Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ '50 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MINNINGAR STEINUNN KARLSDÓTTIR + Steinunn Karls- dóttir var fædd þann 28. janúar 1955 í Keflavík. Hún lést, hinn 19. janúar síð- astliðinn á Sjúkra- húsi Suðurnesja. Foreldrar hennar eru Karl Þ. Þor- steinsson, sjómaður, f. 24. október 1931, og Þorbjörg Þor- grímsdóttir, hús- móðir, f. 3. septem- ber 1929. Systkini hennar eru Þor- grímur Karlsson, f. 25. apríl 1956, kvæntur Guðrúnu Kartrínu Jónsdóttur, Guðrún Karítas Karlsdóttir, f. 29. júlí 1961, gift Jaime E. Buenano, Kristín Birna Karlsdóttir, f. 15. aprfl 1971,^ sam- býlismaður Olafur Högni Egilsson. Steinunn giftist Hilmari Hjálmars- syni, f. 1. janúar 1955, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Þóra Björg, f. 17. október 1974; Hildur Hlíf, f. 26. mars 1984; og Hilm- ar Davíð, f. 1. júní 1985. Útför Steinunnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Nú er þrautargangan þín búin, þetta hefur verið löng og ströng leið. A meðan ég sit hér og skrifa þessar línur kemur yfír mig ein- kennileg ró, ró yfir því að nú ert þú á stað þar sem enginn sársauki eða veikindi eru, heldur friður og falleg - '“cónlist og ég veit að Steinunn amma hugsar vel um þig. Tónlistin var þitt líf og yndi og þá ert þú nú í essinu þínu. Missir minn er meiri en orð fá nokkurn tímann lýst, sá harði raunveruleiki að ég fái aldrei að heyra þig syngja með þinni yndis- legu rödd eða spila svo fallega á píanóið þitt; að ég geti ekki hvílt í fanginu þínu þegar ég þarfnast þín mest er erfiðara en ég get tjáð mig um. Sú tilhugsun um að ég á ~ i eftir að takast á við það sem eftir er af mínu lífi án þinnar tilsagnar, návistar og þíns gífurlega styrks dregur úr mér mátt og gerir það að verkum að mig langar að leggj- ast niður og gefast upp. En það mun ég ekki gera því þá myndi ég ekki vera að fara eftir því sem þú kenndir mér. Eg veit líka að þú ert alltaf hjá mér og að við hitt- umst aftur þegar minn tími kem- ur. I gegnum veikindin þín sýndir þú gífurlegan styrk og hugsaðir meira um okkur hin en þig sjálfa. Og krafturinn í þér, kona, þú varst óstöðvandi. Það er ekki lengra síð- an en í ágúst á síðasta ári að þú fórst í þriggja tíma göngu með vin- um þínum þar sem þú varst með þeim í sumarbústað. Eg á svo margar yndislegar minningar um þig, þú varst svo yndislegur persónuleiki. Við vorum miklu meira en mæðgur, þú varst minn besti vinur og sálufélagi. Eg er sú persóna sem ég er vegna þín. Fallega mamma mín, ég bý svo vel að því að hafa átt þig sem mömmu og ég mun halda mínu striki fyrir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ þig og mig. Ég elska þig meira en orð fá lýst en ég verð að sleppa þér í bili og við munum hittast aftur. Þín elskandi dóttir Þóra Björg Hilmarsdóttir. Þinn söngvaþýði hljómur úr himinbjörtum geim, berst með vorsins blænum í bæinn til mín heim. Þá finnst mér eins og sál mín fyllist ljósi og yi. og svífi á svanavængjum sumarlandsins til. Þá leggur þú þitt höfuð undir ljósa vænginn þinn, og sefur rótt í sefí, svanaunginn minn. Nú fer senn að hausta og hljóðna tekur þá, því svanurinn er floginn með söng á höfin blá. (Elín Eiríksdóttir). Astkæra systir. Þú ert horfin frá okkur alltof fljótt. En minningin um yndislega móður, dóttur og systur lifir með okkur um ókomin ár og yljar á erfiðum tímum. Elsku Steina, við munum sakna þín sárt en trúum því að eftir þín eifiðu veikindi þá líði þér vel núna í faðmi guðs. Kæru Hiili, Þóra, Hildur, Hilm- ar, mamma og pabbi, guð styrki ykkur og blessi. Þín systkini, Þorgrímur, Guðrún og Kristín. Eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm horfum við nú langt fyiúr aldur fram á eftir Steinunni Karls- dóttur yfir móðuna miklu. Steinunn var Keflvíkingur í húð og hár og í Keflavík skilur hún eftir sig stórt skarð. Ég kynntist Stein- unni fyrst fyrir 27 árum þegar við vorum saman í London að styðja fótboltaliðið úr Keflavík gegn Tottenham. Eftir það var ávallt kært með okkur þó samband okkar væri ekki mikið. Það sem ég vil nú með þessum kveðjuorðum þakka sérstaklega, er sá tími sem við áttum saman í kringum „Karaoke" skemmtanir sem voru um árabil árviss viðburð- ur á Suðurnesjum. Þar var Stein- unn ávallt tilbúin sem starfsmaður að leggja bænum sínum lið, fyrst Keflavík og síðan Reykjanesbæ og oftar en ekki unnum við keppnina og hún hreppti titilinn besti söngv- arinn. Seinustu árin sem keppnin fór fram var Steinunn orðin veik, en hún lét það samt ekki stoppa sig, hún kom, sá og sigraði. Segja má að það hafi einmitt einkennt Steinunni í því sem hún tók sér fyr- ir hendur, að hún stóð oftar en ekki uppi sem sigurvegari og hún kunni að sigra, hún fylltist ekki drambi eða rembingi heldur tók hlutunum með ró og stillingu. Þá vil ég einnig þakka þann tíma sem dóttir mín fékk notið hand- leiðslu hennar við Tónlistarskólann í Keflavík, en þar var Steinunn einnig á heimavelli og skilur eftir sig góðar minningar. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum hennar öllum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk á þessum erfiðu tímamótum. Hjördís. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. Ég er ekki enn farin að átta mig á því að þú sért farin. Þó að við vissum innst inni að hverju stefndi þá héldum við alltaf í vonina, enda varst þú búin að vera svo ótrúleg í þinni baráttu, sífellt að koma á óvart og staðráðin í því að láta þetta ekki buga þig. Þar sem okkar vinskapur byrjaði strax í bamaskóla eru minningarn- ar margar. Tengslin sem mynduð- ust á þeim árum eru það sterk að mér finnst þú vera mér frekar sem systir. Alltaf þegar hugsað er til baka ert þú þar. A þeim áram ger- ast hlutirnir svo hratt, allt er svo spennandi og mikið um að vera. Manstu æskulýðskórinn, rántinn upp og niður Hafnargötuna, Land- Roverinn, skólaferðalögin og úti- legurnar? Það var svo mikið að gerast á þessum tímum. Manstu, við þurftum stundum að fara heim til mín að leggja okkur í löngufrí- mínútunum af því að við voram svo þreyttar. Þó að ég flytti burt héldum við alltaf sambandi. Stundum leið langur tími á milli þess sem við heyrðumst, oftast var samt hringt á afmælisdögum, og alltaf var eins og við hefðum hist í gær. Fylgst var með því sem var að gei'ast. Börnin þín og börnin mín, baslið og búskapurinn. Einhverju sinni hafði ég samband og þá varst þú að syngja í hljómsveit, öðra sinni búin að stofna dagheimili í skúrnum hjá þér, byrjuð í söngnámi og píanón- ámið skyldi klárast, farin að kenna og skólaganga hafín. Tónlistin var þér svo mikils virði og þú áttir svo mikið eftir að gefa. Eftir því sem árin liðu og börnin stækkuðu ákváðum við að núna færam við að hittast oftar. Nú skyldum við hittast hjá hvor annarri, fara í sumarbústað árlega og er minningin um þig frá síðustu sumarbústaðarferð okkar hvað dýrmætust núna. Þá var farið í sumarbústað á Amarstapa. Þrátt fyrir erfið veikindi gafst þú okkur hinum ekkert eftir. Farið var í langan göngutúr, kjaftað langt fram á nótt, gamlar minningar rifj- aðar upp og hlegið að. Nutum þess að vera saman og eiga hvora aðra að. Stuttu seinna varðst þú að fara aftur á sjúkrahús og í þetta sinn varð ekki aftur snúið heim. Þú varst okkar hetja, alltaf var stutt í hláturinn og faðmlagið þétt og fast þegar við hittumst. Þú áttir svo mikið eftir, svo mikið eftir að gefa. Ég trúi því að einhvers staðar sért þú þegar farin að láta hæfileika þína njóta sín, farin að syngja og spila á öðrum og æðri vettvangi. Söknuðurinn er mikill og sár en sárastur en hann þó fyrir börnin þín, sem hafa þurft að reyna svo mikið, Hilla, foreldra þína og fjöl- skyldu. Um leið og ég og fjölskylda mín vottum þeim og öðram ástvin- um dýpstu samúð okkar, þakka ég þér, elsku vinkona, fyrir dýrmæta vináttu og tryggð sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Guð geymi þig. Ingibjörg Björnsdóttir. Elsku vinkona. Hetja er í mínum huga sá sem mætir örlögum sínum af æðraleysi. Leysir þau mál sem hægt er að leysa en lætur annað hafa sinn gang. Þú ert mesta hetja sem ég hef kynnst. Ég þakka þér fyrir að fá að deila með þér lífinu frá því við voram litlar. Séð með mínum augum ert þú sú sem aldrei hættir að stækka. Þú komst sífellt á óvart, bjóst yfír einhverjum krafti sem virtist óþrjótandi. Það var samt ekki með neinum látum sem þú framkvæmd- ir það sem gera þurfti. Þú bara gerðir það. Þú ert eiginlega alltaf að syngja þegar ég hugsa um þig þessa dag- ana. Þar varst þú á réttri hillu. Það var alveg sama hvar þú komst fram, í kór, hljómsveit, sjónvarpi, söngvakeppnum eða bara í heima- húsi, þú stóðst þig frábærlega. Tónlistin var alltaf þitt yndi. Otelj- andi era lögin sem ég tengi við þig. Elsku besta Steina mín, ég veit þú hefur fengið góða heimkomu og margir þér kærir hafa verið glaðir að fá þig til sín. Þú verður fljót að kynna þér tónlistarlífið þar sem þú ert núna ef ég þekki þig rétt. Þú manst eftir að geyma pláss í kóm- um fyrir mig og hinar stelpurnar líka. Takk enn og aftur fyrir sam- fylgdina. Ljós Guðs lýsi þér og öllu þínu góða fólki. Ég bið Guð um að styðja og styrkja blessuð börnin þín, Hilla, elskulega foreldra þína, systkini og fjölskyldur þeirra. Þín vinkona Sigríður Yngvadóttir. Þegar hátíð ljóss og friðar var rétt nýafstaðin, flugeldasýningum áramótanna lokið og daglegt líf að færast í fastar skorður hjá flestum barst okkur, fyirverandi og núver- andi starfsfólki Tónlistarskólans í Keflavík, sú sorgarfrétt að sam- kennari okkar, Steinunn Karlsdótt- ir, væri látin. Eftir margi-a ára veikindi, hvar skiptust á skin og skúrir, hafði almættið loks ákveðið að nóg væri komið og rétt að hún fengi langþráða hvfld. Vegir okkai' Steinunnar lágu saman á vettvangi tónlistarinnar. Sem börn og unglingar vorum við nemendur í Tónlistarskólanum í Keflavík ásamt nokkrum af núver- andi kennuram skólans. Leiðir þessa hóps lágu svo í ýmsar áttir eins og gengur og gerist. Sumir héldu áfram tónlistarnámi en aðrir völdu sér önnur viðfangsefni. Steinunn gerði hlé á tónlistarnám- inu, stofnaði heimili og eignaðist fjölskyldu. Eftir nokkurra ára hlé hóf hún nám að nýju og samhliða náminu hóf hún að kenna byrjend- um á píanó haustið 1989. Fljótlega ákvað hún að setja markið hátt og stefna að burtfararprófi í píanóleik frá skólanum. Hún vann hörðum höndum að undirbúningi þess og var farin að sjá fyrir endann á þeim áfanga þegar veikindin gerðu vart við sig. Ég mun aldrei gleyma þeirri stund er píanókennari henn- ar kom og bað um aðstoð. Steinunn hafði fallið í ómegin í miðri kennslustund. Hún var flutt á sjúkrahús og má segja að það hafi markað upphafið að veikindum hennar. Þetta var veturinn 1991-1992. Hún sýndi mikinn styrk og kraft um vorið. Aformum um lokapróf og sjálfstæða tónleika var slegið á frest en hún vildi allt til þess vinna að fá að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands eins og búið var að ákveða. Hún æfði af kappi fyrir tónleikana og lék með hljómsveitinni á tónleikum í Iþróttahúsinu í Keflavík 24. apríl 1992. Er skemmst frá að segja að Steinunn skilaði sínu hlutverki óað- finnanlega við mikinn fógnuð tón- leikagesta sem troðfylltu íþrótta- húsið. Eins og áður segir var Steinunn ekki bara nemandi við skólann heldur einnig kennari. Auk þess að kenna byrjendum á píanó hafði hún tekið að sér kennslu yngstu barnanna í forskóladeild tónlistar- skólans. Það starf fórst henni ein- staklega vel úr hendi. Hún hafði áður starfað sem dagmamma um nokkurra ára skeið og hafði því mikla reynslu í samskiptum við börn. Mannkostir hennar, tónlist- arkunnátta og nærgætni reyndust henni dýrmætt veganesti í kenn- arastarfinu. Hún virtist hafa gott lag á að ná því besta fram í börnun- um. Þau gátu oft verið baldin en með hæglátri framkomu sinni og hógværð fékk hún þau til þess að einbeita sér að viðfangsefninu hverju sinni og árangurinn lét ekki á sér standa. Steinunn lét píanó- leikinn ekki nægja heldur söng hún líka eins og engill. Frá því á ung- lingsáranum hafði hún sungið með popphljómsveitum og í kórum. Hún söng með Léttsveit Tónlistar- skólans í Keflavík í tónleikaferð um Bandaríkin vorið 1991 og þegar ákveðið var að setja á svið söng- leikinn um „Jósep og litskrúðuga draumafrakkann" árið 1994 þurfti reyndan söngvara í mikilvægt hlut- verk sögumannsins. Leitað var til Steinunnar, sem eftir smáumhugs- un reyndist fús til þess að taka verkefnið að sér. Hún skilaði því þannig að seint mun gleymast, þrátt fyrir að ganga ekki heil til skógar. Þessi uppsetning var ein af stóra stundunum í sögu skólans og átti hún svo sannarlega sinn þátt í því hversu vel tókst til. Haustið 1995 ákvað Steinunn að setjast á skólabekk í tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Takmarkið var að Ijúka tónmenntakennaraprófi. Hún átti einu ári ólokið þegar veikindin tóku að ágerast og hún varð að gera hlé á námi og hætta að kenna. Að sjálfsögðu dreymdi hana um að ná fullum bata, geta sinnt fjöl- skyldunni, lokið námi og komið aft- ur til starfa við skólann. Það hefð- um við viljað líka. Kæra Þóra, Hildur og Hilmar. Missir ykkar er mikil. Við fyiTver- andi og núverandi starfsfólk Tón- listarskólans í Keflavík vottum ykkur, afa, ömmu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Við þökkum farsælt samstarf í gegnum árin og í hugum okkar lifír minn- ingin um móður ykkar, jákvæða, glaðværa, fallega og vandaða konu sem reyndist skólanum, nemend- um og samstarfsfólki traust og áreiðanleg. F.h. starfsfólks Tónhstarskólans í Keflavík, Kjartan Már Kjartansson. Elsku Steina, það eru erfið skref að fylgja þér til grafar svo langt um aldur fram. Þú sýndir mikinn dugnað og þrautseigju er þú barðist hetjulega við erfiðan andstæðing þar sem veikindin voru annars vegar, og um tíma höfðum við von um árangur, sem síðan brást. Við vinirnir komum til með að sakna þín, bæði nærveru þinnar og einnig í ferðalögum okk- ar, þar sem óspart voru rifjuð upp unglingsárin, og margs er að minnast. Oft vora nefndar bílferð- ir og ferðalög, sem enduðu með einhvers konar ævintýrum, og má þar t.d. nefna, að sofa í rétt, vegna þess að of seint var að banka upp á hjá fólki í sveitinni og raska ró þess til að fá gistingu. Ævintýri með sprungin dekk úti í móa í lok útilegu á Laugarvatni, eða mjög hægfara ferðalagi á tónleika í Reykjavík sem endaði með at- hugasemdum annarra vegfarenda og lögreglu vegna of hægs aksturs og svona má lengi telja, en þú, elsku Steina, verður alltaf í huga okkar þegar við minnumst þess- ara og fleiri ævintýi-a frá ung- lingsárunum og annarra er síðar komu. Sérlega aðdáunarvert er þó hversu dugleg þú varst í síðustu ferðinni okkar þegar við fórum á Arnarstapa á Snæfellsnesi í ágúst í fyrra. Þar gafst þú okkur hinum ekkei't eftir, fórst með okkur í langa gönguferð um úfið hraun og seinfarna slóða og máttir ekki heyra á það minnst að snúa til baka, og varst síðan tilbúin í gleð- skap örskömmum tíma eftir að í bústaðinn var komið. Þessu áttum við hin ekki von á, vitandi hvað þú varst búin að vera að berjast við mánuðina á undan, en svona varst þú, sífellt að koma okkur á óvart, og varst síðan hrókur alls fagnað- ar, þar sem smitandi hlátur þinn dugði til að koma öllum í gott skap. En nú er komið að leiðarlokum, allar ferðir taka jú enda, og nýtt ferðalag hafið hjá þér, elsku Steina. Vonandi líður þér vel á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.