Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
_____KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina_
Wishmaster, sem er hryllingsmynd úr smiðju Wes Cravens, höfundar
Scream og Nightmare on Elm Street.
i
Sá vondi lætur
óskirnar rætast
DRUKKINN kranastjóri
veldur því að kassi með
ómetanlegum persneskum
dýrgi-ip frá 12. öld fellur til jarðar í
stórborg og drepur gangandi vegfar-
anda. I brakinu finnst rauður ópal-
stelnn, sem hefur verið hulinn mönn-
um í 800 ár. Alexandra Amberson
(Tammy Lauren) fer að virða fyrir
sér steininn og tekur eftir gi'und-
samlegum galla í innsta kjarna hans.
Þegar vinur hennar er að skoða
steininn springur
hann og þai- með
losnar úr læðingi
sá illi andi, sem
legið hefm- í dvala í
steininum í öll
þessi ár.
Þessi andi kall-
ast Djinn (Andrew
Divoff) og hann
getur uppíyllt allai'
óskir mannanna,
en ekki endilega á þann hátt sem
menn vilja. Hver sá, sem biður um
eina ósk, fyrirgerh’ sálu sinni. Djinn
fer á milli, býðm’ þjónustu sína og
gengur vel að safna sálum.
Með hverri óskinni sem Djinn
uppfyllir og með hverju fórnarlamb-
inu sem hann leggur að velli, eykst
kraftur hans. Þessi illi andi líkamn-
ast svo í skrokkinum sem hýsti áður
fágaðan heimsmann að nafni Nat-
haniel Demarest og þannig öðlast
Djinn gervi sem gagnast honum vel.
Raunverulegt takmark hans er að
ná Alexöndru Amberson á sitt vald.
Biðji hún hann um þrjár óskir getur
Djinn öðlast eilíft líf. Alexandra er
hrædd en ákveður að taka slaginn og
hún óskar þess að komast að því
hvernig vera þessi andi sé. Þá opnast
henni leið niður í ógnvekjandi undir-
heima og hún þarf að eyða ósk núm-
er tvö í það að komast til baka. Þá er
bara ein ósk eftir og áður en hún bið-
ur um hana þarf Alexandra að spyrja
sjálfa sig mikilvægra spurninga.
Wishmaster er hryllingsmynd og
ekki við hæfi barna og viðkvæmra
sálna. Wes Craven, maðurinn sem
hefur vakið hryllingsmyndimar til
nýn’a vinsælda með myndunum um
martraðh’nar við Elm Street og Scr-
eam, ber ábyrgð á myndinni. „í hi-yll-
ingsmyndum eru bestu ófi-eskjumar
þmr sem taka á sig mynd einhvers
sem fyrirfram er ekki talið ógnvæn-
Jegt. Þú býst ekki við því að andi sé
illur,“ segir Wes. „Við höfum alist upp
við þá hugmynd að ef maður nuddi
lampa birtist andi, sem láti allar óskh-
rætast. En það er ekki þannig í þess-
ari mynd. Djinn er þannig fyrirbæri
að það má eiga von á því að áhorfend-
ur verði skíthræddir."
,Auðvitað býst maður við að fólk
verði giáðugt í návist svona anda,
sem býður því að uppfylla óskir,“
segir leikstjóri myndarinnar, Robert
Kurtzman. „Allir vilja fá óskh’ sínar
uppfylltar. Ókkur dreymir um tak-
markalaus auðævi, fegurð, kynlíf eða
hvað sem er og þennan veikleika not-
ar Djinn til að ná valdi á fólki. Unga
stúlku dreymir um eilífa fegurð. Dj-
inn breytir henni í gínu. Þá hefur
hún eilífa fegurð. Hann er illur en
kvikindislega sniðugur."
..Eg skemmti mér stórkostlega við
að leika þessa fyrirlitlegu, illu vem.
Hún varð mitt annað sjálf,“ segir
leikarinn Andrew Divoff, sem m.a.
hefur leikið smærri hlutverk í mynd-
um eins og Hunt for Red October,
Toy Soldier og Adrenaline.
Einn sá fyrsti sem fellur fyrir Dj-
inn er maður að nafni Beaumont. Sá
er leikinn af Robert Englund, þekkt-
astur sem Freddy Kruger úr Night-
mare on Elm Street myndunum.
Annað fórnarlamb er leikið af Tony
Todd, betur þekktum sem Candym-
an í samnefndri hryllingsmynd.
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Sjáumst hress — Næturgalinn
c
íA((Zturgaíinn
Smiðjuvegi 14, %ópavogi, sími 587 6080
I kvöld og laugardagskvöld leikur eldhressa
Þotulidió
l| frá Borgarnesi
Opið frá kl. 22—3
■BB frábæra
stuðhljómsveit
1 ' 8VILLT
skemmtir á
Kaffi Reykjavik
fcstudags- og laugardagskvöld.
ekki
Misstu 6KKI
af stuðdansleikjum
arsins
REYKJAVÍK
HEITASTI
STAÐURINN
í BÆNUM
Frumsýning
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 67v£
Arna Þorsteinsdóttir og
Stefún Jökulsson halda uppi léttri
°g góðri stemningu
á Mímisbar.
Radisson SAS
Saga Hotel
Reykjavík
Samfylking jafnaðarmanna verður
að auka fylgi sitt meðal ungs fólks.
Magnús Arna
í 3. sætið!
Setjum fulltrúa ungu kynslóðarinnar
í öruggt þingsæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Prófkjörsgleði stuðningsfólks
Magnúsar Árna í kvöld á
Ara í Ögri,
Ingólfsstræti. !
Skemmtidagskrá:
Uppistandstríóið Meretrix
Hljómsveitin Jörðin skelfur
Húsið opnar kl. 21.00
Bjór á Evrópuverði
-stuðningsfólk-
v
YDDA / SÍA