Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
2000 vandinn
Ríkisstofn-
anir almennt
tilbúnar
RÍKISSTOFNANIR eru almennt
tilbúnai- að takast á við 2000 vand-
ann, samkvæmt könnun Gallups.
I könnuninni kemur fram að for-
stöðumenn flestra ríkisstofnana, eða
um 80%, hafi fjallað mikið eða nokk-
uð um umfang og eðli 2000 vandans
hjá stofnuninni. Allir forstöðumenn-
irnir sögðust ætla að ljúka endurbót-
um og aðgerðum íyrir 1. janúar árið
2000 en 19% fyrir 1. apríl í ár. Um
helmingur forstöðumannanna sagð-
ist ekki gera ráð fyrir að verja nein-
um fjánnunum í verkefni tengd
vandanum. Nærri 72% þeirra stofn-
ana sem hringt var í hafa hafið at-
hugun á vandanum en um 8% þeirra
hafa ekki hafið athugun á honum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Velta ÍSAL var 18,6 millj-
arðar króna á síðasta ári
Metár í veltu og framleiðslu
Ziirích. Morgunblaðið.
VELTA Islenska álfélagsins hf. á
síðasta ári var um 18,6 milljarðar
ki-óna, sem er mesta velta fyrirtæk-
isins frá upphafi. Framleiðsla þess
nam rúmum 162.000 tonnum þrátt
íyrir orkuskerðingu írá Landsvirkj-
un í lok ársins. Þetta er rnesta árs-
framleiðsla fi-á upphafi enda fyrsta
heila árið sem kerskáli 3 er í rekstri.
Methagnaður var hjá Algroup móð-
urfélagi Alusuisse, eða 26,5 milljarðai-
króna á síðasta ári sem er 14,5%
hækkun frá árinu á undan. Rannveig
Rist, forstjóri ISAL, segir að hagnað-
m- ÍSAL á síðasta ári sé góður og álit-
legur hluti af heildarhagnaði Algroup.
Velta álsviðs Alusuisse jókst um
13% á síðasta ári þrátt fyrir lágt ál-
verð og minni hráálsnotkun á
heimsmarkaði. Fyrirtækið gat
dregið úr neikvæðum áhrifum lækk-
andi álverðs með tímabundnum
verðsamningum. Verð á áli er nú
lægra en það hefur verið undanfarin
fjögur ár. Kurt Wolfensberger,
framkvæmdastjóri álsviðs Alusuis-
se, býst ekki við að verðið fari
hæþkandi á næstunni.
Agóði á álsviði Alusuisse jókst um
14% árið 1998 og var 341 milljón
svissneskra franka.
Rekstur Algi’oup, móðurfyrirtæk-
is Alusuisse, gekk álíka vel. Ágóði
fyrirtækisins alls árið 1998 var 530
milljónir svissneskra franka.
Algi’oup verður sameinað þýska
fyrii’tækinu Viag á þessu ári og hlut-
hafar fyrirtækjanna taka endanlega
ákvörðun um sameininguna á aðal-
fundum þeirra í Miinchen og Ziirich
20. maí næstkomandi.
Nýr kerskáli gjörbreytti
aðstæðum
Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL,
sagði að eðlilegar ástæður Iægju að
baki metframleiðslu og -veltu hjá
fyrirtækinu á síðasta ári. Kerskáli 3
hefði verið tekinn í notkun á árinu
og hefði það gjörbreytt aðstæðum
hjá félaginu. „Þetta er eðlilegt því
þetta var fyrsta rekstrarárið eftir
fulla stækkun álversins, þótt við
höfum reyndar ekki getað nýtt
stækkunina að fullu vegna raforku-
skerðingar Landsvirkjunar í haust,“
sagði Rannveig.
Aðspm’ð hve stór hluti hagnaðar
Alusuisse væri ÍSAL að þakka sagði
Rannveig að ekki mætti upplýsa um
það fyi’r en eftir aðalfund félagsins
næsta sumar. „Ég get þó sagt að við
erum með góða afkomu og góðan
hagnað á síðasta áii sem er álitlegur
hluti af heildarhagnaði móðurfélags-
ins. Hagnaðurinn verður þó ekki jafn
mikill og 1997 þegar hann var 2,8
milljarðar."
Hún segir að hagnaður ISAL hafi
verið góður fyrri hluta ársins í fyrra
en syrt hafi í álinn síðari hlutann
sökum efnahagskreppunnar í Asíu
og lækkandi álverðs í kjölfarið.
Útsölulok
ÞAÐ er gaman að gramsa í stöfl-
um af peysum, buxum, bolum og
skyrtum þegar flíkurnar fást á
niðursettu verði.
Um þessar mundir eni útsölulok
í fullum gangi í Kringlunni og
slógu verslanir botninn í útsölu-
tímabilið með því að koma með
vörumar út á göngugötuna og
halda götumarkað sem lýkur í
dag.
Starfsfólk verslana í Kringlunni
átti fullt í fangi með að afgreiða
viðskiptavini í gær sem greinilega
voru ánægðir með götumarkaðinn.
--------------
Prédikar í
sex föstu-
messum
DOKTOR Sigur-
bjöm Einarsson
biskup prédikar í
föstumessum í
Hallgrímskirkju
næstu sex miðviku-
dagskvöld. Verður
sú fyrsta miðviku-
daginn 17. febrúar
næstkomandi.
„Þeir fundu nú upp á þessu, prest-
arnir, að bjóða mér þetta og ég gat
ekki annað en þegið svona gott til-
boð,“ sagði Sigurbjörn biskup í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Prestar
Hallgrímskirkju eru séra Sigurður
Pálsson og séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson, prófastur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi vestra. Hlutverk Sig-
urbjöms verður prédikun í hverri
föstumessu sem verða alls sex.
„Þarna verður náttúrlega söngur og
prestarnir annast alla aðra þjónustu
sem fer fram í guðsþjónustunum.“
Sigurbjörn hefur margoft prédik-
að, flutt fyrirlestra og annast ýmsar
athafnir eftir að hann lét af biskups-
embætti. Nú síðast var hann með
fyrirlestraröð í haust á vegum End-
urmenntunarstofnunar Háskólans
sem milli 80 og 90 manns sóttu.
Tekinn á
148 km
hraða
LÖGREGLAN á Blönduósi
hafði tekið yfir tug ökumanna
fyrir of hraðan akstur síðdegis í
gær.
Þar af var einn tekinn á 148
kílómetra hraða á Hrútafjarð-
arhálsi. Sá missti ökuskírteinið
samstundis.
Umferðarþungi jókst talsvert
í Húnavatnssýslunni í gær eftir
því sem leið á daginn og sagði
lögreglan færið mjög gott, en
ökumenn yrðu að gæta að hrað-
anum.
Lögreglumenn um allt land
hafa fylgst með ökuhraða und-
anfarnar vikur og í ljós hefur
komið að mjög margir ökumenn
hafa ekki virt settar reglur í
þeim efnum.
Leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu fækkar vegna mikillar sölu
Slegist um
lausar íbúðir
VEGNA mikillar sölu á fasteigna-
markaði hefur framboð á leiguíbúð-
um á höfuðborgarsvæðinu farið
minnkandi á undanförnum mánuð-
um. Biðlistar hafa lengst, leiga hef-
ur hækkað og aukin harka færst í
viðskipti á leigumarkaði.
Leigumiðlarar sem rætt var við
voru sammála um að hörgull væri á
leiguíbúðum og ástandið hefði
versnað á undanförnum mánuðum.
Væri slegist um þær íbúðir sem í
boði væru. Fækkun leiguíbúða er
einkum rakin til þess að sala hefur
glæðst í vetur.
Björgúlfur Björgúlfsson hjá
Fasteignasölunni Ársölum telur að
aukna eftirspum nú eftir íbúðum
megi einkum rekja til fólksflóttans af
landsbyggðinni á suðvesturhomið.
„Núna eftir áramótin kemur það líka
til að það er töluvert stór hópur sem
hefur haldið að sér höndum frá því í
fyrrahaust til að sjá til með íbúða-
lánasjóð, hvemig hann kæmi út. Og
það fólk bætist inn á markaðinn
núna.“ Þótt ástandið sé slæmt og
fólk á biðlistum segir Björgúlfur að
einhver hreyfing sé. „Það tínast inn
hjá okkur 3—1 íbúðir í viku hverri og
fara út í einum grænum. Á síðasta
ári jókst eftirspurnin með vaxandi
þunga frá áramótum allt árið en nú
er greinilega minna framboð en fyr-
ir ári. Og eftirspurnin töluvert
meiri.“
Brynja Baldursdóttir hjá Stúd-
entaráði segir að töluvert framboð
sé af herbergjum fyrir stúdenta en
minna af íbúðum. „Tveggja til
þriggja herbergja íbúðir eru illfáan-
legar. Ég er þá aðallega að miða við
hverfin hérna í námunda við há-
skólasvæðið." Brynja taldi ástandið
þó ekki áberandi verra nú í vetur en
undanfarin ár.
Svart ástand
„Það er svart,“ segir Jón Kjai-t-
ansson hjá Leigjendasamtökunum
um ástandið á leigumarkaðinum.
„Á.standið hefur farið jafnt og þétt
versnandi frá því í fyrra. Það hefur
verið slæmt lengi en farið versnandi
núna.“
Ástæðuna fyrir ástandinu segir
Jón aukna íbúðasölu. „Það hefur til
dæmis verið leigt mikið af húsnæði
undanfarin ár sem ekki hefur selst,
fyrr en nú. Síðan í haust hefur hús-
næði verið að seljast eftir undan-
gengna sölutregðu eiginlega allan
þennan áratug.“
Jón telur hörku í viðskiptum á
leigumarkaði hafa aukist. „Það eru
mikil brögð að því að kaupandi, selj-
andi eða jafnvel fasteignasalinn
beiti ýmsum aðferðum til að koma
fólki út úr leiguhúsnæði. Það
hringja hingað 4-5 á dag út af svona
málum. Segja má að flestum hugs-
anlegum úrræðum sé beitt til að
reyna að fá fólk út. Menn semja
kannski um að afhenda húsnæði án
þess að tillit sé tekið til leigusamn-
ings.“
Jón kveður ástandið á hinum fé-
lagslega leigumarkaði hafa versnað
til muna og að margt fólk hafi nú
engin úrræði. „Þar er neyðin nátt-
úrlega mest. Um 2.000 manns eru á
biðlistum eftir félagslegu leiguhús-
næði. Þetta fólk ræður ekki við
markaðsleigu."
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Gulidrengurinn Lasse Kjus
vann annað gullið/B2
Þrír grunaðir um að hafa átt
við flóðljósin á The Valley/B1
ð í dag
LAUGARDÖGUM
1 1
LIjöDö
MOIUilJNBLAÐSINS