Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 31
Austur-Tímor sagt eiga möguleika á að standa á eigin fótum
Indónesíuher segist styðja
sjálfstæðishugmyndir
Djakarta. Reuters.
Hvíta Rússland
Varað við
borgara-
styrjöld
BORGARASTYRJÖLD í lík-
ingu við þá, sem geisað hefur í
Júgóslavíu, getur brotist út í
Hvíta Rússlandi fái Alexander
Lúkasjenko, einræðisherra í
landinu, því framgengt, að ekk-
ert verði gert til að efla hvít-
rússneska þjóðernisvitund en
landið sameinað Rússlandi þess
í stað. Er þetta haft eftir
stjórnarandstöðunni í landinu.
Stjórnarandstæðingarnir
Fjodor Njúnka, Andrei Lapcí-
onak og Oleg Mínkín staiía nú í
Vilnius í Litháen, „hinni höfuð-
borg Hvíta Rússlands" eins og
hún er kölluð vegna þess hve
margir Hvitrússar hafa flúið
þangað undan ofsóknum Lúka-
sjenkos. Segja þeir í viðtali við
danska blaðið Aktuelt, að það sé
ekki nóg með, að Lúkasjenko
vilji sameina landið Rússlandi,
heldur vilji margir gamlir,
kommúnískir stjórnmálamenn
bæta Júgóslavíu við í „slafneskt
bandalag gegn Bandaiíkja-
mönnum“.
Áhugalaus Vesturlönd
Hvítrússar eignuðust í raun í
fyi’sta sinn sitt eigið ríki er Sov-
étríkin leystust upp en um aldir
hafa þeir ýmist verið undirsátar
Pólverja, Litháa, Þjóðverja eða
Rússa. I landinu búa 10 milljón-
h’ manna og þar af er helming-
urinn Rússar. Lítið er því orðið
efth’ af hvítrússnesku þjóðerni
en þó hefur það sýnt sig, að
margir vilja reyna að rækta upp
menningar aidínn.
Mínkín, sem er rithöfundur
og ritstjóri stjórnarandstöðu-
blaðsins Rún, segist óttast, að
engrar aðstoðai’ sé að vænta frá
Vesturlöndum. Þar séu menn
tilbúnir til að þóknast Rússum
og leyfa þeim og Lúkasjenko,
sem á sér tvö átrúnaðargoð að
eigin sögn, Hitler og Stalín, að
semja um örlög lands og þjóðar.
Komi til þess muni hins vegar
brjótast út blóðug borgara-
styrjöld.
HERINN í Indónesíu, sem hefur
mikil ítök í landinu, sagðist í gær
styðja hugmyndir ríkisstjómarinnar
um að til greina komi að veita Aust-
ur-Tímor sjálfstæði.
„Ef aðstæður þróast með þeim
hætti að það bjóði upp á að Austur-
Tímor skiljist með reisn frá Lýðveld-
inu Indónesíu, mun ABRI [herinn]
virða þá ákvörðun,“ sagði yfirmaður
hersins, Wiranto hershöfðingi, á
blaðamannafundi.
Herinn, sem hefur sjálfur hagnazt
umtalsvert á viðskiptum á Austur-
Tímor, hefur hingað til verið helzti
málsvari harðlínuafstöðu til þess
hvaða framtíð ætti að liggja fyi’ir
þessu landsvæði, sem er fyrrverandi
nýlenda Portúgals. En indónesísk
stjórnvöld, sem eru undir miklum al-
þjóðlegum þrýstingi um að losa um
tökin á landinu, sem hefur verið und-
ir indónesískri stjórn í 23 ár, sögðu á
miðvikudag að til greina kæmi að
veita austurhluta eyjarinnar Tímor
sjálfstæði ef íbúar hennai’ og um-
heimurinn hafna boði Djakarta-
stjórnarinnar um sjálfstjórn til
handa Austur-Tímorbúum.
Enn er hins vegar óljóst hve raun-
verulegt þetta boð er. Hugsanlega
verður spurningin um sjálfstæði
Austur-Tímor tekin fyrir á löggjaf-
arþingi Indónesíu eftir kosningar til
þess í júní næstkomandi.
Þingið samþykkti einróma í gær
róttækar breytingar á stjórnkerfí
landsins og að kosningar færu fram
7. júní, en þær verða fyrsta áþreifan-
lega tækifæri hinna 190 milljóna sem
í landinu búa til lýðræðislegrar þátt-
töku í stjórnmálum frá því landið
hlaut sjálfstæði frá Hollandi fyrh’
fjórum áratugum.
Efasemdir um hæfni
til sjálfstæðis
Fyi'ir fjórum öldum hófu Portú-
galar að venja komur sínar til Aust-
ur-Tímor til að höggva þar sandel-
við, sem var eftirsóttur harðviður og
mikið var hægt að hagnast á. Eftir
síðari heimsstyrjöld lifðu Austur-
Tímorbúai’, sem nú eru um 800.000,
við áratuga sinnuleysi nýlenduherr-
anna í Portúgal, og þegar þeh’ gáfu
nýlenduna upp á bátinn árið 1975
hófust þar átök sem enduðu með því
að árið eftir hernámu Indónesar
hana og innlimuðu í Indónesíu. Inn-
limunin var aldrei viðurkennd af Sa-
meinuðu þjóðunum; eina vestræna
ríkið sem viðurkenndi hana var
Ástralía, en strönd hennai’ liggur
skammt frá Tímor.
Gizkað er á að allt að 200.000
manns hafí fallið í átökum og ofbeldi
tengdu hernáminu á Austur-Tímor á
þeim 23 árum sem liðin eru frá því
Indónesar tóku þar völdin.
Getur spjarað sig, en aðeins
með miklum stuðningi
Þessi átakanlega fortíð hefur vald-
ið því, að á Austur-Tímor er nánast
enginn iðnaður, fólk á vinnumarkaðn-
um illa menntað og mikið atvinnu-
leysi.
En þrátt fyrh’ það telja þjóðhag-
fræðingar að Austur-Tímor gæti
spjarað sig á eigin spýtur, þótt vissu-
lega þui-fi erlend aðstoð að koma til.
Mestu möguleikarnir felist í því að
byggð verði upp ferðamannaþjónusta
og fjárfestingai' lokkaðai’ að með
ódýru vinnuafli.
Helztu auðlindh’ Austur-Tímor
eru kaffi, sandelviður, marmari og
kókoshnetur (kókosolía). Segja má
að ekkert sé nú orðið eftir af sandel-
viðnum. Ástralar og Indónesar hafa
með sér samning um að deila af-
rakstrinum af olíu- og gasvinnslu á
svæði sem liggur neðansjávar mitt á
milli landanna, en minna hefur kom-
ið upp úr þessum lindum en vonir
stóðu til þegar samningurinn var
gerður 1989.
Á landgrunninu við eyna eru feng-
sæl fiskimið, sem lítið eru nýtt eins
og er. í viðtali við Morgunblaðið vor-
ið 1997 nefndi Jose Ramos-Horta,
leiðtogi útlægra Austur-Tímorbúa
og handhafí friðarverðlauna Nóbels,
að hann byndi vonir við að Islending-
ar gætu orðið Austur-Tímorbúum að
liði við að koma upp arðbærum sjáv-
arútvegi ef og þegar landið fengi
sjálfstæði.
Mestu möguleikai’nh’ kunna þó að
felast í því að byggja upp þjónustu
við ferðamenn, sem landið hefm’ ým-
islegt að bjóða, svo sem gullnar
pálmastrendur með tærum suður-
hafseyjasjó og gróðri vaxin há fjöll.
Nálægðin við Ástralíu er í þessu tilliti
örugglega ekki ókostur.
Fjárfestingan’áðgjafar, sem
Reuters innti álits, eru þó allir sam-
mála um að meginforsendan fyrir
fjái-festingum á Austur-Tímor, ef það
fær sjálfstæði, sé að eyjarskeggjar
haldi friðinn innbyrðis og komi sér
upp traustri löggjöf og stöðugu
stjórnkei’fi. Hvort þetta gengur eftir
er óvíst, þar sem lengi hefur verið
gnmnt á hinu góða milli mismunandi
fylkinga Austur-Tímorbúa, enda hef-
ur indónesíska hemámsstjómin gert
í því að etja þeim saman.
Hungraðir
hjálpa sér sjálfir
Evrópuþingmenn æfír út af nefnd sem á að kanna spillingu
Aðallega skipuð göml-
um embættismönnum
ÞINGMENN á Evrópuþinginu hót-
uðu í fyrrinótt nýrri umræðu um
spillingu innan framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins (ESB) er í ljós
kom, að „óháða“ rannsóknanefndin,
sem á rannsaka ásakanh’ þar að lút-
andi, verður líklega að mestu skipuð
uppgjafaembættismönnum. Kom
þetta fram í The Daily Telegraph í
gær og aðrir evrópskir fjölmiðlar
skýi’ðu frá því, að upplýsingaþjón-
usta framkvæmdastjórnarinnar
hefði fyrir slysni látið frá sér minnis-
blað einhvers fulltrúa í stjórninni.
Þar segir, að réttlætanlegt sé að villa
um fyrir fréttamönnum til að kveða
niður ásakanir um spillingu.
Þegar ásakanh’ um spillingu innan
framkvæmdastjórnar ESB komu
upp á dögunum var þess í fyrstu
krafist, að hún segði öll af sér en síð-
an féllst þingið á, að óháð nefnd
kannaði málið. í fyrradag var upp-
lýst, að fjórir af fimm nefndarmönn-
um væru gamlir embættismenn.
Þingmenn, einkum hægi’iflokkanna,
sögðu í gær, að hætta væri á, að
nefnd, sem væri þannig skipuð, teldi
það fyrst og fremst sitt hlutverk að
breiða yfir og sýkna menn af öllu
misjöfnu.
„Oskammfeilni og
ósannindi“ stundum
réttlætanleg, segir á
minnisblaði úr fram-
kvæmdastjórninni
Margir þingmenn hafa lýst yfír, að
verði rannsóknin ekki fullnægjandi
að þeirra mati, muni þeir reyna að
reka alla framkvæmdastjórnina áðm-
en kosið verður til Evrópuþingsins í
júní.
Hvatt til sainstöðu gegn
óþægilegum blaðamönnum
„Dálítil óskammfeilni og jafnvel
ósannindi geta stundum verið nauð-
synleg,“ segir í minnisblaði, sem ein-
hver í framkvæmdastjórninni hefur
skrifað, og þykja þessi orð sýna vel
óttann og áhyggjurnar, sem spill-
ingarásakanirnar hafa valdið innan
hennai’. Á blaðinu er því lýst hvernig
nota skuli fjölmiðla til að kveða málið
niður og hvatt er til samstöðu gegn
þeim blaðamönnum, sem „ráðast
gegn Evrópuhugsjóninni“.
„Hvað samskiptin við fjölmiðla
vai’ðar skulum við velta fyrir okkur
hugtakinu hreinskilni. Við skulum
ekki gera okkur of mikla rellu út af
því, reynum ekki að vera kaþólskari
en páfinn. Ef við reynum að útskýra
allt í þaula, leiðir það bara til nýrra
spurninga," segir á minnisblaðinu en
ekki er vitað hver ski-ifaði það.
Martine Reicherts, talsmaður
Jacques Santers, formanns fram-
kvæmdastjórnarinnar, hefur þó
staðfest, að það hafi einn stjómar-
mapnanna gert.
Á minnisblaðinu eru aðrir stjórn-
armenn hvatth’ til sniðganga óþægi-
lega blaðamenn, sem eru jafnframt
sakaðir um að vera í þann veginn að
„ræna völdunum" í fréttamannasal
framkvæmdastjórnarinnai’. Er lagt
til, að þeir „noti“ sér heldur hliðholla
blaðamenn.
HUNGRAÐIR borgarar Armen-
fu, hinnar 280 þúsund manna
borgar í Kólumbíu sem misstu
allt sitt í jarðskjálftanum á
mánudag, hafa undanfarna
daga látið greipar sópa um
matarbúðir í borginni. Dreifing
hjálpargagna mun vera í mol-
um og því hafa sumir hinna
eignar- og húsnæðislausu
hvorki fengið vott né þurrt
jafnvel sólarhringum saman.
Þessu ástandi hafa margir
reiðzt og hafa því brugðið á
það ráð að hjálpa sér sjálfír um
þær nauðþurftir sem þeir hafa
getað komizt yfir.
Þungvopnaðir hermenn héldu
uppi eftirliti á götum borgar-
innar í gær til að hindra frekari
gripdeildir. En þrátt fyrir það
fréttist af sífellt fleiri áhlaupum
fólks á staði þar sem vænta
inátti að mat væri að fínna.
Æstur múgur lét greipar sópa
um vöruhús í miðborginni og
storkaði þar með Andres
Pastranas, forseta landsins, sem
hafði fyrirskipað að herinn léti
ekkert slíkt viðgangast.
Pastrana flaug til Armeníu á
miðvikudagskvöld, þegar grip-
deildirnar stóðu sem hæst.
Hann skipaði hernum þá þegar
að koma sljórn á ástandið í
borginni.
„Herinennirnir eru ekki til
staðar aðeins til gæzlu heldur
ekki síður til að aðstoða við
dreifingu matvæla og hjálpar-
starf Rauða krossins," tjáði
varnarmálaráðherrann Rodrigo
Lloreda fréttamönnum og vís-
aði þar með óbeint til hinnar út-
breiddu óánægju sem magnazt
hefði upp hjá fólki vegna þess
hve hægt gengur að koma opin-
berri neyðarhjálp til nauð-
staddra.
Vegna slaks skipulags biðu
enn 95 tonn af matvælum á
flugvelli Armeníu sem vom
flutt þangað á miðvikudag.
Drykkjarvatn var enn af skorn-
um skaminti og rafmagn ekki
komið á í stórum hluta borgar-
innar.
Staðfest tala látinna var að
sögn talsmanns Rauða krossins
í gær komin upp í 883, en óttazt
er að fleiri en 2000 hafi týnt lífi.
Hjálparsveitir frá Spáni, Japan,
Bandaríkjunum, Frakklandi,
Bretlandi og Mexíkó eru komn-
ar á hamfarasvæðið til að taka
þátt í björgunaraðgerðum.