Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 20
20 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna um nýtt eyfirskt efnahagssvæði og stóriðju
Formlegri undirbúningsvinnu
vegna stóriðju á Dysnesi lokið
Morgunblaðið/Kristján
KARI Stefánsson, Jón Sigurðsson og Finnur Ingólfsson voru á meðal
frummælenda á ráðstefnu um nýtt eyfirskt efnahagsafl sem haldin
var í gær.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í Safnaðar-
heimilinu kl. 11 á morgun, öll
böm velkomin. Guðsþjónusta
kl. 14 sama dag, sr. Birgir
Snæbjörnsson messar. Fund-
ur í Æskulýðsfélaginu kl. 17.
Biblíulestur í Safnaðarheimili
kl. 20.30 á mánudagskvöld í
umsjá sr. Guðmundar Guð-
mundssonar. Mömmumorg-
unn fellur niður á miðviku-
dag, öskudag. Fyrsta fóstu-
messa vetrarins verður á mið-
vikudagskvöld, 17. febrúar kl.
20.30. Sungið verður úr Pass-
íusálmunum, iesið úr Píslar-
sögunni og flutt litania. Sr.
Birgir Snæbjömsson messar.
Kyrrðar- og fyrirbænastund
kl. 12 í hádeginu á fimmtu-
dag.
GLERÁRKIRKJA: Barna-
samvera kl. 11 á morgun,
sunnudag, sameiginlegt upp-
haf, foreldrar hvattir til að
koma með bömum sínum.
Böm sem verða fimm ára á
árinu og foreldrar þeirra era
sérstaklega hvött til að mæta
en á þessum degi fá þau lítinn
glaðning frá kirkjunni. Fund-
ur æskulýðsfélagsins verður
kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og
tilbeiðslustund kl. 18.10 á
þriðjudag. Hádegissamvera
frá kl. 12 til 13 á miðvikudag.
Fjölskyldumorgunn kl. 10 til
12 á fimmtudag, heitt á könn-
unni og safi fyrir börnin.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli á morgun kl.
11, almenn samkoma í umsjá
unga fólksins kl. 17. Heimila-
samband kl. 15 á mánudag.
Krakkaklúbbur fellur niður á
öskudag, 11 plús mínus, fyrir
10 til 12 ára, verður á fóstu-
dag kl. 17. Flóamarkaður á
fóstudögum frá 10 til 17.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund verður kl. 20 í
kvöld, verkleg þjálfun kl. 21
og opið hús fyrir unglinga frá
kl. 22. Sunnudagaskóli fjöl-
skyldunnar á morgun kl.
11.30, biblíukennsla fyrir alla
aldurshópa, Reynir Valdi-
marsson kennir um verk
Heilags anda. Léttur hádegis-
verður á vægu verði kl. 12.30.
Vakningarsamkoma sama
dag kl. 16.30, Valdimar Láras
Júlíusson predikar. Fjöl-
breyttur söngur, bamapössun
fyrir böm yngri en sex ára.
Vonarlínan, sími 462-1210,
símsvari með uppörvunarorð-
um úr ritningunni.
SJÓNARFLÆÐ: Sunnudaga-
skóli kl. 13.30 á morgun,
sunnudag í Lundarskóla. Al-
menn samkoma á Sjónarhæð,
Hafnarstræti 63 kl. 17. Allir
velkomnir. Fundur fyrir 6-12
ára böm kl. 18 á mánudag á
Sjónarhæð. Öll böm velkomin.
Fundur um
kvenna-
athvarf
SAMTÖK um kvennaathvarf verða
með fræðslu- og kynningarfund á
Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
næstkomandi mánudagskvöld, 22.
febrúar kl. 20.30.
Fundurinn er liður í viðamiklu
fræðslu- og kynningarátaki sem
samtökin standa fyrir um þessar
mundir. Markmið átaksins er að
ná til fólks á öllu landinu, kynna
kvennaathvarfið og starfsemi þess
og efla fræðslu og umræðu um of-
beldi innan fjölskyldna og auka
skilning á eðli þess og afleiðing-
um. Tveir fulltrúar samtakanna
verða með framsögu á fundinum
en einnig er gert ráð fyrir umræð-
um.
FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra segir að verið sé
að vinna að því að hægt verði að
byggja upp stóriðju í Eyjafirði en
það sé fyrst nú sem allri formlegri
undirbúningsvinnu sé lokið. Þetta
kom fram í erindi iðnaðarráðherra
á ráðstefnunni Nýtt eyfirskt efna-
hagssvæði - Stóriðja: Framtíð eða
tálsýn? sem Félag viðskipta- og
hagfræðinga og Norðurlandsdeild
Verkfræðingafélags íslands hélt á
Fiðlaranum í gær.
Verkefnisstjórn sem að málinu
hefur unnið hefur lagt áherslu á að
samstaða náist um að horíá til Dys-
ness í Arnarneshreppi sem fram-
tíðarsvæðis undir stjóriðju og verði
kapp lagt á að ljúka nauðsynlegum
rannsóknum þar. Fyrir áramót
hafi umhverfisráðherra samþykkt
aðalskipulag íyrir Amai’neshrepp,
en í því er gert ráð fyrir 120 hekt-
ara lóð fyrir orkufrekan iðnað á
Dysnesi og að þar verði höfn fyrir
allt að 60 þúsund tonna flutninga-
skip. „Það er fyrst núna sem allt er
klárt, menn hafa náð samstöðu um
að uppbygging skuli eiga sér stað á
þessu svæði. Það er gert ráð fyrir
því að þarna geti risið allt að 180
þúsund tonna álver eða sambæri-
legt fyrirtæki," sagði Finnur.
Forsendur fyrir öflugum
þekkingariðnaði
Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, sagði
vandamál landsbyggðarinnar þeg-
ar að því kæmi að byggja upp iðnað
það að laða að fólk og sannfæra um
kosti þess að búa á tilteknum stað.
„Þetta er allt spuming um að laða
fólkið að og búa þannig um hnút-
ana að það vilji vera,“ sagði Kári.
Nefndi Kári að á síðasta aldar-
fjórðungi hefði mikil þekking orðið
til úti í t.d. iðnfyrirtækjum, hún
hefði að nokkra leyti flust úr há-
skólunum og yfir til fyrirtækjanna.
Taldi hann litlar líkur á að Háskóli
Islands færi í samvinnu við iðnað-
SAMNINGUR milli Kaupþings
Norðurlands hf. og Kaupþings ann-
ars vegar og Akureyrarbæjar hins
vegar um að verðbréfafyrirtækin tvö
annist 700 milljóna króna skulda-
bréfaútboð fyrir bæinn var undirrit-
aður í gær. Bærinn óskaði eftir til-
boðum frá fjármálastofnunum og
reyndist tilboð Kaupþings Norðm-
lands og Kaupþings hagstæðast
þeirra fimm tilboða sem bárust.
Samkvæmt samningunum sjá verð-
bréfafyrirtækin um að sölutryggja 10
ára eingreiðslubréf með árlegum
arsamfélagið á þessu sviði en það
skapaði möguleika annars staðar.
Háskólinn á Akureyri hefði þannig
tekið frumkvæði í því að tengja sig
atvinnufyrirtækjum. „Ég held því
fram að vel sé hægt að byggja upp
öflugan þekkingariðnað á Akureyri
og tel reyndar allar forsendur íyrir
því. Spurningin snýst um að laða
að sér besta fólkið og halda því á
staðnum," sagði Kári og benti m.a.
á að möguleiki væri fyrir fyrirtæki
sitt að flytja hluta af starfsemi
sinni norður. Fyrirtækið þyrfti á
fleira starfsfólki að halda, ekki
skipti öllu máli hvar í heiminum
sum verkefnanna væra innt af
hendi, t.d. við úrvinnslu gagna og
þá benti hann á að að sumu leyti
væri vinnumarkaðurinn betri á
Akureyri en Reykjavík.
Eyfirðingar snúi sér
að öðru en álveri
Jón Sigurðsson, fyrrverandi for-
stjóri Járnblendiverksmiðjunnar,
taldi ekki eftirsóknarvert íyrir
svæðið að sækjast eftir stóriðju-
gjalddögum. Skuldabréfin eru skráð
á Verðbréfaþingi íslands og er stefnt
á að taka upp viðskiptavakt eftir þá
skráningu. Vaxtakjörin miðast við
u.þ.b. 40 punkta álag á eingreiðslu-
bréf ríkissjóðs. Þetta eru með bestu
kjörum sem íslensku sveitarfélagi
hafa boðist til þessa að sögn Þorvald-
ar Lúðvíks Siguijónssonar, fram-
kvæmdastjóra Kaupþings Norður-
lands. Kjörin sagði hann endurspegla
góða fjárhagsstöðu Akureyrarbæjar
og það trausts sem hann nýtur,
skuldir á bæjai'búa séu litlar og hafi
verksmiðju. Ekki væri vert að eyða
púðri í að reyna að fá slíka verk-
smiðju og ráðlagði hann Eyfirðing-
um að snúa sér að einhverju öðra.
Nefndi hann m.a. að þeir sem
hygðust reisa sh'ka verksmiðju
myndu setja fyrir sig að gera
mætti ráð fyrir landfóstum hafís á
30 til 40 ára fresti. Enginn myndi
festa peninga í álveri við Eyjafjörð
nema taka mið af því.
Þessi ummæli Jóns vöktu hörð
viðbrögð, þannig nefndi Guðmund-
ur Omar Guðmundsson, formaður
Félags byggingamanna, að víða á
landinu væra ýmsar hættur fyrir
hendi og Tómas Ingi Olrich alþing-
ismaður sagði allt tal um hafís
„bölvað bull“.
Sljómvöld hafa
ekki haldið vöku sinni
Þórarinn E. Sveinsson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri KEA, sagði að þó
fyrirtækið væri stór framleiðandi
matvæla óttaðist hann ekki að
þetta tvennt, matvælaframleiðsla
og stóriðja gætu farið saman í
farið minnkandi auk þess sem rekst-
ur veitna bæjarins hafi gengið með
ágætum.
Lántakan er í samræmi við áætl-
anir að sögn Dans Brynjarssonar,
fjármálastjóra Akureyrarbæjar.
Fjármunirnir verða að einhverju
leyti notaðir til að fjármagna fram-
kvæmdir þessa árs og til að greiða
upp eldri lán, en einnig verður fénu
varið til að mæta fjárþörf síðasta
árs, þá hafi einungis lítill hluti þess
fjár sem gert var ráð fyrir að taka að
láni tekinn.
Eyjafirði. Hvatti Þórarinn til þess
að sem allra fyrst yrði farið að búa
í haginn íyrir einhvers konar stór-
iðju, við það yrði styrkari stoðum
skotið undir eyfirskt atvinnulíf og
matvælaframleiðsla KEA myndi
við það aukast.
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, dró upp
mynd af því landbroti sem á sér
stað með atgerfisflótta á höfuð-
borgarsvæðið og sagði það sitt mat
að stjórnvöld hefðu á engan hátt
haldið vöku sinni en þannig hefðu
mál farið til verri vegar. Hagvöxt-
ur og stöðugt efnahagslíf tryggi
ekki búsetu í landinu öllu þó það sé
þjóðinni mikilvægt. „Stjórnvöld
sem hafa náð tökum á efnahagslífi
þjóðar eiga einnig að hafa metnað
til að ná árangri í bættum búsetu-
skilyrðum sem tryggi samstöðu um
að hér búi ein þjóð í landinu öllu.
Með samstöðu Eyfirðinga og sam-
vinnu við stjómvöld ætti að vera
hægt að gera svæðið jafn fýsilegan
búsetukost og höfuðborgarsvæðið
virðist vera nú.
Eyfirskt efnahagsafl
byggt á mannauði
Guðmundur Sigvaldason, um-
hverfisfræðingur hjá Sorpsamlagi
Eyjafjarðar, gerði á fundinum
grein fyrir nýju starfi þar sem
unnið verður að umhverfismálum.
Hann ræddi einnig um stöðu
ferðaiðnaðar á svæðinu með tilliti
til stóriðjuhugmynda, en sagði
ómögulegt að segja fyrir um nú
hvort stór verksmiðja á Dysnesi
gæti ógnað þeim sóknarfærum
sem fyrir hendi væru í ferðaþjón-
ustu fyrr en ljóst væri hvaða fram-
leiðsla yrði þar. Ráðlagði hann
mönnum þó að fara hægt í að reisa
málmbræðslu á svæðinu. „Byggj-
um nýtt eyfirskt efnahagsafl á
þeim auðlindum sem við höfum í
umhverfinu, sem nýtt er á sjálf-
bæran hátt, mannauðnum," sagði
Guðmundur.
Skauta- og
fjölskyldu-
dagur
SKAUTAFÉ L AG Akureyrar
stendur fyrir skauta- og fjöl-
skyldudegi á skautasvellinu í
dag, laugardag.
Skautasvellið verður opið al-
menningi frá kl. 13-16 en í kjöl-
farið hefst keppni íshokkí, þar
sem hinir ýmsu aldursflokkar
munu reyna með sér. Einnig
verður boðið upp á listhlaup og
farið í leiki. Upphaflega átti að
halda skauta- og fjölskyldudag
um síðustu mánaðamót en hon-
um varð að fresta vegna óhag-
stæðra veðurskilyrða.
Maraþon-
skíði
KRAKKAR á aldrinum 9 til 12
ára í skíðadeild Leifturs í
Olafsfirði ætla að vera á skíð-
um í frá kl. 15 í dag, laugardag,
og er stefnan sett á að vera að
til kl. 2 aðfaranótt sunnudags á
skíðasvæðinu í Tindaöxl. Rúm-
lega 20 ki-akkar taka þátt í
þessu maraþoni og gera þau
ýmislegt annað sér til skemmt-
unar í leiðinni og þá verður
einnig ýmislegt í boði fyrir þau
og aðra sem heimsækja skíða-
skálann þann tíma sem mara-
þonið stendur yfir.
Morgunblaðið/Kristján
Kaupþing Norðurlands og Kaupþing
Annast 700 milljóna skulda-
bréfaútboð fyrir bæinn