Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 39
38 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJARFEST í ÍSLENZKRI HÁTÆKNI HÁTÆKNIIÐNAÐUR vex hröðum skrefum hér á landi og er enginn vafi á því, að þær miklu vænting- ar, sem til hans voru gerðar fyrir fáum árum, eru að byrja að rætast. Verðmætasköpun hátæknifyrirtækja fyrir ís- lenzkt þjóðarbú eykst ár frá ári. Hátækniiðnaður nær yfir breitt svið og af íslenzkum fyrirtækjum nægir að nefna Islenzka erfðagreiningu, sem stundar grunnrannsóknir í líftækni og læknisfræði og OZ sem er hugbúnaðarfyrir- tæki. Mörg önnur hafa sprottið upp síðustu árin, ekki sízt í hugbúnaðargerð. Þessi gróska hefur vakið athygli erlendra fyrirtækja og fjárfesta. Gerðir hafa verið samstarfssamningar við nokk- ur þessara íslenzku hátæknifyrirtækja og fjárfest í þeim. Bandaríska fyrirtækið ResMed hefur nú keypt 10% hlut í Flögu hf. fyrir um 70 milljónir króna eða eina milljón doll- ara. Samkvæmt því er þetta unga fyrirtæki metið á 700 milljónir króna. Það var stofnað árið 1992 af Helga Ki’ist- bjarnarsyni lækni sem stundað hefur svefnrannsóknir í sautján ár. Tilgangur fyrirtækisins er að hanna og þróa tæki til svefnrannsókna. Það eru einmitt slík tæki, sem vakið hafa athygli á fyrirtækinu, en það er rafeindamæli- tæki, sem nefnist Embla, og forritið Somnologica. Tækið er m.a. notað til svefnrannsókna, geðrannsókna, lungna- rannsókna og grunnrannsókna á dýrum. Það hefur þegar verið selt til tuttugu landa og útibú eru starfandi í Frakk- landi og Bandaríkjunum. ResMed sérhæfir sig í framleiðslu tækja til meðferðar á kæfisvefni og fellur starfsemi þess því vel að Flögu hf. Fyrirtækin tvö munu styðja hvort annað í sölu á tækjum og búnaði, sem þau hafa unnið að, svo og rannsóknum og þróun á nýjum framleiðsluvörum. Virði bandaríska fyrir- tækisins á hlutabréfamarkaði vestan hafs er um 53 millj- arðar króna. Þessi fjárfesting hins bandaríska fyrirtækis er mikil viðurkenning fyrir íslenzka fyrirtækið og for- ráðamenn þess. GRÆN REIKNINGS- SKIL * IUNDIRBUNINGI er að samgönguráðuneytið taki upp svokölluð græn reikningsskil. Þetta upplýsti Halldór Blöndal samgönguráðherra á fundi á Loftleiða- hótelinu í fyrradag, þar sem fram fór ráðstefna um græn reikningsskil. Ráðherrann taldi nauðsynlegt að vekja menn af því andvaraleysi, sem gætt hefði í samskiptum við náttúruna. Hugtakið græn reikningsskil vísar m.a. til úttektar á því hvernig farið er með aðföng til framleiðslu og fram- kvæmda í fyrirtækjum. Standa fyrirtæki skil á því með eins konar skýrslugerð hversu vistvæn starfsemi þeirra er í raun og veru, en slíkt verður æ mikilvægara nú á dög- um, þegar margir viðskiptavinir, einstaklingar sem stofn- anir, gera kröfur um að vara sé „umhverfisvæn" áður en þeir festa kaup á henni. Umverfisvernd og umhyggja fvrir umhverfinu skiptir hvern einstakling sífellt meira máli. I gífurlegri mengun nútímans eru sífellt fleiri, sem gera sér grein fyrir að menn geta ekki umgengizt jörðina með sama hætti og gert hefur verið. Jón Birgir Jónsson, i-áðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, sagði að um 31% allrar koltvísýringslosunar á ís- landi kæmi frá samgöngum innanlands. Mun slík tala vera hlutfallslega nokkuð lægri í Evrópulöndum. Á árun- um 1990 til 1998 hefur aukning á útstreymi koltvísýrings aukizt um 8 til 10% og hefur samgönguráðuneytið nú markað sér stefnu um hvernig draga megi úr þessu, en þar þurfa íslendingar að reyna að vera í takt við þær kröfur, sem t.d. eru gerðar í Kyoto-bókuninni um lofts- lagsbreytingar. Þeim fyrirtækjum og heimilum fjölgar stöðugt sem leggja metnað sinn í að sinna umhverfisvernd eins og vera ber. Á næstu árum má búast við að framkvæmd markvissrar umhverfisstefnu verði fastur þáttur í starfi langflestra fyrirtækja og að einstaklingar og fjölskyldur gæti sömu grundvallarsjónarmiða í rekstri heimila sinna. Landafundanefnd hefur unnið ötullega að verkefnum til að minnast þúsund ára afmælis landafunda Leifs Eiríkssonar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skipaði Landafundanefnd í ársbyrjun 1998 og var henni falið að gera tillög- ur til ríkisstjórnarinnar um verkefni sem styðja mætti til að minnast landa- funda íslendinga í Vesturheimi. Formaður nefnd- arinnar er Sigurður Helgason forstjóri, en aðrir nefndarmenn eru Laufey Guðjónsdóttir deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneytinu, Atli Ás- mundsson blaðafulltrúi utanríkisráðherra, Kornelí- us Sigmundsson forsetaritari, Steindór Guðmunds- son forstjóri framkvæmdasýlu ríkisins og Ái'mann Kr. Olafsson aðstoðarmaður samgönguráðherra. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Einar Bene- diktsson sendiherra, en aðrir starfsmenn eru Krist- ín Sif Sigurðardóttir aðstoðarmaður framkvæmda- stjóra, Guðrún Fjóla Granz fjármálastjóri og Guð- rún Edda Baldursdótti ritari. Starfliðið hefur að- setur í Aðalstræti 6, í sama húsnæði og Reykjavík menningarborg árið 2000 og Kristnihátíðarnefnd. í janúar í fyrra lýsti Landafundanefnd opinber- lega eftir tillögum um hvemig best mætti minnast landafundanna og barst fjöldi hugmynda, en í maí skilaði nefndin tillögum til ríkisstjórnarinnar um fjárhags- og verkefnaáætlun vegna átaks á árþús- undamótum í Vesturheimi. Tillögurnar hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í ríkisstjórninni og vegna verkefnanna hefur verið ákveðinn fjárlagarammi, en á árunum 1998-2001 hefur verið ákveðið að verja samtals 336 milljónum króna til þeirra. Ríkisstjórn- in ákvað að einn flokkur verkefna yrði að hafa for- gang, en það er gerð kvikmynda- og sjónvarpsefnis sem tengist landafundunum. Akveðið var að styðja 10 tillögur um 49,3 milljónir króna á árunum 1998- 2000, en bregðast þurfti fljótt við til að hraða vinnslu þannig að efnið kæmi að notum árið 2000. Landafundanefnd heitir á ensku The Leifur Eiriksson Millennium Commission of Iceland, en Leifur Eiríksson er aðalatriðið í kynningu nefndar- innar í Vesturheimi. Vefsíða Landafundanefndar er á slóðinni www.leifur-eiriksson.org og með henni er miðlað upplýsingaefni um störf nefndarinnar og um stefnumarkandi ákvarðanir. Einnig er á vefsíð- unni teiknimyndasería um íslandssögu fyrir börn, bæði á íslensku og ensku, en höfundur hennar er Kjartan Arnórsson. ÉtÉÉIIfflÉ Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTÍN Sif Sigurðardóttir og Einar Benediktsson sendiherra hafa stýrt allri undirbúningsvinnu vegna verkefna til að minnast landafundanna. Hátiðahöld í mörgum stórborgum „Markmið Landafundanefndar er að fagna 1000 ára afmæli landafunda Leifs Eiríkssonar í Vestur- heimi, að styrkja tengsl íslands og Norður-Amer- íku, sem er auðvitað mjög mikilvægt markmið þessarar starfsemi allrar, og við sjáum þau tengsl mjög þýðingarmikil við Bandaríkin af öllum þeim ástæðum sem að þeim tengslum lúta,“ sagði Einar Benediktsson. „Það er meiningin með þessu öllu að styrkja ímynd íslands vestra til framtíðar, en það felur það í sér að þetta er ekki átak til þess að vekja á sér at- hygli augnabliksins árið 2000, heldur átak sem gert er til þess að eftir lifí eitthvað sem hægt er að kalla ímynd eða það sem situr í hugum fólks um okkur, og þá ekki bara vegna ársins heldur vegna framtíð- arinnar um þjóð og land.“ Aðal hátíðarborgirnar í Bandaríkjunum eru Washington, New York, Boston, Minneapolis, Chicago, Los Angeles og Seattle, en margar þeirra eru viðkomustaðir Flugleiða og sagði Einar að þess vegna væri mikilvægt að þar sé gert kynningará- tak. „Ef við tölum um útflutning okkar þá er það auð- vitað ekki hvað síst útflutningur á ferðaþjónustu, enda er ferðaiðnaðurinn í heild sá geiri sem stærst- ur er og mest gróska í í okkar þjóðfélagi núna. Með því opinbera fé sem varið er til þessa erum við að gera það sem allar aðrar þjóðir heims gera í að kynna sig vegna ferðamálanna. Þetta er afar þýð- ingarmikið í samkeppninni, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að áætlunarflug Flugleiða til íslands er mjög að aukast einmitt á þessum árum.“ Einar sagði að aðal hátíðarborgirnar í Kanada væru höfuðborgin Ottawa, Toronto, sem er mikil- vægasta borgin í Kanada, Winnipeg/Gimli vegna Vestur-íslendinganna þar, Halifax, sem er við- komustaður Flugleiða, Vancouver á vesturströnd- inni og á Nýfundnalandi L’Anse aux Meadows og St. John’s af sögulegum ástæðum. Víkingaskipið Islendingur siglir vestur um haf Kristín Sif Sigurðardóttir sagði að helstu við- burðir og verkefni sem Landafundanefnd hefur undirbúið væru í bland einstakir við- burðir og síðan framleiðsla á efni. Meðal einstakra viðburða er sigling víkinga- skipsins íslendings, sem Gunnar Marel Eggertsson smíðaði, frá Reykjavík 17.__________ júní árið 2000 og fer það fyrst til Breiða- fjarðar, á slóðir Eiríks rauða. Þaðan fer skipið til Brattahlíðar á Grænlandi og síðan til L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi, þar sem talið er að Leifur Eiríksson hafi búið. Þaðan verður siglt til St. John’s og svo niður með austurstöndinni til Halifax og þaðan til Boston, Newport og síðan verður endað í New York á Leifur Eiriksson Day, 9. október árið 2000. „Á þessum áfangastöðum er verið að skipuleggja hátíðardagskrá í samvinnu við samvinnulöndin okkar, sérstaklega Grænland og Nýfundnaland, en þau eru mjög áhugasöm um þessa siglingu og hafa lýst því yfír að þau vilji gera mjög mikið fyrir sína Helsta markmiðið að styrkja ímynd Islands Landafundanefnd hefur unnið mikið starf síðastliðið ár við undirbúning margvislegra verkefna til að minnast eitt þúsund ára afmælis landafunda Islendinga í Vesturheimi árið 2000.. Hallur Þorsteinsson kynnti sér helstu verkefnin í samtali við Einar Benediktsson sendiherra, framkvæmdastjóra nefndar- innar, og Kristínu Sif Sigurðardóttur, aðstoðarmann hans. Vinnan hér heima er mik- ið til unnin parta úr þessum viðburði. Gunnar Marel eigandi Islendings verður skipstjóri í ferðinni og mun hann velja sér níu manna áhöfn sem verða mun á skipinu frá byrjun til enda. Síðan verður hægt að bæta við ræðurum áður en komið er inn í hafnir á hverjum stað fyrir sig. Það er til dæmis mikill áhugi á því í Halifax að efna til getraunar um ísland og víkinga- tímann, og í verðlaun fái fólk að þræla sem ræðarar við komu skipsins til Halifax, en þar er mjög mikil siglingahefð," sagði Kristín Sif. Kvikmyndavikur í Bandaríkjunum og Kanada Sem fyrr segir ákváðu stjórnvöld að styrkja framleiðslu tíu kvikmynda- og sjónvarpsverkefna og meðal efniviðs sem verið er að fjalla um eru landafundir Leifs Eiríkssonar, ferðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur og þar sem 125 ár eru síðan íslend- ingar byrjuðu að ílytjast til Vesturheims er Landafundanefnd einnig að styrkja verkefni sem fjalla um fólksflutningana á tímabilinu 1875 til 1913. Þessi verkefni verða meira og minna tilbúin til sýninga árið 2000 og munu þau verða hluti af væntanlegri kvikmyndahátíð sem Landafunda- nefnd er að skipuleggja. „Við erum að skipuleggja íslenskar kvikmynda- vikur bæði í Bandaríkjunum og Kanada í samvinnu við Kvikmyndasjóð íslands, þar verða sýndar ís- lenskar kvikmyndir sem framleiddar hafa verið síð- ari ár og þær myndir sem við erum að styrkja gerð á. Samstarfsfyrirtæki sem við erum að vinna með varðandi kvikmyndavikur hefur lagt til að við byrj- um og endum á kvikmyndahátíðum í New York og að sú fyrsta verði á þessu ári. Ástæðan er sú að í New York eru áhrifamestu kvikmyndagagnrýnend- umir, og hægt verður að nýta sér gagnrýnina, sem vonandi verður jákvæð, til markaðssetningar á kvikmyndahátíðum sem síðan fara á ferðalag um Bandaríkin," sagði Kristín Sif. Tónlist, leiksýningar og bókmenntakynningar Hvað tónlistarflutning varðar þá mun Sinfóníu- hljómsveit íslands spila í Washington og New York í Kennedy Center og Carnegie Hall, og einnig fer t.d. Karlakór Reykjavíkur til Kanada með viðkomu í Bandaríkjunum og syngur kórinn á íslendinga- deginum í Kanada. Þá verða íslenskir einleikarar með tónleika og jasshópurinn Ljóð og jass flytur ís- lensk ljóð í enskri þýðingu með jasstónlist á bakvið. íslensk leikverk verða sýnd og þar er Ferðir Guðríðar sem Brynja Benediktsdóttir hefur fært upp í enskri útgáfu, en sú sýning hefur farið mjög víða og hlotið góða dóma, og Hallveig Thorlacius fer með brúðuleikhús sitt og sýnir Sögusvuntuna. „Það verða kynningar á íslenskum bókmenntum og þá emm við bæði að tala um íslendingasögurnar í enskri þýðingu og einnig kynningu á síðari tíma bókmenntum og núlifandi höfundum. Það er verið að þýða íslenska nútímahöfunda í síauknum mæli á ensku, og íslendingar er að þessu leyti að ná sama árangri í enskumælandi löndum og þeir höfðu náð á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Einnig má geta þess að Landafundanefnd hefur veitt styrki til þýð- ingar á ensku á tveimur bókum, en þar er annars vegar um að ræða Vínlandsgátuna eftir Pál Berg- þórsson og hins vegar þýðingu á bókum Guðjóns Arngrímssonar um Vestur-Islendinga, en gerð verður ein bók á ensku úr þeim,“ sagði Kristín Sif. Landafundanefnd hefur styrkt námsmanna- og ungmennaskipti milli landanna, og er það liður í styrk til framtíðar í samskiptum þjóðanna. Einnig hefur nefndin stutt væntanlegt málþing um Island, sögu þess og menningu, en málþingið, sem Stofnun Sigurðar Nordal sér um, verður haldið hér á landi, og verður enskumælandi prófessorum boðið á þing- ið. Margmiðlunarefni í samvinnu við Oz Kristín Sif sagði að Landafundanefnd veitti stuðn- ing til framleiðslu fræðslu- og skemmtiefnis fyiir al- netið og geisladiska. Þetta sagði hún vera mjög spennandi verkefni sem verið er að vinna í samvinnu við Oz og fælist í framleiðslu á mai'gmiðlunardiski bæði með fróðleik og skemmtileikjum um ísland. „Til þess að ná til barna og unglinga verður að höfða til þeirra með leikjum, og þá sérstaklega tölvuleikjum, og þá erum við að tala um leik sem tekur notandann í landafundaferð með Leifí. Þetta er gagnvirkur leikur, þar sem hver sem er getur munstrað sig sem einn í áhöfninni á skipi Leifs og gengið í gegnum þá erfiðleika sem búast má við á opnu víkingaskipi á Norður-Atlantshafi. Markaðs- setning á þessu margmiðlunarefni verður með tvennum hætti. Annars vegar verður því dreift ókeypis í bandaríska skólakerfíð, og verið er að ræða við bandarísk umhverfis- og menntasamtök sem heita The Globe Program. Þessi samtök hafa alþjóðlega dreifingu og hafa nokkrir íslenskir skólar innritað sig í þetta prógram sem felst í því að nemendur í gi-unnskól- um og framhaldsskólum fá tækifæri til að fylgjast með stöðu umhverfísins í kringum sig, t.d. sjávar- hita og mengun, og senda síðan niðurstöðurnar í gegnum Netið til aðalstöðva Globe Program. Hvatamaður og verndari samtakanna er A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna. Fyrir utan dreifingu á margmiðlunarefninu í bandaríska skólakerfinu verður hluti af því settur inn á Netið þannig að ailir geti haft aðgang að því, en fyrir utan þessa dreif- ingu verður geisladiskurinn settur á almennan markað til þess að fyrirtæki og einstaklingar geti keypt hann sem gjafír," sagði Kristín Sif. Flestir viðburðirnir sem Landafundanefnd styð- ur verða vestanhafs, en á því er ein stór undantekn- ing. Það er landafundasýning sem fyrirhugað er að opna 20. apríl árið 2000 í Safnahúsinu við Hvei'fis- götu og er sýningin samstarfsverkefni Landa- fundanefndar og Safnahússins. Á sýningunni verð- ur væntanlega fjallað um sögu landafundanna og siglingar víkinga á miðöldum, og verður sýningin höfð uppi í 3-5 ár, eða á meðan búast má við því að mesti áhuginn á landafundafmælinu ríki. Sameiginleg vinnunefnd með Hvíta húsinu Landafundanefnd er með sameiginlega vinnu- nefnd með Hvíta húsinu í Washington, en Banda- ríkin eru að vinna með sjö þjóðum sem sýnt hafa sérstakan áhuga á verkefnum í tengslum við árþús- undamótin og er ísland ein af þeim þjóðum. Tilefni samstarfsins er að sjálfsögðu landafundir Leifs Ei- ríkssonar í Vesturheimi og þau góðu samskipti sem íslendingar hafa átt við Bandaríkin í gegnum tíð- ina. í þessari vinnunefnd er Einar Benediktsson formaður af hálfu íslendinga, og er nefndin með fjölda verkefna í undirbúningi. Svo sem kunnugt er hefur nú verið ákveðið að hér á landi verði haldin mikilvæg kvennaráðstefna í október í haust. Hefur forsetafrúin, Hillary Rod- ham Clinton, þegið boð Davíðs Oddssonar forsætis- ráðhen'a um að vera forseti ráðstefnunnar. „Þetta mál kom asjálfsögðu til umræðu á sam- vinnuvettvangi okkar við Hvíta húsið. í síðastlið- inni viku var sú ákvörðun tekin þessu verkefni til mestu farsældar að framkvæmd þess að okkar hálfu verði í höndum Sigríðar Dúnu Kristmunds- dóttur prófessors," sagði Einar. Hann sagði að eitt af sameiginlegu verkefnunum væri málþing um íslendingasögurnar í samvinnu Library of Congress, Cornell-háskólans, þar sem er gríðarlega mikið safn íslenskra bókmennta, og Háskólabókasafn íslands. Málþingið verður haldið í Library of Congi’ess í maí eða júní árið 2000. Þing- ið verður það sem kallað er „cybereast", en það þýðir að þingið verður sent út á Netið. Þarna er rætt um að fjöldi ritgerða verði lagður fram og að leiðandi menn verði í forsvari og flytji mál sitt. Einnig verður kynning á nútímabókmenntum í sambandi við málþingið. Stórsýning um víkingaöldina í Smithsonian-safninu „Mesta samvinnuverkefnið vestanhafs, bæði hvað varðar umfang og kostnað, er sýning sem ber vinnuheitið West-Viking og hefst í Smithsonian- safninu í apríl árið 2000. Það hefur verið mikil um- ræða um þetta verkefni, sem er samvinnuverkefni Bandaríkjanna, Norðurlandanna og Kanada, og vinna íslenskir sérfræðingar með sérfræðingum annarra þátttökulanda í þessu. Undirbúningsvinna og uppsetning sýningarinnar í Smithsonian kostar yfír 4 milljónir dollara, og hefur fengist mjög myndarleg fjárveiting frá norrænu ráðherranefnd- inni í þetta, eða ein milljón dollara. Það er mjög þýðingarmikið að svona heildarsýn- ing um sögu víkingaaldarinnar, baklandið í Skand- inavíu, og síðan söguþróunina um landnám íslands og siglingar lengra vestur á bóginn til Grænlands og Nýja heimsins, sé einnig unnin af okkar sagn- fræðingum og að farið sé að vinna þetta þannig að þessi saga sé rétt sögð á stórsýningum og í eitt skipti fyrir öll í kennsluefni sem unnið er upp úr því,“ sagði Einar. Eins og nýlega var greint frá í Morgunblaðinu stendur til að gefa út sameiginlega minnispeninga íslands og Bandaríkjanna, og munu Seðlabanki Is- lands og U.S. Mint gefa þá út. Það þarf samþykki Bandaríkjaþings fyrir útgáfu U.S. Mint og þarf málið bæði að fara í gegnum fulltrúadeildina og öldungadeildina. Forstöðumaður verkefnisins af ís- lands hálfu er Steingrímur Hennannsson fyrrum seðlabankastjóri. Eitthvað frá íslandi meðferðis í geimferju í Norfolk, þar sem er aðsetur yfirherstjórnarinn- ar fyrii' Norður-Atlantshaf, er árlega haldin sér- stök hátíð sem tileinkuð er einu landi í hvert sinn, Azelea-hátíðin, og hefur ísland einu sinni verið miðpunktui' þessarar hátíðar. Þá fór eitt af skipum Landhelgisgæslunnar vestur um haf og drottning hátíðarinnar var íslensk stúlka. ísland verður á ný miðpunktur hátíðarinnar árið 2000 og verður þá at- hyglinni einkum beint að landafundunum. Þá verð- ur um haustið árið 2000 ráðstefna sem NATO mun standa að með okkur á íslandi um öryggis- og varnarmál. Meðal annarra verkefna sem Landafundanefnd hefur verið að vinna að er athugun á því hvort möguleg sé samvinna um ættfræðilegan gagna- grunn við þá sem áhuga hafa á slíku í Bandaríkjun- um, en það er einkum og sér í lagi hinn mikli frændgarður íslendinga í Utah í Bandaríkjunum. „Við erum líka í viðræðum við fulltrúa frá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni, og reiknum með að á næsta ári verði í einu geimskoti þeh-ra með í ferðinni í geim- ferju eitthvað frá íslandi og úr þessum samvinnufai-vegi og vettvangi öllum sem við höfum við Bandaríkin. Það var bent á það á fundi sem við vorum á í síðastliðinni viku um þessi samvinnumál að sennilega gæti það orðið eitt- hvað úr þessu samstarfi skólabarna í Globe- prógraminu,“ sagði Einar. Hann sagði að ötullega hefði verið unnið að því að koma upp íslenskum málverkasýningum á næsta ári í einhverjum athyglisverðum söfnum, en erfitt væri að komast að með slíkar sýningar vegna mik- illar samkeppni um að fá að sýna. Þá hefur í sam- starfsnefndinni verið borin upp sú hugmynd að hugsanlega geti orðið hér á landi körfuboltaleikir með liði eða liðum frá NBA, National Basketball Association. Sköpun jákvæðrar ímyndar fyrir ísland „Síðan er það þetta mikla átak fyrirtækjanna fyrir vestan, Discover Iceland, sem við höfum verið að vinna að á þann hátt að það sem hér hefur verið lýst falli saman við það sem fyrirtækin verða með. Þá er frá því að segja að viðskiptafulltrúinn í New York, Magnús Bjarnason, mun fá liðsstyrk til að geta unnið sérstaklega að því að hafa þetta í sam- fellu þannig að áhrifín séu margfölduð á þessum verkefnum og ná hámarks fjölmiðlaathygli og nýta samvinnu- og upplýsinganet beggja og til að efla frekar sterka og varanlega þekkingu á íslandi, framleiðsluvörum landsins og þjónustu. Þá kemur aftur að því að gera mikið átak í að ná einhverri þeirri ímynd sem við þyrftum að hafa fyr- ir allt sem að íslandi lýtur þegar útlendingar horfa til okkar, hvort sem það er í efnahagstengslum eða einhverju allt öðru og minnir á okkur. Þetta er auð- vitað mjög erfitt, en við höfum t.d. séð það á undan- fórnum árum hvernig kynning á ýmsum Evrópu- löndum hefur stóraukist og verið tekin miklu fag- legri tökum. Við íslendingar höfum ekki gert þetta, heldur höfum við verið með allar hugsanlegar út- gáfur af því hvort ísland sé eitt eða annað og við höfum ekki notað neitt eitt vígorð og merki í gegn- um tíðina,“ sagði Einar. Sem lið í því að skapa þessa varanlegu og hent- ugu ímynd fyrir ísland eru íslensk stjórnvöld kom- in í samband við almannatengslafyrirtækið Fleish- mann Hillard í New York, en það er mjög stórt og öflugt fyi'irtæki á sínu sviði. Samgönguráðpneytið hefuytekið þetta verkefni að sér og hefur Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, borið hitann og þungann af því. Tilgangurinn er að byggja upp heildstæða og varanlega Islandskynn- ingu og sköpun jákvæðrar ímyndar fyrir ísland vestanhafs, og auk þess samhæfíng í markaðssetn- ingu þar á íslenskri vöru og þjónustu. Síðan er til- gangurinn að nýta fjölmiðlatengsl til fullnustu en almannatengslafyrirtækið er einmitt sérhæft á því sviði. Þáttaskil í starfsemi Landafundanefndar Einar sagði að í sambandi við fjáröflun til þeirra verkefna sem Landafundanefnd hefur verið að und- irbúa hafi verið leitað til fyrirtækja og einstaklinga og fjáröflun hefur átt sér stað vegna einstakra við- burða í hverri borg. Þá munu ræðismenn og fólk af íslenskum ættum vestra vafalaust aðstoða við fjár- öflun og kynningar og stofnaður hefur verið skatta- frádráttarbær fjáröflunarsjóður sem heitir The Leif- ur Eiriksson Millenium Committee of th U.S.A. Inc. Vinna við að gerð dagskrár vegna viðburðanna vestanhafs er þegar hafín og hafa stærstu og fyrir- ferðamestu atburðimir þegar verið dagsettir. Unnið er að því að samræma ferðir þein-a listamanna um Bandaríkin og Kanada sem Landafundanefnd er í samvinnu við og er verið að útbúa áætlun sem hent- ar bæði íslendingunum og markaðinum á hverjum stað fyrir sig. Er reiknað með því að meirihluti dag- skrárinnar verði tilbúinn fyrir vetrarlok. „Aðalatriðið í stöðunni núna er að það hefur verið unnin mikil vinna sem ég held að hafi verið unnin af kostgæfni af Landafundanefnd og starfsliði hennar og þeim sem að þar koma að um það sem við getum borið til Vesturheims til kynningar á okkur og til efl- ingai- tengslanna. Þessi vinna hér heima er mikið til unnin, en síðan eru þau þáttaskil í þessu að núna er vettvangurinn til framkvæmda á þessu öllu fyrir vestan. Það er ætlunin að styrkja starfsemi sendiráðsins í Washington sem og í New York og Kanada vegna verkefna sem tengjast árþúsundamótunum. Þetta kemur jafnframt að félagasamtökum sem við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við, en þar er um að ræða Þjóðræknisfélagið í Kanada og íslendingafé- lögin í Bandaríkjunum, ræðismennina okkar og síð- an íslensku fyrirtækin. Við eram semsagt að velta af stað þessu miklu kynningarátaki á árinu 2000 sem er það mesta sem ég þekki til að við íslendingar höfum staðið að með opinberum stuðningi þaraa lýrir vest- an,“ sagði Einar Mjög tímabært að verkefnin verði unnin Hann sagðist álíta það mjög tímabært að öll þessi verkefni sem Landafundanefnd hefur verið að skipuleggja verði unnin, en opinber styrkveiting til kynningar á útflutningi og til að laða að ferðamenn væri það starfslag sem allar aðrar þjóðir hefðu. „Við getum ekki látið á okkur sitja enda hefur ríkisstjórnin með forsætis- ráðherra í fararbroddi ákveðið að þetta skuli gert mjög myndarlega af okkar hálfu, og ég held svo sannrlega að þetta sé fé sem verður vel varið. Um það er engin spurning að þetta verður okkur til góðs gagns þegar upp er staðið. Síðan er það kannski lokapunkturinn í þessu öllu saman að við göngum til þessa mikla leiks þarna fyrir vestan á árinu 2000 svo einstaklega vel settir við íslendingar að við er- um eina þjóðin sem getur sagt: Við vorum hér, landkönnuðurinn okkar, Leifur, var hér þúsund ár- um áður. Við höfum varðveitt þá menningu og tungu sem hann var fulltrúi fyrir, og komum nú hingað aftur þúsund árum síðar með margt nýtt í farteskinu og ætlum að sýna ykkur það og efla samvinnuna við ykkur. Þetta tel ég mjög mikil- vægt,“ sagði Einar Benediktsson. Afar þýðing- armikið í samkeppninni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.