Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 59
FRETTIR
Herdís Sigurbergsdóttir
íþróttamaður Garðabæjar
KJÖR íþróttamanns
Garðabæjar fór fram í
safnaðarheimili Kirkju-
hvoli sunnudaginn 24.
janúar sl. Herdís Sigur-
bergsdóttir handknatt-
leikskona var kjörin
íþróttamaður Garðabæj-
ar 1998. Herdís var
einnig kjörin íþróttamað-
ur Garðabæjar 1997.
Laufey Jóhannsdóttir,
forseti bæjarstjórnar
Garðabæjar, lýsti kjöri
íþróttamanns Garðabæj-
ar og afhenti Herdísi
bikar til staðfestingar
kjörinu.
Herdís var kjörin hand-
knattleikskona ársins á
vegum HSÍ í desember sl.
og varð í 17. sæti listans
fyrir íþróttamenn ársins
1998 í kjöri íþróttafrétta-
manna. Herdís hefur unn-
ið alls 16 Islands-, bikar-
eða deildarmeistaratitla
með Stjörnunni og
margoft verið valin besti
leikmaður félagsins.
Sautján ára lék Herdís
sinn fyrsta a-landsleik
fyrir Islands hönd og hef-
ur leikið um 70 landsleiki
og er með leikjahæstu
leikmönnum landsliðsins.
Herdís er fyrirliði lands-
liðs Islands.
Auk útnefningar
íþróttamanns ársins voru
veittar aðrar viðurkenn-
ingar fyrir ágætan ár-
angur íþróttafólks í
Garðabæ á árinu 1998.
Veittar vorii viðurkenn-
ingar fyrir íslands-, bik-
ar- og bikarmeistaratitla
alls 63 einstaklingum, til
efnilegra unglinga í
hverri íþróttagrein, fyrir
ástundun og framlag til
almenningsíþrótta og fyr-
ir framlag til æskulýðs-
og íþróttamála.
Sigurður Guðmunds-
son, formaður íþrótta- og
tómstundaráðs Garðabæj-
ar, stjórnaði athöfninni.
HERDIS Sigurbergsdóttir með sigurlaunin.
Málþing um tilgátu-
hús og endurgerð
fornra mannvirkja
MÁLÞING verður haldið í Odda,
stofu 101, fóstudaginn 29. janúar á
vegum útiminjasviðs Þjóðminjasafns
íslands frá kl. 13.30-17.30
Dagskráin er eftii'farandi: Hörður
Ágústsson setur þingið, Hjörleifur
Stefánsson, minjastjóri: Um stefnu
safnsins, Guðmundur Ólafsson,
deildarstjóri: Eiríksstaðii', Jóhanna
Bergmann, Minjasafni Austurlands:
Geirsstaðir, Stefán Örn Stefánsson,
arkitekt: Hönnun endurgerða og
Margrét Hermanns-Auðardóttir,
fornleifafræðingur: Gagnrýni. Að því
loknu verða pallborðsumræður undir
stjórn minjastjóra.
„Endm-gerð form-a mannvirkja og
bygging tilgátuhúsa, sem telja má
grein af meiði tilraunafomleifafræði,
hefur upp á síðkastið hlotið allmikla
athygli og enn fremur sætt gagnrýni
ii-æðimanna. Þjóðveldisbærinn á
Stöng er dæmi um slíka endurgerð
eða tilgátuhús og er í bígerð að reisa
skála á Eiríksstöðum í Dölum og
kirkju að Geirsstöðum eftú hugmynd-
um, sem byggjast á fomleifarann-
sóknum,“ segir í fréttatilkynningu.
Prófkjör
Kvenframbj óð-
endur á fundi
VEGNA prófkjörs Samfylkingar-
innar í Reyjanesi ætlar Kvenfélag
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði að
vera með opinn fund í veitingahús-
inu Gafl-inn laugardaginn 30. jan-
úar kl. 12.
Kvenframbjóðendur í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjanesi
flytja stutt ávörp og svara síðan
fyrirspurnum.
Boðið verðm’ upp á súpu og
brauð, síðan kaffí og konfekt. Verð
aðgöngumiða er 800 kr.
Vefsíða opnuð
STUÐNINGSMENN Ólafs
Björnssonar hrl. hafa opnað vef-
síðu. Ólafur er þátttakandi í próf-
kjöri sjálfstæðismanna á Suður-
landi og stefnir á 1. til 3. sæti.
Á heimasíðunni má meðal ann-
ars fmna áherslur Ólafs í öllum
helstu málaflokkum, greinaskrif
hans og annarra, lífshlaup og
stuðningsmannalista sem hægt er
að skrá sig á með aðstoð vefjarins.
Slóðin er: http://www.olafur.is
Heimasíða o g
skrifstofa
MAGNÚS Jón Árnason, fram-
bjóðandi í prófkjöri Samfylkingar
á Reykjanesi, hefur opnað heima-
síðu. Slóðin er: http://www.is-
landia.is/~mja Netfang Magnúsar
Jóns er: mjaÉislandia.is.
Kosningaskrifstofa Magnúsar
Jóns er á heimili hans, að Hraun-
brún 8, Hafnarfirði. Magnús Jón
keppir að einu af efstu sætunum
og þar með að skipa forystusveit
Samfylkingarinnai’ á Reykjanesi.
Reykjanes
Skrifstofa
Kvennalista
SAMEIGINLEG kosningaskrif-
stofa frambjóðenda Kvennalistans
að Hamraborg 20a í Kópoavogi
verðm’ opnuð í dag, föstudag, með
dagskrá sem stendur frá kl. 17-19.
Þar verða skemmtiatriði og fram-
bjóðendur kynna sig með stuttum
erindum.
Frambjóðendur Kvennalistans í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjanesi, þann 5. og 6. febrúar
eru fimm: Álfheiður Jónsdóttir,
kennari og húsmóðir, Reykjanes-
bæ; Bh-na Sigurjónsdóttir, aðstoð-
arskólastjóri og varabæjai’fulltrúi
Kópavogi; Dóra Hlín Ingólfsdóttir,
rannsóknai’lögreglukona í Mos-
fellsbæ; Ragna B. Björnsdóttir,
verkakona, Hafnarfirði og Þórunn
Sveinbjarnardóttir, stjórnmála-
fræðingur og blaðamaðm’.
BhTia og Þórunn stefna á 3.-4.
sæti á lista Samfylkingarinnar en
þær hafa báðar verið varaþingkon-
ur. Birna heldur hátíð íyrh’ stuðn-
ingsmenn sína á kosningasla’ifstof-
unni laugardaginn 30. janúai’ írá
kl.14-16 en stuðningsmannahátíð
Þónmnar verður á sama stað,
sunnudaginn 31. janúai’ ft’á kl. 14-16.
Skrifstofan verður opin frá kl.
15-20 alla daga fram að prófkjöri.
Dans-
skemmtun á
Eiðistorgi
DANSVEISLA verður á Eiðistorgi
laugardaginn 30. janúar á vegum
Danssmiðjunnar fi’á kl. 20-22.
Þar koma fram dansarar með
dansatriði m.a. úr Grease, söngflokk-
m-inn Brooklyn Five syngur, atriði úr
Dirty Dancing í uppfærslu Verzlun-
arskólans, leikaramir Halldór Gylfa-
son og Friðrik Friðriksson koma
fram og almennur dans verður undir
stjóm Jóhanns Arnar danskennara.
Skemmtunin er haldin til styrktar
íslensku afreksfólki í dansi sem í
febrúar heldur til Kaupmannahafnar
til að taka þátt í stórmóti í dansi.
Ágóði af sölu á Rauða ljóninu þetta
kvöld fer í söfnunina, tekið verður
við frjálsum framlögum og seldir
verða happdrættismiðar og fleira.
Samkvæmt lögum er aldurstakmark
inn á Rauða ljónið en það gildir ekki
um torgið sjálft þar sem skemmti-
dagskráin fer fram.
Fyrirlestur
um Samaland,
ríki í ríkinu
SÍÐASTI fyrirlesturinn sem hald-
inn er í fyrirlestraröð um Sama,
menningu þein-a og samfélag á
Samaviku, sem staðið hefur yfir í
Norræna húsinu, verður í dag,
föstudag, kl. 20. Odd Mathis
Hætta, dósent við háskólann í
Finnmörku, heldur fyrirlestur og
nefnir hann Samaland, ríki í rík-
inu?
Eftir fyi-irlesturinn verða pall-
borðsumræður um réttinn til há-
lendisins. Þátttakendur: Odd Mat-
his Hætta, dósent, Haraldur Olafs-
son, mannfræðingur og prófessor
og Kjell Oksendal sendikennari
norsku við Háskóla íslands og
stýrir hann umræðum.
Odd Mathis Hætta (f. 1940) hef-
ur verið í forystusveit norskra
Sama og starfað mikið að baráttu-
málum þeirra. Hann hefur verið
formaður í norska Samaráðinu,
verið ritstjóri blaðsins Sagat og
útvarpsstjóri svæðisútvarps
Sama. Odd Mathis Hætta hefur
skrifað margar greinar um sögu,
menningu og samfélag Sama og
eftir hann liggja bækurnar „Sa-
mene - en arktisk urbefolkning“
og „Samene, historie, kultur,
samfunn“.
Samtök lungna-
sjúklinga
FYRSTI félagsfundur Samtaka
lungnasjúklinga á þessu ári verður
haldinn í kvöld, föstudagskvöld, í
safnaðarheimili Hallgn'mskirkju í
Reykjavík kl. 20.
Á fundinn kemur Kristján
Sveinsson, framkvæmdastjóri
Glaxo Wellcome ehf. á íslandi. Kri-
stján hefur unnið með astmalyf í
fjölmörg ár og mun fjalla um ýmis
atriði varðandi lyfjagjöf lungna-
sjúklinga. Hann mun segja frá
notkun innúðalytja og hjálpar-
tækja af öllu tagi þeim meðfylgj-
andi, mismunandi lyf og lyfjaform
verða útskýi-ð og notkun þeiiTa
sýnd.
„Margir lungnasjúklingar hafa í
raun litla hugmynd um hvernig lyf-
in virka, hvaða aukaverkanir þau
hafa og hvers vegna við erum að
taka þessi lyf. Hér gefst einstakt
tækifæri fyrir lungnasjúklinga, að-
standendur þeirra og alla áhuga-
menn um lyfjanotkun, bætta heilsu
og betra líf, að fræðast um lyf
lungnasjúklinga og notkun þeirra,"
segir í fréttatilkynningu.
Fundurinn er öllum opinn með-
an húsi’úm leyfir.
LEIÐRETT
Formaður
Sjálfsbjargar
MISHERMT vai- í miðopnugrein í
blaðinu í gær að Amór Pétursson
væri fyrrverandi fonnaður Sjálfs-
bjargar. Hið rétta er að hann er nú-
verandi formaðm’ Sjálfsbjargar.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Almennilegur kvennaskóli
í minningargrein Huldu Runólfs-
dóttur um Agústu Björnsdóttur á
blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu föstu-
daginn 22. janúar er villa. Rétt er
málsgreinin svona:
„Ég kynntist Ágústu í Kvenna-
skólanum 1932. Þá var Kvennaskól-
inn almennilegur kvennaskóli, með
forstöðukonu, Ingibjörgu H.
Bjarnason, og strákar bara úti á
götu!“
J j i \ f |
Gardínuefni frá 100 kf. pr. meter
Tilbúnir kappar frá 500 kf. pr. meter
Lofthá stofuefni frá 750 k|. pr. meter
Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur
og margt fleira.
GARDINUBUÐIN
Skipholti 35 - sími 553 5677
Opið kl. 10-18
Opið laugardaga
kl. 10 -14
Tölvur og tækni á Netinu
mbl.is
-ALLTAf= €=ITTHW\Ð NÝTT