Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 1
36. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Öldungadeild Bandaríkjaþings sýknar Bill Clinton forseta af tveimur ákærum til embættismissis „Tími sátta runninn upp“ Forsetinn harmar það álag sem málsóknin á hendur honum olli Bandaríkjaþingi og þjóðinni Washington. Reuters. TIMI sátta og endumýjunar er runninn upp í Bandai-íkjunum>“ sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, er öldungadeild Bandaríkjaþings hafði sýknað hann af tveimur ákærum til embættismissis í gær. Að lokinni al> kvæðagreiðslu í öldungadeildinni ávai-paði forsetinn fréttamenn stuttlega í Rósagarði Hvíta hússins. Hann baðst aftur afsökunar á orðum sínum og gjörðum er leiddu til málsóknar til embættismissis á hendur honum. „Ég harma að gjörðir mínar skyldu leiða til málsóknar, sem lagði þunga byrði á herðar þings og þjóð- ar,“ sagði Clinton og bætti við: „Ég finn fyrir auðmýkt og þakklæti vegna fyrirbæna og stuðnings millj- óna Bandaríkjamanna við mig á liðnu ári. Nú bið ég landsmenn alla að gefa sig að nýju að störfum til heilla og þjónustu fyrir þjóð vora og framtíðina.“ Er forsetinn hafði lokið að lesa ávarpið bjóst hann til að ganga inn í Hvita húsið en sneri við þegar einn fréttamannanna kallaði til hans: „Herra forseti, getur þú í hjarta þínu fyrirgefið og gleymt?“ Clinton svar- aði: „Þeir sem beiðast fyrirgefningar verða sjálfir að geta fyrirgefið.“ Forsetinn sýknaður af báðum ákærum til embættismissis William Jefferson Clinton var sýknaður af tveimur ákærum til embættismissis í öldungadeiid Bandaríkjaþings. Dómforsetinn, William Rehnquist hæstaréttardóm- ari, lýsti niðurstöðu öldungadeildai'- innai- að lokinni atkvæðagreiðslunni sem var sjónvarpað beint víða um heim um miðjan dag í gær og lauk þar með réttarhöldum er staðið höfðu í fimm vikur. Atkvæðagreiðsla fór fram um hvora ákæru fyrir sig. Ákæra um meinsæri var felld með 55 atkvæðum gegn 45, og greiddu 10 repúblikanar atkvæði með demókrötum gegn henni. Atkvæði féllu jöfn í atkvæða- greiðslunni um kæruna á hendur for- setanum um að hann hefði hindrað framgang réttvísinnar, og greiddu fimm öldungadeildai’þingmenn repúblikana atkvæði gegn henni. Niðurstaðan áfall fyrir forystu repúblikana Til þess að sakfella forsetann hefði þurft að samþykkja báðar kærumar með tveimur þriðju hluta atkvæða öldungadeildarinnar. Sú staðreynd að ekki skyldi vera ein- faldur meirihluti með báðum ákær- um í öldungadeildinni þykir áfall fyrir repúblikana, sem hafa meiri- hluta í deildinni. Niðurstaðan er einnig talin senda skýr skilaboð til leiðtoga Repúblikanaflokksins í full- trúadeild Bandaríkjaþings, sem fóru fremstir í málsókninni á hend- ur forsetanum í þinginu, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá As- sociated Press. Atkvæðagreiðslan í öldungadeild- inni í gær bindur enda á þrettán mán- aða langt ferli sem hófst fyrir rúmu ári er Bill Clinton lýsti því yfir opin- berlega að hann hefði ekki átt í kyn- ferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky, sem um tíma var lærlingur í Hvíta húsinu. Lewinsky-hneykslið hefur lamað störf forsetaembættisins og tröllriðið bandarískum fjölmiðlum og þjóðlífi allt síðastliðið ár. Tillaga um vítur var ekki tekin á dagskrá Öldungadeildin hafnaði því að taka tillögu um vítur á forsetann fyi-ir að lokinni atkvæðagreiðslunni í gær. Dianne Feinstein, öldungadeildar- þingmaður frá Kaliforníu, fór fyrir demókrötum sem vildu samþykkja Gallabuxna- dómi mót- mælt ÞRJÁR ítalskar þingkonur íklæddar gallbuxum tóku sér stöðu fyrir utan þinghúsið í Róm til þess að mótmæla ný- fóllnum sýknudóini í nauðgun- armáli, þar sem dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konu í gallabuxum væri ekki hægt að nauðga vegna þess að hana væri ekki hægt að færa úr buxunum hjálparlaust. Dóm- urinn hefur vakið hörð við- brögð og er hann sagður áfall fyrir ítalska kvennabaráttu. Þingkonurnar á myndinni eru Simona Prestigiacomo, Alessandra Mussolini og Crist- ina Matranga. Á spjöldunum Reuters sem þær halda á stendur: „Gallabuxur: afsökun fyrir nauðgun." Reuters BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ávarpar fréttamenn í Rósagarði Hvíta hússins að lokinni atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. vítur á forsetann með þeim rökum að þótt forsetinn hefði ekki verið kærð- ur hefði hann flekkað embætti sitt og það skyldi ekki látið óátalið. Clinton er 42. annar forseti Bandaríkjanna og annar maðurinn sem því embætti gegnir sem Bandaríkjaþing höfðar mál gegn til embættismissis. Ólíklegt þykir að tillaga um að víta forsetann verði tekin upp á ný fyrst hún fékkst ekki tekin á dagskrá í gær. „Mig langar ekki að taka þetta upp aftur. Málinu er lokið og kominn tími til að taka sér annað fyrir hend- ur,“ sagði John Kerry, demókrati og öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts. Fleiri flokkssystkin hans tóku í sama streng að lokinni atkvæðagreiðslunni í gær. Fréttamenn í þinghúsinu sögðu að heyra hefði mátt saumnál detta á meðan að atkvæðagreiðslan fór fram í öldungadeildinni. Clinton fylgdist MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tekur þátt í friðarviðræðum um Kosovo-hérað í dag. Albright ákvað í gær að fara til Parísar og taka sjálf beinan þátt í viðræðunum til þess að fá gleggri mynd af gangi þeirra. Viðræðumar á milli serbneskra stjórnvalda og forystumanna Kosovo-Albana hafa gengið illa í vikunni. Fulltrúar Serba krefjast þess að albönsku fulltrúamir undirriti lista yfir 10 ófrávíkjanleg grundvallarskilyrði, að öðrum kosti muni Serbar ekki halda viðræðum áfram. Fregnir bárust af því í gær að ekki með atkvæðagreiðslunni í sjón- varpi en notaði tímann til þess að undirbúa yfirlýsinguna, sem hann las að fenginni niðurstöðu. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði gegn ákæranni um meinsæri. Þeir vora: Slade Gorton frá Washington- ríki, Susan Collins og Olympia Snowe, báðar frá Maine, John Chafee frá Rhode Island, James Jef- fords frá Vermont, Richard Shelby frá Alabama, Arlen Specter frá Pennsylvaníu, Ted Stevens frá Alaska, Fred Thompson frá Tenn- essee og John Warner frá Virginíu. Fimm þeirra, þau Collins, Chafee, Jeffords, Snowe og Specter, greiddu einnig atkvæði gegn ákæra á hendur forsetanum um að hann hefði hindr- að framgang réttvísinnar. ■ Monica Lewinsky/27 ■ Helstu valdastofnanir/39 skæruliði úr Frelsisher Albana (KLA) hefði fallið og tveir serbneskir lögreglumenn særst í á árás KLA á lögreglubíl í eftirlits- ferð vestur af héraðshöfuðborginni Pristina. Jiri Dienstbier, sérstakur ráð- gjafi Sameinuðu þjóðanna í málefn- um Júgóslavíu fyiTverandi, sagði í gær að yrði ekki samið um að Kosovo-hérað yrði áfram innan Júgóslavíu væri mikil hætta á að Bosnía skiptist upp á milli þjóðar- brotanna sem byggja hana. ■ Viðræður um frið/28 Stjórn- arslit í Þýska- landi? Bonn. Reuters. ÞÝSKIR fjöhniðlar héldu því fram í gær að sambúð stjómar- flokkanna, jafnaðarmanna og græningja, færi versnandi og væru vaxandi líkur á að upp úr samstarfi þeirra slitnaði. Dagblaðið Die Welt hélt því fram í gær að hugsanlega yrðu teknar upp viðræður um stjórn- arsamstarf milli jafnaðarmanna og frjálsra demókrata, sam- starfsflokki Helmuts Kohls og kristilegra demókrata um langt skeið. Oskar Lafontaine, fjár- málaráðherra, vísaði því á bug í gær en viðurkenndi þó að sam- starfið við græningja gengi ekki alveg að óskum. Vangaveltur um framtíð stjómarsamstarfsins komu upp er jafnaðarmenn og græningjar misstu meirihluta sinn í kosning- um í Hessen um síðustu helgi og þá um leið meirihluta í sam- bandsráðinu eða efri deild þjóð- þingsins. Kenndi Schröder græningjum um ósigurinn og sakaði þá um að spilla tíma stjórnarinnar með alls konar „smámálum“. Græningjar era óánægðir með að Schröder skuli hafa drepið ýmsum baráttumál- um þeirra á dreif, til dæmis að rekstri kjamorkuvera skuli hætt og að setja sérstakan skatt á eldsneyti. Friðarviðræður vegna Kosovo í París Albrig’ht liðsinnir samningamönnum Washington. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.