Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI569 1100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Vindmyllur hagkvæmar á Selfossi og í Eyjum FYRSTU niðurstöður rannsóknar- verkefnis danska ráðgjafarfyrirtæk- isins Knudsen og Sorensen benda til þess að hagkvæmt geti orðið að setja upp vindaflsstöðvar í Vestmannaeyj- um og á veitusvæði Selfossveitna. A þessum stöðum höfðu áður far- ið fram vindmælingar sem stuðst var við í rannsókninni. Einkum beinast sjónir manna að 600 kW- vindaflsstöðvum sem framleiddar eru af danska fyrirtækinu Vestarás. Kostar slík stöð um 50 milljónir kr. Niðurstöður rannsóknanna verða kynntar á ráðstefnu um nýtingu vindorku á íslandi, sem Samorka stendur að ásamt bæjarveitum Vestmannaeyja og Selfossveitum á Grand Hóteli 26. mars nk. Guðmundur Valsson hjá Samorku segir að vindaflsstöðvar séu orðnar þriðja stærsta útflutningsvara Dan- merkur. ■ Vindmyllur á landi/13 Afloga- hundar á Jörfa Penguin Press gefur út tíu bækur með íslendingasögum Viðamesta útgáfa Is- lendingasagna á ensku HUNDARNIR á Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadals- sýslu lentu í gær í blóðugum slagsmálum. Daníel Einarsson, sem fyrstur kom að, gat ekki skilið þá að og kallaði í Guð- björgu Jóhannesdóttur bónda. Tóku þau í rófuna á hundunum og toguðu í en þeir héngu fast- ir. Stærri hundurinn hafði náð hálstaki á þeim eldri, sem reyndar er faðir hans, og var svo illur að hann neitaði að sleppa. Sá eldri náði að glefsa í son- inn og náði að lokum að bíta sig fastan á haus hans. Að lokum varð að grípa til óbrigðuls ráðs í svona tilvikum, að skvetta köldu vatni á hundana. Það gerði Anna systir Guðbjargar og hættu þeir áflogunum sam- stundis. Annar hundurinn var þó lok- aður inni, til öryggis, ef aftur slettist upp á vinskapinn. BRESK-bandaríski útgáfurisinn Penguin Press undirritar næstkom- andi þriðjudag samning við Bókaút- gáfu Leifs Eiríkssonar um útgáfu á tíu bókum með Islendingasögum. Um er að ræða stærsta samning um útgáfu á Islendingasögunum sem ís- lenskir aðilar hafa gert og mun hann tryggja íslendingasögunum meiri útbreiðslu í enskumælandi löndum en aður þekkist. A sjöunda áratugnum gaf Penguin út þýðingar Hermanns Pálssonar, Magnúsar Magnússonar o.fl. á nokkr- um Islendingasögum. I fyrra kom út hjá Leifi Eiríkssyni heildarútgáfa ís- lendingasagnanna á ensku í fimm bindum, nýjar þýðingar sem þrjátíu þýðendur unnu að og mun útgáfa Penguin nú byggjast á þeirri útgáíú. Viðar Hreinsson var aðalritstjóri þeirrar útgáfu ásamt Robert Cook, Terry Gunnell, Kenevu Kunz og Bernard Scudder. Kostnaður við þá útgáfu nam um 60 milljónum króna. Ritstjórn í íslenskum höndum I kjölfar þeirrar útgáfu hófust samningaumleitanir við erlend fyrir- tæki um útgáfu á þessum nýju þýð- ingum í kiljum, safnritum eða með öðrum hætti. Þær umleitanir leiddu til áðurgreinds samnings og verður hann undirritaður í byrjun næstu viku. Útgáfustjóri Penguin, Alastair Rolfe, kemur hingað til lands af því tilefni, ásamt því að semja um hvaða verk verði birt í útgáfu fyrirtækisins. „Við viljum með þessari útgáfu nýta eftir fóngum alla þá möguleika sem opnast til að koma miklu fleu-i sögum á framfæri en áður hefur verið gert, þekktum sögum í bland við þær sem eru óþekktar en verðskulda meiri lestur,“ segir Ömólfur Thors- son íslenskufræðingur sem unnið hef- ur að samningum við Penguin fyrir hönd Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar. Útgáfa Penguin hefst í haust með innbundnu úrvali íslendingasagna og kemur það ári síðar í kilju. A næsta ári koma síðan út þrjár bækur í þess- um flokki undir yfirskrift Penguin Classics-ritraðarinnar, þrjár bætast við árið 2001 og tvær til viðbótar árið 2002. „Við erum verulega stoltir yfir að Penguin fól okkur að annast rit- stjóm bókanna og umsjón, því þá getum við tryggt að útgáfan standist ýtrustu kröfur, hvort sem bækurnar era ætlaðar almennum lesendum eða sem kennsluefni í skólum,“ segii' Jó- hann Sigurðsson, sem stofnaði Bóka- útgáfu Leifs Eiríkssonar ásamt Sig- urði Viðari Sigmundssyni. „Bókaútgáfan hér mun fyrir vikið ganga frá ítarefninu, allt frá formál- um yfir í skýringar, landakort og ættartölur, nafnaskrár og annað það sem okkur dettur í hug að setja í bækurnar til að gera þær aðgengi- legar fyrir lesendur, þannig að þeir kynnist þessum heimi og hrífist af með viðeigandi hætti.“ Vonir um mikla útbreiðslu Að sögn Jóhanns hyggst Penguin með væntanlegri útgáfu efna til átaks til að stórefla útbreiðslu sagn- anna og sækja fram af enn meiri styrk en þeir hafa gert áður. Útbúin verður sérstök heimasíða þar sem útgáfan er kynnt og hún sett í önd- vegi í kynningarefni þvi sem Pengu- in sendir víða um heim. „Okkur skilst að útgáfan bindi miklar vonir við að þessar bækur nái mikilli út- breiðslu," segir Jóhann. Ognaði og sló fímm- tán ára afgreiðslustiilku RÁN var framið í lítilli matvöru- verslun við Stórholt í Reykjavík um klukkan hálfátta í gærkvöldi. Ræn- inginn, sem huldi andlit sitt með hettu, ógnaði fimmtán ára gamalli afgreiðslustúlku og sló hana og hafði á brott með sér 7-8 þúsund krónur úr peningakassa verslunar- innar. Stúlkunni varð ekki meint af. Lögregla leitaði ræningjans í ná- grenni verslunarinnar í gærkvöldi. Afgreiðslustúlkan, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að mað- urinn hafi verið nokkra stund inni í versluninni áður en hann lét til skarar skríða. „Hann var með hettu og húfu þannig að það sást ekki nema í augun á honum. Eg spurði hann hvers vegna hann væri svona klæddur og hann sagði að það væri vegna þess hversu kalt væri úti.“ Að nokkram tíma liðnum tók mað- urinn upp græna plastleikfangabyssu og sagði stúlkunni að leggjast á gólf- ið. „Fyrst hló ég að honum og hélt að hann væri að grínast,“ segir stúlkan. „Þá barði hann mig í höfuðið, ekki þó þannig að það væri mjög sárt.“ Maðurinn ógnaði stúlkunni áfram með hnefanum og hún beygði sig niður meðan hann tæmdi peninga- kassann. „Hann sagðist þurfa á pen- ingunum að halda, að einhver væri að reyna að drepa sig og talaði um að sumir væru fátækari en aðrir. Hann bað mig líka margfaldlega af- sökunar á því sem hann væri að gera en ég öskraði á móti að ég tæki afsökunina ekki til greina." Samkvæmt upplýsingum frá af- greiðslustúlkunni og vitnum sem sáu manninn hlaupa út vai' hann inn- an við tvítugt, 170-175 cm að hæð, brúneygður og með þykkar, dökkar augnabrúnir. Hann var klæddur í svonefnd skopparafót, dökkar, víðar buxur, dökka hettupeysu, lambhús- hettu og þykka græna vettlinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg LÖGREGLUMENN yfirheyra vitni í tengslum við ránið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.