Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 29

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 29 Reuters ABDULLAH, ríkisarfi í Jórdaníu, ásanit Madeleiene Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún kom til Amman í gær og er litið á komu hennar sem táknrænan stuðning Bandaríkjastjórnar við Jór- danfu á þessum óvissutímum. Abdullah, væntanlegur konungur Jórdaníu Hógvær en hermaður í huð og har Amman. The Daily Telegraph. ABDULLAH Jórdaníuprins steig sín fyrstu skref í fyrradag sem vænt- anlegur þjóðhöfðingi, aðeins nokkrum klukkustundum áður en skýrt var frá því, að faðir hans, Hussein Jórdaníukonungur, væri aftur kominn í krabbameinsmeðferð í Bandaríkjunum. I tilkynningu frá sjúkrahúsinu, Mayo Clinic í Minnesota, sagði, að líðan hans væri „stöðug". Abdullah tók á móti ýmsum frammámönnum og trúarleiðtogum í Raghadan-höllinni á miðvikudag en hann virtist öruggastur með sig þeg- ar foringjar í hernum gengu til hans og heilsuðu að hermannasið. Sjálfur er hann hermaður í húð og hár og hermennskuandinn gegnsýrði svo athöfnina, að jafnvel klerkarnir börðust við að heilsa ekki hinum verðandi Hashemíta-konungi með því að rétta upp hægri hönd. Abdullah hefur kynnst flestum hliðum hermennskunnai-. Hann stundaði nám við Sandhurst-herskól- ann, var um hríð með breska hern- um í Þýskalandi, hefur lært að fljúga Cobra-árásarþyrlu og stýrt skriðdrekasveit. Hassan vikið til hliðar Það kom ýmsum á óvart, að Hussein skyldi taka Abdullah, sem hefur engin afskipti haft af stjórn- málum, fram yfir bróður sinn, Hass- an prins, sem hefur verið að búa sig undir ríkiserfðirnar í 33 ár. Hassan, sem er rúmlega fimmtugur, hefur skoðun á flestu, t.d. efnahagsmálun- um og vaxandi fátækt í landinu, baráttunni gegn spillingu og mikil- vægi þess, að múslimar, kristnir menn og gyðingar búi saman í friði. Abdullah, sem verður 38 ára í dag, hefur aldrei tjáð sig neitt um stjorn- mál, og hefði hann ekki verið út- nefndur ríkisarfi, hefði hann fljót- lega orðið yfirmaður hersins. Er- lendir stjórnarerindrekar, sem hafa fylgst með honum, segja samt trúa því, að hann muni standa sig sem þjóðhöfðingi þótt hann þyrfti helst að hafa föður sinn sér við hlið í nokkra mánuði. Það er hins vegar óvíst, að honum veitist það. Þeir, sem þekkja Abdullah, segja, að hann sé hógvær og viðfelldinn, ekki mikið fyrir bókina fremur en faðir hans og með mikinn áhuga á hraðskreiðum bflum. Kennarar hans í Georgetown-háskóla þar sem hann var við nám 1988 segja, að hann hafi verið góður námsmaður, sem gerði aldrei neinar kröfur umfram aðra. Ríki í tilvistarkreppu Abdullah er yfirmaður sérsveita jórdanska hersins og hefur nokkrum sinnum tekið þátt í aðgerðum. Hann stjórnaði t.d. árás á bækistöðvar íra- skra glæpamanna og átti þátt í að kveða niður ókyrrð í bænum Ma’an. Að hann skuli hafa orðið fyrir valinu segir ýmislegt um Jórdaníu. Nágrannar þess, írak, Sýrland og ísrael, líta allir hýru auga til þessa hluta eyðimerkurinnar. Jórdanía á sér í raun enga sögu og var á sínum tíma búið til sem ríki. íbúarnir eru af ólíkum toga og tor- tryggja hverir aðra. Palestínumenn, sem flýðu til Jórdaníu frá Israel og hernumdu svæðunum, eru nú orðnh' fleiri en upphaflegu íbúarnir, bedúínarnir, en í augum beggja eru hashemítarnir eins konar utangarðs- menn en þeir komu á sínum tíma frá hinni helgu borg Mekka í Saudi- Ai'abíu. Kosningaskrifstofa Hafnarstraeti 20, 3. hæð v/Lækjartorg símar 562 4116, 562 4117, 562 4118, netf. aths@ismennt.is Arm Þor Rommí hefur gengið fyrir fullu húsi í Iðnó frá frumsýningu í haust, en frá 12. febrúar verður sýningin sýnd jöfnum höndum í Reykjavík og á Akureyri. Tvö leikhús, sama sýningin- sömu leikarar. Frumsýning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.