Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mozart haldið indælt boð Morgunblaðið/Kristinn Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landskankans, og Valgeir Valdimarsson, framkvæmdasljóri Islenska dansflokksins, undirrita samstarfssamning á Stóra sviði Borgarleikhússins í gær. Landsbankinn og fslenski dansflokkurinn Gera þriggja ára samning TðNLIST Hliðarsalur Hallgrfmskirkju KAMMERTÓNLEIKAR Laufcy Sigurðardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Richard Talkowsky, Krystyna Cortes, Sigurður I. Snorra- son, Kjartan Óskarsson og Bijánn Ingason léku tónlist eftir Mozart. Miðvikudagskvöld kl. 20.30. VINIR Mozarts í röðum ís- lenskra tónlistarmanna tóku sig til á miðvikudagskvöldið og héldu hon- um eilitla afmælisveislu á 243. af- mælisdegi hans. Fjögur verk tón- skáldsins voru leikin til að heiðra minningu hans; Sónata í G-dúr fyrir fíðlu og píanó KV 301; Divertimento nr. 1 í B-dúr fyrir tvær klarinettur og fagott, KV 439b; Kvintettþáttur fyrir fiðlu, víólu, selló, klarinettu og bassethom op. 580b, og Tríó í B-dúr KV502 fyrir píanó, fiðlu og selló. Sónatan sem þær Laufey Sigurð- ardóttir og Krystyna Cortes léku á fiðlu og píanó verður seint kölluð fiðlusónata; Mozart mun reyndar hafa kallað þetta æskuverk og fleiri af sama toga Sónötu fyrir clavecin eða fortepíanó og meðleik á fiðlu. Pí- anóið er líka augljóslega í aðalhlut- verki og á jafnan frumkvæðið í sam- skiptum hljóðfæranna. Fiðluhlut- verkið er þó engan veginn vanda- laust. Krystyna og Laufey léku verkið vel, með léttleika og þokka. Ekki eru öll verk Mozarts meistaraverk, og divertimenti- verkum hans, - sumum hverjum að minnsta kosti, tæpast ætlað að lifa sjálfstæðu lífi utan veislusala aðalsins, þar sem hlutverk þeirra var að vera í bakgrunni samræðna hvítpúðraðra hefðarmeyja yfir matarborðum. Divertimento það sem hér var leikið var þó með þeim þokkafyllri, - sérstaklega er hljóðfæraskipanin, tvær klarinett- ur og fagott heillandi. Það var helst að hægur miðjuþátturinn, adagio, næði ekki að halda lífi og spennu, en hraðari þættirnir voru mjög skemmtilegir. Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson og Brjánn Ingason léku verkið líka ljómandi vel, allt þar til í lokakafl- anum að hraðinn varð órólegur og jafnvægið fór á köflum úr bönd- um. Kvintettþátturinn KV 580 er verk sem Mozart lauk ekki við, en Franz nokkur Beyer bjó það í þann búning sem það hljómaði í á þess- um tónleikum. Þetta er skringileg smíð og sviplítil, og hvarflar óneit- anlega að manni að hugsanlega hafi Mozart hætt við af því honum fannst þetta ekki nógu gott. Það frumlega við hana er hljóðfæra- samsetningin, fiðla, víóla, selló, klarinetta og bassetthorn. Það er líka áberandi hvað víóluparturinn er með margar flottar strófur, - kannski Mozart hafi ætlað sér að spila hann; - Þórann Ósk Marinós- dóttir spilaði hann afar fallega. Þetta kvintettbrot var í heild sinni prýðilega leikið þrátt fyrir allt og var gaman að heyra það. Rismesta verkið á efnisskránni var Tríóið KV254, sem Laufey, Krystyna og Richard Talkowsky léku. Hér er form píanótríósins enn í mótun; ekki orðið sú þrenna jafnvígra hljóðfæra sem síðar varð - hlutverk píanósins er langviða- mest, og lætur nærri að verkið gæti staðið sem píanósónata ef strengjunum væri sleppt. Hlut- verk fiðlunnar er oftar en ekki endurómur af píanóinu, þó með kröfumeiri sprettum, einkum í lokaþættinum, en sellóhlutverkið er lítið og gegnir engu burðarhlut- verki í verkinu. Þó er þetta glæsi- legt vei'k og var býsna fallega spil- að. Krystyna Cortes bar þetta uppi af mozartískum yndisþokka og Laufey og Richard Talkowsky fléttuðu sínar raddir músíkalskt í vefinn. Það var helst deyfð yfir hæga þættinum, - þar hefði Rrystyna mátt beita sér meira; áslátturinn hefði mátt vera meira afgerandi. En afmælisbamið má una aldrin- um og vinsældunum vel; - fallegur hljóðfæraleikur og notaleg stemmn- ingin í hliðarsal Hallgrímskirkju gerði þetta að indælis afmælisboði. Bergþóra Jónsdóttir. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri og Valgeir Valdimarsson, framkvæmdastóri Islenska dans- flokksins, undirrituðu samstarfs- samning til þriggja ára í Borgar- leikhúsinu í gær. Samningurinn fel- ur í sér að Landsbankinn verður aðalsamstarfsaðili Islenska dans- flokksins til loka ársins 2001. Að sögn Valgeirs er samningurinn viðamikill og nær til fjölmargra þátta. ,jVuk þess að fela í sér bein- an fjárhagslegan stuðning upp á 1,2 milljónir króna á yfirstandandi leik- ári tekur hann m.a. til samvinnu í markaðsstarfi. Landsbankinn verð- ur áberandi í öllu kynningarefni Is- lenska dansflokksins og bankinn mun beita sér fyrir kynningu á dansflokknum hér heima og erlend- is. Bankinn hefur auk þess rétt til að nýta sér íslenska dansflokkinn í sínu eigin markaðsstarfi." í fréttatilkynningu frá dans- flokknum segir að samningurinn komi í kjölfai-ið á árangursríku sam- starfi Landsbankans og Islenska dansflokksins á undanfórnu leikári, en Landsbankinn hefur verið aðal- styrktaraðili að tveimur uppfærsl- um á þessu tímabili og veitti fyrstu og önnur verðlaun í danshöfunda- samkeppni Islenska dansflokksins sem haldin var í lok október. „Við viljum vera sýnileg í því að styðja menningar- og listalífið í land- inu og til þess höfum við sérstakan menningarsjóð Landsbankan,“ sagði Halldór J. Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum jafnframt gert nokki-a beina samninga við ákveðna aðila, t.d. er í gOdi styrktar- samningur milli HSI og Landsbank- ans. Með þessum samningi við Is- lenska dansflokkinn skuldbindum við okkur til að styðja sérhverja upp- færslu dansflokksins á næstu þrem- ur árum. Vonandi er það hvatning til flokksins að hægt verður að setja upp fleiri sýningar en ella. I samn- ingnum er einnig kveðið á um ákveð- ið markaðssamstarf og við munum bjóða Námufélögunum afslátt og völdum viðskiptavinum bjóðum við jafnframt á sýningar. Framlag ríkisins til íslenska dansflokksins nemur um 50 milljón- um króna á fjárlögum. „Við stefn- um að þvi að eftir þrjú ár verði stuðningur einkaaðila um 15% af þeirri upphæð. Beint peningafram- lag Landsbankans á þessu stigi er kannski ekki ýkja hátt en í þessum samningi er fólgin mikilvæg stefnu- yfirlýsing af hálfu stærstu banka- stofnunar landsins og mér vitan- lega hefur ekki áður verið gerður sambærilegur samningur milli fyr- irtækis og listastofnunar. Við erum mjög ánægð með þessa traustsyfir- lýsingu Landsbankans og vonandi verður þetta samstarf til að laða fleiri fyrirtæki til samstarfs við ís- lenskar listastofnanir," sagði Val- geir. Nýjar bækur • VERALDAR VISKA, I Ching, List friðarins og Leið pílagrímsins eru viskubækur í þýðingu Isaks Harðarsonar rithöfundur. I kynningu segir: Veraldarviska er tekin saman á 17. öld og er hand- bók um hvemig ná eigi árangri í lífi og starfi. Bókin er 201 bls. I Ching er elsta og djúphugsaðasta rit Kínverja, mik- ilsvirt sem véfrétt gæfunnar, leiðar- vísir til farsældar og mikill viskubrunnur. Bókin er 159 bls.List friðarins geymir lífs- speki Morihei Ueshiba sem var ósigrandi bardagamaður þrátt fyrir að hafa óbeit á átökum, stríði og hvers konar ofbeldi. Aðferð hans var Aikido er þýða má sem list frið- arins. Bókin er 124 bls. Leið pílagrímsins er sjálfsævi- söguleg frásaga „stranniks", en svo nefndust pílagrímar sem settu svip á rússneskt sveitalíf frá miðöldum og allt fram á okkar öld. Hann tekst á við flökkulíf pílagrímsins með bænina að vopni og förunauti og í gegnum frásögn hans kynnumst við nokkru af andstreyminu og gleðinni sem lífsmáti þessi hefur upp á að bjóða. Bókin er 97 bls. Útgefandi er Forlagið. Bækurnar eru prentaðarí Singapúr. Verð 1.780 og 1.980 Af ríku og lánlitlu folki Scott Atli Fitzgerald Magnússon BÆKUR Skáldsaga NÓTTIN BLÍÐ eftir F. Scott Fitzgerald. íslensk þýðing: Atli Magnússon. Skjaldborg, 1998, 400 bls. MARGAR merkilegar þýðingar komu út fyrir nýliðin jól og bar ekki mikið á þeim í bókaflóðinu mikla, eins og svo oft gerist með þýðingar. Nokkra athygli vakti þó sú þýðing sem hér er til umfjöll- unar; þýðing Atla Magnússonar á hinni stóru skáldsögu bandaríska rithöfundarins Scotts Fitzgeralds, Tender is the Night, eða Nóttin blíð, eins og titillinn hljóðar á ís- lensku. Það hlýtur að teljast all- nokkurt þrekvirki að þýða þessa bók, þó ekki væri nema vegna stærðar bókinnar sem er einar 400 bls. í íslensku útgáfunni. Atli Magnússon hefur áður þýtt The Great Gatsby eftir sama höfund, sem líklegast er frægasta verk Fitzgeralds, þótt Nóttin blíð fylgi þar fast á eftir. Eftir þeirri síðar- nefndu hafa m.a. verið gerðir vandaðir sjónvarpsþættir sem sýndir voru í íslenska ríkissjón- varpinu fyrir nokkrum ánim og báðar hafa þessar skáldsögur að sjálfsögðu verið kvikmyndaðai' í heimalandinu. Scott Fitzgerald var n.k. goð- sögn í lifanda lífi, ekki síst fyrir hjónaband sitt og Zeldu Sayre og þann hástemmda og öra lífsstfl sem þau hjón kusu sér - sem átti vafalaust stóran þátt í ógæfunni sem elti þau lengst af. Nóttin blíð er að stórum hluta byggð á reynslu Fitzgeralds af storma- sömu sambandi þein-a Zeldu, en hún átti við geðræn vandamál að stríða lengst af ævi sinnar. 1932 kom út skáldsaga Zeldu, Save me the Waltz, sem hún skrifaði á sjúkrahúsi þar sem hún dvaldi vegna vandamála sinna og byggir einnig á hjónabandi þeirra Fitzgeralds. Sög- una skrifaði hún á stuttum tíma og sagan segir að út- koma hennar hafi ergt eiginmanninn mikið, þar sem á sama tíma barðist hann við samningu sinnar sögu og fannst sem Zelda hefði skotið sér sárlega ref fyrir rass. Nóttin blíð gerist meðal yfir- stéttarfólks á frönsku Rivíreunni á 3. áratugi aldarinnar og lýsir lífi forréttindafólks, iðju þess og iðju- leysi, kjaftagangi, hroka og snobbi, meðal annars. En í sögu- miðju er Dick Diver, frægur geð- læknir sem á sér miklar frama- vonir, og eiginkona hans, Nicole sem er fógur og hæfileikarík en á við geðræn vandamál að stríða. Sagan lýsir því á næman hátt hvernig samband þeirra bíður hægt skipsbrot og vonir þein-a og væntingar bresta. Þegar Nóttin blíð kom fyrst út í Bandaríkjunum 1934 hlaut hún misjafnar viðtökur almennings og gagnrýnenda. Astæðan var kannski fyrst og fremst að per- sónur verksins og söguþræðir voru lítt í tengslum við þann veru- leika sem Bandaríkjamenn voni að glíma við um miðjan þriðja ára- tuginn: kreppu, fátækt og at- vinnuleysi. Ríkidæmi, óhóf og iðjuleysi í allsnægtum það sem verkið lýsir féll lítt í kramið hjá fyrstu viðtakendum sögunnar. En í dag þegar samtímlegt samhengi truflar ekki lestur sögunnar velkj- ast líklega fáir í vafa um bók- menntalegt gildi hennar. Það er fagnaðarefni að fá þetta verk á íslensku. Þýðing Atla Magnússonar er í flesta staði vönduð og vel unnin en helst mætti finna að því að Atli er víða ofurtrúr enskunni, á kostnað ís- lenskunnar. Einnig er prófarka- lestri nokkuð ábótavant, þannig er nokkuð um bæði stafsetningar- og innsláttarvillur í bókinni. Soffía Auður Birgisdóttir ísak Harflarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.