Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR
Jafnaðarmenn
inn í nýja öld
TIL PESS að Sam-
fylking jafnaðarmanna
og félagshyggjufólks
fái umboð til að leiða
þjóðina inn í nýja öld
þarf hún að uppfylla fá-
ein skilyrði.
I skoðanakönnunum
birtist sú staðreynd að
helmingur þjóðarinnar
^myndi kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn ef þingkosn-
ingar væru í dag. Þýðir
það að helmingur þjóð-
arinnar telji sig til
hægri í stjórnmálum?
Ekki endilega. Reyndin
er sú að flestir telja sig
vera fyrir miðju í
stjórnmálaskoðunum
og hafa skömm á öllum öfgum til
hægri eða vinstri.
Til þessa breiða hóps kjósenda
þarf Samfylkingin að höfða, eigi
hún að ná árangri í kosningunum í
vor. Það gerir hún með því að hlusta
á vilja þjóðarinnar í sambandi við
tengsl við aðrar vestrænar þjóðir.
Meirihluti þjóðarinnar
vill, segir Magnús Árni
Magnússon, að aðild að
Evrópusambandinu
verði skoðuð nánar.
Þannig vill meirihluti þjóðarinnar
að ísland sé í NATO. Meirihluti
þjóðarinnar vill að aðild að Evrópu-
sambandinu verði skoðuð nánar.
Samfylkingin þarf að sýna skiln-
ing á gi-undvallarlögmálum hag-
fræðinnar og gera upp við þá rang-
hugmynd sósíalismans að góð póli-
tík þurfí alltaf að hanga saman við
vonda hagfræði. Þannig er hægt að
reka þjóðfélag sem lætur sér annt
um velferð borgaranna án þess að
hindra frjáls viðskipti þeirra í milli.
Markaðslögmál verða að fá að ráða
dreifíngu fjármagnsins, annars sóar
þjóðfélagið miklum verðmætum
sem annars nýttust til að byggja
upp betra samfélag.
Samfylkingin þarf að standa vörð
um velferðarkerfið og
að öllum sé tryggður
jafn aðgangur að heil-
brigðisþjónustu,
menntun og félagslegri
þjónustu án tillits til
efnahags. Hún þarf
jafnframt að taka þá
afstöðu að standa ekki
í vegi fyrir sókn borg-
aranna í betra líf.
Þannig á hún ekki að
sjá ofsjónir yfír því að
sumir geti auðgast á
því að vera útsjónar-
samir í viðskiptum. All-
ar þjóðir þurfa á dug-
miklum frumherjum að
halda til að skapa borg-
urunum ný tækifæri til
að nýta hæfileika sína.
Allt þetta hefur vinstri hreyfíng í
nágrannalöndum Evrópu komið
auga á. Þetta er grundvöllur hinna
stóru sigra jafnaðarmannaflokka
Evrópu undanfarin misseri. Þetta
er það sem hefur gert þá það sem
kallað er „kjósanlega“.
Þeir hafa aðlagað sig nýrri þekk-
ingu á hagfræði og efnahagslögmál-
um, nýjum og breyttum þjóðfélags-
aðstæðum og svarað hægri bylting-
unni sem kennd er við Margaret
Thatcher með gagnsókn. Gagnsókn
inn á miðju stjórnmálanna.
Eg er 30 ára gamall og tók sæti á
Alþingi um áramótin. Mig langar til
að taka þátt í mótun nýrrar vinstri
hreyfingar á íslandi og leggja mitt
af mörkum til að færa hana í þá átt
sem ég hef tíundað að ofan. Ef þú
vilt kynnast enn nánar sjónarmið-
um mínum í stjórnmálum þá hef ég
ritað fjölda pistla og greina á vef-
síðu mína, www.althingi.is/mam,
síðan vorið 1995.
Ég býð mig fram í þriðja sætið í
hólfí Jafnaðarmanna í prófkjöri
Samfylkingarinnar og vona að þú
hafir mig í huga, ef þú hefur í
hyggju að leggja þitt af mörkum í
mótun nýrrar aldar með þátttöku í
prófkjörinu.
Höfundur er 15. þiiifpnnður Reykvík-
inga og gefur kost á sér i 3. sætið í
liólfi Jafnaðannmina í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Magnús Árni
Magnússon
, Samfylkingin eða Sjálf-
stæðisflokkurinn
Á ÞEIM þrem vikum
sem liðnar eru síðan
kynning hófst fyrir
prófkjör jafnaðarmanna
í Reykjavík hef ég lagt
áherslu á að verkefni
Samfylkingarinnar í vor
sé að koma Sjálfstæðis-
flokki Davíðs Oddsson-
ar frá völdum og mynda
nýja jafnaðarstjórn.
Ég hef bent á nokkur
af meginverkefnum
slíkrar stjórnar. Brýn-
' ’“ast er að tryggja þjóð-
areign á fiskimiðunum
með veiðileyfagjaldi og
koma á svipaðri skipan
um aðrar helstu auðlind-
Mörður
Árnason
í prófkjörinu veljum
við í sigurlið Samfylk-
ingarínnar, segir Mörð-
----3---------------------
ur Arnason. Við getrnn
_________unnið.___________
^ ir okkar. Ný jafnaðarstjóm á að
• gæta þess að hálendinu og ósnort-
inni náttúru verði ekki spillt vegna
meintra stundarhagsmuna. Hún þarf
að nýta góðærið til frambúðar þeim í
hag sem standa höllustum fæti, og
einbeita sér að lausnum . á vanda
millihópanna sem nú bæta sér upp
vítahring láglauna og jaðarskatta
m. með sífellt meiri vinnu og lántökum.
Og ný stjórn verður að
starfa í þeim anda að
menntir og menning
eru mikilvægustu at-
vinnu- og efnahagsmál
hinnar nýju aldar.
Einnig hef ég vakið at-
hygli á því að það sé
sögulegt verkefni okk-
ar kynslóðar að tryggja
framtíð íslensku á þeim
alþjóðlegu upplýsinga-
tímum sem nú eru
runnir upp.
Á næstu misserum -
og ekki eftir þarnæstu
kosningar - ráðast úr-
slit í þessum átakamál-
um og ýmsum öðrum.
Þess vegna er nauðsynlegt að það sé
Samfylkingin en ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn sem ræður ferðinni á al-
þingi og í stjórnarráðinu.
í prófkjörinu á laugardaginn velj-
um við í sigurlið Samfylkingarinnar
- það fólk sem dugar í kosningabar-
áttunni við hagsmunaíhaldið og get-
ur staðið vaktina á þingi næsta kjör-
tímabil. Ég býð mig fram til þeirra
verka og vonast til að stutt en snörp
prófkjörsbarátta hafí sýnt að það
framboð er djúp alvara.
Við eigum að vinna - og við getum
unnið.
Höfundur er (slenskufræðingur og
vnruþingnmður í Þingflokki
jnfnnðnrnmnnn.
Prófkjör
Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999.
Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is
Guðmundur
Árni - góður
leiðtogi
Tryggvi Harðarson bæjarfulltníi í
Hafnarfirði, skrifar:
VIÐ SEM höfum
verið þeirra
ánægju aðnjótandi
að starfa með Guð-
mundi Árna vitum
að hann er góður
leiðtogi, djarfur til
verka, sanngjarn
en um fram allt
hreinn og beinn.
Hann hefur flesta
þá kosti sem prýða góðan stjórn-
málamann, en umfram allt, hann
hefur hugsjónir, hann hefur póli-
tíska framtíðarsýn, hann hefur
skoðanir á hvers konar þjóðfélagi
við viljum búa í.
Þrátt fyrir að Guðmundur Árni sé
enn ungur að árum hefur hann öðl-
ast mikla reynslu af stjórnmála-
störfum. Guðmundur Árni hefur
hvarvetna verið í fylkingarbrjósti
og jafnan skipað sér í sveit þar sem
baráttan er hörðust. Hann gengur
ótrauður fram á vígvöllinn til að
berjast fyrir almannaheill og tekur
jafnan málstað þeirra sem eiga und-
ir högg að sækja í lífsbaráttunni.
Ég styð Guðmund Áma í 1. sæti
samfylkingarinnar í Reykjaneskjör-
dæmi vegna mannkosta hans og
skora á aðra að gera slíkt hið sama.
Hann er verðugur framtíðarforingi
sameinaðra jafnaðarmanna á íslandi
sem eru að hefja öfluga fí'amfara-
sókn nú við upphaf nýrrar aldai-.
Ungan mann
I efsta sætið
Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur, skrifar:
ÞEGAR kostur
gefst á að grípa
hann. Árni Þór Sig-
urðsson gefur kost
á sér í efsta sæti
samfylkingarinnar
og í efsta sæti okk-
ar. Hann hefur
sýnt að hann kem-
ur hlutunum í verk.
Það sést best á
leikskólabyltingunni í Reykjavík.
Það sést líka á öðrum verkum hans
til dæmis á vegum ráðuneyta; eins
og hjá Lánasjóði íslenskra náms-
manna þegar hann var þar formað-
ur. Hann er alvörumaður sem geng-
ur í verkin og skilar þeim í höfn.
Ég skora á þá sem vilja traustan,
ungap mann til forystu að fylkja sér
um Áma Þór Sigurðsson. Hann er
maður sem má treysta; það þekki
ég af eigin raun.
Guðmund Árna
í forystu
Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi og fyrrum
bæjarstjöri, Hafnarfírði, skrifar:
ÞAÐ ER gott að
vinna með mönnum
sem eru röskir til
starfa og ákvarð-
ana, en gefa sér
jafnframt ráðrúm
til að hlusta og
íhuga lífsins gang -
og þá ekki síst
ábendingar og
skoðanir annarra. I
pólitísku starfi skiptir þetta ekki
síst máli. I prófkjöri Samfylkingar í
Reykjaneskjördæmi eigum við slík-
an mann. Það er Guðmundur Ámi
Stefánsson alþingismaður og fyrr-
um bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Ég hefi setið í bæjarstjóm Hafn-
arfjarðar í 12 ár og þar af 8 ár í sam-
íngvar
Viktorsson
Guðrún
Ágústsdóttir
Tryggvi
Harðarson
starfi við Guðmund Árna Stefánsson.
Það voru góð ár. Það var gott að
starfa með Guðmundi Árna í sókn og
vörn. Við jafnaðarmenn unnum og
enda góða sigra í Firðinum á þeim
áram; fengum á bilinu 36-48% fylgi i
kosningunum 1986-1994.
Guðmundur Ami hefur framtíð-
arsýn og skýr stefnumið, er hreinn
og beinn í samskiptum og vaskur til
verka. Hann er vel til forystu fall-
inn. Það er góður og glæsilegur
hópur sem gefur kost á sér í próf-
kjörinu og ég er viss um að listinn
verður vel skipaður. En miklu
skiptir hvernig foiystu verður hátt-
að. Hin nýja Samfylking i Reykja-
neskjördæmi er í góðum höndum
með mann eins og Guðmund Árna í
fylkingarbrjósti.
Jón Gunnars-
son í 2. sæti
Sigurður Kristinsson, hreppsnefndar-
maður í Vatnsleysustrandarhreppi
skrifar:
í PRÓFKJÖRI
samfylkingar Al-
þýðuflokks, Al-
þýðubandalags og
Kvennalista sem
fram fer 5. og 6.
febrúar n.k. hefur
Jón Gunnarsson
fr amkvæmdastj óri
í Vogum gefið kost
á sér í 2. sæti list-
ans. Jón á fullt erindi á Alþingi,
hann hefur yfirgripsmikla reynslu í
sveitarstjórnarmálum, var oddviti í
Vatnsleysustrandarhreppi í 8 ár og
hefur setið í fjölmörgum nefndum
og stjórnum á vegum sveitarfélag-
anna á svæðinu. Eftir að hafa jafn-
framt rekið fyrirtæki hér á Suður-
nesjum á sama tíma, þá hefur Jón
einstaka þekkingu á málefnum Suð-
urnesjanna, þekkingu sem mun
vafalítið nýtast honum vel á Alþingi.
Ég hef þekkt Jón Gunnarsson til
fjölda ára og veit að hann er ákveð-
inn og baráttuglaður, maðm' hug-
sjóna og framkvæmda. Hann vand-
ar alltaf til verka sinna hvort sem er
í stóru eða smáu og nær árangri í
því sem hann tekur sér fyrir hend-
ur.
Ég styð Jón Gunnarsson í 2. sæti
á lista Samfylkingar og hvet alla til
að gera það líka.
Sigurður
Kristinsson
Ingibjörg
Pétursdóttir
Astu Ragn-
heiði í 2. sæti
Ingibjörg Pétursdóttir, Lindai-braut 6,
Seltjarnarnesi, skrifar:
ÉG HVET alla
Reykvíkinga sem
láta sig velferðar-
mál varða til að
stuðla að áfram-
haldandi þingsetu
Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur
með því að taka
þátt í prófkjöri
Samfylkingarinnar
og kjósa hana í annað sæti á lista
Alþýðuflokksins.
Ásta Ragnheiður er ötull
málsvari þeirra sem standa höllum
fæti í samfélaginu. Hún hefur verið
óþreytandi í baráttu sinni fyrir
bættum kjörum og réttindum sjúk-
linga, fatlaðra og aldraðra. Um það
vitna fjölmargar fyrirspumir, frum-
vörp og þingsályktanir hennar í
gegnum árin.
Asta Ragnheiður sýndi einnig og
sannaði í starfi sínu sem deildar-
stjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins
að hún vildi hag skjólstæðinga
stofnunarinnar sem bestan. Athygli
vakti hve hún sinnti því hlutverki
sínu að upplýsa fólk um þann rétt
sem það átti samkvæmt lögum og
ráðgjöf þar að lútandi. Auk þess að
vera reyndur stjórnmálamaður og
þingmaður býr Ásta Ragnheiður
því yfir dýrmætri reynslu og þekk-
ingu á málefnum öryrkja og aldr-
aðra.
Það væri mikill skaði fyrir okkur
öll ef Ásta Ragnheiður hyi'fi af Al-
þingi.
Valþór á þing!
Guðmundur Oddsson, skólastjóri í
Kópavogi, skrifar:
í PRÓFKJÖRI
samfylkingarsinna
í Reykjaneskjör-
dæmi mega menn
kjósa þvert á öll
flokksbönd og eiga
fyrst og fremst að
hugsa um að stilla
upp sterkum og
góðum lista. I
Kópavogi gekk
samstarf þeirra flokka sem mynd-
uðu Kópavogslistann í síðustu kosn-
ingum afar vel. Einn þeirra sem
gekk hvað ötullegast fram í því að
Kópavogslistinn komst á koppinn
var Valþór Hlöðversson bæjarfull-
trúi.
Undirritaður hefur síðustu 12 ár-
in setið með honum í bæjarstjórn
Kópavogs og telur sig þekkja pilt-
inn mæta vel. Valþór er afar traust-
ur liðsmaður samfylkingar með
mikla og góða pólitíska reynslu úr
sveitarstjórninni. Ég vil skora á alla
stuðningsmenn samfylkingarinnar í
Reykjaneskjördæmi að tryggja Val-
þóri Hlöðverssyni góða kosningu í
prófkjörinu 5. og 6. febrúar nk.
Valþór þriðji
Helgi J. Hauksson, stjórnmálafræðing-
ur, framhaldsskólakennari og hönnuð-
ur, skrifar:
KJÓSUM Val-
þór, næst á eftir
Rannveigu og Guð-
mundi Arna. Nú á
að innsigla sögu-
lega breytingu á ís-
lensku stjórnmála-
kerfi. Bæði eru
Guðmundur Árni
og Rannveig gull af
manni. Hvorugt
megum við missa. Það ættu stuðn-
ingsmenn þeiiTa beggja að hafa í
huga um hitt. Þetta tækifæri vil ég
nota til að hvetja alla jafnaðarmenn
til að styðja næstan Valþór
Hlöðversson fv. bæjarfulltrúa. Val-
þór er trúr fulltrúi hugsjóna sinna
og einkar góður samstarfsmaður
annarra jafnaðarmanna, svo vart
brá skugga á í þau tólf ár sem hann
sat í bæjarstjórn. Ómálefnaleg óvild
og fordómar hafa aldrei þvælst fyrir
Valþóri. Við myndun Kópavogslist-
ans fyrir ári hélt hann sig til hlés
þegar hann hefði allt eins getað gert
tilkall til þess að leiða listann. Val-
þór er einkar eftirsóknai-verður
samstarfsmaður.
Allir ættu að draga með sér aðra
til prófkjörsins.
Valþór er
traustsins
verður
Björn Kristjánsson, múrarameistari,
skrifar:
ÉG VIL skora á
sem flesta að taka
þátt í opnu próf-
kjöri Samfylkingar
á Reykjanesi sem
fram fer 5.-6. febr-
úar nk. Þar biður
Valþór Hlöðvers-
son um stuðning í
2. sæti listans. Ég
hef ákveðið að
verða við þeirri ósk.
Verk Valþórs á pólitískum vett-
vangi hingað til er nægjanleg trygg-
ing fyrir því að hann mun reynast
góður liðsmaður okkar á þingi. Ég
hef fylgst með honum sem forystu-
manni í flokkstarfi Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi sl. tólf ár og
treysti honum fullkomlega til að
gegna störfum á Alþingi. Valþór er
heiðarlegur maður og starfssamur
og hefur náð að skapa sér traust og
virðingu, langt út fyrir fiokksraðir.
Slíkir menn eiga erindi á Alþingi.
Björn
Kristjánsson
HelgiJ.
Hnuksson