Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 45 . I ■ I- Mætum öll í prófkjör Samfylking- ar og veljum Valþór í 2. sæti listans. Ég styð Valþór Ýr Gunnlaugsdóttir, veislunarmaður, skrifar: VALÞÓR Hlöð- versson, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi dagana 5.-6. febrúar nk. hefur sett baráttu fyrir náttúruvemd og virðingu fyiir landinu okkar í for- grunn sinnar kynn- ingar undir kjörorðunum „Við eig- um bara eitt land“. Við þurfum alþingismenn sem sjá til þess að náttúran verði sett ofar stundarhagsmunum í orkumálum. Við verðum að fá tryggingu fyrir því að alltaf fari fram umhverfismat áður . en stórframkvæmdir vegna virkjana á hálendinu hefjast og að Alþingi sjái til þess að allir lands- menn fái tækifæri til að hafa áhrif á það hvernig við nýtum hálendið, óháð búsetu sinni. Reyknesingar! Tökum þátt í opnu prófkjöri dagana 5.-6. febrúar nk. og kjósum Valþór Hlöðversson í 2. sæti Samfylkingar. Bryndisi Hlöðversdótt- ur í 1. sæti Sigi-ún Elsa Smáradóttir, varaborgar- fulltrúi, skrifar: NÆSTKOM- ANDI laugardag velja kjósendur í Reykjavík forystu- sveit samfylkingar- innar fyrir kom- andi Alþingiskosn- ingar í prófkjöri. Sú aðferð að fá al- menna kjósendur til að raða fram- bjóðendum á lista er samfylking- unni til sóma.. Ti-aust og örugg for- ysta óttast ekki lýðræðið heldur fagnar því og er tilbúin að leggja störf sín í dóm umbjóðenda sinna. Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður er fremst í flokki þeirra for- ystumanna sem barist hafa fyrir sem opnustu prófkjöri, heiðarleiki, réttsýni, dugnaður og málefnaleg umfjöllun er það sem við stuðnings- menn Bryndísar virðum hana fyrir. Nú vil ég biðja þig um að sýna stuðning þinn við samfylkinguna í verki með því að mæta á kjörstað og kjósa Bryndísi Hlöðversdóttur til áframhaldandi forystustarfa í þágu okkar allra. Róttækan mann til for- ystu - Árna Þór i fyrsta sæti Haukur Már Haraldsson, framhalds- skólakennari, Rcykjavík, skrifar: í KOSNINGUM í vor býður Samfýlk- ing félagshyggju, jöfnuðar og kven- frelsis fram í fyrsta skipti. Mikið er í húfi og áríðandi að til forystu veljist fólk sem hægt er að treysta til þess að vinna af einurð og heiðarleika að því réttláta þjóð- félagi sem Samfylkingin stefnir að. Árni Þór Sigurðsson hefur gefið kost á sér í fyrsta sæti Alþýðu- bandalagsins og þar með til að leiða lista félagshyggju, jöfnuðar og kvenfrelsis í Alþingiskosningunum. Þegar nú Svavar Gestsson hverfur af vettvangi landsmála skilur hann eftir pláss sem erfitt er að fylla. En Arni Þór er að mínu mati sá maður sem best er treystandi til þess; hann er heilsteyptur sósíalisti með þá réttlætiskennd og víðsýni sem Haukur Már Haraldsson Ýr Gunnlaugsdóttir nauðsynleg er í forystustarfi nýrrar hreyfíngar. Stuðlum að glæsilegri kosningu glæsilegs fulltrúa sósíalískra lífs- gilda réttlætis og bræðralags. Kjós- um Arna Þór Sigurðsson í 1. sæti. Eining um frausta for- ystu Lovísa Einai-sdóttir, bæjarfulltrúi, Garðabæ, skrifar: ÓBILANDI kjark- ur og bjartsýni var það í fari Rann- veigar Guðmunds- dóttur sem vakti athygli mína á henni. Þessir eigin- leikar ásamt hæfi- leikum til að sam- eina öfl og sýna lagni í málamiðlun eru hennar aðalsmerki. Um þetta eru jafnvel andstæðingar hennar sammála. A þessum tímamótum er það lykilatriði að velja trausta og sterka forystu í nýrri samfylkingu. Stjómmálamaður þarf að búa yfir miklum mannkostum. Vil ég helst nefna réttlætiskennd, ræktarsemi og það að vera fylginn sér í þeim málaflokkum sem við er að fást hverju sinni. Það er mikilvægt að gefast aldrei upp - missa ekki kjarkinn né þrautseigjuna eða vilj- ann til að bæta þjóðfélagið. Rétt eins og íþróttamaðurinn sem nær árangri með aga og festu. Víðtæk reynsla Rannveigar í stjórnmálum sannfærir mig um að hún sé hæfust til forystu á lista samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Magnús í 3. sæti Jón Þór Sturluson hagfræðingur skrifar: PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar snúast ekki einung- is um uppröðun á lista. Ekíd bara um vel bólstruð sæti við Austurvöll. Þau snúast fyrst og fremst um val á forystu nýrrar fjöldahreyfingar. Það er engin þörf fyrir gamaldags stjónmálamenn með uppæfðan vandlætingar- og kvörtunartón. Hins vegar er nauðsynlegt að skapa sterkan hóp hugsjónafólks, sem er tilbúið til að skapa öfgalausa en þó röggsama þriðju leið í íslenskum stjónmálum; Magnús Árni Magnússon, nýbak- aður alþingismaður, á heima í þess- um hópi. Ef hann verður valinn af stuðningsmönnum jafnaðarmanna í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík er hægt að fullyrða eitt. Hann mun ekki verja tíma sín- um í að kvarta og kveina, innan eða utan dagskrár, um óforskömmuð vinnubrögð helmingaskiptaflokk- anna. Hans tími og öll hans orka mun fara óskipt í að undirbúa stundina þegar ,nýtt vinstri“ tekur við völdum á íslandi. Þegar það ger- ist þurfum við okkar besta fólk á réttum stað á réttum tíma. Þá þurf- um við á fólki eins og Magnúsi Ái-na að halda. ► Meira á Netinu Ásta Ragn- heiður vinnur með hjartanu Ragnheiður Davíðsdóttir, Urðai-stíg 15, Reykjavík, skrifar: ÁSTA Ragnheið- m' Jóhannesdóttir hefur þann fágæta eiginleika að vinna með hjartanu, þ.e. hún lætur sér annt um þá sem minna mega sín. Hún er boðberi réttlætis Ragnheiður 0g lætur einskis Daviðsdóttiv ófreistað til að rétta hlut þeirra sem misrétti hafa verið beittir. Á kjörtímabilinu hefur hún beitt sér fyrir fjölda velferðar- mála og fylgt þeim eftir af þekkingu og áhuga. Þar nýtur hún. án efa reynslu sinnar frá Tryggingastofn- un ríkisins - en á meðan hún starf- aði þar á bæ var almenningi ekki í kot vísað - slík er þekking Ástu Ragnheiðar; þekking sem fáir stjórnmálamenn geta státað af. Við höfum engin efni á að missa slíka konu út af þingi og því hvet ég alla talsmenn heiðarleika og dugnaðar að kjósa hana í framvarðarsveit samfylkingarinnar í Reykjavík. Bryndísi fremst í Sam- fylkingu Gestur Guðmundsson, Skólavörðustíg 21, skrifar: BRYNDÍS Hlöð- versdóttir er í senn ung og reynd í stjómmálum, og hún hefur allan sinn stjómmálafer- il barist ötullega fyrir Samfylking- unni. Á þingi hefur hún unnið mark- visst að þeim mál- um sem nú sameina jafnaðarmenn. Hún hefur lagt áherslu á jöfn tæki- færi og félagsleg réttindi allra landsmanna og barist gegn úthlut- un sérréttinda. Hún hefur hafnað forsjárhyggju og viljað nota mark- aðinn sem tæki til hagsældar en ekki sem trúarbrögð eða leið til að mynda einokun. Á þingferli sínum hefur hún forðast pytti hentistefnu og glamurs en leitast af skynsemi við að útfæra þá stefnu að „frjáls þróun einstaklinga er skilyrði fyrir frjálsri framþróun heildarinnar." Besti stuðningurinn við hugsjón Samfylkingar er að kjósa Bryndísi Hlöðversdóttur í fyrsta sæti í próf- kjörinu. Kjarkaða konu á þing Sigurbjórg Ásgeirsdóttir, Fjólugötu 25, 101 Reykjavík, skrifar: ÞAÐ ER fátítt að alþingismenn leggi fram frum- varp um efni sem lítið hefur verið rætt í þjóðfélaginu og taki þar með forystu í umræðu um brýn samfé- lagsmál. Þó eru til undantekningar. Ein slík er Guðný Guðbjörnsdóttii- sem rauf á þessu kjörtímabili þagn- armúrinn um kynferðislega áreitni. Þessu vandamáli hafði lítill gaumur verið gefinn en snýst um óvelkomna kynferðislega hegðun sem hefur áhrif á sjálfsvirðingu kvenna og karla á vinnustað. Það er því okkur sem áhuga höfum á mannréttindum og verkalýðsmálum mikilvægt að eiga góða talskonu á Alþingi í slíku máli sem ki-efst víðsýnnar og vand- aðrar umfjöllunar með hag þoland- ans að leiðarljósi. Þess vegna kýs ég Guðnýju í 1. sæti í hólfi Kvennalistans í prófkjöri Samfylkingarinnar 30. janúar. Fleiri konur á Alþingi Bryndís Kristjánsdótiir, formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna, skrif- ar: EITT AF þeim markmiðum Sam- fylkingarinnar sem hafa verið skýr og óbreytt frá upphafi er að stuðlað skuli að auknu jafnrétti á öllum sviðum. Nú, þegar prófkjör Samfylkingarinnar um fólk til að skipa listana til Alþingiskosninga í vor, eru að bresta á gefst kærkomið tækifæri til að sýna viljann í verki. Jón Þór Sturluson Sjgurbjörg Ásgeirsdóttir Brvndís Kristjinsdóttir Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu erfítt konur hafa átt upp- dráttar í kosningum sem þessum né að konur eru aðeins 26% alþingis- manna, á meðan konur á hinum Norðurlöndunum eru 40 - 50 %. Ekki þarf heldur að minna á það hversu nauðsynlegt það er að rödd kvenna á Alþingi sé jafn sterk rödd- um karla þannig að málefni þau sem konur setja á oddinn, s.s. velferðar- , mennta- og heilbrigðismál, fái það vægi sem þjóðfélagið krefst. Þetta vitum við öíl. ►Meira á Netinu Bryndísi Hlöðversdótt- ur i fyrsta sæti prófkjörs. A 70% fulltrúa Kristinn Karlsson félagsfræðingur skrifar: NÚ ER tækifæri að tryggja kjör konu í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það er vandi okkar að mega ekki velja úr hópi allra frambjóð- enda. Bryndis hefur ein fárra alltaf kraf- ist lýðræðislegs landsfundi vildu yfir alþýðubandalagsfólks undir forystu Margrétar Frímanns- dóttur ganga til samfylkingar. Bi-yn- dís hefur verið fremst í flokki stuðn- ingsmanna formannsins. Biyndís hefur á Alþingi verið öfl- ugur málsvari vinnandi fólks og jafnréttis kynjanna, og andstæðing- ur einkaleyfastefnu stjómarinnar. Hún hefur víðtæka reynslu, var skrifstofumaður er hún hóf laganám undir þrítugt og að loknu námi starfaði hún á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar. Hún er góður sam- nefnari félagshyggju, jafnaðar- stefnu og jafnréttis. Endurnýjum forystuna með þeirri blöndu reynslu og stefnu nýrrar aldar. Kjósum Rann- veigu í 1. sæti Guðmundur Oddsson, skólastjóri í Kópavogi, skrifar: NÚ LÍÐUR að prófkjöri samfylk- ingarinnar í Reykjaneskjör- dæmi, en það verð- ur haldið dagana 5. og 6. febrúar. Rannveig Guð- mundsdóttir al- þingismaður hefur verið forystumaður Alþýðuflokksins í kjördæminu á því kjörtímabili sem senn er liðið. Rannveig hefur öðlast mikla og dýr- mæta reynslu í pólitíkinni, bæði í bæjarstjórn Kópavogs og síðan á Alþingi. Rannveig hefur frá fyrstu tíð unnið af fullum krafti við að ná fram þeirri samfylkingu sem náðst hefur. Við sem þekkjum Rannveigu vitum, að hún er heiðarlegur og traustur stjórnmálamaður, sem gott er að vinna með. Það skiptir okkur miklu máli hver leiðir listann, og að mínu mati er Rannveig Guðmunds- dóttir besti kosturinn. Ég skora því á kjósendur í Reykjaneskjördæmi að fjölmenna í prófkjörið og tryggja Rannveigu glæsilega kosningu í 1. sæti. Traustur foringi er gulls ígildi Ásta Ragn- heiður tryggir réttindi barna Jólianna Vigdís Guðmundsdóttir, bók- menntafræðingur, skrifar: ÁSTA Ragnheið- ur Jóhannesdóttir er fyrsti flutnings- maður þingmáls sem miðar að því að tryggja börnum rétt til umgengni við báða foreldra. Jóhanna vigdis Rettindi barna eru Guðmundsdóttir mjög takmörkuð af Guðmundur Oddsson eðlilegum ástæðum, en í nútíma- samfélagi telst þó eðlilegt að þau njóti ákveðinna lágmarks mannrétt- inda. Það er hlutverk kjósenda, og Alþingis í umboði þeirra, að tryggja þessi réttindi. Börnum verður að tryggja besta mögulega undirbúning undir lífið og þar bera báðir foreldrar ábyi-gð. Gildandi lög og reglur mótuðust út frá samfélagi sem nú er horfið inn í fortíðina, ásamt því sem kallað var „hin hefðbundna fjölskylda“, því meirihluti íslenskra barna býr utan þeirrar stofnunar, þ.e. ekki með báðum foreldrum sínum. Ástu Ragnheiði verður því að tryggja öruggt sæti ofarlega á lista samfylkingarinnar. Eina leiðin til þess er að kjósa hana í eitt þriggja efstu sætanna í hólfi Alþýðuflokks- ins í prófkjörinu í dag. ►Meira á Netinu x* Ástu Ragn- heiði áfram á þingi Katrín Magnúsdóttir og Gunnar Helgason, Heimsreisufarar, Nökkvavogi 38, skrifa: Katrín Magnúsdóttir Gunnar Helgason VIÐ hjónin höf- um notið leiðsagnar og fararstjórnar Ástu Ragnheiðar bæði í Heimsreis- um og í sólarlönd- um. Hún er frábær foringi, góður stjómandi og skemmtilegur fé- lagi. Hún er bæði röggsöm og úr- ræðagóð, en við höfum einmitt notið þeirra eiginleika hennar erlendis. Við nutum einnig aðstoðar hennar þegar hún var hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hún hefur frá því hún tók sæti á Alþingi fyrir tæp- um fjórum árum verið mjög dug- mikill þingmaður og látið að sér kveða í mörgum þjóðþrifamálum. Við viljum biðja alla ferðafélaga okkar úr Heimsreisunum og aðra sem notið hafa fararstjómar hennar að koma og styðja hana til áfram- haldandi starfa á Alþingi. Prófkjör- ið á laugardaginn er opið öllum sem eiga lögheimili í Reykjavík. Ferða- félagar, tryggjum Ástu þá 2. sæti á lista jafnaðarmanna. Tryggjum Sig- ríði Jóhannes- dóttur áfram þingsæti Ólafur Jónsson fyrrv. form. Landssam- bands eldri boigara skrifan SIGRÍÐUR Jó- hannesdóttir kenn- ari hefur verið varaþingmaður Al- þýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi í tvö kjör- tímabil og tók sæti Olafs Ragnars Grímssonar á Al- þingi þegai' hann var kosinn forseti lýðveldisins árið 1996. Á Alþingi hefur hún verið öt- ull málsvari kennara og annama láglaunahópa í þjóðfélaginu og var- að við láglaunastefnu stjórnvalda sem nú hefur leitt til upplausnar meðal starfsfólks á mörgum heil- brigðisstofnunum og í menntakerf- inu. Auk þess hefur Sigríður verið ötull talsmaður í öllum hagsmuna- málum aldraðra á Alþingi og hafa aldraðir nú tækifæri til að launa henni stuðninginn með því að setja hana í fyrsta sæti Alþýðubandalags- ins í prófkjöri Samfylkingai'innar í Reykjaneskjördæmi. Sigríður er einlægur stuðnings- maður samfylkingar vinstri flokk- anna sem nú er að myndast í öllum kjördæmum landsins. Það staðfesti hún með framboði sínu í 2. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar. ►Meira á Netinu «J" Ólafur Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.