Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 58

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KIRKJUSTARF BJÖRN MAGNÚS ARNÓRSSON + Björn Magnús Arnórsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1945. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 24. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 5. janú- ar. Þegar mamma hringdi og sagði mér að Bjössi bróðir minn væri alvarlega veikur og ekki hugað líf var mín fyrsta hugsun að fara til íslands hið bráð- asta. Læknunum tókst betur en á horfðist að ná versta æxlinu og þeg- ar ég hringdi í Bjössa eftir aðgerð- ina lét hann vel af sér og var farinn að þjálfa sig. Hann sagði mér að vera ekkert að þjóta heim og honum liði ágætlega. Ein hjúkrunarkona sem ég talaði við á Borgarspítalan- um sagði að þau væru hissa á því hvað hann væri léttur og fljótur að jafna sig eftir aðgerðina. Þetta gerði að ég varð bjartsýnni þótt ég væri ekki áhyggjulaus og frestaði heimför. Kannski trúir maður oft því sem mað- ur vill trúa. Eg hvorki vildi né gat trúað því að Bjössi ætti svona stutt eftir ólifað. f dag er oft hægt að lækna krabba- mein eða lifa með sjúk- dóminn í mörg ár. Af hverju gerðist þetta svona fijótt? Hvernig stóð á því að hann kenndi sér einskis meins tveimur til þremur mánuðum áður en hann dó? Dauðinn vekur margar spurningar sem erfitt er að svara en það fær mann til að hugsa. Eg var litla systir og var ekki gömul þegar Bjössi giftist og flutti að heiman. Hann bjó fyrst úti á landi þar sem hann vann við kennslustörf og flutti þaðan til Svíþjóðar þar sem hann stundaði nám í mörg ár. Þegar hann loksins flutti til baka tfl íslands þá flutti ég skömmu seinna tfl Sví- þjóðar þar sem ég hef búið í áratug. Við hittumst sjaldan en höfðum samt Vinningaskrá 36. útdráttur 28. janúar 1999. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 33228 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2147 27880 6 1929 62339 | Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 15467 32876 39857 50904 59901 76512 18342 38009 41050 52136 60453 77120 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur) 592 16254 30344 39240 44178 51234 60643 71657 1500 18838 30838 39982 44486 51817 60862 71817 3878 19277 30840 40089 44666 52001 61749 72966 4070 21979 30853 40195 44691 54199 62105 73346 5307 22393 32034 40205 44870 54454 64107 75794 5724 23815 32479 40759 44889 55503 64277 76120 7595 24263 32743 41408 45580 55588 64674 76272 7971 26231 33786 41480 45640 55746 65640 77587 9110 26411 34096 41660 46659 56502 65919 78819 11038 27724 37226 41972 48180 57712 67008 11870 28089 37450 42275 49234 58263 67750 13038 29533 38722 43035 50642 58602 70869 15801 30233 38770 43900 50714 60593 71151 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvðfaldur) 881 12392 23649 33466 42700 50428 62810 70876 1155 12553 24264 34018 43815 50465 62871 70983 1197 13889 24558 34092 44144 50592 63126 71956 1414 14261 24949 34339 44165 50959 63145 72274 1662 14394 24966 34496 44499 51387 63183 72623 1963 14405 26376 34821 44540 51803 63197 72727 2420 14508 26427 34828 44608 51899 63304 72847 2579 14660 26714 34988 44933 52181 63367 72881 2686 14974 26835 35096 45113 52197 63482 73218 2727 15435 27004 35835 45429 52336 63599 73775 3061 15670 27640 35842 45460 52663 64164 74146 3976 16138 28817 35846 45770 52748 64294 75251 4016 16321 29307 36226 46214 52773 64604 75851 4370 16527 29504 36456 46266 53567 64740 76039 4660 17185 29523 36506 46329 53815 64921 76098 4833 17432 29641 36859 46440 54024 65088 76734 5643 17687 29692 37184 47013 54174 65348 77244 6496 17697 29847 37784 47176 54318 65786 77704 6909 17854 30420 37788 47381 54769 66987 78645 7140 18224 30494 38566 47555 55555 67011 78764 8138 19972 30697 38628 47633 56226 67273 79014 8228 20234 31196 39100 47810 56417 67303 79398 8522 20451 31345 39750 47880 57065 67461 79445 8561 20965 31425 39795 47882 57745 67516 79657 9000 21161 31470 40117 48121 57841 67834 79785 9086 21803 31583 40362 48789 58719 68075 79877 9925 21956 31829 40784 49043 59479 68660 10201 22123 32045 40857 49141 60434 68828 10638 22342 32243 42109 49569 60679 69384 11299 22534 32372 42110 49795 61224 69890 11415 23219 32838 42440 49956 62244 69948 11858 23394 32986 42525 50292 62453 70864 Næstu útdrættir fara fram 4. fcb. 11. feb. 18. feb. & 25. feb. 1999 Heimasiða á Interneti: www.itn.is/das/ samband okkar á milli og hann hringdi í mig öðru hvoru. Síðast hitt- umst við sumarið 1992. Hann og Kristín kona hans fóru til Svíþjóðar ásamt íslensku pari sem var vinafólk þeirra, þau áttu að keppa í brids. Þau heimsóttu mig og Ragnar sem þá vorum frekar nýflutt inn í 100 ára gamalt hús með stórum ávaxtagarði. Þetta var í byrjun ágústmánaðar, það var steikjandi hiti og blankalogn. Þau voru hress og ánægð með ferða- lagið. Þeim fannst spennandi að skoða þetta gamla hús með langa sögu að baki sér og svo var það ávaxtagarðurinn með alvöru ávaxta- trjám. Plómur, epli og perur. Var óhætt að borða þetta? Því miður var það of snemmt, en ég lagaði græn- metisrétt og útbjó salat með því sem auðvitað kom úr garðinum. Við ákváðum að borða úti í garði eins og við erum vön þegar veðrið er gott, en út af hitanum var best að sitja í for- sælu undir stóra peratrénu. Bjössi spurði hvort óhætt væri að sitja þarna án þess að fá perarnar í haus- inn. Eg fullvissaði hann um að það væri engin hætta á því vegna þess að peramar væra ekki þroskaðar enn- þá. Auðvitað gerðist það sem átti ekki að gerast; ein stór og myndar- leg pera datt beint í höfuðið á kon- unni sem var í fylgd með Bjössa og Kristínu. Sem betur fer varð ekkert stórslys úr þessu en það var hlegið þessi ósköp. Því meir sem ég reyndi að afsaka þetta og sannfæra þau um það að þetta hefði aldrei gerst áður, því meir hlógu þau. Það var mikið spjallað og hlegið þennan dag og all- ir vora í besta skapi. Ekki hvarflaði að mér að þetta væri í síðasta skipti sem ég hitti Bjössa. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og það er víst best þannig. Ég hringdi í Bjössa rétt áður en hann dó. Hann sagðist vera ánægður yfir að hafa getað _ skroppið heim af sjúkrahúsinu. Ég sagðist mundu hringja í hann aftur eftir tvo daga, á aðfangadagskvöld, en þá var hann aftur kominn á sjúkrahúsið. Honum hafði versnað snögglega og hann dó um kvöldið. Hann tók dauðanum með sama æðraleysi og veikindun- um. Eins og í Hávamálum stendur: „Glaður og reifur skyli gumna hver unz sinn bíður bana.“ Bjössi var mikill grínisti en á bak við grínið var til alvara sem var vandlega falin. Ég vildi óska þess að ég hefði ver- ið hjá Bjössa þegar hann dó og að við hefðum getað talast meira við áður en það var of seint, en er ánægð yfir því að við áttum svona góðan dag í síðasta skiptið sem við hittumst. Ég sendi innilegar samúðarkveðj- ur til Andra og Kristínar svo og allra sem syi’gja Bjössa. Bið innilega að heilsa ykkur öllum. Stella Valgerður Arnórsdóttir, Svíþjóð. KÁRI TRYGGVASON + Kári Tryggva- son fæddist í Víðikeri í Bárðardal 23. júlí 1905. Hann lést á Landspítalan- um 16. janúar síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 26. janúar. Látinn er í hárri elli Ijúfmennið Kári Tryggvason, kennari og rithöfundur frá Víðikeri í Bárðardal. Að leiðarlokum koma upp í hug- ann nokkur minningabrot. Þegar ég kynntist Kára og hans konu Mar- gréti, voru þau búin að búa í litlu íbúðinni sinni í Sunnuhlíð, hjúkrun- arheimili aldraðra í Kópavogi, í nokkur ár. Ég man hvað það var notalegt og hvað mér var vel tekið, er ég kom fyrst á heimili þeirra þar. Þessi öldruðu, samrýndu hjón úr Bárðardalnum báru mikinn þokka, voru höfðingleg, gestrisin og vina- mörg. Mér leið vel í nærvist þeirra. Kári var á margan hátt óvenjuleg- ur maður, mjög þægilegt var að vera í nærvera hans, hlusta á fróðleik, bæði gamlan og nýjan. Kári var vel lesinn, fróður og mundi tímana tvenna. Að sögn gamalla nemenda hans var hann afbragðs kennari og notaði ekki alltaf hefðbundnar að- ferðir við kennsluna. Fór hann m.a. með nemendur út í náttúruna og kenndi þeim að lesa hana á vett- vangi. Eitt sinn eftir gönguferð út í nátt- úranni kom ég í heim- sókn til þeirra hjóna. Dró ég upp úr vasanum hálfvisnaða íslenska jurt og bað hann skera úr um nafn hennar. Svarið kom óðar. Hann kunni skil á allri ís- lensku flórunni og hann sagði mér að hann hefði lært á yngri áram lat- nesku heitin á öllum ís- lensku plöntunum. Þetta þótti mér merki- legt. Kári gaf mér í einni af mörgum heimsókn- um mínum til þeirra hjóna litla bók sem heitir ferskeytlan og inniheldur íslenskar vísur og stef er hann tók saman fyrir Almenna bókafélagið fyrir liðlega tíu ái’um. I formála að bókinni segist hann hafa valið efni bókarinnar eftir þeirri reglu að kjósa helst það sem hann kunni og hafði mætur á. Ég ætla að lokum að setja hér á blað litla vísu úr bókinni hans Kára, en hún er eftir Stephan G. Stephans- son, sem ég hef líka miklar mætur og dálæti á. Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Ég er reynslunni ríkari eftir kynni mín af Kára. Ég kveð hann hér með virðingu, þakklæti og hlýju og sendi Margréti, dætranum, Hfldi, Dústu og Rann- veigu og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Kjartansson. Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, GUÐRÚNAR ÍSLEIFSDÓTTUR, Skjóli, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Sérstakar þakkir til forstöðumanns og alls starfsfólks á Skjóli fyrir góða umönnun. Guð sé með ykkur öllum. Hjörleifur Bergsteinsson, Aðalheiður Bergsteinsdóttir, Guðný M. Bergsteinsdóttir, Bjarni Sigmundsson, ísleifur Marz Bergsteinsson, Andrea Þórðardóttir, ömmubörn langömmubörn og langalangömmubörn. Safnaðarstarf Hafnarfjarðar- kirkja - Opið hús Á LAUGARDAGSMORGNUM fram á vor verður opið hús í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju frá kl. 11-12.30. Sr. Gunnþór Ingason mun þar kynna guðspjallið og ritningartext- ana, sem mið er tekið af í guðs- þjónustum þjóðkirkjunnar og leiða samræður um trú og mannlíf ásamt Ragnhild Hansen, sem er handgengin biblíulestri og hefur árum saman leitt bænahópa. Komið verður saman í Minni- Hásölum eða kennslustofunni Odda í Strandbergi. Eftir samræð- urnar fer fram kyrrðarbæn í kapellunni Stafni og síðan er boðið upp á kaffi í forsalnum Ljósbroti. I næsta mánuði mun dr. Einar Sigurbjömsson prófessor taka þátt í þessum stundum og fjalla um megintrúarstef kristni og kirkju og taka mið af efni bókar sinnar „Ljós í heimi“. Þau Ragnhild og sr. Gunnþór leiða einnig samræðu- og bænahóp sem kemur saman á miðvikudags- kvöldum í Strandbergi frá kl. 20- 21.30. Fyrsta „opna húsið“ á laugar- dagsmorgni í Strandbergi með fyrrgreindum hætti, biblíulestri og bænastund, verður núna á morgun, 30. janúar, frá kl. 11-12.30. Þátt- takendur eru beðnir að hafa með sér biblíur. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingarlestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11- 13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Unglinasamkoma kl. 20.30. Mikill og líflegur söngur. Ræðumaður Böðvar Guðbjartsson. Karlasam- vera í neðri sal kirkjunnar kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á fs- landi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Finn F. Eckhoff. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfírði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Jón Hjörleifur Jónsson. Samfélag aðventista, Sunnuhlíð 12, Akureyri: Biblíufræðsla kl. 10.30. Samkoma kl. 11.30. Ræðu- maður Eric Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.