Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þúsund fermetra fræhöll verður byggð á Vöglum í Fnjóskadal Aukin skógrækt skapar þörf fyrir öruggt og gott fræ FRÆHÖLL verður byggð að Vögl- um í Fnjóskadal en samningar um byggingu hússins voru undirritaðir á Akureyri í gær. Fræhöllin verður 1.000 fermetrar að stærð og ólík venjubundnum gróðurhúsum að því leyti að hún verður allt að 8 metra há. Bygging fræhallarinnar mun tryggja skógi'æktarstöðina að Vögl- um til framtíðar og skapa nokkra at- vinnu í sveitarfélaginu. Jón Loftsson skógræktarstjóri sagði að byggingin myndi skjóta styrkari stoðum undir skógrækt í héraðinu og í kjölfar hennar yrði hrundið af stað verkefninu Norður- landsskógum. Rússalerki og íslenskt birki eru þær trjátegundir á íslandi sem mest er gróðursett af, saman eru þær um helmingur allrar gróðursetningar í landinu og er útlit fyrir að svo verði áfram. Aidrei hefur verið hægt að treysta á að rússalerkifræ frá heppi- legum stöðum í Rússlandi fáist þannig að síðustu ár hefur Skóg- rækt ríkisins keypt allt slíkt fræ frá finnskum frægörðum. Lerki þroskar aðeins fræ stöku sinnum hér á landi og því ekkert sem hægt er að byggja á. Undanfarin tvö ár hefur ekki fengist nægilegt fræ frá fínnsku frægörðunum og hefur því þurft að notast við lítt þekkt og ef til vill illa aðlöguð kvæmi sem er óvið- unandi ástand. Birki sem hægt er að nota í allt að 400 metra hæð, eins og á Hólasandi, Hólsfjöllum og Haukadalsheiði fínnst í Mývatnssveit, við Hvítár- vatn og fleiri stöðum en það þroskar ekki fræ nema á 10 ára fresti. Fræskortur hefur því háð því að hægt sé að nota birki meira í land- græðsluskyni á hærri svæðum. Einnig þykir ástæða til að reyna að kynbæta íslenskt birki til að auka vaxtarhraða þess og gera það að verðmeiri tegund til nytja. Úr þess- um vandamálum er hægt að bæta með frærækt í gróðurhúsum, en hægt er að búa til vel aðlagaðan heimastofn af lerki, beinvaxið ís- lenskt birki til viðarframleiðslu og birki til landgræðslunota. Hvergi annars staðar í heiminum Tilraun með lerkifrærækt hefur staðið yfir í gróðurhúsi á Vöglum frá árinu 1993 og sýna nýjustu tölur að gera megi ráð fyrir framleiðslu á a.m.k. 1.000 spírunarhæfum fræjum á hvern fermetra í lágu gróðurhúsi. Því gæti þurft 2.000 fermetra gróð- urhússpláss til að framleiða allt það lerkifræ sem notað er á Islandi ár- lega. Lerkifrærækt í gróðurhúsi með það að markmiði að hámarka fræmagn og gæði er ekki stunduð annars staðar í heiminum, en Finnar hafa ræktað birkifræ í gróðurhúsum í 25 ár og eru aðferðir við það vel þekktar. Heppilegast þykir að trjákynbóta- og fræræktarstöð sé inn til dala á Norður- eða Austurlandi vegna stöðugrar vetrarveðráttu og sum- arsólfars. Uppbygging slíkrar stöðv- ar á Vöglum eykur einnig á fjöl- breytni atvinnutækifæra á staðnum. í stöðinni þar er þegar hafin fræ- rækt á rússalerki og þremur kvæm- um af íslensku birki en í framtíðinni gætu fleiri tegundir bæst við, s.s. lerkiblendingur fyrir Suðui'land, hengibjörk og grenitegundir. Jafn- vel skapast möguleiki á að flytja út fræ á markað til útlanda. I fræhöll- inni verður einnig aðstaða til að þreskja, hreinsa og geyma fræið. Heildarkostnaður 13 milljónir Samið hefur verið við fyrirtækið Grím ehf. á Húsavík um fyrsta áfanga byggingarinnar og er gert ráð fyrir að grind hússins verði reist nú í sumar. Heildarkostnaður við allt verkefnið er um 13 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að fjórum árum eftir að byggingin hef- ur verið tekin í notkun geti tekjur af sölu fræs numið allt að fjóram millj- ónum ki’óna á ári. Á síðasta ári veitti landbúnaðar- ráðherra eina milljón ki’óna til und- irbúnings verkefnisins og á þessu ári eru 4 milljónir króna áætlaðar til þess. Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðheiTa sagði það mikið ánægjuefni að ráðist yrði í þetta verk, enda væri afar mikilvægt að Islendingar réðu sjálfír ferðinni hvað fræöflun varðar. Aukinn áhugi á skógrækt leiddi til þess að tryggt þyrfti að vera að ævinlega væri til nægt fræ í landinu. Samið um ræktun trjáplantna Um leið og skrifað var undir samning um byggingu fi’æhallarinn- ar var samningur Skógræktar ríkis- ins við Gróðrarstöðina Grísará í Eyjafjarðarsveit um ræktun trjá- plantna framlengdur um eitt ár. Á Grísará verða þannig framleiddar 295 þúsund trjáplöntur fyrir Skóg- rækt í-íkisins en verðmæti samn- ingsins er 7,5 milljónir króna. Verslunarmiðstöð á Akureyrarvöllinn? RÚMFATALAGERINN vill byggja 12.000 fermetra verslunarmiðstöð á Akureyrarvellinum og er heildarkostn- aður við framkvæmdir á svæðinu áætl- aður um einn milljarður króna. Rúm- fatalagerinn og Kaupfélag Eyfirðinga vilja setja þar niður verslanir og munu bæjaryfirvöld svara erindi þeirra í næsta mánuði. Verði svar bæjaryfir- valda jákvætt er stefnt að því að hefja verslunarrekstur á vellinum í ágúst á næsta ári. Ráðgert er að í húsnæðinu verði Rúm- fatalagerinn, KEA Nettó, minni sér- verslanir og veitingasala. Þegar er búið að teikna upp fyrstu hugmyndir um uppbyggingu svæðisins, 12.000 fermetra hús og bílastæði fyrir 500 bfla. Tillöguna unnu Haraldur Áma- son tæknifræðingur og Halldór Jóhanns- son landslagsarkitekt en til ráðgjafar var Pétur Bolli Jóhannesson arkitekt. OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 12-15 l SELTJARNARNES - EINBÝLISHÚS i Skrifstofa okkar hefur kaupanda að góðu einbýlishúsi á Seltjarnamesi. í húsinu þurfa að vera i | minnst 4 góð svefnherbergi. Afhending mætti vera eftir 6 til 9 mánuði. Skipti á glæsilegu \ ■ | stærra einbýlishúsi á Seltjarnarnesi koma til greina. 2856 VÆTTABORGIR - FRÁBÆRT ÚTSÝNI | Raðhús á tveim hæðum á frábærum útsýnisstað. Innbyggður bílskúr. Stofur og eldhús uppi | | og 3 svefnherb. niðri ásamt aukarými. Skilast tilbúin að utan en fokheld að innan. Lóð | l grófjöfnuð. Til afhendingar strax. 1523 Stjörnuspá á Netinu <g) mbl.is ^ALLTAF= GITTH\SAÐ NÝTT Aðsendargreinar á Netinu <§> mbUs _ALLTAF FI7~TH\SA£f NÝTT Morgunblaðið/Margrét Þóra ,■ . • Dal víkur kir kj a Skáta- messa og vígsla SKÁTASTARF hjá Landvætt- um á Dalvík er í miklum blóma um þessar mundir. Skáta- messa verður í Dalvíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 14. febrúar, kl. 14 og við hátíðlega athöfn verða 56 skátar vígðir, ýmist sem skátar eða ylfingar. Á eftir verður veglegt kaffi- hlaðborð með rjómabollum og öðrum kræsingum í safnaðar- heimilinu. Þar gefst gestum kostur á að koma og njóta góðra veitinga og styrkja þannig skátana til farar á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni í júlí í sumar, en þangað fara 66 skátar úr Landvættum á aldrinum 10 til 15 ára og er undirbúningur hafinn af fullum krafti. Þorsteinn Gauti leikur á tónleikum ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikaii heldur einleikstón- leika í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju á morgun, sunnudag- inn 14. febrúar, kl. 20.30. Þorsteinn Gauti er tónlistar- kennari í Reykjavík og stundaði nám þar, í Bandaríkjunum og á Italíu. Hann hefur haldið tón- leika víða um lönd Evrópu og Norður-Ameríku og unnið til tónlistarverðlauna. Einnig hefur hann tekið þátt í frumflutningi samtímatónlistar og ný tónverk verið samin sérstaklega fyrir hann. Á tónleikum Tónlistarfé- lags Akureyi-ar annað kvöld leikur hann verk eftir Gershwin, Beethoven, Chopin, Barber og Satie. Bingó BINGÓ verður spilað á Bjargi við Bugðusíðu 1 á morgun, sunnudaginn 14. febrúar, og hefst það kl. 14. Spilaðar verða 12 til 14 umferðir og sérstakt barnabingó að auki. Vinningar eru veglegir og allir velkomnir. Aglow- fundur AGLOWSAMTÖKIN, Kristi- legt félag kvenna, halda fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á mánudagskvöld, 15. febrúar kl. 20. Ræðukonur verða Sólveig og Björg úr landsstjórn Aglow. Söngur, lofgjörð, fýrirbæna- þjónusta og bollukaffi. Reyndu að grípa gæsina! ÞÆR urðu heldur betur hissa systumar Monika og Rakel þegar allt í einu kom vappandi að þeim risastór gæs þegar þær vom úti að leika sér. „Eg er búin að gefa henni fimm brauð, ég er líka fimm ára,“ sagði Monika en síðan bættu þær tveimur brauðsneiðuin við og pakksödd gæsin hefur ef- laust verið ánægð með móttök- urnar í Skarðshlíðinni. Fuglinn var gæfur og þáði brauðið nánast úr lófa systranna, þannig að lík- legast er að hann hafi af ein- hverjum ástæðum villst af Anda- polli bæjarins og út fyrir Glerá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.