Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
- fjötur um fót
Fælni er algengur sálrænn kvilli og getur
tekið á sig ýmsar myndir. Geir Svansson
kynnti sér fyrirbærið og ræddi við dr. Ei-
rík Orn Arnarson sálfræðing sem sagði
meðal annars að fælni væri ekki meðfædd
og í öllum tilvikum meðhöndlanleg.
ALLIR vita hvað það er að
óttast vissar kringum-
stæður og hluti; allflesth-
lenda í þannig aðstæðum
oftar en einu sinni á ævinni án þess
að það hafi þvingandi áhrif á líf
þeirra. En til eru þeir sem sagðir
eru fælnir: þeir finna til stöðugs og
óraunhæfs ótta við ákveðinn hlut
eða kringumstæður og forðast
óttavaldinn þótt það kunni að kosta
mikla röskun á háttum þeirra.
Munurinn á miklum ótta og fælni
er einmitt sá að hinn fælni hliðrar
sér við því sem hann fælist.
Fælni er einn algengasti sáh’æni
kvillinn sem hrjáir mannfólkið um
þessar mundir. Samkvæmt ís-
lenskri rannsókn (1987-88) mátti
ætla að 18.500 Islendingar væru
haldnir fælni af einhverju tagi. Að
sögn dr. Eiríks Arnar Arnarsonar,
yfirsálfræðings á geðdeild Land-
spítalans og dósents við læknadeild
Háskóla Islands, og sem jafnframt
stóð að ofangreindri könnun .ásamt
Asu Guðmundsdóttur sálfræðingi,
er aðeins misnotkun áfengis og
vímuefna ofar á listanum yfir
helstu kvilla.
Eiríkur segir fælni ákaflega heft-
andi sálrænt ástand sem geti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir viðkom-
andi og þá sem standa honum næst.
„Fælni, t.d. algeng fælni eins og
flugfælni, getur orðið til þess að
menn telji sig knúna til að skipta
um vinnu. Og í kringum hvem og
einn eru yfirleitt tveir til þrír aðilar,
t.d. fjölskyldan, sem verða óhjá-
kvæmilega fyrir áhrifum."
Fælni telst til lærðra viðbragða
og hún getur, að líkindum, tengst
hvei'ju sem er, að sögn Eiríks. „En
það góða við fælni er hversu með-
höndlanleg hún er. Þótt hún hafi
staðið mjög lengi er hún engu að síð-
ur meðhöndlanleg í langflestum, ef
ekki öllum tilfellum," segir Ehíkur.
Eiríkur segir fælni, í grófum
dráttum, af þrennu tagi: í fyrsta
lagi afmörkuð fælni sem tengist
ákveðnum aðstæðum eða hlutum
og engu öðru. Til slíkrar fælni telst
t.d. skordýrafælni, fælni fyrir
ákveðnum dýrategundum, tann-
læknafælni, sprautufælni, óveðurs-
fælni o.s.fiv. I öðra lagi félags-
fælni, þ.e. fælni við að vera á
mannamótum og tala opinberlega.
í þriðja lagi og alvarlegust er
víðáttufælni. „Þá óttast menn í
senn að vera á berangi'i og að vera
í íjölmenni. Óttinn í báðum tilfell-
um stafar fyrst og fremst af þeirri
tilfínningu að menn hafi ekki stjórn
á sér við þessar aðstæður og að það
sé enginn til hjálpar komi eitthvað
upp á. Þegar þessi fælni gengur
alla leið verða menn í raun að föng-
um í fangelsi án rimla. Fólk sem
þannig er komið fyrir er vissulega
til hér á Islandi."
Sniglafælni er
þekkt fyrirbæri
Sumar tegundir fælni era al-
gengari en aðrar. Eiríkur tekur
flughræðslu sem dæmi um þá teg-
und fælni sem menn era fúsari að
viðurkenna og tala um en óvenju-
legri fælni. Og víst er að fælni get-
ur tekið á sig margvíslegar myndir
og getur tengst nánast hverju sem
er. „Óveðursfælni er þekkt en þá
verður hinn fælni gjarnan upptek-
inn af veðurlýsingum og spám.
Þeir verða nokkurs konar veður-
fræðingar; geta ekki á heilum sér
tekið fyrr en veður er gengið niður.
Sá sem haldinn er jarðskjálfta-
fælni flyst af svæði þar sem jarð-
skjálftar era tíðir. Sniglafælni er
þekkt fyrirbæri og getur haft ótrú-
lega mikil áhrif á líf einstaklings.
Hinn fælni fer ekki út á sumrin,
ekki út fyrir malbikið, ekki út af
gangstéttinni. Komist hinn fælni að
því að sniglar era á matseðli veit-
ingastaðar þá gengur hann út.“
Afmörkuð fælni algengust
Að sögn Eiríks er afmörkuð
fælni algengust. „Hún getur verið
af ýmsum toga og oft er hún
óvenjuleg. Þegar fælni er orðin al-
varleg forðast hinn fælni t.d. að
snerta dagblað ef í því er mynd af
MorgunDiaöio/Arm bæberg
DR. EIRÍKUR Örn Arnarson á skrifstofu sinni á geðdeild Landspftalans.
því, t.d. dýri, sem hann fælist.“
Eiríkur telur íslenska orðið fyrir
það sem á erlendum tungum er
nefnt „fóbía" ágætt. „Það hefur þann
kost að vera gagnsætt. Fólk kannast
við það úr hestamennsku og ágætt
að skýra það út frá fælni hesta.
Hestur fælist skyndilega á til-
teknum stað í útreiðartúr og tekur
síðan á sig sveig þegar komið er á
sama stað á heimleið. Við þessu er
ráð. Hestamaðurinn stígur af baki
og tjóðrar hestinn, gengur að
staðnum þar sem hesturinn fæld-
ist. Þar finnur hann kannski
gaddavír sem hesturinn hefur
meitt sig á. En þó gaddavírinn sé
horfinn úr götunni er hesturinn
fælinn eftir sem áður. En það eru
til ráð við því. Hestamaðurinn set-
ur emteyming á hestinn og teymir
hann yfir staðinn þar sem hann
fældist, lætur vel að honum og
stingur upp í hann brauð- eða syk-
urmola. Hann endurtekur þetta
nokkram sinnum. Fer síðan á bak
hestinum. Fer fetið nokkram sinn-
um yfir staðinn, greikkar sporið og
ríður nokknim sinnum yfír staðinn.
Og að lokum getur hesturinn riðið
yfir staðinn án þess að finna til
óþæginda.
Skólabókar-
dæmi um fæl-
inn einstakling
LÁRA Magnúsardóttir sagn-
fræðingur er ein af fjölmörgum
Islendingum sem þekkir fælni af
eigin raun. „Eg hef verið lirædd
við lækna og tannlækna nánast
alla tíð.“ Hún segir að við þessa
fælni hafí síðan bæst flug-
hræðsla, lyftuhræðsla, hræðsla
við skíðalyftur og lofthræðsla.
Henni hefur verið sagt, af sér-
fræðingi, að hún sé skólabókar-
dæmi um fælinn einstakling.
Lára segir fælnina ekki hafa
hrjáð sig óbærilega í daglegu
lífl. „En hér áður fyrr þegar
þessar aðstæður komu upp
missti ég oftar en ekki stjórn á
mér.“ Láru var úthýst hjá tann-
læknum þegar hún var yngri og
var á bannlista hjá sumum. „Eg
hef bitið og sparkað í tannlækna
og fengið óstjórnlegan grátur.
Við svona kringumstæður geri
ég allt sem ég vildi ekki gera og
líður vitaskuld hræðilega illa en
fæ ekki við neitt ráðið.“
Fælni sína rekur Lára í öllum
tilvikum til ákveðins atburðar.
„Ein er sú fælni sem ég hef og er
kannski samnefnari fyrir allar
hinar, er að vera sett í einhverj-
ar aðstæður þar sem ráðskast er
með mig og þar sem ég get engu
treyst. Þetta hljómar eins og ég
sé að lenda í einhverju svaka-
legu,“ segir Lára og kímir. „En
einhvern veginn þannig leið mér
að fara til læknis.
Lára segir að sér hafi áður
fyrr fundist læknar svíkja sig.
Þeir hafí lofað sársaukalausum
aðgerðum og því að hætta segði
hún til en hafí staðið við hvor-
ugt. „Tannlæknar áttu það til að
bregðast, ókvæða við óþekktinni
sem þeir töldu. Þeir öskruðu að
manni svívirðingar og hótuðu
öllu illu. Sem betur fer hefur við-
mót gagnvart börnum breyst t.il
muna frá því ég var barn. Hefði
ég fæðst tuttugu árum seinna
hefði ég kannski aldrei orðið
fælin af þessum sökum.“
Berklaprófraunir
Þegar Lára var á sjötta ári
Morgunblaðið/Ami Sæberg
LARA Magnúsardöttir sagnfræðingur hefur glúnt við fælni af ýmsum toga.
kom í ljós að hún „svaraði" á
berklaprófum, eins og sagt er,
bæði við plástri og sprautu.
„Þetta var vitað en samt, þurfti ég
á hverju einasta ári að ganga í
gegnum það að fá plástur og síð-
an sprautu vegna þess að plástur-
inn svaraði. Eg þurfti jafnvel að
fara tvisvar eða þrisvar í spraut-
ur vegna þessa á hverju ári.
LÁRA MAGNÚSARDÓTTIR
SAGNFRÆÐINGUR
Þetta var stórmál fyrir mig í
hvert skipti. Þegar ég var
sprautuð þurfti tvo til þrjá til að
halda mér, meðan ég barðist um
á hæl og hnakka." Sprautan var
ekki aðalatriðið, að mati Láru.
„Það sem fléttast inn í þetta er
niðurlægingin; ég vissi að hjúkr-
unarkonan var með skýrslu þar
sem stóð að ég svaraði berkla-
prófí. En samt þurfti að pína
mig, ár eftir ár. Þetta er dæmi
um það að það er ekki endilega
sársaukinn, nálarstungan, sem
er aðalatriðið varðandi fælni.“
Ljósameðferðir sem börn voru
gjarnan send í í barnaskóla
vekja upp slæmar minningar hjá
Láru. „Þessi ljós voru kannski
ekkert mál en vegna þess hvað
ég var viðkvæm þá var þetta
mjög ógeðfellt fyrir mig. Að
standa nakin með heilum hópi af
krökkum og vera neydd til að
leggjast á bekk. Mér leið nánast
eins og geimverur hefðu rænt
mér.“
Dugir ekki að hlífa sér
Lára leitaði til dr. Eiríks Arn-
ar Arnarsonar vegna tannlækna-
fælninnar. „Við ætluðum þar líka
að fara í gegnum flughræðsluna
mína en meðferðinni lauk ekki
vegna þess að ég fór utan. En ég
lærði ýmislegt, t.d. að maður
verður að gæta að sér þegar
maður byrjar að finna fyrir
nýrri fælni: Þegar maður fínnur
til óþæginda við að fara í lyftu er
brýnt að hliðra sér ekki hjá því
heldur einmitt, að láta sig hafa
það.“
Þótt Lára segist aldrei geta
verið fullkomlega örugg með sig
og kvíði því jafnan að missa
stjórn á sér við vissar aðstæður