Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 37
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 37
NEYTENDUR
MÖRG börn eru máluð á öskudaginn. Marg-
víslegir litir eru seldir í verslunum hérlendis
og notaðir sem andlitslitir. Sumir litanna eru
ekki sérstaklega ætlaðir tO notkunar á húð.
Því vilja Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigð-
iseftirlit Reykjavíkur koma á framfæri upp-
lýsingum til þeirra sem hyggjast nota slíka
liti.
„Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði laus-
lega athugun á því í nokkrum verslunum og
leikskólum hvers konar andlitslith- era á mark-
aði“ segja þær Rósa Magnúsdóttir hjá Hefl-
brigðiseftirliti Reykjavíkur og Elín G. Guð-
mundsdóttir hjá Hollustuvernd ríkisins.
„I ljós kom að þeir litir sem seldir eru til
notkunar á húð eru stundum venjulegir fönd-
urlitir og oft er notkunarsvið þeirra einnig
óljóst því merkingum er ábótavant. Þróunin
er samt í rétta átt, þ.e.a.s. úi'val þeirra lita
eykst sem uppfylla settar kröfur. Litir sem
ætlaðir eru til notkunar á húð teljast til
snyrtivara og einnig leikfanga og verða því
að uppfylla ákvæði reglugerða sem eru í gildi
Sumir and-
litslitir
varasamir
um slíkar vörur. Lith-nir skulu vera CE-
merktir.“
Þær segja að CE-merking sé staðfesting
framleiðanda á því að vara, í þessu tilfelli leik-
fang, uppfylli þær kröfur um heilsu, öryggi og
umhverfi sem gerðar eru til viðkomandi vöru
á Evrópska efnahagssvæðinu.
,Á umbúðum allra snyrtivara eiga að koma
fram upplýsingar um innihaldsefni. Þetta þýð-
ir að á húðlitum þarf að vera innihaldslýsing.
Upplýsingar um innihald gera notendum t.d.
mögulegt að forðast ákveðin efni. Ef ekki er
rými fyrir innihaldslýsingu á umbúðunum
þarf að vera hægt að fá slíkar upplýsingar hjá
seljanda. Ekki er ráðlegt að nota húðliti á ein-
staklinga sem eru ofnæmisgjarnir eða með
viðkvæma húð, því að þrátt fyrir að vara upp-
fylli settar kröfur getur hún valdið ertingu.
• Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Hollustu-
vernd ríkisins beina þeim tilmælum til for-
eldra og annarra sem nota andlitsliti að hafa
eftirfarandi í huga:
• 1. Gætið þess að húðlitir sem þið kaupið séu
ætlaðir tfl notkunar á húð, séu CE-merktir og
með upplýsingum um innihald.
• 2. Lesið innihaldslýsingu og forðist liti sem
ekki er hægt að fá fullnægjandi upplýsingar
um hjá seljanda.
• 3. Gætið fyllsta hreinlætis við meðhöndlun
litanna, þvoið vel pensla og önnur áhöld sem
komast í snertingu við litina, sérstaklega ef
sömu áhöld eru notuð fyrir marga einstak-
linga.
• 4. Gætið þess að litirnir berist ekki í augu.
Morgunblaðið/Sverrir
Saumum
öskupoka
með börn-
unum
ÞAÐ er ekki mjög langt síðan flest
börn skemmtu sér við að sauma
öskupoka og hengja á þá vegfar-
endur sem á vegi urðu. Síðustu ár
hefur þessi siður hins vegar vikið
fyrir ótæpilegri sælgætissöfnun
ungviðisins. Væri ekki tilvalið að
endurvekja þennan sið, sauma um
helgina gamaldags öskupoka með
börnunum? Þau geta svo dundað
sér við að hengja poka hvert á ann-
að og konur og karla sem á vegi
verða. Kannski draga þau úr
nammiátinu í leiðinni.
Efnispjatla, tvinni
og títuprjónn
Það er lítið mál að sauma ösku-
poka og margir krakkar ráða auð-
veldlega við saumaskapinn. Hægt
er að nota hvaða efnisafgang sem
er nú eða þá hárborða ef því er að
skipta. Pokinn er saumaður saman
á hliðunum og rykktur efst. Tvinni
er festur í pokann og títuprjónn
sem beygja má auðveldlega er
bundinn fastur á spottann.
I bókinni Saga daganna er að
finna lýsingu Þuríðar Kúld á ösku-
deginum árið 1870. „Næsti dagur
var öskudagur. Til hans hafði ver-
ið efnt með því að sauma ógrynni
af öskupokum. Þeir voru fæstir úr
fínu efni, hver smápjatla sem hönd
á festi var notuð. Svo var látin
aska í posann og stungið í hann
bognum títuprjóni. Sams konar
posa fengu piltarnir sér og létu í
smásteina. Gekk svo allur dagur-
inn í glettingum. Stúlkurnar
reyndu að hengja öskupoka á pilt-
ana og þeir að koma á þær steini.
Varð oft að þessu hin mesta
skemmtun, en stundum leiddi illt
af ef í hlut áttu uppstökkir eða hé-
gómalegir menn.“
Það má eflaust skipta ösku og
steinum út fyi'ir málshætti eða
teikningu nú eða þá eitthvað ennþá
rómantískara eins og fallegt ljóð ef
hengja á poka á sína heittelskuðu
eða sinn heittelskaða.
'°Vmtunr
Fá3u þér Peugeot 306 Venturer á hættulega lágu verði. Notaðu mismuninn
sem þú sparar til að fara nákvæmlega þangað sem þig langar. Skelltu skíðunum
eða hjólunum á grindina.tjaldvagninum á krókinn, útivistargræjunum og nestinu
í skottið og vinum og börnum í bílinn, keyrðu út á land eða út á flugvöll og upplifðu
ný og spennandi ævintýri á hverjum degi.
Það ævintýralegasta er að Peugeot 306 Venturer er á óbreyttu verði, aðeins
1.450.000 krónur. Það er leit að jafn ævintýralegum bíl á jafn ævintýralegu verði.
Og ævintýrið byrjar í Jöfri í dag. Vertu með!
Peugeot 306 Venturer
fullur af fjöri
1600 cc vél
1" upphækkun
14" álfelgur
fjarstýrðar samlæsingar
þjófavörn
útvarp stillt í stýri
rafmagn í rúðum
þokuljós
hjóla- og skíðagrind
dráttarkrókur
og ævintýralegt verð
PEUGEOT
Bilvtr, Akranesi • Bilatangi, ÍsafirBi ■ Bílasala Akureyrar • SkipaafgrelBsla Húsavikur • Fe11, EgilsstöBum ■ vélsmiSja Kornafjarðar ■ BC Bílakringlan, Kcflavik
Ævintýralegur bíll
á ögrandi verði!
Otrúlega vel
útbúinn ferðabíll
á aðeins...
1.450.000 kr
Takmarkað magn á þessu verði