Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 59 FRETTIR Herdís Sigurbergsdóttir íþróttamaður Garðabæjar KJÖR íþróttamanns Garðabæjar fór fram í safnaðarheimili Kirkju- hvoli sunnudaginn 24. janúar sl. Herdís Sigur- bergsdóttir handknatt- leikskona var kjörin íþróttamaður Garðabæj- ar 1998. Herdís var einnig kjörin íþróttamað- ur Garðabæjar 1997. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, lýsti kjöri íþróttamanns Garðabæj- ar og afhenti Herdísi bikar til staðfestingar kjörinu. Herdís var kjörin hand- knattleikskona ársins á vegum HSÍ í desember sl. og varð í 17. sæti listans fyrir íþróttamenn ársins 1998 í kjöri íþróttafrétta- manna. Herdís hefur unn- ið alls 16 Islands-, bikar- eða deildarmeistaratitla með Stjörnunni og margoft verið valin besti leikmaður félagsins. Sautján ára lék Herdís sinn fyrsta a-landsleik fyrir Islands hönd og hef- ur leikið um 70 landsleiki og er með leikjahæstu leikmönnum landsliðsins. Herdís er fyrirliði lands- liðs Islands. Auk útnefningar íþróttamanns ársins voru veittar aðrar viðurkenn- ingar fyrir ágætan ár- angur íþróttafólks í Garðabæ á árinu 1998. Veittar vorii viðurkenn- ingar fyrir íslands-, bik- ar- og bikarmeistaratitla alls 63 einstaklingum, til efnilegra unglinga í hverri íþróttagrein, fyrir ástundun og framlag til almenningsíþrótta og fyr- ir framlag til æskulýðs- og íþróttamála. Sigurður Guðmunds- son, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæj- ar, stjórnaði athöfninni. HERDIS Sigurbergsdóttir með sigurlaunin. Málþing um tilgátu- hús og endurgerð fornra mannvirkja MÁLÞING verður haldið í Odda, stofu 101, fóstudaginn 29. janúar á vegum útiminjasviðs Þjóðminjasafns íslands frá kl. 13.30-17.30 Dagskráin er eftii'farandi: Hörður Ágústsson setur þingið, Hjörleifur Stefánsson, minjastjóri: Um stefnu safnsins, Guðmundur Ólafsson, deildarstjóri: Eiríksstaðii', Jóhanna Bergmann, Minjasafni Austurlands: Geirsstaðir, Stefán Örn Stefánsson, arkitekt: Hönnun endurgerða og Margrét Hermanns-Auðardóttir, fornleifafræðingur: Gagnrýni. Að því loknu verða pallborðsumræður undir stjórn minjastjóra. „Endm-gerð form-a mannvirkja og bygging tilgátuhúsa, sem telja má grein af meiði tilraunafomleifafræði, hefur upp á síðkastið hlotið allmikla athygli og enn fremur sætt gagnrýni ii-æðimanna. Þjóðveldisbærinn á Stöng er dæmi um slíka endurgerð eða tilgátuhús og er í bígerð að reisa skála á Eiríksstöðum í Dölum og kirkju að Geirsstöðum eftú hugmynd- um, sem byggjast á fomleifarann- sóknum,“ segir í fréttatilkynningu. Prófkjör Kvenframbj óð- endur á fundi VEGNA prófkjörs Samfylkingar- innar í Reyjanesi ætlar Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði að vera með opinn fund í veitingahús- inu Gafl-inn laugardaginn 30. jan- úar kl. 12. Kvenframbjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesi flytja stutt ávörp og svara síðan fyrirspurnum. Boðið verðm’ upp á súpu og brauð, síðan kaffí og konfekt. Verð aðgöngumiða er 800 kr. Vefsíða opnuð STUÐNINGSMENN Ólafs Björnssonar hrl. hafa opnað vef- síðu. Ólafur er þátttakandi í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Suður- landi og stefnir á 1. til 3. sæti. Á heimasíðunni má meðal ann- ars fmna áherslur Ólafs í öllum helstu málaflokkum, greinaskrif hans og annarra, lífshlaup og stuðningsmannalista sem hægt er að skrá sig á með aðstoð vefjarins. Slóðin er: http://www.olafur.is Heimasíða o g skrifstofa MAGNÚS Jón Árnason, fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylkingar á Reykjanesi, hefur opnað heima- síðu. Slóðin er: http://www.is- landia.is/~mja Netfang Magnúsar Jóns er: mjaÉislandia.is. Kosningaskrifstofa Magnúsar Jóns er á heimili hans, að Hraun- brún 8, Hafnarfirði. Magnús Jón keppir að einu af efstu sætunum og þar með að skipa forystusveit Samfylkingarinnai’ á Reykjanesi. Reykjanes Skrifstofa Kvennalista SAMEIGINLEG kosningaskrif- stofa frambjóðenda Kvennalistans að Hamraborg 20a í Kópoavogi verðm’ opnuð í dag, föstudag, með dagskrá sem stendur frá kl. 17-19. Þar verða skemmtiatriði og fram- bjóðendur kynna sig með stuttum erindum. Frambjóðendur Kvennalistans í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesi, þann 5. og 6. febrúar eru fimm: Álfheiður Jónsdóttir, kennari og húsmóðir, Reykjanes- bæ; Bh-na Sigurjónsdóttir, aðstoð- arskólastjóri og varabæjai’fulltrúi Kópavogi; Dóra Hlín Ingólfsdóttir, rannsóknai’lögreglukona í Mos- fellsbæ; Ragna B. Björnsdóttir, verkakona, Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir, stjórnmála- fræðingur og blaðamaðm’. BhTia og Þórunn stefna á 3.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar en þær hafa báðar verið varaþingkon- ur. Birna heldur hátíð íyrh’ stuðn- ingsmenn sína á kosningasla’ifstof- unni laugardaginn 30. janúai’ írá kl.14-16 en stuðningsmannahátíð Þónmnar verður á sama stað, sunnudaginn 31. janúai’ ft’á kl. 14-16. Skrifstofan verður opin frá kl. 15-20 alla daga fram að prófkjöri. Dans- skemmtun á Eiðistorgi DANSVEISLA verður á Eiðistorgi laugardaginn 30. janúar á vegum Danssmiðjunnar fi’á kl. 20-22. Þar koma fram dansarar með dansatriði m.a. úr Grease, söngflokk- m-inn Brooklyn Five syngur, atriði úr Dirty Dancing í uppfærslu Verzlun- arskólans, leikaramir Halldór Gylfa- son og Friðrik Friðriksson koma fram og almennur dans verður undir stjóm Jóhanns Arnar danskennara. Skemmtunin er haldin til styrktar íslensku afreksfólki í dansi sem í febrúar heldur til Kaupmannahafnar til að taka þátt í stórmóti í dansi. Ágóði af sölu á Rauða ljóninu þetta kvöld fer í söfnunina, tekið verður við frjálsum framlögum og seldir verða happdrættismiðar og fleira. Samkvæmt lögum er aldurstakmark inn á Rauða ljónið en það gildir ekki um torgið sjálft þar sem skemmti- dagskráin fer fram. Fyrirlestur um Samaland, ríki í ríkinu SÍÐASTI fyrirlesturinn sem hald- inn er í fyrirlestraröð um Sama, menningu þein-a og samfélag á Samaviku, sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu, verður í dag, föstudag, kl. 20. Odd Mathis Hætta, dósent við háskólann í Finnmörku, heldur fyrirlestur og nefnir hann Samaland, ríki í rík- inu? Eftir fyi-irlesturinn verða pall- borðsumræður um réttinn til há- lendisins. Þátttakendur: Odd Mat- his Hætta, dósent, Haraldur Olafs- son, mannfræðingur og prófessor og Kjell Oksendal sendikennari norsku við Háskóla íslands og stýrir hann umræðum. Odd Mathis Hætta (f. 1940) hef- ur verið í forystusveit norskra Sama og starfað mikið að baráttu- málum þeirra. Hann hefur verið formaður í norska Samaráðinu, verið ritstjóri blaðsins Sagat og útvarpsstjóri svæðisútvarps Sama. Odd Mathis Hætta hefur skrifað margar greinar um sögu, menningu og samfélag Sama og eftir hann liggja bækurnar „Sa- mene - en arktisk urbefolkning“ og „Samene, historie, kultur, samfunn“. Samtök lungna- sjúklinga FYRSTI félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga á þessu ári verður haldinn í kvöld, föstudagskvöld, í safnaðarheimili Hallgn'mskirkju í Reykjavík kl. 20. Á fundinn kemur Kristján Sveinsson, framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome ehf. á íslandi. Kri- stján hefur unnið með astmalyf í fjölmörg ár og mun fjalla um ýmis atriði varðandi lyfjagjöf lungna- sjúklinga. Hann mun segja frá notkun innúðalytja og hjálpar- tækja af öllu tagi þeim meðfylgj- andi, mismunandi lyf og lyfjaform verða útskýi-ð og notkun þeiiTa sýnd. „Margir lungnasjúklingar hafa í raun litla hugmynd um hvernig lyf- in virka, hvaða aukaverkanir þau hafa og hvers vegna við erum að taka þessi lyf. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir lungnasjúklinga, að- standendur þeirra og alla áhuga- menn um lyfjanotkun, bætta heilsu og betra líf, að fræðast um lyf lungnasjúklinga og notkun þeirra," segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn með- an húsi’úm leyfir. LEIÐRETT Formaður Sjálfsbjargar MISHERMT vai- í miðopnugrein í blaðinu í gær að Amór Pétursson væri fyrrverandi fonnaður Sjálfs- bjargar. Hið rétta er að hann er nú- verandi formaðm’ Sjálfsbjargar. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Almennilegur kvennaskóli í minningargrein Huldu Runólfs- dóttur um Agústu Björnsdóttur á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu föstu- daginn 22. janúar er villa. Rétt er málsgreinin svona: „Ég kynntist Ágústu í Kvenna- skólanum 1932. Þá var Kvennaskól- inn almennilegur kvennaskóli, með forstöðukonu, Ingibjörgu H. Bjarnason, og strákar bara úti á götu!“ J j i \ f | Gardínuefni frá 100 kf. pr. meter Tilbúnir kappar frá 500 kf. pr. meter Lofthá stofuefni frá 750 k|. pr. meter Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur og margt fleira. GARDINUBUÐIN Skipholti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 10-18 Opið laugardaga kl. 10 -14 Tölvur og tækni á Netinu mbl.is -ALLTAf= €=ITTHW\Ð NÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.