Morgunblaðið - 13.02.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Tilboð um að eignast skuldir
Fjármál fjölskyldunnar
Njótið nú - greiðið síðar. Skilaboð sem þessi dynja á
okkur alla daga og mörgum sinnum á dag. Elín
Sigrún Jónsdóttir segir að þau efnislegu gæði sem
við getum notið í dag séu nær takmarkalaus, óháð
raunverulegri greiðslugetu.
BIRST hafa auglýsingar sem segja
eitthvað á þessa leið: Látum ekki
áhyggjur af fjármálum íþyngja
okkur að óþörfu. Skiptið jóla-
greiðslukortareikningnum á 12 mánuði
með einu símtali - hringdu núna!
Látið drauminn um sumarleyfi verða að
veruleika. Dreifið sumarleyfinu á 36 mán-
uði!
Notir þú greiðslukortið nógu oft eru
auknar iíkur á að ein greiðsla falli út!
Kaupið bíl núna, fyrsta afborgun er í
september og þú greiðir lánið upp á 7 ár-
um!
Það er í raun áleitin spuming hvemig
hægt er að aðstoða heimilin við það að
standast þessi gylliboð. Hvemig geta þau
metið það á sjálfstæðan hátt hvort tilboðið
sé gott, hvort það henti nú, hvers virði kaup-
in em, hver kostnaðurinn verði þegar upp
er staðið og þá ekki síst hver sé fómar-
kostnaður fjölskyldunnar? Að velja slíkan
verslunarmáta hefur oft í fór með sér fjölg-
un vinnustunda og auknar fjarvistir frá
bömum og heimili svo ekld sé talað um and-
vökunætumar.
Við sem vinnum við ráðgjöf til skuld-
settra heimila sjáum allt í kring um okkur
að heimilin standast einfaldlega ekki þessi
tilboð, án þess að hafa fjárhagslegt bol-
magn til kaupanna sem era dýra verði
keypt. I mörgum tilvikum er jafnvel heilsa
og líf í veði. Það er mildlvægt að leitast við
að svara spurningum um það hvernig
bregðast megi við þessu flóði tilboða um að
eignast skuldir.
Breytingar á lánamarkaði
Miklar breytingar hafa átt sér stað á
lánamarkaðnum á allra síðustu árum. Það
heyrir sögunni til að „höfuð“ fjölskyldunn-
ar panti tíma hjá bankastjóra, fari í spari-
fötin og sitji þar á bekk milli vonar og ótta
um að fá lán. Stynji síðan upp beiðni um
600.000 kr. lán í von um að fá 300.000 kr. í
stað skorts á fjármagni er framboð af
lánsfé nú mikið og samkeppnin um að ná í
lántakendur er hörð. I dag er hraðinn
mikilvægastur. Nú skiptir máli að geta af-
greitt lánið hjá bílasalanum eða þar sem
viðskiptin fara fram. Lánsfjármarkaður
hefur á örskömmum tíma breyst úr eftir-
spurnarmarkaði í framboðsmarkað.
Og lántökurnar hafa ekki látið á sér
standa. I skýrslum Þjóðhagsstofnunar og
Seðlabanka má lesa um ógnvænlega þróun.
Heimilin era að auka skuldir sínar svo um
munar. Hvar endar þessi þróun? Það er
ekki hægt að loka augunum og segja að all-
ir nýju bílarnir á götum Reykjavíkur séu
dæmi um góðæri. Er það kannski dæmi um
lífsgæði að kaupa sér jeppa á 3 milljónir á
bílaláni til 7 ára?
Lítil neytendafræðsla
I þessu sambandi er mikilvægt að skoða
það hvemig íslenskt samfélag hefur staðið
vörð um sína neytendur. Hvaða fræðslu fá
heimilin?
Það er augljóst þegar við lítum til
reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum
að við eram mörgum áram ef ekki mörgum
áratugum á eftir á þessu sviði. Neytenda-
fræðsla er nánast engin og flóð tilboða
flæðir yfir heimilin án þess að þeim sé veitt
aðstoð til vamar. Gylliboðin eru ekki einka-
mál markaðsaflanna, það verður að sporna
við, leitast við að jafnvægi ríki milli þekk-
ingar kaupanda og seljanda og umfram allt
þarf að veita heimilum stuðning til sjálf-
stæðrar ákvarðanatöku.
0Framvegis mun Elfn Sigrún Jónsdóttir,
forstöðunmður Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna, skrifa reglulega pistla á
neytendasíðu
STEFANIA Valdís Stefansdottir, aðjunkt í heimihsfræði við Kenn-
araháskóla íslands, ásamt nemendum sínum Elísabetu Sigurðardótt-
ur, Guðlaugu Sveinsdóttur, Júlíu Ágústsdóttur, Guðmundu Magnús-
dóttur, Sigrúnu Eggertsdóttur og Ingu Hrönn Grétarsdóttur.
Nemendur á lokaári í heimilisfræði
Mikil sykurneysla
grunnskólabarna
GRUNNSKÓLABÖRN borða að
meðaltali tæplega 2 dl af sykri á
dag,“ segja verðandi heimilis-
fræðikennarar í Kennaraháskóla
íslands um leið og þeir benda á
sykurmagn í ýmsum fæðutegund-
um sem börn neyta oft daglega. I
vikunni kynntu lokaársnemar í
heimilisfræði greinina fyrir
fyrstaársnemum og settu upp
sýningu í sal skólans.
Kennarinn þeirra, Stefanía
Valdís Stefánsdóttir, segir að
heimilisfræðin hafi veigamiklu
hlutverki að gegna í grunnskól-
um landsins, ekki síst með breytt-
um aðstæðum í þjóðfélaginu.
„Það eru ýmsar blikur á lofti
hvað varðar breyttar matarvenj-
ur barna og unglinga. Við búum
í neysluhvetjandi samfélagi og
freistingar sem bjóðast eru mis-
hollar. Svo virðist sem þessi til-
boð nái meira til barna og ung-
linga en einnig virðast neyslu-
hættir á heimilum vera að breyt-
ast. Þessu til staðfestingar eru
engar rannsóknir en við verðum
vör við að börn hafa einhæfan
matarsmekk sem er tengdur því
sem mest er verið að ota að þeim
í umhverfinu. Börn og unglingar
vilja pítsur, pítur, kók, franskar
kartöflur og kokteilsósu."
- Er hefðbundni heimilismatur-
inn á undanhaldi?
„Ég hallast að því að svo sé.
Það þarf ekki annað en að Ii'ta í
frystikistur stórmarkaða. Úrvalið
af hálftilbúnum réttum eykst sí-
fellt, fólk vinnur mikið og hefur
sennilega ekki orku til að elda
þegar heim er komið.“
Stefanía Valdís segir að heim-
ilisfræðikennarar leggi áherslu
á að kenna börnum og ungling-
um að búa til hollan og fljótleg-
an heimilismat, sjóða til dæmis
einfalda fisk- og kjötrétti, og
leggi áherslu á grænmeti og
ávexti og að dregið sé úr fitu og
sykri. „Við reynum að kenna
þeim að bjarga sér sjálf og velja
sér holla fæðu í stað þess að
panta pítsu eða kaupa hálftil-
búna rétti."
gcfur okkur
'|L|Imflrorflr hli™- iugar?
Veist þú hvað það er mikið áf
jsykri í þessu góðgæti? 'Wt
<Trif.
******'&*
'■jfi'nnr i
ÞAÐ er athyglisvert að sjá hversu mikil fita leynist
í einni lítilli dós af kokkteilsósu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í EINNI lítilli femu af Svala em næstum átján litlir
sykurmolar (núorðið ávaxta- og þrúgusykur) og mörg
börn drekka jafnvel tvo Svala í skólanum daglega.
ÓYKURNEYSLA ÚT Á MORGUMRORU:
1 m&.'rfir dítí. gtfur IoSjr, pr.viku aj ST kq 'jfirór'iS\
ItJ* ')fir dik. qefW 3Sr. frviku aj lt k} -rtir M |
ÞAÐ skiptir máli hvernig við smyrjum
brauðsneiðina okkar. Ef við smyijum
brauðið ríkulega er líklegt. að við inn-
byrðum þetta magn af viðbiti á ári.
AÐ meðaltali
borðar grunn-
skólabam sem
samsvarar
tæplega 2 dl af
sykri á dag.
EINS og sést á
þessari mynd
sem heimilis-
fræðinemar út-
bjuggu getur
sykurmagnið í
morgunkorninu
leynt á sér.
ÓYKUHlNNÍHALD NOKKURM AL6£n&Rí
}i,\y
(■*■■*#■» <í#r
■—i,y U,
IrHj-o MfP
Mok&unkorna , uaxo vm> /ptsK u »n st-y.
: iwm« ■ «■*». Skf’
II
i I
I I i
fri'
'ly
‘V.