orsakar truflun í
starfsemi kynfæra
Misnotkun lyfsins geti enn-
fremur orsakað sjúklega
truflun í starfsemi kynfæra
karlmannsins, sem lýsir sér í
því að limurinn er alltaf meira
eða minna stífur.
„Sildenafil hefur lítið að
bjóða eðlilega frjósömum
karlmönnum og þeir sem nota
það taka áhættu," segir Kir-
by.
Tekist á
í Alsír
SAMTOK ættingja fórnarlamba
vargaldarinnar í Alsír efndu í
gær til ljöldagöngu í Algeirs-
borg til minningar um látna
ástvini. Kom til nokkurra átaka
fyrir framan þjóðþing landsins
þegar göngumenn reyndu að
brjóta sér leið í gegnum varnar-
múra lögreglunnar í því skyni
að krefja þingmenn um aðgerð-
ir til að binda enda á ódæðis-
verk í landinu.
RÍKISSTJÓRN Berties Aherns,
leiðtoga Fianna Fáil og forsætis-
ráðherra Irlands, hélt velli á líf-
legum þingfundi í fyrradag þegar
írska þingið kom saman að nýju
eftir jólafrí. Hafði fyrirfram jafn-
vel verið búist við því að stjórnar-
andstaðan bæri fram vantrausts-
tillögu á stjórnina vegna ásakana
Toms Gilmartins, umsvifamikils
byggingaverktaka, um að Ahern
hefði verið fullkunnugt um að Pa-
draig Flynn, fulltiúi Irlands í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins og fyrrverandi gjaldkeri
Fianna Fáil, hefði stungið fimmtíu
þúsund punda fjárframlagi
Gilmartins til flokksins í eigin
vasa.
Flynn-hneykslið, og ekki síst
hugsanleg aðild Aherns að yfir-
hylmingu þess, þykir hins vegar
mjög hafa veikt stjórnina og vildi
Mary Harney, leiðtogi Fram-
sækna demókrataflokksins (PD)
sem situr í stjórn með Fianna
Fáil, ekkert segja í gær um fram-
hald stjórnarsamstarfsins. Viður-
kenndu fulltrúar þingmeirihlut-
ans í fyrsta sinn í fyrradag að svo
gæti farið að boðað yrði til kosn-
inga.
Segja fréttaskýrendur dag-
blaðsins The Irish Times að e.t.v.
hafi þetta riðið baggamuninn.
Stjómarandstaðan, með þá John
Bruton, leiðtoga Fine Gael, og Ru-
airi Quinn, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, í fararbroddi, hafi allt í
einu áttað sig á að kosningar gætu
verið á næsta leiti en það kæri
þeir sig alls ekki um að svo stöddu
og því hafi þeir gert jafn harða
hríð að Ahern á þingfundinum og
búast hefði mátt við.
Segir blaðið að hvorki Bruton
né Quinn vilji ganga til kosninga
nú. Þeir vilji fyrst ná góðum ár-
angri í Evrópuþingkosningunum í
júní og jafnframt að niðurstöður
sérstakrar rannsóknarnefndar,
sem sett var á stofn til að rann-
saka spillingu í írskum stjórnmál-
um, verði orðnar ljósar því þær
muni mjög skaða Fianna Fáil, sem
um áratugaskeið hefur verið
stærsti flokkurinn á írlandi og oft-
ar en ekki farið með völdin.
Morðið á IRA-uppljóstraranum Eamon Collins vekur athygli á Bretlandseyjum
Margir sagðir
hafa viljað
hann feigan
TALIÐ var líklegt í gær að lýðveldis-
sinnar hefðu staðið á bak við morðið
á Eamon Collins, þekktum IRA-upp-
ljóstrara og höfundi bókar um starfsemi
IRA, en lík hans fannst illa útleikið á fá-
fömum vegi í bænum Newry á Norður-ír-
landi snemma í fyrradag. Hver nákvæm-
lega á sök á dauða Collins er óljóst en þar
era margir nefndir til sögunnar enda ljóst
að margir töldu sig eiga Collins skuld að
gjalda.
Lík Collins fannst í morgunsárið í fyrra-
dag og var með mikla höfuðáverka þannig
að í fyrstu var talið að hann hefði orðið fyr-
ir bíl, sem svo hefði horfið af vettvangi. Ollu
áverkarnir því einnig að ekki tókst að bera
kennsl á líkið fyrr en liðið var á daginn.
Þegar Ijóst var að hér var um að ræða
Eamon Collins - einn af allra þekktustu
uppljóstruram úr röðum IRA - vöknuðu
strax grunsemdir um að um morð væri að
ræða og fékkst það staðfest við krufningu
en þar kom í ljós að fjöldi stungusára var á
líkinu, auk annarra áverka.
Sérfræðingar sögðu í gær að af ásig-
komulagi líksins mætti ráða að um „óopin-
bera“ aftöku hefði verið að ræða, þ.e. að
einhver hatursmanna Collins hefði myrt
hann af persónulegum ástæðum. Á hinn
bóginn gæti líka verið að þessi háttur hefði
verið hafður á til að sjá til þess að ekki væri
hægt að rekja morðið til neinna samtaka,
en á það er t.a.m. bent að þegar IRA fyrir-
skipar aftökur séu menn oftast nær skotnir
til þana.
Nefndi fréttaskýrandi The Irish Times í
gær nokkra þekkta einstaklinga úr forystu
IRA (þó ekki á nafn) sem sérstaka ástæðu
höfðu til að vilja Collins feigan. Mun einn
þeirra vera sá hinn sami og Andrew Hunt-
er, þingmaður Ihaldsflokksins, hugleiddi í
síðustu viku að nafngreina í skjóli þinghelgi
sinnar sem höfuðpaur hópsins sem stóð fyr-
ir sprengjutilræðinu í Omagh á síðasta ári
þar sem 29 manns fórast.
Ritaði bók um feril sinn í IRA
Collins gekk til liðs við IRA árið 1979 og
varð fljótt mikilvægur hlekkur í herferð
samtakanna í Newry og nágrenni. Taldist
Collins sjálfum til að fimmtán manns hefðu
týnt lífinu af hans völdum. Hann tók að vísu
aldrei sjálfur í gikkinn heldur safnaði upp-
lýsingum um væntanleg fórnarlömb og
skipulagði morðin. Lýsir hann í bók sinni
Killing Rage af hve miklu miskunnarleysi
þau vora síðan framkvæmd.
Collins neitaði því síðast í liðinni viku að í
bígerð væri að kvikmynda bókina en í henni
rekur Collins feril sinn í IRA, hvernig hann
vann sig upp í samtökunum og hversu mjög
hann tráði á málstaðinn. Stóð hann á því
fastar en fótunum að írland yrði aldrei
frjálst fyrr en Bretar væru á bak og burt.
Og lyrst þeir ekki vildu fara af sjálfsdáðum
varð að hrekja þá á brott, grafa undan
stjórn þeirra, myrða þá og bandamenn
þeirra ef þörf krafði.
Efasemdir um að ódæðisverkin ættu rétt
á sér tóku þó smám saman að gera vart við
sig og þegar Collins var handtekinn árið
1985 brotnaði hann saman við yfirheyrslur
lögreglunnar, játaði á sig óteljandi glæpi og
Reuters
Eamon Collins
nefndi um leið nöfn ýmissa samstarfs-
manna sinna. Voru fjöratíu þeirra hand-
teknir í kjölfarið. Sjálfur var Collins ákærð-
ur fyrir aðild að fimm morðum en við rétt-
arhöldin dró hann játningu sína til baka,
enda hafði þá jafnvel eiginkona hans snúið
við honum bakinu fyrir svikin, og úrskurð-
aði dómari síðan að játningin hefði verið
þvinguð fram með ólögmætum hætti. Sl-
uppu fyrrverandi félagar hans með skrekk-
inn.
Ofyrirgefanleg svik
IRA-menn íyrirgefa hins vegar ekki svik
svo auðveldlega og það eina sem kom í veg
fyrir að IRA lyrirskipaði aftöku hans var
sú staðreynd að hann hafði séð að sér. Coll-
ins var engu síður skipað að hafa sig á brott
frá Newry eða verða drepinn ella. Seinna
ákvað hann að virða þessa skipun að
vettugi og bætti síðan um betur og ritaði
bók um feril sinn í IRA sem ekki var liðs-
mönnum hersins mjög að skapi. Gerðist
hann einnig talsmaður friðarsamkomulags
á N-írlandi.
Sem vænta má var sambúð Collins með
fyrrverandi félögum sínum, sem hann hafði
svikið í hendur lögreglunnar, allt annað en
auðveld. Varð hann ítrekað fyrir aðkasti og
í gær mátti sjá nýlegt veggjakrot í hverfum
kaþólskra í Newiy, „Eamon Collins er svik-
ari“, og „Collins - þú deýrð árið 1999“. En
Collins virtist ákveðinn í að flýja ekki fortíð
sína og gjörðir heldur mæta örlögum sínum
af æðraleysi. Hann yrði ekki neyddur í út-
legð, þeir yrðu þá bara að drepa hann.
Collins særðist illa þegar gei’ð var til-
raun til að keyra hann niður árið 1997 og í
fyrra var hús sem hann átti í Armagh-
sýslu brennt til grunna. „Þeim tókst loks-
ins ætlunarverk sitt,“ hafði The Irish
News eftir Bernadette Collins, eiginkonu
uppljóstrarans, í gær, mannsins sem drýgt
hafði versta glæp sem meðlimir IRA geta
hugsað sér.