Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Milli 20 og 50% sýklalyfjagjafar þarflaus
Minni sýklalyQagjöf dreg-
ur úr bakteríuónæmi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EMBÆTTI landlæknis hefur gefið út bækling um börn og sýklalyf
þar sem bent er á þýðingu þess að sýna ákveðna íhaldssemi í notkun
sýklalyfja. Frá vinstri: Karl G. Kristinsson, Sigurður Guðmundsson
og Haraldur Briem.
NAUÐSYNLEGT er að draga úr
sýklalyfjagjöf bæði innan og utan
sjúkrahúsa þar sem ónæmi sumra
baktería eykst í hlutfalli við aukna
gjöf sýklalyfja. Draga má úr ónæmi
með minnkandi notkun en um leið
og bakteríur verða ónæmar getur
verið erfitt að lækna sýkingar af
völdum þeirra. Talið er að stór hluti
sýklalyfjagjafa, milli 20 og 50%, sé
þarflaus.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi hjá Sigurði Guðmundssyni
landlækni, Haraldi Briem sótt-
varnalækni og Karli G. Kristins-
sjmi, dósent í sýklafræði, er þeir
kynntu nauðsyn þess að draga úr
sýklalyfjagjöf. Nefna þeir einkum
þrjár ástæður til þess: Aukið
ónæmi, aukaverkanir og kostnað.
Um það bil 20% sýklalyfjanotk-
unar eru á sjúkrahúsum en 80% ut-
an þeirra, en alls er kostnaður við
sýklalyf kringum 25% af lyfjakostn-
aði landsmanna. Þeir segja stóran
hluta þessara sýklalyfjagjafa þarf-
lausan og vilja skera upp herör
gegn vaxandi notkun sem virðist
vera upp á teningnum nú eftir að
tókst að draga úr henni fyrir
nokkrum árum. Þeir lögðu þó
áherslu á að sýklalyf væru meðal
mikilvægustu og virkustu lyfja sem
þekktust og rétt notuð björguðu
þau mannslífum.
Sýklalyf ekki gegn
veirusýkingum
Landlæknisembættið hefur gefið
út bækling undir heitinu Barnið þitt
og sýklalyf sem Sigurður og Karl
hafa þýtt og staðfært. Er þar fjallað
um sýklalyf, kosti þeirra og galla og
nefnd dæmi um hvenær þeirra er
þörf og hvenær ekki. Ætlunin er að
dreifa bæklingnum á heilsugæslu-
stöðvum. Minnst er á ýmsa kvilla og
bent á að sýklalyfin eigi ekki við
lækningu á kvefi, enda sé það af
völdum veira og þau gagnslaus þar.
Sama er upp á teningnum hvað
varðar bráða berkjubólgu, sem sé
nánast alltaf af völdum veira, og ein-
kenni geti einnig stundum bent til
astma og þá sé ekki ástæða til sýkla-
lyfjameðferðar. Rétt þykir að veita
sýklalyfjameðferð við hálsbólgu af
völdum streptókokka en flest tilvik
séu af völdum veira og verði þvi að
taka hálsstrok til að greina þar á
milli. Um eyrnabólgu segir að þar sé
um mörg stig að ræða, sum þarfnist
meðferðar en önnur ekki og sama
megi segja um skútabólgu eða kinn-
holubólgu, stöku sinnum geti þurft
að gefa sýklalyf.
I bæklingnum segir m.a. svo um
endurtekna notkun: „Endurtekin
notkun sýklalyfja er ein meginá-
stæða verulegrar aukningar á
ónæmum bakteríum bæði hér á
landi og annars staðar. Þessar
ónæmu bakteríur geta einnig
breiðst til annarra í fjölskyldunni og
um samfélagið."
Sýklalyf oft gefin vegna
þrýstings
En hver er ástæða fyrir mikilli
sýklalyfjanotkun? Læknarnir segja
hana oft skapast af eins konar þrýst-
ingi. Fólk vilji fá meðferð og lækn-
ingu til að geta stundað vinnu sína
ótruflað eða fyrir börn sín svo þau
geti áfram sótt skóla og leikskóla.
Oft sé fljótlegra fyrir önnum kafna
lækna að ávísa sýklalyfjum en rök-
ræða fram og aftur við sjúklingana
um gildi íhaldssemi á þessum svið-
um þar sem í hvert skipti sem sýkia-
lyf séu gefin verki þau á næmar
bakteríur og drepi þær en þær
ónæmu verði eftir og geti þær vaxið
og fjölgað sér. Læknamir töldu að
með áróðri og upplýsingum af þess-
um toga mætti snúa þessari þróun
við, bæði meðal lækna og almenn-
ings, og voru þeir þremenningar
sammála um að almenningur væri
nokkuð vel upplýstur um sýklalyf.
Það hefði m.a. könnun meðal for-
eldra ungbarna sýnt. I þessu efni
sem öðrum væri það samt sem áður
svo að þótt þekking um eitt og ann-
að væri fyrir hendi þá færu menn
kannski ekki alltaf eftir henni.
Karl G. Kristinsson sagði að árin
1989 til 1993 hefði hlutfall pensilínó-
næmra pneumókokka aukist úr
2,3% í um 20% en farið minnkandi
síðan. Vakti það mikla athygli og
varð m.a. tilefni fréttar í tímariti
bandaríska læknafélagsins árið
1996. Um sýklalyfjanotkun almennt
sagði hann hana hafa verið heidur
minnkandi allt frá árinu 1990 en síð-
an hefði hún aukist á ný á síðasta
ári. Þá jókst ónæmi hjá strept-
ókokkum af flokki A á síðari hluta
síðasta árs og tók enn stökk upp á
við í síðasta mánuði. Það er ekki síst
með þessa vitneskju í huga sem
læknarnir segja nú nauðsynlegt að
sporna við og reyna að draga úr
notkun.
Þá kom fram á fundinum að á
stóru sjúkrahúsunum tveimur í
Reykjavík hefðu menn uppi vissar
aðgerðir vegna þeirrar tilhneigingar
að ofnota sýklalyf. Fara smitsjúk-
dómalæknir og lyfjafræðingur dag-
lega um deildir til að meta og endur-
skoða sýklalyfjagjafir. Kæmi í ljós
tilhneiging til ávísunar slíkra lyfja
að óþörfu væri málið rætt og sögðu
þeir Haraldur og Sigurður, sem báð-
ir hafa sinnt slíku eftirlitsstai-fi á
sjúkrahúsunum, að slík vinna borg-
aði sig hiklaust. Mikilvægt í þessu
sambandi væri einnig að með um-
fjöllun lækna um málið í daglegu
starfi á sjúkrahúsunum gerðu t.d.
læknanemar sér grein fyrir þessum
vanda.
Stofnaður
verði styrkt-
arsjóður
námsmanna
HJÁLMAR Ái-nason, þing-
maður Framsóknarflokks, er
fyrsti flutningsmaður frum-
varps til laga um styrktarsjóð
námsmanna, en frumvarpinu
var nýlega dreift á Alþingi.
Eins og nafnið bendir til gerir
frumvarpið ráð fyrir því að
komið verði á fót sérstökum
styrktarsjóði námsmanna sem
veiti efnilegum nemendum
óafturkræfa styrki til fram-
haldsnáms við innlenda eða er-
lenda skóla.
„Gert er ráð fyrir því að rík-
issjóður leggi fram nokkurt fé
ár hvert en jafnframt er gert
ráð fyrir að sveitarfélög, fyrir-
tæki, stofnanir og einstakling-
ar muni leggja fjármuni í sjóð-
inn,“ segir í greinargerð frum-
varpsins. Þá er miðað við að
menntamálaráðherra verði
falið að skipa sjö manna sjóð-
stjórn sem ætlað er að semja
úthlutunarreglur og annast
rekstur sjóðsins að öðru leyti.
„Hugmyndin er m.a. sú að þeir
sem leggja fé í sjóðinn geti
bundið framlög sín skilyrðum
og mætti til dæmis nefna að
ákveðnu framlagi megi ein-
göngu verja til ákveðins náms
eða jafnvel til náms við
ákveðna stofnun. Gert er ráð
fyrir því að sjóðurinn starfi
nokkuð sjálfstætt og er ekki
gert ráð fyrir afskiptum ráð-
herra af málefnum sjóðsins að
öðru leyti en því að skipa stjórn
og staðfesta úthlutunarreglur.
Akvörðun stjórnar um út-
hlutun styrkja er fullnaðará-
kvörðun um úthlutun og verður
henni ekki skotið til mennta-
málaráðherra með stjórnsýslu-
ákæru.“ Þá er í frumvarpinu
mælt fyrir um sérstakt skatta-
legt hagræði fyrir þá sem
leggja til fjármuni í styrktar-
sjóð námsmanna.
Gámaþjonustan færir út kvíarnar
Lesendabréf í Washington Post
Nýtt jarðgerðarsvæði
tekið í notkun
GÁMAÞJÓNUSTAN tók nýlega í
notkun jarðgerðarsvæði í Hamra-
nesi sunnan við Hafnarfjörð og af
því tilefni tók Magnús Gunnarsson
bæjarstjóri einnig nýjan múga-
sneril fyrirtækisins formlega í
notkun.
Blöndun lífræns úrgangs og
uppsetning þess í múga mun fara
fram á svæðinu í Hamranesi, en
lífrænn úrgangur er u.þ.b. 30% af
þeim úrgangi sem fellur til hjá
heimilum. Gámaþjónustan hefur
undanfarin ár verið að búa sig
undir að geta veitt lífrænum úr-
gangi móttöku og unnið úr honum.
Auk svæðisins í Hamranesi er
uppbygging nýhafin á lóð fyrir-
tækisins við Berghellu í Kapellu-
hrauni en þar er ætlunin að vera
með aðstöðu til blöndunar og
pökkunar á framleiðslu fyrirtækis-
ins.
Með jarðgerðarferlinu er lífræn-
um úrgangi eins og ávöxtum og
grænmeti breytt í jarðvegsbæti,
eða moltu. Gámaþjónustan notar
svokallaða CMC-aðferð við að
jarðgera, sem á íslensku útleggst
sem „stýrð örveru-jarðgerð“, og
byggist á loftháðu niðurbroti.
Múgasnerillinn sem tekinn var í
notkun í síðustu viku er fyrsta
tækið sinnar tegundar hér á landi.
Morgunblaðið/RAX
MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, óskar Benóný Olafs-
syni, franikvæmdasljóra Gámaþjónustunnar, til hamingju með jarð-
gerðarsvæðið.
MAGNÚS Gunnarsson, vígði nýjan múgasneril Gámaþjónustunnar, en
hann er notaður við jarðgerðarferlið í Hamranesi. Tækið er hið fyrsta
sinnar tegundar hér á Iandi.
Gag-nagru nnu r
stendur g’egn fram-
förum í læknisfræði
BOGI Andersen, aðstoðarprófess-
or við læknadeild Kaliforníuhá-
skóla, San Diego, ritar lesenda-
bréf í bandaríska dagblaðið Was-
hington Post um helgina þar sem
hann fjallar um grein John
Schwartz um íslenska erfðagrein-
ingu er birtist 12. janúar sl. og bar
yfirskriftina „íslendingar gera
erfðirnar að verslunarvöru".
í lesendabréfinu segir Bogi að
þótt stundum eigi sér stað tog-
streita milli vísindalegra framfara
og friðhelgi einkalífsins sé það
ekki það sem helst þurfi að óttast.
Síðan segir Bogi: „Sannleikur-
inn er sá, að íslenskir vísindamenn
og ég þar með talinn eru andvígir
nýsamþykktum lögum um gagna-
grunn vegna þess, að hann mun
standa í vegi fyrir framförum í
læknisfræði. Með lögunum fær
deCODE Genetics einkaleyfi á að
byggja upp og reka grunninn og
takmarkar því um leið aðgang
annarra erfðafræðinga að heilsu-
farsupplýsingunum. “
Hann segir það rétta stefnu hjá
íslensku ríkisstjórninni að vernda
fiskstofnana með því að takmarka
sókn í þá en það sé ekki í þágu
sjúklinga að takmarka mann-
fjölda, sköpunargleði og þá tækni,
sem notuð sé til að leysa læknis-
fræðileg vandamál. Eðlileg sam-
keppni og vísindalegt frelsi séu
undirstaða allra framfara í lækna-
vísindum; að einoka aðgang að
rannsóknarefninu gangi í þveröf-
uga átt.
„Erfðarannsóknum tengjast oft
miklir viðskiptahagsmunir og með
það í huga, er einkaleyfi deCODEs
tilræði við frelsi íslenskra vísinda-
manna,“ segir Bogi og heldur
áfram: „Sjúklingar verða teknir
inn í íslenska gagnagrunninn eins
og nokkurs konar læknisfræðileg
útgáfa af kvikmyndinni „Truman
Show“ og öll þeiiTa sjúkrasaga
verður afhent einkaíýrirtæki án
þess að samþykkis sé leitað.“
I stað þess að snúast um tog-
streituna milli friðhelgi einkalífs-
ins og læknisfræðilegra framfara,
etji nýju lögin saman hagsmunum
hluthafa í deCODE og framförum
í læknisfræði. Að lokum segir
Bogi: „Það er leitt til afspurnar en
því miður hefur íslenska ríkis-
stjórnin virt að vettugi okkar eigin
stjórnarskrá og tekið hagsmuni
einkafyrirtækis í Delaware fram
yfir réttindi sjúklinga, frelsi ein-
staklingsins og vísindalegar fram-
farir.“