Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 64
> 34 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Ég hefi allan minn
búskap saltað mitt
saltkjöt sjálf, segir
Kristín Gestsdóttir.
Þar með ræð ég bæði
salt- og saltpéturs-
magni (nítrítmagni)
YFIRLEITT er saltkjöt
rautt og er það saltpét-
urinn eða nítrítið sem
gefur hinn rauða lit og hið sér-
kennilega bragð saltkjöts auk
þess sem það dregur úr gerla-
vexti. Reykt kjöt er líka saltað
fyrir reykingu í sama tilgangi.
Við erum vanafóst og rautt
skal það vera. Við lítum yfír
áleggsrekka verslana, þar er
nær allt álegg rautt. Pað geym-
ist betur - það vitum við, en við
ættum líka að vita að það er
óhollara og á tímum frystikista
og kæliskápa þurfum við ekki að
hugsa eins mikið um geymslu-
þolið, enda er álegg yfirleitt í
loftþéttum umbúðum. Hér áður,
fyrir tíma frystikista og ísskápa,
var hægt að fá alls konar þunnt
skorið steikt og soðið kjöt, það
er eftirsjá af því. En það er salt-
kjötið sem hér á að vera til um-
fjöUunar. Ef við söltum kjötið
sjálf, getum við sett minna salt í
það og minna nítrít. Til er nítrít-
salt, en það undarlega er að það
virðist ekki fást hér á höfuð-
borgarsvæðinu, ég hefi orðið að
fá það utan af landi. Er það bara
landsbyggðarfólk sem má salta
kjöt heima? Þetta nítrítsalt er úr
fínu salti sem mér finnst mun
verra að nota en gróft salt. Góð-
ur árangur næst með því að
blanda til helminga nítrítsalti og
grófu salti, auðveldara er að
salta kjötið, saltið fer jafnara á
það og kjötið verður ljósara.
Eitt það besta sem ég fæ er salt-
að lambslæri með kartöflujafn-
ingi og hvítkáli, það ber ég fram
heitt, kaldan afganginn sker ég í
þunnar sneiðar og nota sem
álegg og er það geysigott.
Ef við söltum lambslæri er
best að úrbeina það áður. Fyrir
óvana er það talsverð fyrirhöfn,
en oft eru kjötiðnaðarmenn
verslana fúsir að gera það fyrir
okkur. Þíða verður lærið áður og
því þarf að panta þetta. Hér er
lýsing með skýringarmyndum á
því hvemig þetta er gert.
Saltað úrbeinað læri
1 læri, u.þ.b. 2'k kg með beinum
% dl nítrítsalt og gróft salt
til helminga eða 'h dl gróft salt
1 tsk. strásykur
1. Notið beittan hn'rf með mjóu blaði. .
Skerið upp meö hækilbelninu og losiö þaö
frá lærieggnum.
2. Snúið lærinu við og skerið nlður meö
rófubeininu að liðnum og losið þaö frá.
3. Stingið hnífnum niður meö lærleggn-
um allt í kring og dragið hann ut.
1. Blandið saman nítrítsalti og
grófu salti, setjið sykur sam-
an við og blandið vel saman
eða notið gróft salt og sykur.
2. Bleytið lærið undir kalda
krananum, stráið salblönd-
inni jafnt inn í og utan á lær-
ið. Þrýstið þétt saman, vefjið
síðan bómullargarni þétt ut-
an um.
3. Setjið lærið í plastpoka og
geymið í kæliskáp í 7-10
daga. Snúið einu sinni á dag.
Hafíð fat undir.
Saltað kjöt í bitum
1 kg súpukjöt
3 msk. gróft salt og nítritsalt
til helminga eða 3 msk. gróft salt
% tsk. sykur
Bleytið kjötið undir kalda
krananum, setjið saltblönduna í
skál og veltið bitunum upp úr
henni. Raðið þétt í plastpoka og
setjið á fat. Snúið einu sinni á
dag. Kjötið er tilbúið eftir 3-4
daga.
Suða á saltkjöti
1. Vatnið á rétt að fljóta yfir kjötið.
Setjið vatnið i pott og látið sjóða.
2. Setjið 1-2 lárviðarlauf, 1 tsk. af
piparkornum, 5 negulnagla, eina stóra
gulrót i sneiðum og einn meðalstóran
lauk i sneiðum út i vatnið.
3. Skolið kjötið vel í köldu vatni og
setjið út i. Sjóðið bitana í rúma klukku-
stund en lærið í Yh klst. Hafið hægan
hita svo að kjötið sé við suðumark.
Athugið: Nú er sprengidagur á
næsta leiti og þá notum við
baunir með saltkjötinu. Þær má
sjóða með því, en hentugra er að
sjóða þær sér og blanda salt-
kjötssoðinu út í á eftir til að eiga
ekki á hættu að baunimar verði
of saltar.
VELVAKAIVPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til fóstudags
Látum
í okkur heyra!
ÉG LAS pistil í Velvak-
anda í dag, þriðjudaginn
26. janúar, þar sem öryrki
er að skrifa um kjör ör-
yrkja. Er ég honum sam-
mála og finnst mér eldd
heyrast nógu mildð frá
okkar hópi. Ég er með ör-
orkubætur og þær duga
mér alls ekki til fram-
færslu. Ég svelt heilu og
hálfu tímabilin af mánuð-
inum og þetta ástand er
ég að fela fyrir mínum
nánustu því maður vill
ekld að fólk viti hvernig
ástandið hjá manni er.
Stundum liggur við að
maður gefist upp. Ég læt
ekkert eftir mér, af þeirri
einfóldu ástæðu að ég hef
ekki efni á því og á í erfið-
leikum með að standa í
skilum. Vil ég nefna sem
dæmi sjónvarpsafnota-
gjöldin. Eftir að ég hætti
að fá áskriftina frítt hef ég
ekki efni á að borga af-
notagjöldin og hef safnað
skuld upp á 40-50 þús.
krónur. Býst ég við að
þetta fari senn til lögfræð-
ings. Finnst mér fyrir
neðan allar hellur hvernig
búið er að öryrkjum. Þvi
var ég að velta því fyrir
mér hvort ekki sé einhver
flokkur eða alþingismaður
sem gæti búið betur að
okkur. Hef ég mikla trú á
að Össur Skarphéðinsson
geti liðsinnt öryrkjum og
öðrum sem eru illa stæðir
í þjóðfélaginu.
Annar öryrki.
Er Dagskrá
vikunnar hætt?
UM nokkurt skeið hefur
verið dreift heim til mín
blaði sem heitir Dagskrá
vikunnar. Nú ber svo við
að meira en mánuður er
síðan að síðasta blað kom.
Veit einhver hvort að út-
gáfu blaðsins hafi verið
hætt? Ef ekld þá væri
þægilegra að stækka letr-
ið áður en næsta blað
kemur út. Þ g
Hamborgarar
hollt fæði?
UNDANFARIÐ hafa
hamborgarar verið aug-
lýstir sem hollustuvara.
Én ef þetta á að vera holl-
ustuvara þarf brauðið að
vera gróft. Eins er verið
að tala um að pasta og pít-
sur séu holl fæða, en þar
gildir það sama, brauðið
þarf að vera gróft, þvi
hvitt hveiti er óhollt. Það
vantar þarna valkost, að
fólk geti valið á milli grófs
brauðs og hvíts brauðs.
Eins eru til brauð sem eru
kölluð gróf samlokubrauð
en eru í raun úr hálfgerðu
hvitu hveiti.
Lesandi.
Tapað/fundið
Gleraugu í óskilum
við Unnarbraut
GLERAUGU fundust við
Unnarbraut á Seltjarnar-
nesi. Upplýsingar í síma
551 2209.
GSM-sími týndist
við Laugaveg
GRÆNN Nokia-6110
gsm-sími týndist sl.
þriðjudag líldega á eða í
nágrenni Laugavegs. Skil-
vís finnandi hafi samand í
síma 565 6531 eða
562 2122.
tír í óskilum
ÚR fannst á göngustígn-
um við Ægissíðu. Upplýs-
ingar í síma 552 0860.
Dýrahald
Þessi köttur
er týndur
ÞESSI köttur fór að heim-
an frá sér frá Borgarholts-
braut 5, Kópavogi, sl.
sunnudag, 24. janúar.
Hann er með bláa hálsól
og stóra bjöllu um hálsinn.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar hafi samband við
Huldu eða Inga í síma
554 4793 eða 564 4495.
Kettlingar óska eftir
góðu heimili
TVEIR fallegir kettlingar
óska eftir góðu heimili.
Upplýsingar í síma
557 1346.
Finkupar óskast
ÓSKA eftir gefins
finkupari. Upplýsingar í
síma 555 3041.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Víkverji skrifar...
IÞRÓTTAFRÉTTAMENN, sum-
ir hverjir, tala gjarnan um það að
lið sigri leik. Þetta er rangt orðalag:
lið sigra í leikjum, en vinna leiki.
Víkverji heyrði annað, sem honum
finnst hvimleitt, á Byigjunni fyrir
skemmstu, að eitthvert blakliðið
hefði gert sér lítið fyrir og sigrað
annað í þremur hrinum gegn tveim-
ur. Þama hefði verið betra að segja
að A hefði sigrað B í fimm hrinum,
3:2.
XXX
VIÐTAL Matthíasar Johannes-
sen við séra Friðrik Friðriks-
son, sem birtist upphaflega hér í
blaðinu 24. maí 1958, í tilefni 90 ára
afmælis séra Friðriks, var endur-
birt 3. janúar sl. í tilefni 100 ára af-
mælis KFUM og K. Vinur Víkverja
hrökk í kút þegar hann las eftirfar-
andi:
„Þú átt marga drengi, séra Frið-
rik,“ sagði ég.
„Já, þeir eru orðnir mörg þúsund,
bæði hér á landi, í Danmörku og í
Ameríku. En ég hef aldrei eignazt
son sjálfur. Ég hef aldrei reynt
neitt til þess. Var alltaf hræddur um
að það yrði stelpa!“
Slík ummæli léti líklega enginn
frá sér fara í dag. Ætli jafnréttis-
sinnum nútímans finnist viðhorf
séra Friðriks frá því fyrir rúmum
fjörutíu árum ekki einkennilegt?
xxx
MFJÖLLUN í bandaríska
fréttaþættinum 60 minutes á
Stöð 2 um píanóleikarann og hijóm-
sveitarstjórann Daniel Barenboim
vakti athygli Víkverja á dögunum -
og margra annarra raunar sem rætt
hefur verið við. Barenboim er frá-
bær tónlistarmaður og greinilega
athyglisverð persóna.
Víkverji vill að gefnu tilefni
minna á að þrjátíu ár verða á næsta
ári frá því að Barenboim kom á
Listahátíð í Reykjavík - þá fyrstu
sem haldin var - og á næsta ári er
Reykjavík sem kunnugt er ein m'u
menningarborga Evrópu.
Skyldi hafa verið unnið að því að
fá Barenboim á Listahátíð á ný?
Það væri óskandi.
xxx
MÁNUDAGINN 29. júní 1970
stjórnaði Barenboim Sinfóníu-
hljómsveit Islands í Háskólabíói,
þar sem vinur hans Itzhak Perlman
lék meðal annars einleik í fiðlu-
konsert Tsjaikovskís. Barenboim
hljóp í skarðið með stuttum fyrir-
vara þegar André Previn veiktist.
Háskólabíó var troðfullt á tónleik-
unum og ætlaði fagnaðarlátunum
aldrei að linna, skv. Morgunblaðinu.
Perlman er sagður hafa leikið frá-
bærlega, og „sjöunda sinfónía Beet-
hovens kynti undir meiri eldi frá
stjórnandanum - og þandi hann
hverja taug hljómsveitarinnar, svo
að stundum lá við að brysti. Svona
galdramaður hefði áreiðanlega verið
brenndur hér, ef hann hefði verið á
ferð nokkrum öldum fyrr“! segir
Þorkell Sigurbjörnsson í umsögn
um tónleikana í Morgunblaðinu.
Daginn eftir lék Barenboim svo í
Háskólabíói ásamt eiginkonu sinni,
sellóleikaranum frábæra Jacqueline
du Pré, sem veiktist nokkrum árum
síðar og lést langt um aldur fram.
Morgunblaðið spjallar stuttlega
við Vladimir Ashkenazy, guðföður
Listahátíðar, eftir að henni lauk og í
þeirri grein segir meðal annars: Að
lokum vil ég geta þess, segir Ash-
kenazy, að Daniel Barenboim og
Jacqueline du Pré sáu Heklu úr
flugvél og urðu mjög hrifm af henni.
Þau voru mjög ánægð með fórina til
Islands og viðtökurnar hér og sögð-
ust koma aftur seinna og halda
hljómleika. Lík orð lét Itzhak
Perlman falla. Du Pré kom því mið-
ur ekki aftur, en Víkverji hvetur til
þess að reynt verði að fá Baren-
boim.