Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 39
38 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NIÐURSTAÐA
ÖLDUN G ADEILD AR
Niðurstaða öldungadeildar Bandaríkjaþings í réttarhöld-
unum yfir Clinton, Bandaríkjaforseta, er þrátt fyrir
allt sigur fyrir bandaríska stjórnkerfið. Þótt forsetinn hafi
sýnt ótrúlegt dómgreindarleysi í einkalífi sínu réttlætti það
ekki brottvikningu úr embætti. Málarekstur repúblikana
var augljóslega á pólitískum forsendum. En að lokum urðu
nægilega margir úr þeirra hópi til þess að skerast úr leik
og öldungadeildin komst að réttri niðurstöðu.
Að baki þeirri ákvörðun forystumanna repúblikana að
ganga svona langt í baráttunni gegn Clinton hlýtur að
liggja djúpstætt hatur. Það á sér sennilega tvær megin
skýringar. Að einhverju leyti eru repúblikanar að hefna
harma frá því að Nixon varð að segja af sér embætti fyrir
aldarfjórðungi vegna Watergate-mála. Margir áhrifamenn í
flokki repúblikana nú voru nánir samstarfsmenn Nixons og
hafa engu gleymt. Að öðru leyti er ljóst, að í hópi repúblik-
ana eru áhrifamiklir aðilar, sem telja, að Clinton og sam-
starfsmenn hans ætli að breyta bandarísku þjóðfélagi á
þann veg, að gangi gegn ríkurn hagsmunum, sem
repúblikanar standa vörð um. Þess vegna vildu þeir annað-
hvort koma honum frá völdum eða lama forsetann svo
mjög, að hann mundi lítil áhrif hafa það sem eftir væri kjör-
tímabils hans. Þessi ráðagerð hefur mistekizt. Nú þegar
hafa tveir forystumenn repúblikana í fulltrúadeildinni orðið
að segja af sér vegna afleiðinga þessa máls og nú er spurt
hver verði örlög margra þingmanna repúblikana í næstu
kosningum, sem harðast gengu fram gegn Clinton.
Forsetinn sjálfur gengur auðvitað frá þessum leik
breyttur maður. Allt þetta mál hefur verið þungt persónu-
legt og pólitískt áfall fyrir Clinton. Og það mun fylgja hon-
um lengi. Aðrir stjórnmálamenn horfast nú í augu við, að
einkalíf þeirra er orðinn þáttur í hinni pólitísku baráttu í
ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Það á eftir að verða gífur-
legt álag fyrir fjölskyldur þessara manna. Enginn er full-
kominn. Ekki er ósennilegt að eftir þá lífsreynslu, sem
Clinton hefur gengið í gegnum vegna eigin mistaka, muni
margir þeirra, sem þátt taka í stjórnmálum bæði í Banda-
ríkjunum og annars staðar, hugsa sitt mál og fremur láta af
stjórnmálaafskiptum en eiga það á hættu að einkalíf þeirra
verði opin bók, eins og Bandaríkjaforseti hefur kallað yfir
sig.
Hins vegar benti ræða Clintons á Bandaríkjaþingi fyrir
nokkrum vikum til þess, að enn væri mikill kraftur og end-
urnýjun í þeim hópi samstarfsmanna hans, sem vinna að
stefnumörkun fyrir forsetann. Þær hugmyndir standa fyrir
sínu og eiga augljóslega eftir að móta stjórnmálaumræður í
Bandaríkjunum næstu misserin. Bandarískt þjóðfélag kall-
ar á stórfelldar umbætur og um þær umbætur standa djúp-
stæðar deilur. Clinton hefur lagt fram hugmyndir um í
hverju þær umbætur geti verið fólgnar og það framtak
verður ekki frá honum tekið, þótt forsetinn hafi ekki kunn-
að fótum sínum forráð í kvennamálum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með aðlögun bandarískra
fjölmiðla að breyttum aðstæðum. Geta þeir losnað við Mon-
icu Lewinsky úr hugarheimi sínum? Fjölmiðlarnir vestan
hafs hafa verið helteknir af þessu máli og geta ekki haldið
því fram, að almenningur hafi gert kröfu til þess. Eini aðil-
inn í Bandaríkjunum, sem hélt jafnvægi í þessari fáránlegu
orrahríð var hinn almenni borgari í Bandaríkjunum. Þar
ríkti heilbrigð skynsemi, sem ekki einkenndi gerðir forset-
ans né viðbrögð þingmanna repúblikana.
Samband Clintons og Lewinskys og allar hugsanlegar
hliðar þess máls einokaði bandaríska fjölmiðla nánast allt
sl. ári. A hverju einasta kvöldi frá því snemma árs 1998 má
segja að stanzlausar umræður hafi staðið í öllum banda-
rískum sjónvarpsstöðvum um málið. Alls kyns „sérfræðing-
ar“ voru kallaðir fram til þess að setja fram skoðanir um
hvaðeina, sem hægt var að finna til þess að ræða um. Þessi
ofkeyrsla var sjúkleg og kannski má segja að málið allt hafi
leitt í ljós, að alvarlegur gröftur hafði búið um sig í hinu
pólitíska samfélagi í Washington, sem varð að brjótast út.
Nú bíður það stjórnmálamanna og fjölmiðla að sýna, að
þessir aðilar séu færir um að ræða um eitthvað annað en
kvennamál Clintons. Það er engan veginn ljóst, að þeim
takist það. Miðað við það leikhús fáránleikans, sem staðið
hefur yfir í Washington, má allt eins búast við því að sjálfs-
skoðun stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna í framhaldi af
lyktum málsins standi í langan tíma og fari að sjálfsögðu
fram fyrir opnum tjöldum.
Opinberum starfsmönnum fækkar á landsbyggðinni en fjölgar í Reykjavík
62,8%
52,1%
39,2%
Hlutfallsleg dreifing íbúa, útgjalda og stöðugilda
á kjördæmin árið 1997
/r~
Hlutfall íbúa
— Hlutfall útgjalda
Hlutfall stöðugilda
5,1% 5,2% ,
♦i*
‘P'
11,9%
t;
9,8% gi%,„
rá^dÍ7,8%
IILI
Reykjavík
3,5% 3,1% 3,3% o-i% 3,6% 3;9% 31% ij
r_i ■□□ mmm I
Reykjnes Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland
7,5% 7,6%
4,6% 4,5% „„ I : ]| .I^
nnPi I I 1
45,5%
Hlutfallsleg dreifing íbúa og
útgjalda ríkisins vegna stuðnings við
húsnæðiskerfið, eignar- og leiguíbúðir, árið 1997
Hlutfall íbúa
— Hlutfall útgjalda
5,1%
3^L 3'2% 2,3% 3’6% 2,6%
9,8% 9,6%
0
4,6%
7,5%
3,2%
4,7%
Reykjavík Reykjnes Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland Suðurland
Mínna kemur í hlut
landsbygffðarinnar
Utlánatöp í Reykjavík og öðrum kjördæmum 1994-97
Upphæðir í 2 93g
milljónum kr.
Reykjavík
2.115
1.915
1.729 pq
1.581
ii
Önnur
kjördæmi
Hlutfallsleg skipting
n ,. ......... Önnur
Reykjavík 63^0% Mi2% kjördæmj
51,8%
54,7% I
41,8%
1.607
1.310
1.127
48,2%
45,3%
37,0%
1994’95 '96 ’97 1994'95 '96 ’97 1994 ’95 '96 '97 1994 '95 ’96 ’97
Skýrsla sem Byggða-
stofnun hefur látið vinna
sýnir að landsbyggðin
ber skarðan hlut frá
borði varðandi aðgang
að húsnæðisstyrkjum og
opinberum störfum.
Einnig tapar bankakerf-
ið meira fé á viðskiptum
við Reykvíkinga en
landsbyggðarfólk.
STARFSMÖNNUM opinberra
stofnana fjölgaði um 424 á
tímabilinu 1994-1997. Þrátt
fyrir samþykkt Alþingis frá 6.
maí 1994 um að auka þjónustu og
starfsemi opinberra stofnana á lands-
byggðinni en draga saman á höfuð-
borgarsvæðinu varð öll fjölgunin í
Reykjavík og á Reykjanesi. Par fjölg-
aði opinberum störfum um 455 en í
öðrum kjördæmum fækkaði stöðu-
gildum við opinberar stofnanir um 31
á tímabilinu.
I skýrslu, sem Haraldur L. Har-
aldsson hefur unnið fyrir Byggða-
stofnun og kynnt var á blaðamanna-
fundi í gær kom fram að 62,8% stöðu-
gilda opinberra stofnana, samkvæmt
A-hluta ríkissjóðs; tilheyra Reykja-
víkurkjördæmi. I Reykjavík búa
39,2% landsmanna en þangað renna
52,1% af þeim hluta ríkisútgjalda,
sem hægt er að heimfæra á ákveðin
kjördæmi.
í öllum öðrum kjördæmum er hlut-
fall stöðugilda hjá hinu opinbera
lægra en hlutfall af íbúatölu á landinu.
Einkum er það Reykjanes sem ber
skarðan hlut frá borði í þessum sam-
jöfnuði. Þar búa 27% landsmanna, þar
starfa 11,9% opinberra starfsmanna
og þangað renna 14,4% heildarút-
gjalda ríkisins.
Á hinn bóginn virðist allgóð fylgni
milli hlutfalls ríkisútgjalda til lands-
byggðarkjördæma og hlutfallstölu
þeirra af íbúafjölda á árinu 1997. Það
skýrist af því að hlutfallslega meira af
framlögum til fjárfestinga er varið á
landsbyggðinni. Ekki var þó í skýrsl-
unni greint frá dreifingu fjárfestinga
milli kjördæma.
Haraldur L. Haraldsson, segir að
þegar borið sé saman hlutfall stöðu-
gilda við hlutfall af útgjöldum sé ljóst
að þau útgjöld sem renna til launa-
greiðslna skapi mesta eftirspum og
þar sé hlutur Reykjavíkur drýgstur.
„Aftur á móti fer hærra hlutfall af út-
gjöldum ríkisins í öðram kjördæmum
til fjárfestinga sem skapa ekki jafn-
mikla eftirspurn og launagreiðslur,"
segir í skýrslunni.
Haraldur rökstuddi þetta með því
að t.d. hefði opinbert framlag til fjár-
festinga á Vestfjörðum minnkað um 1
milljarð króna frá 1994-1997, vegna
þess að jarðgangagerð er lokið. Þess-
um milljarði hefði þó ekki nema að
litlu leyti verið eytt í kjördæminu
heldur hefði hann að mestu runnið til
verktaka, sem búsettir væru annars
staðar, og starfsmanna þeirra og til
að greiða fyrir viðskipti við fyrirtæki
erlendis og í öðrum landshlutum. Það
fé sem renni sem launagreiðslur í
vasa fólks sem búsett er á staðnum
fari hins vegar til þess að skapa eftir-
spurn í atvinnulífi í þeim byggðarlög-
um. „Eg tel vænlegra að skapa störf
en byggja menningarhallir," sagði
Haraldur.
Aukningin í Reykjavík hærri en
það sem þrjú kjördæmi fá til sín
Einnig kom fram hjá Haraldi að
ríkisútgjöld til þriggja kjördæma á
landinu væru lægri en sem nemur
þeirri aukningu, sem orðið hefur í
framlögum til Reykjavíkur frá
1994-1997.
Haraldur segir að við vinnu sína
hafi hann byggt á uppsetningu ríkis-
reikninga og skipt útgjöldum stofn-
ana, sem flokkast undir A-,B-, C-,D-
og E-hluta, eftir kjördæmum nema
vegna fyrirtækja í E-hluta þar sem
eignarhlutur ríkisins er minni en 50%.
Þess var gætt að framlög úr A-
hluta, þ.e. almennum rekstri ríkis-
sjóðs, að undanskildum ríkisfyrir-
tækjum, ríkisfyrirtækjum (B-hluti),
lánastofnunum (C-hluti), fjármála-
stofnunum (D-hluti) og hlutafélögum
(E-hluti), væru ekki tvítalin. Þá voru
framlög til grunnskóla með öllu und-
anþegin í samanburðinum en hann
færðist til sveitarfélaga í upphafi árs
1997.
Haraldur sagði að reynt hefði verið
að skilgreina útgjöld þannig að þau
teldust til þess staðar þar sem fjár-
munum er ráðstafað, þ.e. þar sem við-
komandi stofnun eða útibú er stað-
sett.
„Það má þó ljóst vera að um getur
verið að ræða nokkra óvissu við að
skilgreina hvernig útgjöld deilast á
kjördæmi. Þótt leitast hafi verið við
að hafa sem mesta nákvæmni er þess
að gæta að einhverjar skekkjur kunna
að leynast í skiptingu á milli kjör-
dæma,“ segir í inngangi að skýrsl-
unni.
Haraldui' segist þó telja að skipta
megi þorra ríkisútgjalda niður á kjör-
dæmi. Af 123,7 milljarða ríkisútgjöld-
um á A-hluta ríkissjóðs árið 1997 vora
einungis um 25 milljarðar sem hann
taldi ekki hægt að skipta niður með
þeim hætti. Af þeirri fjárhæð voru
tæplega 15 milljarðar vegna fjár-
magnskostnaðar ríkissjóðs.
Áhrif markaðsvæðingar
Alls er að finna hjá ríkisstofnun-
um (A-hluta) 17.662 stöðugildi í lok
árs, sem var fjölgun um 424 eins og
fyrr sagði frá 1994. Hjá ríkisfyrir-
tækjum, -hlutafélögum og fjármála-
stofnunum voru stöðugildi 6.325 og
hafði fækkað frá 1994 um 119. Þar
horfir svo við að fækkunin hefur orð-
ið mest í Reykjavík, eða um 130 störf
en í öðrum kjördæmum hefur störf-
um hjá þessum stofnunum fjölgað
um 11.
Skýring á þessu misræmi í fjölda
starfsmanna A- og B-hluta, eru að
mati Haralds og Guðmundar
Malmquist, framkvæmdastjóra
Byggðastofnunar, að leita í áhrifum
markaðsvæðingar fjármálalífsins og
ýmissa ríkisfyrirtækja, sem hafi leitt
til fækkunar starfa.
títlánatap mest í Reykjavík
Þeir telja einnig að líklega megi
leita skýringa í markaðsvæðingu fjár-
málamarkaðarins undanfarin ár á því
að meirihluti útlánataps þess hluta
fjármálakerfisins, sem ríkið tekur
þátt í að reka, á sér nú stað í Reykja-
vík og hefur aðstaða landsbyggðar og
höfuðborgar snúist við frá 1994-1997
hvað þetta varðar.
Egill Jónsson, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, sagði á fundinum
að þessi niðurstaða sýndi og sannaði
að það væri rangt, sem margir hefðu
haldið fram í almennri umræðu.
„Menn hafa talið að hlutur lands-
byggðarinnar væri ekki sérlega góður
í þessum efnum og bankarnir hafa
sett sína taxta upp miðað við það að
það væri hættulegra að sýsla með
peningana út um hinar dreifðu byggð-
ir en þar sem markaðurinn er stærri,“
sagði Egill.
Húsnæðisstuðningur
mestur á sv-horni
í könnun Haralds L. Haraldssonar
var einnig kannað hvernig stuðningur
ríkisins við íbúðareigendur og -leigj-
endur hefði skipst milli kjördæma,
með greiðslu vaxtabóta, niður-
greiddra vaxta og með húsaleigubót-
um.
Einnig í þessum samanburði hallar
á landsbyggðina, að sögn skýrsluhöf-
undar. Reykvíkingar, sem eru eins og
fyrr sagði 39,2% íbúa, njóta 45,5% út-
gjalda ríkisins vegna stuðnings við
húsnæðiskerfið. Reyknesingar, sem
eru 27% landsmanna, njóta 28,7%
stuðnings. Segja má að jafnvægi ríki í
Norðurlandi eystra, þar sem búa 9,8%
þjóðarinnar og njóta 9,6% húsnæðis-
stuðnings. I öðrum kjördæmum er
stuðningur vegna húsnæðiskostnaðar
lægri en hlutfall af íbúafjölda á land-
inu.
Frá 1994-1997 hækkaði stuðningur
ríkisins við þennan málaflokk úr 4.130
milljónum króna í 5.389 milljónir
króna en ekki verður séð að dreifingin
milli kjördæma hafi breyst umtals-
vert á samanburðai’tímanum.
Haraldur lýsti þeini skoðun sinni
að þjóðhagslega hagkvæmt væri að
dreifa ýmsum opinberum störfum t.d.
milli Reykjavíkur og Reykjaness í
auknum mæli, m.a. til þess að nýta
fjárfestingu.
Þannig kvaðst hann gagnrýna að
umhugsunar- og umræðulaust, að því
er virtist, hefði stofnunum á borð við
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og
Nýsköpunarsjóð verið valinn staður í
Reykjavík þegar hagkvæmt hefði
verið að reyna að velja þeim stað í
Kópavogi. Þótt þar væri um að ræða
eitt atvinnusvæði teldi hann hag-
kvæmt að dreifa opinberri starfsemi
betur um svæðið en nú er gert. Með
sama hætti mætti gagnrýna að mið-
stöð alþjóðaflugþjónustu hefði verið
valinn staður á Reykjavíkurflugvelli
en ekki í Keflavík.
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 39 »
Bill Clinton sýknaður í réttarhaldi öldungadeildar Bandaríkjaþings
Helstu valdastofnanirnar
hafa beðið álitshnekki
Réttarhaldi öldunga-
deildar Bandaríkjaþings
í máli Bills Clintons er
lokið en ljóst er að það
mun draga dilk á eftir
sér fyrir helstu valda-
stofnanir landsins og
rýra frekar traust al-
mennings á valdamönn-
unum í Washington og
fjölmiðlunum sem hafa
velt sér upp úr hneyksl-
ismálinu í rúmt ár.
Reuters
45 ÞINGMENN öldungadeildarinnar fundu Bill Clinton sekan um að hafa framið meinsæri en 55 sýknuðu hann.
BILL Clinton Bandaríkjafor-
seti hrósaði sigri í gær þegar
öldungadeild þingsins sýkn-
aði hann af ákærunni um að
hafa framið meinsæri og lagt stein í
götu réttvísinnar til að leyna sam-
bandi sínu við Monieu Lewinsky, fyrr-
verandi starfsstúlku í Hvíta húsinu.
Þessi sigur var þó dýrkeyptur fyrir
forsetann og ljóst er að málið hefur
skaðað bandaríska stjórnkerfið og
kynt undir vantrausti almennings á
stjórnmálamönnunum.
Rúmt ár er nú liðið frá því Lewin-
sky-málið komst í hámæli og Clinton
hefur hvað eftir annað verið auðmýkt-
ur frammi fyrir alþjóð. Hann stóðst þó
þessa eldraun, hélt velli og nýtur enn
mikillar hylli meðal þjóðarinnar. Sið-
ferðisleg staða hans hefur hins vegar
versnað, stefna hans hefur horfið í
skuggann og hans verður að öllum lík-
indum einkum minnst sem eina banda-
ríska forsetans á öldinni sem hefur
verið ákærður til embættismissis.
Bandaríska þingið hefur einnig beð-
ið álitshnekki vegna meðferðar máls-
ins, sem einkenndist oftast af flokka-
dráttum repúblikana og demókrata.
Málið hefur einnig skaðað bandarísku
fjölmiðlana, sem margir telja að hafi
farið offari í umfjöllun sinni um málið.
William Galston, prófessor við Mar-
yland-háskóla, segir að enginn vafi
leiki á því að Lewinsky-málið hafi vald-
ið helstu valdastofnunum Bandaríkj-
anna „miklum skaða“. „Spuraingin er
hins vegar hversu lengi hann varir.“
Sam Nunn, fyrrverandi þingmaður
demókrata, tekur undir þetta og segir
að allar meginstoðir bandaríska
stjórnkerfisins, sem tengdust málinu,
hafi beðið hnekki, „að stjómarskránni
undanskilinni".
Afleiðingarnar ekki þær sömu
og í Watergate-málinu
Fréttaskýrendur telja þó að áhrif
hneykslismálsins til lengri tíma litið
verði gjörólík afleiðingum Watergate-
málsins, sem varð Richard
Nixon að falli fyrir aldar-
fjórðungi. Watergate-málið
varð til þess að virðing fjöl-
miðlanna jókst og völd
þingsins jukust nokkuð á
kostnað forsetaembættis-
ins. Mál Clintons er hins vegar talið
hafa rýrt traust almennings á fjölmiðl-
unum og ólíklegt þykir að róttækar
breytingar verði gerðar á valdsviði
forsetans vegna misgjörða hans.
Mál Clintons gæti hins vegar kynt
undh' vantrausti almennings í garð
þingsins í Washington og dregið dilk á
eftir sér fyrir repúblikana.
Bandarískir fréttaskýrendur spá
því að málið hafi mun minni áhrif á
forsetaembættið til lengri tíma litið.
„Watergate-málið hafði djúpstæð
áhrif á forsetaembættið," sagði Ro-
bert Dallek, sem skrifaði ævisögu
Lyndons Johnsons, fyrrverandi for-
seta. „[Mál Clintons] er miklu fremur
persónulegt vandamál en stjórn-
kerfiskreppa.“
WILLIAM Rehnquist, forseti
hæstaréttar Bandaríkjaima, ber
fundarhamri til merkis um að
réttarhaldinu í máli Clintons sé
lokið.
Fræðimenn, sem hafa rannsakað
sögu forsetaembættisins, segja þó að
mikilvægi embættisins hafi minnkað í
augum almennings eftir að kalda
stríðinu lauk. „Fólkið talar ekki leng-
ur um það með bljúgum virðingar-
tóni,“ sagði Ross Baker, fræðimaður
við Rutgers-háskóla. „Bill Clinton hef-
ur tekist að ýta undir þá þróun.“
Baker bætti þó við að breytingarnar
á stöðu forsetaembættisins hefðu
hingað til orðið vegna „ytri aðstæðna
eins og kreppu, borgarastyrjaldar,
heimsstyrjalda og kalda stríðsins
fremur en persónuleika einstakra for-
seta.“
Richard Fenno, fræðimaður við
Rochester-háskóla, sagði
að réttarhald öldunga-
deildarinnar væri „allmikil
hneisa“ fyrir þingið en
spáði því að ekkert lát yrði
á flokkadráttunum þar
sem repúblikanar hefðu
gefið höggstað á sér og demókratar
kynnu að notfæra sér það til hins
ýtrasta.
Fjölrniðlarnir gagnrýndir
Bandarísku fjölmiðlarnir hafa
einnig verið gagnrýndir fyrir að hafa
velt sér upp úr málinu með linnulaus-
um vangaveltum, viðtölum og útlist-
unum dag eftir dag frá því Lewinsky-
málið komst í hámæli. ,Almenningi
gremst þetta og lítur svo á að fjöl-
miðlarnir hneigist til að hrapa að
ályktunum," sagði Tom Rosensteil,
fyrrverandi blaðamaður og nú yfir-
maður stofnunar sem beitir sér fyrir
bættri fjölmiðlun. „Heimildarmönn-
um, sem reyna að notfæra sér fjöl-
miðlana, hefur vaxið ásmegin og þeir
eiga nú auðveldara með að ráðskast
með þá.“
Tim Russert, yfirmaður fréttastofu
NBC-sjónvarpsins, benti á þá hættu
að fjölmiðlamir hefðu sjálfir óæskileg
áhrif á framvindu þeirra mála sem
þeir fjalla um. „Þegar fjölmiðlamir
einbeita sér að ákveðnu máli getur svo
farið að þeir knýi það áfram, segi ekki
aðeins frá því.“
Þeir sem fóru verst út úr máli Clint-
ons og Lewinsky eru þó repúblikan-
arnir Newt Gingrich, fyrrverandi for-
seti fulltrúadeildarinnar, og Bob Li-
vingston, sem var kjörinn eftirmaður
hans. Gingrich sagði af sér í nóvember
vegna kosningaósigurs repúblikana,
sem var einkum rakinn til framgöngu
þeirra í máli Clintons. Mánuði síðar
tilkynnti Livingston að hann myndi
ekki taka við af Gingrieh og viður-
kenndi að hafa haldið framhjá konu
sinni eins og Clinton.
Henry Hyde, formaður dómsmála-
nefndar fulltrúadeildarinnar og aðal-
saksóknai’i hennar í réttarhaldinu,
neyddist einnig til að játa að hafa
haldið við gifta konu löngu áður þegar
hann var á fimmtudagsaldri. Hann
lýsti því sem „ungæðislegri ógætni“
og hélt starfinu, en orðspor hans sem
ráðvands stjómmálamanns beið
nokkurn hnekki.
2,8 milljarða rannsókn
Niðurstaða öldungadeildarinnar er
ennfremur ósigur fyrir Kenneth St-
arr, er var falið að stjórna rannsókn á
svokölluðu Whitewater-máli, sem
snýst um viðskipti Clintons
þegar hann var ríkisstjóri
Arkansas. Rannsóknin stóð
í fjögur ár og kostaði skatt-
greiðendur rúma 40 millj-
ónfr dala, andvirði 2,8
milljarða króna.
Rannsókn Starrs hófst í ágúst 1994,
tveimur árum áður en Clinton var
endurkjörinn, og vatt smám saman
upp á sig. Paula Jones höfðaði mál á
hendur Clinton í maí 1994 og sakaði
hann um kynferðislega áreitni á hóteli
í Arkansas þremur áram áður. Sú
ásökun hafði afdrifaríkar afleiðingar
fyrir forsetann því lögfræðingar Jones
fengu ábendingu frá óþekktum manni
um að Clinton hefði verið í þingum við
Monicu Lewinsky.
Lewinsky var stefnt sem vitni í máli
Jones og undirritaði eiðsvarna yfirlýs-
ingu 7. janúar á liðnu ári þar sem hún
neitaði því að hafa átt í kynferðislegu
sambandi við forsetann. Fyrrverandi
vinkona hennai', Linda Tripp, olli hins
vegai' miklu uppnámi fimm dögum síð-
ar þegar hún afhenti Starr hljóðritanir
af samtölum sínum við Lewinsky, sem
lýsti þar sambandi sínu við forsetann
á opinskáan hátt. Daginn eftir fór
Tripp á fund Lewinsky á hóteli í Virg-
iníu og faldi á sér hljóðnema með hjálp
bandarísku alríkislögreglunnar FBI
til að taka samtal þeirra upp.
Þremur dögum síðar, eða 13. janú-
ar, fékk Starr heimild til að rannsaka
Lewinsky-málið. Daginn eftir bar
Clinton vitni í máli Jones og neitaði
því að hafa verið í þingum við Lewin-
sky.
Forsetinn lýsti því síðan yfir opin-
berlega 26. janúar á liðnu ári að hann
hefði ekki átt í kynferðislegu sam-
bandi „við þessa konu, Monicu Lewin-
sky“ og neitaði því að hafa beðið hana
að bera Ijúgvitni.
Málshöfðun Jones var vísað frá í
apríl á liðnu ári en rannsóknin á af-
sprengi hennar, Lewinsky-málinu,-
hélt áfram. Clinton bar vitni fyrir
kviðdómi vegna rannsóknar Starrs 17.
ágúst sl. og viðurkenndi þá að hafa átt
í „óviðurkvæmilegu" sambandi við
Lewinsky.
Atkvæði féllu eftir flokkslínum
Starr sendi þinginu skýrslu í sept-
ember þar sem hann kvaðst hafa aflað
„trúverðugra upplýsinga“ sem kynnu
að réttlæta málshöfðun á hendur for-
setanum til embættismissis. Dóms-
málanefnd fulltrúadeildarinnai' sam-
þykkti síðan að leggja til að þingið
hæfi rannsókn sem leitt gæti til máls-
höfðunar.
Atkvæði féllu eftir
flokkslínum í dómsmála-,.
nefndinni og einnig í full-
trúadeildinni 8. október
þegar hún samþykkti rann-
sóknina.
Eftir að dómsmálanefnd-
in hafði rannsakað málið lagði hún til,
enn eftir flokkslínum, að höfðað yrði
mál á hendur forsetanum. Fulltrúa-
deildin samþykkti síðan 19. desember
að höfða mál gegn forsetanum fyrir að
fremja meinsæri og hindra framgang
réttvísinnar og atkvæði féllu því sem
næst alveg eftir flokkslínum.
Réttarhald öldungadeildarinnar
hófst 7. janúar og í gær, rúmum mán-
uði síðar, var forsetinn sýknaður af
báðum ákæruatriðunum. Tíu þing-
menn repbúblikana snerust að þessu
sinni á sveif með demókrötum í at-
kvæðagreiðslunni um meinsærisá-
kæruna og fimm repbúblikanar
komust að þeirri niðurstöðu að for-
setinn hefði ekki lagt stein í götu
réttvísinnar.
Mál forsetans
hefur skaðað
þingið og
fjölmiðlana“
„Clinton hélt
velli en ekki
Gingrich og
Livingston“