Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 4

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 4
4 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utför Þorsteins Hannessonar ÚTFÖR Þorsteins Hannessonar, söngvara og fyrrverandi tónlistarstjóra Rfldsútvarpsins, var gerð frá Kópavogskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Hjalti Guðmundsson jarðsöng en einsöng sungu Kristinn Sigmundsson og Guðmundur Jónsson. Marteinn H. Friðriksson lék á orgel. A myndinni má sjá kistu Þorsteins borna út úr Kópavogskirkju en hana báru Páll Þorsteinsson, Hannes Þorsteinsson, Gunnlaugur Þór Pálsson, Sigurður Pálsson, Kolbeinn Marteinsson, Bjarni Eiríksson, Kristófer Dignus Pétursson og Jóhann Tómas Sigurðarson. Unnur Ragna Pálsdóttir, elsta barnabarn Þorsteins, bar kransinn. Samkomulag hefur tekist um almennan ramma Þróunarsjóðs EFTA Greiðslur í sjóð- inn gætu lækkað NÁÐST hefur samkomulag um al- mennan ramma og fiest grundvall- aratriði Þróunarsjóðs EFTA, sem styrkt hefur fátækari svæði innan Evrópusambandsins, að sögn Gunn- ars Snorra Gunnarssonar, sendi- herra Islands hjá ESB í Brussel. Frágangi nokkurra atriða er þó enn ólokið og ýmisíegt er enn óljóst um hversu háar greiðslur í sjóðinn verður að ræða. Gunnai- kveðst þó gera ráð fyrir að niðurstaðan verði sú að þær breytist lítið frá því sem verið hefur en sagði ekki útilokað að þær kynnu að lækka eitthvað. Greiðslur Islendinga hafa verið um 100 milljónir króna á ári frá því EES-samningurinn tók gildi 1994. Þýðingarmikið fyrir íslenska vísindamenn Mikilvægi-i hindrun var rutt úr vegi sl. fimmtudag þegar samþykkt var í fastafulltrúanefnd ESB að ís- land, Noregur og Lichtenstein fengju fulla aðild að 5. rammaáætl- un Evrópusambandsins um rann- sóknir og tækniþróun en Spánverj- ar höfðu hótað að standa í vegi fyrir þátttöku Islands í rammaáætluninni vegna deilnanna um Þróunarsjóð- inn. Að sögn Gunnars er þetta mál í góðum farvegi og á að vera hægt að ganga frá því með formlegum hætti í lok þessa mánaðar. Island hefur tekið virkan þátt í 4. rammaáætluninni frá gildistöku EES-samningsins og að sögn Gunnars hafa Islendingar fengið talsvert hærra hlutfall umsókna sinna viðurkennt en velflest aðild- arríki Evrópusambandsins. Gunn- ar sagði mjög mikilvægt fyrh' Is- lendinga að tengjast þessu Evr- ópusamstarfi, ekki síst vegna stór- aukinna tengsla íslenskra vísinda- manna við vísindasamfélagið og rannsóknir í Evrópu. Inflúensufaraldur talinn í hámarki á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir Margir óvenju mikið veikir INFLÚENSUFARALDUR sem lét fyrst á sér kræla skömmu eftir áramót er talinn vera í hámarki um þessar mundir. Atli Árnason, yfir- læknir á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi, kveðst vonast til að há- punkturinn hafi verið um seinustu helgi á höíúðborgarsvæðinu en bú- ast megi við að hans eigi eftir að gæta enn frekar á landsbyggðinni á næstunni. „Mér skilst að fólk hafi orðið óvenju veikt, ekki síst seinustu tvær vikur þegar flensunnar hefur gætt að ráði,“ segir Lúðvík Olafs- son héraðslæknir í Reykjavík. Hann segir helstu einkenni flensunnar vera hefðbundin, þ.e. hár hiti, beinverkir, nefrennsli, höf- uðverkur, hósti og særindi fyrir brjósti. „Einkennin eru tiltölulega kunnugleg í flestum tilvikum en fólk lætur frekar illa af sér og mér heyrist á þeim sem veikjast að þeir verði talsvert mikið lasnir." Mikil forföll á sumum vinnustöðum Lúðvík segir að fólk sem sé veikast fyrir áhrifum flensunnar, gamalmenni og hjarta- og lungna- veikir, sé oftast vel bólusett og því sleppi sá hópur ágætlega að þessu ÍSLENSKA pizzugerðin hf. hefur fengið einkaumboð á Islandi fyrir bandarísku pítsukeðjuna Little Ca- esar’s. Ráðgert er að opna fyrsta pítsustaðinn innan fáeinna mánaða. Fyrirtækið Little Caesar’s var stofnað í Bandaríkjunum fyrir 40 ár- um af athafnamanninum Michael Ilitch sem nú er meðal auðugustu manna í Bandaríkjunum. Alls eru tæplega 4.600 pítsustaðir innan keðj- unnar í Bandaríkjunum og tíu öðrum löndum en ísland er fyrsta landið í Norður-Evrópu sem opnar Little Caesar’s pítsustað. Næststærsta pítsukeðja Bandaríkjanna Little Caesar’s eru með næstflesta staði á eftir Pizza Hut í Bandaríkjun- um. sinni. Hins vegar gæti flensunnar gjaman hjá börnum og ungu fólki. „Á sumum vinnustöðum hefur vantað mjög marga, en aðrir hafa sloppið aðeins betur. Sjálfur hef ég verið ritaralaus í viku og það skrif- ast á reikning ílensunnar," segir Lúðvík. „Fólk á að fara vel með sig og sleppa öllum mannalátum. Þegar fólk er veikt verður það að miða líf- ið við veikindin. Eina forvörnin er bólusetning, enda mælir maður ekki með því að fólk haldi sig frá öðru fólki. Það geta ekki allir lagst í einsemd.“ Arthur Löve, yfirlæknir rann- sóknarstofu Landspítalans í veiru- fræði, segir að fyrstu tilfellin hafi verið greind í blábyrjun ársins. Þá hafi tekið við um tvær tíðindalitlar vikur áður en flensan fór á fullan skrið. Berst með námsmönnum „Aðallega er um að ræða inflú- ensu A af stofni sem við köllum H3N2, en einnig er um að ræða in- flúensu B. Þetta eru sömu stofnar og við finnum í nágrannalöndum okkar. Það er mjög algengt að flensan berist skömmu fyrir jól með námsfólki sem kemur heim í Eigendur íslensku pizzugerðai-- innar hf. eru Eyþór Guðjónsson, sem starfaði áður sem markaðs- stjóri hjá myndbandadeild SAM- bíóanna, Gunnar Gylfason, sem starfaði áður sem sölu- og markaðs- stjóri hjá Vífilfelli hf., og Skúli Gunnarsson, eigandi Subway-veit- ingastaðanna. Eyþór segir að nú sé verið að leita að hentugu húsnæði undir rekstur- inn en gerðar séu miklar kröfur um góða aðkomu og bílastæði. Málið hafi átt sér langan aðdraganda en skrifað var undir samning í nóvember síð- astliðnum. „Við teljum að það sé markaður fyrir Little Caesar’s á íslandi og það sé alltaf markaður fyrir góða vöru. Þessi vara hefur verið kosin bestu pítsukaupin af neytendum í Banda- leyfí með sýkt börn sín og er sjálft sýkt. Síðan dreifist þetta í jólaboð- unum og gengur loks koll af kolli, þó svo það taki nokkum tíma fyrir flensuna að ná hámarks útbreiðslu. Mest greinum við sýni frá smá- börnum, en það er þó ljóst að við greinum ekki nema tindinn af ís- jakanum,“ segir Arthur. Hann segir flensuna keimlíka því sem gengið hefur undanfarin ríkjunum síðastliðin ellefu ár og neytendur eru bestu dómai-arnir. Við munum koma með nýjung inn á þennan markað þegai' við hefjum starfsemina," segir Eyþór. Hann segir að fyrirtækið muni ár og virðist stofninn í bóluefninu sem notað er eiga mjög vel við, einkum fyrir H3N2. „Þeir sem létu bólusetja sig ættu flestir að sleppa, en þó ber að hafa í huga að inflúensubóluefni eru ekki sögð veita nema um 70% til 80% vernd,“ segir hann. Atli Árnason segir að miklar annir hafi verið hjá Læknavaktinni undanfamar vikur vegna inflú- ensunnar. Fólk leiti ráða og margir vilji meðferð, en fátt sé hægt að gera. „Þetta er nokkuð sterk flensa, en sem betur fer er margt eldra fólk bólusett þannig að við höfum ekki orðið mikið varir við að það veikist. Börn, unglingar og fullvinnandi fólk hefur hins vegar orðið fyrir barðinu á flensunni. Það nægii- að eitt nýsmitað barn komi inn í skólastofu og hósti, til að sjö börn verði veik daginn eftir,“ segir Atli. Gæta á vel að ungbörnum „Það er mikilvægt að fylgjast sérstaklega vel með ungbörnum þegar faraldur sem þessi er í gangi,“ segir hann. „Þau eru við- kvæmari fyrir vökvatapi og öðru slíku, þannig að það er betra að skoða þau oftar en sjaldnar." fara rólega af stað enda hefji það rekstur í óvenjulegu markaðsum- hverfi þar sem hlutdeild Domino’s Pizza sé um 50%. Little Caesar’s og Domino’s heyja harða samkeppni á bandarískum pítsumarkaði. Óhapp í Hval- fjarðargöngum • • Okumaður sofnaði undir stýri ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar telur að hann hafi sofnað und- ir stýri er hann ók undir Hval- fjörðinn í fyrrinótt. Við það lenti bifreið hans utan í gangaveggnum á þeim stað þar sem göngin eru dýpst og skemmdist það mikið að lögreglan telur bifreiðina ónýta. Loka varð göngunum Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið með minniháttar meiðsli á öxl og á fæti og mar á líkama. At- vikið átti sér stað klukkan 4.15 aðfaranótt föstudags og því var lítil umferð um göngin. Loka varð göngunum í tæpa klukkustund, á meðan sjúkra- lið og lögregla athafnaði sig á vettvangi. Enn í haldi fyrir áreitni LÖGREGLAN á Keflavíkur- flugvelli rannsakar mál Pól- verja á fimmtugsaldri, sem handtekinn var við komu Flug- leiðavélar til Keflavíkur frá Lundúnum á fimmtudagskvöld fyrir að hafa áreitt flugfreyjur kynferðislega og ógnað þeim. Pólverjinn gisti fanga- geymslur lögreglunnar strax um nóttina og var einnig í haldi í nótt en honum verður ekki sleppt strax, að sögn lögregl- unnar. Verið er að yfirheyra vitni að málinu. Framferði mannsins var slíkt, að nauðsynlegt þótti að kalla til lögreglu þegar flugvél- in lenti. Hann var mjög ölvað- ur. Flugfélög um allan heim hafa tekið hart á farþegum sem hafa verið með ósæmilega hegðan um borð í flugvélum. Mörg flugfélög hafa sett slíka farþega á svartan lista og meinað þeim að fljúga með vélum sínum. Ný pítsukeðja til Islands FRÁ undirritun samningsins í Bandaríkjunum. F.v.: Eyþór Guðjóns- son, hjá íslensku pizzagerðinni, Thomas Henry, yfirmaður þjálfunar- deildar Little Caesar’s, Marian Ilitch, eigandi keðjunnar, og Harsha Agadi stjórnarformaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.