Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
251 mkr. hagnaður UA á síðasta ári
Heildarvelta
nálægt fjórum
milljörðum
Morgunblaðið/Ásdís
Á MORGUNVERÐARFUNDI VÍB kom m.a. fram að gera mætti ráð fyrir að lífeyrissjóðir og aðrar fjár-
málastofnanir ættu eftir að koma í auknum mæli inn í fjármögnun ýmissa mannvirkja sem hingað til hafa
verið íjármög-nuð af ríkissjóði.
Fjárfestingar íslensku lífeyrissjóðanna í erlendum
verðbréfum að nálgast 100 milljarða króna
Þörf á endurskoðun
ákvæða sem takmarka
hlutabréfaeign
Nauðsynlegt þykir að rýmka takmörkun í
lögum um 35% hámarksfjárfestingu lífeyr-
issjóða í hlutabréfum, en margir sjóðir
hafa þegar náð þessu hámarki með fjár-
festingum innanlands og erlendis. Þetta
-------------------------------7-----
kom fram á morgunverðarfundi VIB sem
Hallur Þorsteinsson fylgdist með, en á
fundinum var m.a. rætt um hvort þessi
takmörkun hindri ávöxtun og eðlilega
áhættu lífeyrissjóðanna.
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyiinga
skilaði 251 milljónai- króna hagnaði
á síðasta ári, eftir að tekið hefur
verið tillit til 249 milljóna króna
tekjufærslu vegna óreglulegra liða,
samanborið við 132 milljóna króna
tap árið áður. Veltufé frá rekstri
nam 552 milljónum króna en var
274 mkr. árið áður hjá móðurfélag-
inu.
Heildarvelta móðurfélagsins á
liðnu ári nam samtals 3.980 milljón-
um króna. Rekstrartekjur, þ.e.
heildarvelta að frádregnum eigin
afla til vinnslu, voru samtals 3.239
milljónir og hækkuðu um 512 millj-
ónir króna á milli ára, eða sem svar-
ar til 18,8% af tekjum. Samkvæmt
frétt frá félaginu skýrist aukningin
annars vegar af auknum aflaheim-
ildum til ráðstöfunar á síðasta ári og
þess að gerðir voru samningar við
aðrar útgerðir um kaup á hráefni til
vinnslunnar.
Rekstrartekjur ÚA-samstæðunn-
ar námu 3.486 milljónum ki-óna,
samanborið við 4.550 mkr. árið
1997. Meginskýringin á þessum
tekjusamdrætti er sú að árið 1997
var þýska félagið Mecklenburger
Hochseefíscherei hluti af samstæð-
unni.
Afski-iftir jukust um 145 milljónir
króna á milli ára og námu samtals
543 mkr. á síðasta ári.
Stjórn ÚA leggur til að hluthöfum
verði greiddur 8% arður vegna árs-
ins 1998.
Batnandi rekstur
Guðbrandur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri segist sáttur við nið-
urstöðuna í heild enda sýnt að
mönnum hafí tekist að snúa rekstr-
inum í rétta átt. Hann segir mikinn
viðsnúning í rekstrinum, sem verg-
ur hagnaður og aukning veltufjár-
muna sýna, bera þess vott að félagið
er á réttri leið. „Við tókum þá
ákvörðun á síðasta ári að losa þær
eignir sem skiluðu ekki eðlilegum
tekjum á rekstrarreikningnum.
Þeir fjármunir voru m.a. notaðir til
að fjármagna kvótakaupin sem ráð-
ist var í undir lok ársins 1997 og ollu
hækkun afskrifta í fýrra.“
Guðbrandur reiknar ekki með
frekari sölu eigna á þessu ári. Hann
segir samstæðuna búa við sterka
fjárhagsstöðu í dag sem menn vilji
nýta til frekari sóknar og stækkun-
ar á fyrirtækinu."
Hann bendir á að afurðaverð hafi
farið hækkandi samfara vaxandi
aflahlutdeild ÚA. Þá hafí stórir
kostnaðarliðir s.s. oiíuverð og fjár-
magnskostnaður lækkað. Aukið
markaðsstarf og bætt framleiðslu-
samsetning hafí skilað árangri og
leitt til betri nýtingar þeirra fjár-
muna sem bundnir eru í rekstrin-
um. Menn hafí því fulla ástæðu til
hóflegrar bjartsýni um batnandi af-
komu á þessu ári.
Of hátt metið
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Kaupþings
Norðurlands, segir ýmislegt já-
kvætt í ársreikningi Útgerðarfé-
lagsins og bendir í því sambandi
sérstaklega á að þær hagræðingar-
aðgerðir sem ráðist var í í fyrra
virðast vera að skila ágætisárangri.
„Það sést m.a. á því að brúttó fram-
legð samsteypunnar eykst úr því að
vera 18,3% árið 1997 í 22,5% í fyrra.
Líklega má rekja þetta hvort
tveggja til hærra afurðaverðs og
aukinnar hagræðingar í vinnslu.
Ennfremur styrkist fjámunamynd-
unin mikið, sem þó má að miklu
leyti rekja til aukinna afskrifta og
hagnaðar sem að mestu leyti grund-
vallast af sölu eigna.“
Að sögn Þorvaldar felast ákveðin
vonbrigði í hversu lítill hagnaður
vai’ð af reglulegri starfsemi félags-
ins sem nam 2,7 milljónum króna í
stað 100 mkr. eins og menn bundu
vonir við. Hann telur horfurnar á
þessu ári þó vera góðar og vísar þar
til hækkandi afurðaverðs á botn-
fiskafurðum undanfama mánuði, en
lítið útlit sé fyrir lækkanir erlendis.
Þorvaldur álítur gengi hlutabréfa
ÚA of hátt metið um þessar mundir
að teknu tilliti til reglulegrar starf-
semi. Félagið hafí þó stigið stór
skref í rétta átt í rekstri enda starf-
semin á traustum grunni að hans
sögn.
Viðskipti með hlutabréf ÚA á
VÞÍ í gær námu 12,5 milljónum
króna og lækkaði gengi félagsins
um 3,4% frá síðasta viðskiptadegi.
Á MORGUNVERÐARFUNDI
VÍB í gær flutti Ragnheiður Arna-
dóttir, aðstoðarmaður Geirs H. Ha-
arde fjármálaráðherra, ávarp ráð-
herrans í forföllum hans. I því kom
m.a. fram að uppbygging lífeyris-
sjóðanna hefði verið ör síðustu ár og
eignir þeirra mældar í hlutfalli af
landsframleiðslu meira en þrefald-
ast á síðasta áratug. Til marks um
hve ör þróunin á íslenskum fjár-
magnsmarkaði hefði orðið væri að
nú, liðlega hálfu ári eftir að heild-
stæð löggjöf um starfsemi lífeyris-
sjóða tók gildi, væri talin ástæða til
að ræða frekari breytingar á lög-
gjöfinni. Þar væri nánar tiltekið um
að ræða hvort ákvæði laganna um
hámark á fjárfestingum Iífeyrissjóð-
anna í hlutabréfum sé farið að
hamla gegn eðlilegri uppbyggingu á
ávöxtun þeirra.
í 36. grein laganna segir að stjórn
lífeyrissjóðs skuli móta fjárfesting-
arstefnu og ávaxta fé sjóðsins með
hliðsjón af þeim kjörum sem best
eru boðin á hverjum tíma með tilliti
til ávöxtunar og áhættu. I ávarpi
fjánnálaráðherra kom fram að
markmiðið með þessu væri að
tryggja fjárhagslega stöðu sjóðanna
og stuðla í senn að traustri og eðli-
legri ávöxtun á inneign sjóðfélaga.
Við undirbúning lagasetningarinnar
hefði orðið samkomulag um að miða
við 35% hlutfall til að byrja með, en
á þeim tíma hafi hlutfall íslenskra
hlutabréfa í eigu lífeyrissjóðanna
verið tiltölulega lágt og fjárfesting í
erlendum hlutabréfum nánast á
byrjunarstigi, Þróunin hefði hins
vegar orðið hröð og vægi hlutabréfa
í eignum sjóðanna farið ört vaxandi.
Eignamyndun sjóðanna undanfarin
ár hefði fyrst og fremst verið í verð-
bréfum og á allra síðustu misserum
í hlutabréfum, ekki síst erlendum,
og þessi þróun myndi vafalaust
halda áfram.
Endurskoðun
fullkomlega eðlileg
Fram kom í ávarpinu að auk þess
mætti gera ráð fyrir að lífeyrissjóð-
ir og aðrar fjármálastofnanh- ættu
eftir að koma í auknum mæli inn í
fjármögnun ýmissa mannvirkja sem
hingað til hafa verið fjármögnuð af
ríkissjóði, t.d. samgöngu- og orku-
mannvirkja. Þessi þróun væri eðli-
leg, og þá væri athyglisverð sú þró-
un að lífeyrissjóðimir væra að hasla
sér völl í fjármögnun íbúðarlána í
samstarfi við lánastofnanir án milli-
göngu ríkis og sveitarfélaga eða
sjóða á þeirra vegum.
„Öll þessi atriði hníga í átt til þess
að brátt þurfi að huga að endur-
skoðun á því ákvæði lífeyris-
sjóðslaganna sem takmarka hluta-
bréfaeign þeirra. Þetta er fullkom-
lega eðlilegt og breytir í engu þeim
meginmarkmiðum laganna að efla
og treysta fjárhagslegan gi-undvöll
lífeyrissjóðanna. Það er mikilvægt
að starfsumhverfi lífeyrissjóðanna
þróist eðlilega og í takt við fram-
vindu mála á almennum fjármagns-
markaði hér á landi sem og erlend-
is. Jafnframt er nauðsynlegt að víð-
tæk sátt ríki milli aðila um þær
breytingar sem kunna að vera gerð-
ar á lögunum. Mikilvægt er þó að
lífeyrissjóðirnir framfylgi ábyrgri
fjárfestingarstefnu sem miði að því
að hámarka ávöxtun eigna með til-
liti til áhættu. Það hlýtur að vera
sameiginlegt áhugamál allra aðila
að lífeyrissjóðunum verði sköpuð
skilyrði til að ná því markmiði,"
sagði í ávarpi fjármálaráðherra.
Reglugerð í stað lagaákvæðis
Fram kom á fundinum í máli Sig-
urðar B. Stefánssonar, fram-
kvæmdastjóra VÍB, að margir líf-
eyrissjóðir væra komnir að því að
nýta áðurnefnda lagaheimild um
fjárfestingar til fulls og aðrir jafnvel
rámlega það. Sagði hann að eignir
íslendinga í erlendum verðbréfum,
og þá fyrst og fremst lífeyrissjóð-
anna, stefndu í að verða nálægt 100
milljarðar króna á næsta ári. Ef svo
færi þá væru ekki nema tvö ár í það
að ávöxtunin af þessum eignum
verði ámóta og nýir fjármunir til
fjárfestinga á hverju ári.
í máli Hrafns Magnússonar,
framkvæmdastjóra Landssamtaka
lífeyrissjóða, kom fram að það hefði
verið skoðun lífeyrissjóðanna að
ákvæði sem varðar fjárfestingar-
heimildir lífeyrissjóðanna ætti frek-
ar heima í reglugerð sem fjármála-
ráðherra setti heldur en í lagaá-
kvæði og á það legðu lífeyrissjóðirn-
ir áherslu. Jón Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verk-
fræðinga, tók undir þetta og sagði
að með því móti væri hægt að
breyta fjárfestingarstefnu sjóðanna
mjög ört eftir þörfum markaðarins.
Jón sagði að Lífeyrissjóður verk-
fræðinga hefði áður haft heimild
upp á 40% af eign í erlendum fjár-
festingum og 20% í innlendum. Því
takmörkuðu lögin verulega fjárfest-
ingar sjóðsins í hlutabréfum og
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Lykiltölur úr rekstri 1998
SAMSTÆÐA
Rekstrarreikningur Muijónirkrónal 1998 j 1997
Breyting
Rekstrartekjur
Rekstrargjöld
Hagn. (tap) f. afskr. og fjármagnsl.
Fjármagnsliðir
3.486
2.737
4.550
4.070
■23,4%
-32,8%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi
ftðrar tekjur og gjðld_________________
Hagnaöur (tap) tímabilsins
749
(183)
480
(213)
+56,0%
-14,1%
9
249
(234)
68
+266,2%
Efnahagsreikningur Milljónir króna
31/12 '98
31/12 '97
Etgnir: \
Veltufjármunir
Fastafjármunir
Eignir samtals
I Skuldir og eigiO fé: \
Skammtímaskuldir
Langtímaskuldir
Eigið fé
Skuldir og eigið fé samtals
1.254
4.442
1.490
5.519
■15,8%
■19.5%
5.695
7.007
-im
708
2.649
2.072
1.658
3.172
1.867
■57,3%
-16,5%
+11,0%
5.695
7.007
■18,7%
Kennitölur
1998
1997
Veltufé frá rekstri
Milljónir króna
561
240
+133,8%