Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 5
nýjum stað, þar sem við vitum að
þú færð að njóta þín og tólistar-
hæfileikar þínir koma að góðum
notum.
Við hjónin biðjum guð um styrk
til handa börnum þínum þeim
Þóru, Hildi og Hilmari Davíð,
Hilmari föður þeirra, foreldrum
þínum, þeim Lillu og Kalla, systk-
inum þínum, Togga, Gunnu og
Stínu og fjölskyldum þeirra og
vonum að minningin um góða
móður, dóttur og systur reynist
sorginni yfirsterkari þegar frá líð-
ur.
Valþór S. Jónsson,
Halldóra Lúthersdóttir.
Elsku Steinunn.
Nú er hetjulegri baráttu þinni
við þennan erfiða sjúkdóm lokið.
Þegar ég hugsa til baka kynnt-
umst við fyrst sem góðar sam-
starfskonur. Þú varst alltaf vön að
heilsa mér hátíðlega: „Komdu nú
sæl, Sigríður," og svo kom þessi
innilegi hlátur á eftir. Þannig man
ég alltaf eftir þér, hvað sem gekk
á í lífi þínu, þá var alltaf stutt í
kímnina.
Við vorum ekki búnar að vera
lengi samstarfskonur þegar þú
komst með þín yndislegu börn,
Hildi og Hilmar Davíð, í forskólann
til mín og stunduðu þau nám sitt af
miklum áhuga. Þér var mikið í mun
að bömin þín stunduðu tónlistar-
nám, ekki sem upprennandi ein-
leikarar heldur sem hluti af góðu
uppeldi. Þessi ár sem við Björn Da-
víð kenndum við tónlistarskólann í
Keflavík voru þær margar og
skemmtilegar samverustundirnar
hjá okkur kennuranum, enda íjör-
mikill og samheldinn kennarahóp-
ur sem ekki skorti tilefni til að hitt-
ast. Þú lést þig aldrei vanta í þessi
samkvæmi enda mikil selskaps-
kona.
Eftir að ég tók ákvörðun um að
hætta kennslu við skólann kom
Kjartan Már að máli við mig og
bað mig að benda sér á nýjan
kennara. Þú varst sú fyrsta sem
kom upp í huga mér. Þú samþykkt-
ir að taka við forskólanum með
einu skilyrði; að gott samstarf yrði
okkar á milli. Um sama leyti og þú
tókst við forskólanum hófst þú nám
í tónmenntadeild við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík þannig að sam-
skipti okkar urðu enn nánari. Ekki
skorti okkur umræðuefni þegar þú
heimsóttir okkur Björn Davíð og
Davíð Frey eftir skólalok. Kennsla
og nám átti hug okkar allan. Þessi
ár var heilsufarið hjá þér ekki sem
best en þú með þínum dugnaði og
bjartsýni stundaðir nám og
kennslu og sinntir heimili og börn-
um af alúð.
Síðan fyi-ir ái'i greindist ég með
þennan ei'fiða sjúkdóm, þó ekki
væri um sama svæði að ræða. Eftir
það vora þær ófáar stundimar sem
við voram í sambandi og skldum
hvor aðra alveg fullkomlega um
þessa líðan og baráttu við þennan
sjúkdóm sem aldrei er vitað hvern-
ig hegðar sér. Við stöppuðum stáli
hvor í aðra og ætluðum aldrei að
gefast upp. Við trúðum að einn
daginn fengjum við fullan bata.
Það var því sárt að heyra hversu
heilsu þinni hafði hrakað og lítil
von um bata.
Við Bjöm Davíð heimsóttum þig
um áramótin og þrátt fyrir mikil
veikindi var enn stutt í hláturinn
hjá þér. Steinunn mín. Þannig
munum við minnast þín; sem dugn-
aðarkonu fullrar af bjartsýni og
kímni.
Elsku Þóra, Hildur, Hilmar Da-
víð, Hilmar, foreldrar og systkini.
Við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð veri
með ykkur.
Sigríður og Björn Davíð.
„Hvernig eigum við að byrja,
það er hægara sagt en gert að
minnast góðs vinar með fáeinum
orðum.“
Þetta era hugsanir okkar unga
fólksins sem höfum orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa ekki haft
tilefni til þess áður að skrifa minn-
ingargrein um fráfallinn vin. Einu
okkar rataðist svo rétt á munn:
„Það er ekki til nein uppskrift að
minningargreinum, maður skrifar
bara það sem hjartanu er næst.“
Við unga fólkið voram bekkjar-
systkin Steinunnar í tónmennta-
kennaradeild Tónlistarskólans í
Reykjavík. Þar stundaði hún með
okkur nám í tvö ár uns hún varð
frá að hverfa vegna veikinda sinna.
Við voram átta saman í bekk. Eitt
af því sem var svo skemmtilegt við
bekkinn okkar var það að við vor-
um á öllum aldri og af öllum stærð-
um og gerðum. Steinunn vai' ald-
ursforseti okkar, hálfgerð mamma
bekkjarins, hún var umhyggjusöm
og bar hag okkar allra fyrir brjósti.
Steinunn átti við mikil veikindi að
stríða áður en námið hófst, og svo
aftur á meðan á því stóð. Hún lét
þó engan bilbug á sér finna, mætti
alltaf til leiks, glaðlynd og með
kímni í augunum sínum. Hvemig
sem viðraði keyrði Steinunn á milli
Keflavíkur og Reykjavíkur til þess
að mæta í skólann og alltaf voram
við hin jafn hissa á því að sjá hana
storma inn með bros á vör, í vetr-
arveðri sem við sjálf ætluðum varla
að hætta okkur út í.
Margs er að minnast, við munum
sakna góðrar vinkonu sem kenndi
okkur svo margt í lífi og leik.
Kæra fjölskylda og aðrir að-
standendur, missir ykkar er mikill.
Við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elsku Steinunn, hvíldu í friði.
Fyrir hönd bekkjarfélaganna,
Arndís, Ágúst, Bryndís, Gísli og
Hildur Guðný.
Með fregnum um andlát Stein-
unnar Karlsdóttur lýkur langri
baráttu hennar eftir margra ára
veikindi. Þegar Steinunn innritað-
ist í tónmenntakennaradeild Tón-
listarskólans í Reykjavík haustið
1995 átti hún þegar talsverðan tón-
listarferil að baki. Hún var gædd
góðum tónlistargáfum og er hún
stundaði nám við Tónlistarskólann
í Keflavík var hún svo efnileg að
hún lék einleik á píanó með Sinfón-
íuhljómsveit Islands á opinberum
tónleikum hljómsveitarinnar í
Keflavík.
Um leið og Steinunn hóf nám í
tónmenntakennaradeildinni var
okkur kunnugt um veikindi hennar,
en einnig um trú hennar á að hún
myndi yfirstíga alla erfiðleikana og
ljúka náminu. Við í Tónlistarskól-
anum dáðumst oft að óbilandi
dugnaði hennar og var stundvísi og
ástundun hennar aðdáunarverð í
ljósi erfiðra aðstæðna. Steinunn var
mjög virkur þátttakandi í tón-
menntakennaradeild, ætíð fús til
samvinnu og að miðla þekkingu
sinni og reynslu við bekkjarsystk-
ini. Hennar einkenni vora jákvæði
og dugnaður í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur og hlýhugur og hjálp-
semi við alla. Þegar öðra ári hennar
í skólanum var að ljúka var ljóst að
enn ein orrasta í veikindastríði
hennar var yfirvofandi. Viðbrögð
Steinunnar vora dæmigerð, þetta
myndi þýða smáhlé þangað til hún
næði ki-öftum á ný og gæti hafið
nám á þriðja og síðasta ári í deild-
inni. Hún átti nokkra sigra í bar-
áttu sinni, síðast fyrir rámu ári er
hún virtist ná undraverðum bata og
allir fylltust von. En það flýr víst
enginn örlög sín og það er okkur
erfitt að skilja þegar þau taka unga
og svo hæfileikaríka konu burtu af
sjónarsviðinu.
Það er þungbært fyrir okkur
kennarana og nemendurna að
horfa á, að svo gáfuð, ung kona hafi
ekki fengið að beita sér af fullum
krafti, né njóta þeirra hæfileika
sem hún bjó yfir.
Við viljum þakka Steinunni sam-
ferðina, elskulega framkomu og
ánægjuleg samskipti síðastliðin ái'.
Við vottum fjölskyldu hennar, vin-
um og ættingjum okkar innileg-
ustu samúð.
F.h. Tónlistarskólans
í Reykjavík
Halldór Haraldsson, skólasfjóri.
+ Stefán Björns-
son, skipstjóri,
var fæddur að
Varmá í Mosfells-
sveit 3. desember
1902. Hann lést á
Hrafnistu, dvalar-
heimili aldraðra sjó-
manna í Reykjavík,
19. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Björn Einar
Þorláksson, hrepp-
stjóri á Varmá í
Mosfellssveit, f. 23.
11. 1854, d. 27. 2.
1904, og Anna Jóns-
dóttir, f. 10. 9. 1872, d. 5. 5.
1948. Systkini hans voru Elísa-
bet Kristín, f. 1898, dáin sama
ár, Þorlákur, bóndi í Eyjarhól-
um í Mýrdal, f. 1899, d. 1987, og
Jón Guðmann, skrifstofustjóri í
Reykjavík, f. 1901, d. 1988.
Stefán var fæddur á Varmá í
Mosfellssveit þar sem foreldrar
hans bjuggu. Hann var yngstur
þriggja bræðra, en systir þeirra
hafði dáið í bemsku. Faðir hans var
sonur séra Þorláks Stefánssonar á
Undirfelli í Vatnsdal og konu hans,
Sigurbjargar, dóttur Jóns Péturs-
sonar, prests á Höskuldsstöðum og
konu hans, Elísabetar, en hún var
dóttir séra Bjöms Jónsonar ættföð-
ur Bólstaðarhlíðarættarinnar.
Bræður Bjöms voru m.a. Þorlákur
Símon í Vesturhópshólum, faðir
Jóns landsverkfræðings og ráð-
herra, séra Amór á Hesti og Þórar-
inn B. Þorláksson listmálari. Móðir
Stefáns var dóttir Jóns bónda í
Eystri Skógum undir Eyjafjöllum,
Hjörleifssonar Jónssonar ríka og
konu hans, Guðrúnar Magnúsdótt-
ur, sem bæði áttu ættir að rekja til
séra Jóns Steingrímssonar, eld-
klerks á Prestbakka á Síðu.
Faðir Stefáns, sem stofnað hafði
Ullai'verksmiðjurnar á Álafossi og
var hreppstjóri í Mosfellssveit, lést
árið 1904, þá á miðjum aldri, og lét
eftir sig konu og þrjá syni, tveggja
til fjögurra ára að aldri. Eftir lát
eiginmanns síns fór Anna, móðir
Stefáns, með hann og bræður hans
til systur sinnar og annarra skyld-
menna austur undir Eyjafjöllum.
Ólust þeir Stefán og Þorlákur bróð-
ir hans upp hjá móður sinni og Guð-
ránu Jónsdóttur, systur hennar,
sem bjó í vesturbænum í Drangs-
hlíð ásamt manni sínum, Þorsteini
Jónssyni. Jón bróðir þeirra fór í
fóstur til Ólafs Jónssonar móður-
bróður síns, sem bjó á Eystri-Sól-
heimum í Mýrdal.
I Drangshlíð áttu þeir bræður
góða bernsku og glaða æskudaga.
Auk ættingja í vesturbænum í
Drangshlíð áttu þeir frændfólk í
austurbænum í Drangshlíð, Skarðs-
hlíð og víðar nærsveitis. Minntust
þeir bræður oft síðar með ánægju
þessa tíma, þeirrar glaðværðar, sem
rikti í hópi þessara frændsystkina
og þeirrar umhyggju, sem þeir nutu
í uppvextinum hjá Guðrúnu og Þor-
steini í Drangshlíð og öðrum ætt-
mennum þar eystra. Hélt Stefán
tryggð við heimahagana og frænd-
fólk sitt þaðan alla ævi og naut
einnig vináttu þess.
Mikið þurfti að draga til bús á fjöl-
mennu sveitaheimili. Auk búrekst-
urs sóttu bændm’ undir Eyjafjöllum
sjóinn. Var bæði róið til fiskjar á
árabátum, einkum frá ósum Jök-
ulsár á Sólheimasandi, og eins fóra
bændur, synir þeirra og vinnumenn
á vertíð til Vestmannaeyja eða ann-
að. Eins og siður var og nauðsyn á
þessum tíma gekk Stefán til þess-
ara starfa þegar á unga aldri, fyrst
við bústörf og síðar við sjósókn.
Þegar hann settist í Flensborgar-
skóla tæplega 19 ára að aldri hafði
hann að baki tvær vertíðir á bátum
frá Vestmannaeyjum. í Flensborg-
arskóla var hann í tvö ár og hóf þá
aftur sjósókn, fyrst á skútu og síðar
á togurum. Meðfram sjósókninni
aflaði Stefán sér menntunar á því
Eiginkona Stefáns
var Magnea Vigfús-
dóttir frá Eystri
Skógum, f. 1903, d.
1984. Synir þeirra
eru: 1) Björn, bif-
vélavirki, Neskaup-
stað. Hann var
kvæntur Valborgu
Krisljánsdóttur, d.
1994. Börn þeirra
eru Anna, Stefán,
Sigríður Línberg og
Valbjörn Magni. 2)
Rafn, verkfræðing-
ur, Los Angeles.
Hann var kvæntur
Anne Kennedy, d. 1986. Synir
þeirra eru Jon og Paul, búsettir
í Bandaríkjunum. Núverandi
kona hans er Wanda Stefansson.
Stefán verður jarðsettur frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
starfssviði, sem hann hafði kosið
sér. Hann settist í Stýrimannaskól-
ann og lauk þaðan meiri fiski-
mannaprófi árið 1927. Eftir það
stundaði hann sjó sem stýrimaður
eða skipstjóri á ýmsum bátum og
togurum fram að heimsstyrjöldinni
síðari.
Árið 1940 réðst Stefán sem skip-
stjóri á togarann Karlsefni í eigu
Geirs Thorsteinssonar útgerðar-
manns. Starfaði hann hjá honum og
síðar Ragnari syni hans alla tíð upp
frá því og þar til hann lét af störfum
32 árum síðar, þá sjötugur að aldri.
Öll stríðsárin sigldi Stefán skipi
sínu, Karlsefni, ótrauður yfir Atl-
antshafið, sem logaði í ófriði, til
Englands með afla til sölu. Aldrei
henti óhapp skip Stefáns eða áhöfn
þess. Má það eflaust m.a. þakka
æðruleysi og yfirvegaðri stillingu,
sem einkenndi skapshöfn Stefáns
öðru fremur. Stefán hætti reglu-
legri sjósókn 1954 en starfaði eftir
það sem verkstjóri í landi auk þess
sem hann sigldi af og til með fisk til
sölu á erlendan markað allt til sjö-
tugs.
Stefán kvæntist Magneu Vigfús-
dóttur frá Eystri-Skógum árið
1928. Magnea var glæsileg kona og
samhentur förunautur Stefáns til
dánardags hennar 1984. Þau
bjuggu fyrst í Reykjavík en urðu
síðar meðal frumbyggja Kópavogs
þegar þau reistu þar hús að Borg-
arholtsbraut 44 þar sem þau
bjuggu eftir það. Síðustu árin bjó
Stefán í Hamraborg 32 í Kópavogi
nema síðasta árið að hann var á
dvalarheimili fyrir aldraða. Heimili
Stefáns og Magneu varð í hugum
ættingja þeirra og vina að ímynd
hlýju, vináttu og hjálpsemi. Ró og
mild glaðværð Magneu skapaði
frjálslegt og óþvingað andrúmsloft
umhverfis hana. Skipstjórinn Stef-
án hafði yfirbragð hins hógværa
fyrirmanns með yfirvegun og festu,
sem gerðu hann að þeim farsæla
skipstjórnanda sem hann var. Yfir-
lætislaus kurteisi, næmur skilning-
ur á hagi annarra og virðing fyrir
viðhorfum þeirra, gerði hann
ósjálfrátt að vini hvers þess sem
honum kynntist.
Stefán var viðlesinn og fróður á
mörgum sviðum. Hann fylgdist af
áhuga með stjórnmálum jafnt og
náttúruvísindum og var sjaldan
komið að tómum kofanum í viðræð-
um við hann. Hann hafði eins og
fleiri af þessari kynslóð gaman af
kveðskap og allt fram á síðasta dag
fór hann hnökralaust með vísur og
erfið kvæði, sem hann hafði lært á'y'
yngri árum. Stefán var mikill
áhugamaður um bridge og stund-
uðu þau hjón og hann síðar með
öðram þá íþrótt reglulega þar til
fyrir fáum áram. Eins iðkaði Stefán
sund og var fastagestur í Sundlaug
Kópavogs þar til fyrir fáum misser-
um að hann varð að leggja það á
hilluna um sama leyti og hann hætti
að aka bifreið sinni. Við kveðjum
Stefán með söknuð í huga og þakk-
læti fyrir samfylgdina.
Ánægjustundirnar á hátíðum og í
garðinum í Nökkvavogi 60 von^.
margar. Þar til fyrir tveimur til
þremur árum að hann hætti að aka
bíl sínum kom hann í vikulegt morg-
unkaffi, oft færandi hendi og alltaf í
góðu skapi. Bömin, Júlíana, Hauk-
ur, Úlfhildur og barnabamið, Neval
Rakel, litu á hann sem kæran afa og
vin, sem verður sárt saknað. Vin-
átta Stefáns og Rakelar var djúp og
einlæg og umhyggja þeirra hvort
fyrir öðru einstæð. Viðkynningin við
Stefán Björnsson og viðhorf hans til
lífsins er okkur dýrmæt minning.
Indriði Þorláksson.
Nú er hann Stefán föðurbróðir
minn allur, 96 ára að aldri. Ýmsii* -
kunna að halda að ekki sé eftirsjá í
svo gömlum manni. En það er öðru
nær. Eftirsjá eftir liðnum tíma,
fróðleik um liðna tíð og fólk, um
rætur okkar. Einnig eftirsjá eftir
einstaklega góðum og vel gerðum
manni.
Af föðurfólki mínu þekkti ég Stef-
án best. Ferðir til Reykjavíkur vora
ekki tíðar á uppvaxtarárum mínum, ’
en á hverju sumri var hátíð þegar
Stefán og Magnea komu í heimsókn ;
f sveitina á grænu drossíunni. Þess-
ar heimsóknir vora ætíð tilhlökkun-*'/
arefni. Ekki var síður gaman að .
fara „suður á Háls“ til Magneu og i
Stefáns í Reykjavíkurferðum. Það >
var ævintýri líkast að skoða fínu
gljáandi húsgögnin þeirra, labba
hringinn úr eldhúsinu í stofuna og
ganginn. Að auki vai' stigi í húsinu
sem hafði ekki lítið aðdráttarafl.
Já, minningamar eru margar. En f
dýi-mætastar eru þær þó vegna
þess persónuleika sem Stefán og ,
Magnea höfðu að geyma. Hlýja og
glaðværð einkenndi allt þeirra við-
mót.
Stefán frændi minn var afar
minnugur og fróður. Með aldrinum
kunni ég betur að meta að geta
fengið vitneskju um liðna tíð, upp-
vöxt þeirra bræðra og skyldfólk. ’
Með Stefáni er horfinn hafsjór fróð- .
leiks um veröld sem er svo ólík
þeirri sem við nú hrærumst í. <
í dagsins önn teljum við okkur (
trú um að við höfum ekki tíma til að
gera það sem við vildum svo gjarn- f
an gera. Víst vildi ég að ég hefði oft- j
ar komið til Stefáns. Alltaf fékk ég i
þó fréttir af honum hjá Rakel mág-
konu minni en þau voru miklir mát- ,
ar.
Þegar við Guðrún systir heim- j
sóttum hann í síðasta sinn kvaddi 1
hann okkur með þessum orðum: i
„Þakka ykkur fyrir komuna, elsk- I
urnar mínar.“ Þá óskaði ég þess að í
ég gæti galdrað tímann aftur á bal^
- yngt Stefán um nokkra áratugi.
Ég og fjölskylda mín sendum \
sonum Stefáns, Birni og Rafni, og 1
fjölskyldum þeirra innilegar samúð- ,
arkveðjur.
Guð geymi elskulegan frænda.
Nanna Þorláksdóttir.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að bii'tast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyi'ir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf gi-einin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
STEFÁN
BJÖRNSSON