Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Svavar Gestsson fer
til starfa í Kanada
Flugleiðir um bilanir í þotum
Tíðni bilana
hrein tilviljun
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra hefur ákveðið að skipa
Svavar Gestsson, alþingismann og
fyrrverandi ráðherra, sendiherra í
utanríkisþjónustunni frá 1. mars að
telja og fela honum daglega yfir-
umsjón með þeim verkefnum
landafundanefndar á vettvangi,
sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að
standa fyi’ir í Kanada um árþús-
undamót.
„Er þetta bæði gert til þess að
tryggja að myndarlega verði staðið
að því að minnast landafunda ís-
lenskra manna vestanhafs fyrir þús-
und ái-um og að 125 ár verða liðin ár-
ið 2000 frá því fyrstu Vestur-íslend-
Borgarstjórn Reykjavíkur
Guðrún
Agústsdótt-
ir í leyfi
í sumar
GUÐRÚN Ágústsdóttir, forseti
borgarstjómar, hyggst ílytja með
eiginmanni sínum, Svavari Gests-
syni, til Kanada
eftir að setu henn-
ar í forsetaemb-
ættinu lýkur í júní.
Svavar hefur verið
skipaður sendi-
herra.
Guðnin sagði í
samtali við Morg-
unblaðið að þessi
mál væru ekki frágengin, en hún
byggist við að byrja á því að fara í
leyfi frá störfum sínum á vegum
borgarstjórnar.
Þá kvaðst hún ekki vera farin að
huga alvarlega að því hvað hún
tæki sér íyrir hendur vestra.
„Svavars bíður hins vegar stórt og
mikið verkefni," sagði hún, „og ég á
von á að koma að því með einum
eða öðrum hætti, enda tengist það
undirbúningi menningarborgar
Evrópu árið 2000, sem ég hef unnið
að.“
Reykjavíkurlistinn fékk átta
borgarfulltrúa kjörna í kosningun-
um vorið 1998. Níundi maður list-
ans, Anna Geirsdóttir, hefur þegar
tekið sæti í borgarstjórn í stað
Hrannars B. Arnarssonar, á meðan
skattamál hans eru til umfjöllunar
hjá þar til bærum yfírvöldum. 10.
maður listans er Árni Þór Sigurðs-
son sem verður í framboði til Al-
þingis í vor á lista Samfylkingar.
11. maður listans er Kristín Blöndal
frá Kvennalista.
--------------
Einn eftir
í gæslu-
varðhaldi
ÞRIR mannanna fjöguiTa, sem
handteknir voru vegna gruns um
tryggingasvik í tengslum við Jagú-
ai-bifreið, sem ekið var fram af
NATO bryggjunni í Hvalfírði í lok
janúar, eru lausir úr haldi.
Gæsluvarðhald yfir fjórða mann-
inum hefur verið framlengt. Hann
er í ótímabundinni rannsóknar-
gæslu og er hafður í einangrun á
meðan rannsókn málsins heldur
áfram.
Jagúarbifreiðin var vátryggð fyr-
ir um 1.800 þúsund krónur, en hún
náðist á þurrt upp úr sjó og er nú
geymd í tjónaskoðunarstöð trygg-
ingafélagsins.
ingarnir settust að
í Kanada,“ segir í
fí'étt frá ráðuneyt-
inu.
Skrifstofa opnuð
í Winnepeg
Þá segir að hlut-
verk Svavars verði
jafnframt að
sfyrkja þau bönd
sem binda saman Islendinga og fólk
af íslenskum ættum sem nú býr í
Kanada og skiptir a.m.k. tugum
þúsunda. Sömuleiðis er ætlunin að
leitast við að styrkja viðskiptatengsl
landanna, ekki síst viðskiptatengsl
FYRSTI veitingastaðurinn með
pizzur, sem rekinn er sam-
kvæmt forskrift Pizza 67 fyrir-
tækisins á íslandi, var opnaður í
gær, á degi hamingjunnar í
Kfna. Veitingastaðurinn er í
nýrri verslunarmiðstöð í helsta
verslunarhverfi borgarinnar Ti-
anjin, sem er þriðja stærsta
borg Kína.
Að sögn Gísla Gíslasonar, eins
af forsvarsmönnum Pizza 67,
hafði fyrirtækið verið að leita
fyrir sér með frekari starfsemi
erlendis þegar kínverskir aðilar
höfðu samband og óskuðu eftir
samstarfi um að opna pizzustað í
Kína. Aðilar frá kínverska fyrir-
tækinu höfðu snætt á einum af
veitingastöðum Pizza 67 er þeir
voru í viðskiptaerindum á ís-
landi. Fyrirtækið nefnist Tianjin
Leadar Group Co. Ltd. og er
TILKYNNA á í dag um stofnun
nýrra stjórnmálasamtaka sem ætla
að bjóða fram til Alþingis í vor í
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi.
Samtökin hafa fengið nafnið Fólk
með hausverk, en meirihluti þeirra
sem að samstökunum standa eru
ungt fólk.
Gegn boðum og bönnum
í íslensku þjóðfélagi
Valgeir Magnússon, viðskipta-
fræðingur og einn af forsvarsmönn-
um samtakannam, tekur þó fram að
hér sé ekki á ferðinni grínframboð
unglinga, heldur sé aðstandendum
þess full alvara með framboði sínu.
íslands við Manitóbafylki. í tengsl-
um við þessa ákvörðun hefur verið
ákveðið að opna sérstaka skrifstofu
í Winnipeg í Kanada sem Svavar
veiti daglega forstöðu. Skrifstofan
mun heyra stjórnsýslulega undir
sendiráð Isiands í Washington sem
jafnframt er sendiráð Islands í
Kanada.
„Stofnun embættisins og ski-ifstof-
unnar er gerð í náinni samvinnu við
stjórnvöld í Kanada og forsvars-
menn fólks af íslensku bergi brotið
þar í landi og þær vinnunefndir sem
það hefur skipað víða um landið í tO-
efni þessara merku tímamóta," segir
í fréttatilkynningunni.
stórt almenningshlutafélag, sem
meðal annars starfrækir verslan-
ir, ferðaþjónustu og fjármála-
starfsemi.
Kínverjunum hafði verið bent
á staðinn þar sem um væri að
ræða íslenska pizzustaðakeðju.
Fyrirtækið vann að uppbyggingu
verslunarmiðstöðvarinnar í borg-
inni Tianjin og var á höttunum
eftir vestrænum veitingastöðum í
hina nýju verslunarmiðstöð, sem
ber nafnið International Market.
Sagði Gísli að Tianjin Leadar
Group hefði þegar lýst yfir
áhuga á frekara samstarfi.
Erfitt að útvega ost
Rekstrarfyrirkomulag staðar-
ins er með þeim hætti að Tianjin
Leadar Group á og rekur veit-
ingastaðinn að öllu leyti, en
Pizza 67 sér fyrirtækinu fyrir
Að sögn Valgeirs hafa samtökin
það fyrst og fremst að markmiði að
felld verði niðui- hin ýmsu boð og
bönn í þjóðfélaginu. „Álls konar ráð
og nefndir í þjóðfélaginu eru að
passa upp á að Islendingar fari sér
ekki að voða. Hér eru alls konar
hlutir bannaðir sem eru leyfilegir
BILANIR í þotum Flugleiða síð-
ustu daga, sú síðasta í fyi’rakvöld,
eru tilviljanir og hafa komið fram í
báðum þotugerðunum sem fyrir-
tækið rekur og eru af ýmsum toga,
að sögn Einars Sigurðssonar, að-
stoðarmanns forstjóra Flugleiða.
Hann segir í engu hafa verið slakað
á viðhaldi eða eftirliti með flugflota
félagsins.
Bilanahrinan hófst fyrir viku er
Boeing 757-200 þota bilaði í Minn-
eapolis áður en hún átti að halda til
Islands. Varð af þeim sökum sólar-
þjálfun starfsmanna, uppskrift-
um og ýmsu er lýtur að útliti
staðarins með rekstrarleyfís-
samningi. Segir Gísli að upp-
skriftir að pizzunum verði að öllu
leyti þær sömu og á öðrum Pizza
67 stöðum. Að sögn Gísla gekk
vel að útvega hráefni til rekstrar
pizzustaðarins í Tianjin, að und-
anskildu því að það hafi reynst
snúið að finna ost á pizzurnar í
Kína. Það hafðist þó að lokum
með innfluttum osti frá Nýja-Sjá-
landi.
Veitingastaðurinn í Tianjin í
Kina er fyrsti Pizza 67 veitinga-
staðurinn sem opnaður er utan
Evrópu. Fyrir eru staðir í Dan-
mörku, Færeyjum og í Tékklandi
og er einn veitingastaður í
hveiju landi. Tuttugu og einn
Pizza 67 staður er í rekstri á fs-
landi.
alls staðar í Evrópu og í Ameríku,"
segir hann.
Unnið er að uppröðun á fram-
boðslista samtakanna þessa dagana
og er þegar frágengið hverjir skipa
efstu sætin að sögn Valgeirs, en
hann verður í fyrsta sæti á fram-
boðslistanum í Reykjavík. Kristján
hringstöf á hingaðkomu farþega og
varð nokkur röskun í áætlun fé-
lagsins í framhaldi af þessari bilun.
Þá bilaði vél af sömu gerð í
London í miðri viku og í fyrrakvöld
bilaði 737-400 þota í Hamborg.
Önnur Flugleiðaþota var þá á leið
þangað og í stað þess að hún yrði
þar yfir nótt var henni snúið til
Kaupmannahafnar og Islands og
gert við biluðu vélina í Hamborg
sem komst þá inn í áætlun morg-
uninn eftir. Komust farþegar tO Is-
lands um klukkan 3 í fyrrinótt en
hefðu réttu lagi átt að komast til
landsins um klukkan 22.
Einar Sigurðsson segir að í gær
hafi verið farið yfir þessar bilanir
sem eins og fyrr segir komu fram í
báðum flugvélagerðum félagsins
og voru af ýmsum toga. Ein hefði
verið í eldsneytiskerfi, önnur í
vængbörðum og sú þriðja í dælu-
kerfi við vængbörð. Væri það mat
manna að tíðni og eðli bilananna á
þessum örfáu dögum væru hreinar
tilviljanir. Sagði hann bilanatíðni
vélanna lága enda væri eftirlit og
viðhald þein-a eftir ströngustu
kröfum framleiðanda og yfirvalda.
Keikó
sýnir
miklar
framfarir
KEIKÓ líður mjög vel í kvínni
sinni í Klettsvík, að sögn Jeff
Foster þjálfai-a Keikós, og hef-
ur náð sér eftir snert af maga-
kveisu sem hann fékk í desem-
ber. „Hann syndir mikið, étur
vel og er í góðu formi,“ segir
Foster sem er ánægður með
frammistöðu Keikós og segir
framfarir hans auka líkur á því
að hægt verði að sleppa hon-
um.
„Vonandi munum við geta
sett upp net með vorinu sem
gefur Keikó möguleika á að
synda um nánast alla Kletts-
víkina. Það stækkar svæði
hans margfalt og við sjáum
betur hvernig hann spjarar sig
á svo stóru svæði. Verkfræð-
ingar okkar eru enn að rann-
saka hvort hægt verði að setja
upp slíkt net, sem stenst álagið
við öll veðurskilyrði,“ segir
Foster.
Hann segir að enn sé margt
óljóst um hvort hægt verði að
sleppa Keikó, en áður en það
verði gert þurfi að rannsaka
marga þætti. Ástand Keikós
lofi hins vegar góðu um fram-
haldið.
Jónsson, kynningarstjóri hjá Fínum
miðli, í öðru sæti, Sigvaldi Kalda-
lóns, dagskrárgerðarmaður á FM
95,7 í þriðja sæti og Valgerður
Matthíasdóttir arkitekt í fjórða
sæti. Sigurður Hlöðversson, mark-
aðsstjóri hjá Aco, verður í fyrsta
sæti á Reykjanesi og Þórhallur Sig-
urðsson, Laddi, leikari í öðru sæti.
Valgeir segir að samtökin muni
nú hella sér út í kosningabaráttuna
með látum og geri ráð fyrir að bar-
áttusætin í vor verði 8. sætið í
Reykjavík og 4. sætið á Reykjanesi.
Samtökin verða formlega stofnuð í
beinni útsendingu á sjónvarpsstöð-
inni Skjá 1 í dag.
FYRSTA Pizza 67 pizzan í Kína kemur út úr ofninum.
Pizza 67 veitinga-
staður opnaður í Kína
Stjórnmálasamtökin Fólk með hausverk ætla að bjóða fram 1 tveimur kjördæmum
Ungt fólk stend-
ur að framboðinu