Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 42
*42 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
og lýðræði
Um málflutning samfylkingarsinna
og sjálfstœbismanna, prófkjör og
flokkshugsun.
A N:
A ia
jt\s
NNAÐHVORT er
almenningur í þessu
landi hættur að
kippa sér upp við
ósamkvæmni
margra íslenskra stjómmála-
manna eða málflutningur þeirra
rennur einfaldlega saman við
annað áreiti og hverfur út í et-
erinn eins og annar hávaði í nú-
tímanum. Sá skarpi greinar-
munur sem gera ber á orðum og
framgöngu í íslenskum stjóm-
málum er til marks um að að-
hald skortir. Sá skortur kemur
aftur einkum til sökum vaxandi
áhugaleysis almennings, „geng-
issigs“ stjómmálanna, fmm-
stæðrar ættbálkahyggju og
gagnrýnislausrar hollustu við
flokka og fylkingar.
Á morgun, laugardag, fer
UIHHORF fram PrófkÍör
VIÐHQnr samfylkingar-
Eftir Ásgeir innar svo-
Sverrisson nefndu í
Reykjavík.
Vafalaust fagna margir því að
erfiðum fæðingarhríðum sé nú
lokið. AJmennt má ætla að þetta
samstarf vinstrimanna muni
teljast framfaraspor í íslenskum
stjómmálum þegar fram líða
stundir.
Hins vegar er ástæða til að
staldra við málflutning þeirra
sem að samfylkingunni standa
og fyrirkomulag það á prófkjör-
inu sem sátt hefur náðst um.
Talsmenn samfylkingarinnar
hafa margítrekað lýst yfir því
að vinstri flokkarnir þrír muni
bjóða fram saman í næstu þing-
kosningum að „kröfu fólksins."
Stofnanir þær er stýri flokkun-
um þremur hafi staðið frammi
fyrir þessum þrýstingi sem hafi
verið orðinn svo mikill að eitt-
hvað hafi orðið undan að láta.
Hér sé enda um „hreyfingu
fólksins" að ræða, sem stefnt sé
til höfuðs hagsmunavörslu
stjómarflokkanna tveggja og
tilhneigingum þeirra til grófrar
valdníðslu.
Framkvæmd prókjörs sam-
fylkingarinnar í Reykjavík er
hins vegar í engu samræmi við
málflutning þennan. Hugsunin
að baki þess er ekki sú að leiða
fram raunverulegan „vilja fólks-
ins“ heldur að tryggja hagsmuni
flokka þeirra, sem að fylking-
unni nýju standa og einstakra
ráðamanna þeirra. Þetta er gert
með „hólfum" og girðingum,
básum og görðum til að tryggja
að enginn sogist ofan í sjálfan
fjóshauginn og hverfi þar sjón-
um fyrir tilstilli almannaviljans.
Hafi krafa „fólksins" verið sú
að ný hreyfmg vinstrimanna
yrði mynduð er morgunljóst að
hún hefur verið hundsuð í
Reykjavík. Kjósendur í próf-
kjörinu geta ekki valið það fólk
til forustu, sem þeir treysta
best, heldur mega þeir einungis
kjósa í einu „flokkshólfi" og
raða þar upp frambjóðendum.
Með öðrum orðum er hugsunin
sú að menn kjósi eftir flokkslín-
unum gömlu, sem talsmenn
vinstri flokkanna þriggja hafa
haldið fram að séu að hverfa
með tilkomu fylkingarinnar
nýju. Vitanlega stenst þetta
ekki skoðun.
Þetta fyrirkomulag er aukin-
heldur í meira lagi ólýðræðis-
legt og í engu samræmi við yfir-
lýsingar helstu forustumanna
framboðsins nýja um nauðsyn
valddreifingar í stað hinnar nið-
umjörvuðu, flokksbundnu hugs-
unar, sem einkennir svo mjög
íslensk stjórnmál að átakanlegt
hlýtur að teljast. Sökum
„hólfa“-fyrirkomulagsins geta
innan við tíu atkvæði í sumum
tilfellum tryggt öruggt þing-
sæti. Þetta lýsir forvitnilegum
skilningi á lýðræðishugtakinu.
Loks er þeim sem ákveða að
taka þátt í prófkjörinu með öllu
hulið um hvað verið er að kjósa
eða á hvaða forsendum taka ber
afstöðu til frambjóðenda. Þetta
kemur til af því að stefnuskrá
samfylkingarinnar nýju liggur
ekki fyrir. Birt var að vísu svo-
nefnd „verkefnaskrá", sem
vinstrimenn kepptust síðan við
að afneita þegar í ljós kom að
svo hroðvirknislega hafði verið
staðið að gerð hennar að furðu
sætti. Engu að síður geymir
„verkefnaskrá" þessi margar
nútímalegar hugmyndir, sem
nauðsynlegt er að fái vægi í ís-
lenskum stjórnmálum. Má þar
m.a. nefna hugmyndir um for-
gangsröðun verkefna, lög um
fjárreiður stjórnmálaflokka, til-
lögur um aukið eftirlit Alþingis
með framkvæmdavaldinu og
kröfu um að mótuð verði stefna
um bætt siðferði í stjórnmálum
og stjórnsýslu
Við blasir að þar sem stefnu-
skráin liggur enn ekki fyrir geta
þeir sem þátt taka í prófkjörinu
ekki tekið afstöðu til þeirra ein-
staklinga, sem þar bjóða sig
fram á grundvelli þess að til-
teknum frambjóðendum sé best
treystandi til að hrinda boðuð-
um stefnumálum í framkvæmd.
Staðan er því hin sama og áður í
íslenskum stjórnmálum; persón-
ur vega þyngra en málefni.
Hlýtur það að teljast heldur
dapurleg umsögn um þetta nýja
stjórnmálaafl.
Talsmenn samfylkingarinnar
eni hins vegar ekki einir um að
hafa iðkað undarlegan og mót-
sagnakenndan málflutning á
undanliðnum vikum og mánuð-
um. Þannig hafa sjálfstæðisleið-
togar í Reykjavík ákveðið að
með öllu sé óþarft að fram fari
prófkjör í höfuðstaðnum þar
sem almenn ánægja ríki með
frammistöðu fulltrúa flokksins,
sem að auki hyggi allir á fram-
boð í næstu þingkosningum.
Menn kann að greina á um
ágæti prófkjörs en þessi rök-
stuðningur er ekki boðlegur.
Sömu rökum var haldið fram í
kommúnistaríkjum Austur-Evr-
ópu en þar var lýðræðið með
öllu óþarft því allt var jafnan í
lukkunnar velstandi og flokks-
forustunni best treystandi til að
tryggja að það ástand breyttist
ekki. „Flokknum" varjafnan
fullkunnugt um vilja fólksins
enda „fulltrúaráðin" mýmörg.
Ef rétt er munað gerðu leið-
togar og fylgismenn Sjálfstæð-
isflokksins forðum ýmsar at-
hugasemdir við þetta þjóðskipu-
lag.
Eitt hafa því samfylkingar-
sinnar og sjálfstæðismenn í
Reykjavík náð að sameinast
urmþeir hafa misboðið dóm-
greind almennings.
______UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR__
Ungt fólk getur haft
áhrif í stjórnmálum!
MÖGULEIKAR
ungs fólks til að hafa
áhrif innan hefðbund-
inna stjórnmálaflokka
eru takmarkaðir.
Gleggstu dæmin um
þetta eru nýlegar upp-
stillingar og prófkjör
Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks. Einkum
er sláandi að verða
vitni að því hve ungar
konur eiga víða erfitt
uppdráttar í stjórnmál-
um, líkt og sannast
með rýrum hlut þeirra
á framboðslistum í
prófkjöri Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
Erjur innan gömlu stjórnmálaflokk-
anna hafa skilið eftir sig djúp spor
og gert margt ungt og efnilegt fé-
lagshyggjufólk fráhverft stjóm-
málastarfi.
Kvennalistinn hefur ekki farið
varhluta af innri sviptingum.
Kvamast hefur úr samtökunum
vegna ágreinings um leiðir í
kvennabaráttunni, t.d. hvort yfir-
leitt eigi að taka þátt í baráttu um
sæti í sveitarstjómum og á Alþingi
og hvort réttlætanlegt sé að standa
að þeirri samfylkingu sem nú er
orðin að vemleika. Kvennalistinn
hefur þurft að færa fómir og sjá á
bak mörgum góðum konum sem
lagt höfðu baráttu hans lið um
margi-a ára skeið.
A-flokkarnir svokölluðu hafa lent
í sýnu verri hremmingum en
Kvennalistinn og hafa jafnvel klofn-
að hvað eftir annað. í sumum tilvik-
um virðist sem ástæður klofnings
séu ekki ágreiningur
um málefni heldur
frekar persónuleg sam-
búðarvandamál innan
flokkanna. Því er ekki
að neita að sum þeirra
vandamála sem upp
komu í aðdraganda
Samfylkingarinnar
virtust eiga rætur sínar
að rekja til gamalla
persónulegra væringa í
þessum flokkum og á
milli þeirra. Vonandi
verða sárindi og per-
sónuerjur úr fortíðinni
ekki til frekari vand-
ræða í samstarfi í Sam-
fylkingunni í framtíð-
inni. Hvað kosti eiga ungir samfylk-
ingasinnar í þessari stöðu?
Kvennalistinn og unga fólkið
Kvennalistakonur ganga til próf-
kjörs Samfylkingarinnar með opn-
um huga og vilja kalla sem flest
ungt fólk til starfa. Við viljum opna
ungu fólki leið til að búa til og taka
þátt í starfsemi nýs stjórnmálaafls á
eigin forsendum, án þess að þurfa
að híma í fortíðarskugga. í vöfflu-
kaffi Kvennalistans á Sóloni Is-
landusi sl. laugardag mátti greini-
lega merkja að ungt fólk vill hlýða
þessu kalli. Frambjóðendur listans
voru allir á staðnum og kynntu
áheyrendum stefnumál sín. Fullt
var út úr dyrum allan tímann og
sérstaklega ánægjulegt að sjá
hversu stór hluti gestanna var ungt
fólk. Frambjóðendur Kvennalistans
eru margir ungir að árum og það
kann unga fólkið greinilega að
Mikill fengur er í því
fyrir Kvennalistann og
íslenska
stjórnmálaumræðu,
segir Hulda
--7------------------
Olafsdóttir, að ungar
konur skuli gefa kost á
sér í prófkjöri
Samfylkingarinnar.
meta. Mikill fengur er í því fyrir
Kvennalistann og íslenska stjórn-
málaumræðu að ungar konur á borð
við Ásgerði Jóhannesdóttur, sem er
þrítug, og Fríðu Rós Valdimars-
dóttur, sem er 21 árs, skuli gefa
kost á sér í prófkjöri Samfylkingar-
innar. Þær, og öflugur hópur ungra
baráttukvenna sem kalla sig Bríet-
urnar og eru í góðum tengslum við
tónlistar- og menningarlíf ungs
fólks í Reykjavík, hafa nú fundið sér
starfsvettvang innan Kvennalistans.
Þessar ungu konur vilja leggja sitt
af mörkum til að byggja upp öfluga
samfylkingu kvenfrelsis, jöfnuðar
og félagshyggju.
Eg skora á ungt fólk að taka þátt
í prófkjöri Samfylkingarinnar á
laugardaginn kemur og styðja við
bakið á ungum konum með því að
setja X við Kvennalistann.
Höfundur tekur þátt í prófkjöri
Samfylkingarinnar og sækist eftir
1. eða 2. sæti Kvennalistans.
Hulda
Ólafsdóttir
Jafnrétti og
stjórnarskrá
SJÁLFSTÆÐIS-
YFIRLÝSING Banda-
ríkjanna hefst á orðun-
um: „Við teljum það
sannleika, yfir allan
vafa hafinn, að allir
menn eru fæddir jafn-
ir.“ Yítrlýsingin skýrir
síðan jafnan rétt allra
til lífs, frelsis og ham-
ingjuleitar og að menn
kjósi sér stjórnvöld til
að framfylgja þessum
sjálfsögðu réttindum
til velferðar. Ef stjórn-
völd þjóni ekki þessu
markmiði þá eigi fólkið
rétt á að skipta um
stjóm. Stjórnarskrá
okkar tekur ekki með jafn afdrátt-
arlausum hætti á jafnrétti. Þess-
vegna líðst stjómvöldum svo dæmi
sé tekið að brjóta mannréttindi á
Reykvíkingum þannig að nær
helmingur þjóðarinnar býr við
skertan atkvæðisrétt. Enn í dag er
meirihluti þingmanna fulltrúar fer-
metra en ekki fólks. Þetta við-
gengst þótt það stríði gegn hags-
munum okkar, vegna þeirrar sam-
kenndar og samúðar sem er ein-
kennandi fyrir menningu okkar.
Stjórnarskrárbrot,
Á nokkurra vikna
tíma hefur ríkisstjórn
íslands þrívegis orðið
uppvís að því að setja
lög í krafti þingræðis,
sem brjóta í bága við
stjórnarskrá. Þrívegis
á skömmum tíma
brýtur ríkisstjórnin
stj órnarskrárvarinn
rétt landsmanna með
lögum. Fyrst í kvóta-
máhnu, síðan í Land-
mælingamálinu og nú
í máli öryrkja. Líkleg-
asta atburðarás nú er
sú að ríkisstjórnin láti
þingið fikta enn einu
sinni í lögunum til að réttlæta enn
og aftur virðingarleysi sitt fyrir
lýðræðinu, stjórnarskránni og
þjóðinni. Aldrei í sögu lýðveldisins
hefur nokkur ríkisstjórn varið mis-
rétti eins hatrammlega og hafnað
jafnrétti með jafn afdráttarlausum
hætti. Það er orðið brýnt að dregið
verði úr valdi ríkisstjómar yfir
þingi og að samskiptum löggjafar-
valds og framkvæmdavalds verði
skipað þannig að þingið hafi raun-
verulegt eftirlitsvald gagnvart rík-
Stefán
Benediktsson
isstjórn. Það er réttlætismál sem
snertir frelsi einstaklinga og vel-
ferð. Fyrsta skrefið er að ráðherr-
ar gegni ekki þingmennsku, því
ráðherrar eiga ekki að hafa eftirlit
með sjálfum sér.
Þjóðarkakan og jafnréttið
Það er svo sannarlega ekki vel-
ferðarríki þar sem fólk þarf að
kæra ríkisvaldið til að ná rétti sín-
um til þátttöku í menningar- og
mannlífi. Það er sannarlega ekki
velferðarríki þar sem margskatt-
lagðir lífeyrisþegar halda eftir 2
krónum af 10 við tekjuöflun um-
fram lífeyri. Hvemig dettur mönn-
um í hug að skerða 12.000 krónu
vasapeninga háaldraðs fólks vegna
Þrívegis á skömmum
_______tíma brýtur___________
ríkisstjórnin, segir
Stefán Benediktsson,
stj órnarskrárvarinn
rétt landsmanna með
lögum
tekna maka? Munum að við erum
ein tekjuhæsta þjóð Vesturheims.
Kakan er stór. Þjóðartekjur lækka
ekki þótt við hækkum útgjöld til
velferðar. Burt með skerðingarnar.
Fjárfestum í heilbrigðu mannlífí og
menntun. Tryggjum jafna hlutdeild
í auðlindum allra landsmanna.
Kvótaverslun í dag sannar að sú
fullyrðing stenst ekki að uppboð á
veiðiheimildum rústi útgerð. Kvóta-
verslunin sannar líka að nógir pen-
ingar era til í þessu landi til að ör-
yrkjar , aldraðir og barnafólk nái
rétti sínum og geti hfað við fulla
reisn. Allir eiga jafnan rétt til þátt-
töku í menningar- og mannlífi. Velj-
um velferð og samstöðu. Tökum
þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar
á laugardaginn, þann 30. janúar.
Höfundur er arkitekt, þjóðgarðs-
vörður og þátttakandi í prófkjöri
Samfylkingarinnar i Reykjavík.