Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAE 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hverir og
kvæði
„Það er vissulega ekki nýtt að erlend skáld
heillist afíslandi og íslenskum efnum.
Mörg þeirra hafa látið sér annt um landið
og bókmenntir þess og gengið í skóla hjá
fornum höfundum og nýjum. “
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
Danska skáldkonan
Pia Tafdrup sem
hlaut Bókmennta-
verðlaun Norður-
landaráðs fyrir
ljóðabók sína Dronningeporten
yrkir um Island í bókinni. LJóð
sitt neftiir hún Nordisk grálys
og það speglar íslenskan frost-
dag í huga skáldkonunnar.
„Heldur en að vefja mig í
þykka kápu/ vil ég renna mér
ofan í vatnið frá goshverunum/
fá mér morgunbað undir nor-
rænum himni“, yrkir Tafdrup
sem hefur gert vatn að megin-
þema bókar sinnar.
Pað er vissulega ekki nýtt að
erlend skáld heillist af Islandi
og íslenskum
VIÐHORF eftium. Eins og
Alastair Rolfe
útgáfustjóri
Penguin Press
benti á þegai’ hann skrifaði und-
ir samning um útgáfu íslend-
ingasagna hafa bresk skáld frá
Sir Walter Scott og Wiliam
Morris til W.H. Audens, Seam-
us Heaney og Ted Hughes látið
sér annt um landið og bók-
menntir þess. Þeir gengu í skóla
hjá fornum höfundum, lærðu af
þeim og tóku mið af þeim í eigin
skáldskap.
W.H. Auden sem Rolfe
minntist svo réttilega skrifaði
ósvífiia bók um ísland á yngri
árum ásamt ferðafélaga sínum,
skáldinu Louis McNeice, síðar
kom hann aftur til Islands og
kallaði landið „heilaga jörð“.
Eftir það orti hann ljóðið Island
í endursýn og var enn kjaftfor,
þó orðinn kristinn, þurfti endi-
lega að koma að hægðavanda-
málum sínum. Mörgum Islend-
ingum þótti það óviðeigandi, en
hugguðust við að lesa línuna um
að Island væri ekki enn orðið
„vulgar" ruddaríki. Kannski
átti landið sér von?
Auden sagði í samtali þeirra
Matthíasar Johannessen að það
hefði ávallt heillað sig hve vel
Islendingar skrifuðu prósa
mörgum öldum áður en slíkai’
sögur voru skrifaðar annars
staðar í Evrópu (sjá M Samtöl
1,1977).
Auden reyndi þó ekki að
þýða sögurnar svo mér sé
kunnugt en þýddi í staðinn
Eddukvæði ásamt P.B. Taylor
(The Elder Edda, 1969), og
reyndi m.a. við Völuspá sem
hann taldi að öllum líkindum
mest Eddukvæða. Hann vissi
að fólk í enskumælandi löndum
þekkti sögurnar en aftur á móti
lítið til ljóðanna. Hann valdi
hluta úr Völuspá í safnritið A
Certain World, úrval úr heims-
bókmenntum sem kom út 1970.
Því miður virðist Auden hafa
gefist upp við Edduþýðingam-
ar. A lokaárum ævi sinnar þeg-
ar hann bjó í Vínarborg dund-
aði hann sér mest við að þýða
óperutexta og hafði eflaust ofan
af fyrir sér með þeirri iðju.
Skáldskapur hans er ekki
gleymdur en ekki mikið í um-
ræðunni nú. Ljóði eftir hann
skaut upp á stjömuhimininn
þegar það var notað í frægri
kvikmynd um brúðkaup og
jarðarför. Það varð til þess að
lítið hefti með nokkmm stutt-
um ljóðum eftir hann var gefið
út og menn gátu kynnst því eða
rifjað það upp hve meistaralega
hann orti.
Irinn Seamus Heaney hefur
oft ort út frá norrænum minn-
um, ekki síst um víkinga og líka
ljóð um Islandsferðir sínar. Ted
Hughes, hið nýlátna enska
skáld, sótti líka í heim íslenskra
fomsagna. Hann var frá Jórvík-
urskíri þar sem Egill Skalla-
grímsson var forðum á ferð og
orti sína nafntoguðu Höfuð-
lausn.
Heitir hverir hafa brotið sér
leið inn í fleiri ljóð en dansks
verðlaunaskálds. Heaney orti
líka um hveri athyglisvert
kvæði. Honum er lagið að sjá
hlutina í eigin ljósi og skapa
óvenjulegar myndir og samlík-
ingar úr hversdagslífinu.
Þegar íslendingasögur koma
út hjá Penguin Press í sam-
ræmdri þýðingu margra þýð-
enda og fræðimanna um sög-
urnar, má búast við meiri út-
breiðslu þeirra en áður. Verður
þó ekki kvartað yfir því að þær
séu ókunnar erlendis. Engin
hætta mun vera á því að þær
verði kynntar sem „norskar",
það nægir vonandi Norðmönn-
um að eigna sér Egil í nýju úr-
vali norskra ljóða.
Oft hef ég undrast skrif er-
lendra blaðamanna um Island.
Aður vora það hverir og amer-
ísk áhrif sem þeir fjölluðu eink-
um um. Nú beinast sjónir
þeirra nær alfarið að næturlíf-
inu og drykkjusiðum Islend-
inga, hinna vanþróuðu villi-
manna.
Auden var að vísu skáld en
vissulega eins konar blaðamað-
ur líka. Dómgirnina skorti hann
ekki.
I ljóðinu ferð til Islands (sem
er að minnsta kosti írægt á Is-
landi) og birtist að mig minnir
upphaflega í Letters from
Iceland segir hann m.a.: „I afdal
hvín jazzinn, og æskunnar feg-
urð/ fær alþjóðlegt filmbros á
vör.“ Onnur kunn lína í þýðingu
Magnúsar Asgeirssonar er: „Því
Evrópa er fjarri, og einnig þá
raunveraleikinn." Þetta var að
sjálfsögðu góð lýsing á gamla
íslandi því að raunveraleiki
Evrópuþjóða var höimulegur á
þessum tímum. Vonsvikið yrkir
samt skáldið:
Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir
unna.
Vor æska ekki neina staðhelgi, vemdað-
an reit.
Og fyrirheitið um ævintýraeyna
er eingöngu fyrirheit.
En er ekki Island enn óraun-
veralegt land langt frá öðram
þjóðum? Land sem setur Piu
Tafdrap í skáldlegar stellingar
og ekki síður landa hennar,
ThorkOd Bjornvig, sem hefur
fundið hér hreinleikann sjálfan,
umhverfi sem er eins konar
Paradís nútímamannsins.
Hverirnir gjósa varlega en
útlendingamir (ekki bara skáld-
in erlendu) eru sápan sem held-
ur þeim við efnið.
MARGMIÐLUN
WILLIAM Gates, forstjóri Microsoft; „I kolli mínum geymi ég gullið,
sem gríp ég höndum tveim ..."
endurgreiðslu
VESTANHAFS glímir nú banda-
ríska dómsmálaráðuneytið við
hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft
um meinta ólögmæta viðskipta-
hætti þess. Ymislegt hefur borið á
góma í þeirri glímu, meðal annars
samninga sem Microsoft hefur
gert við tölvuframleiðendur þar
sem fyrirtækið skyldar þá til að
selja tölvur með Windows upp
settu og jafnvel með öðram hug-
búnaði fyrirtækisins einnig.
Nánast allar einkatölvur sem
seldar era í heiminum í dag era
með Windows upp settu, enda er
tölvan til lítils brákleg ef ekkert er
stýrikerfið. Fáir hafa haft nokkuð
á móti því enda keppinautar
Microsoft allir búnir að lúta í gras
þar til fyrir skemmstu að Linux-
vinir era teknir að sækja í sig
veðrið. Fyrir skemmstu gerðist
það meðal andfætlinga okkar að
einn slíkur lenti í stappi við að
komast undan því að kaupa sér
stýrikerfi sem hann ekki vildi nota.
Linux er ókeypis stýrikei’fi sem
stefnir í að verða helsta ógn við
veldi Microsoft á markaðnum. Það
er ókeypis og öllum opið að
betrambæta ef þeir geta. Fyrir
vikið hefur þróun á Linux verið
gríðarlega hröð og niðurstaðan
stýrikerfi sem er minna um sig og
talsvert traustara er NT-skrímsl ‘
Microsoft. Fyrir ári gerðist &
það að ástralskur Linux-vinur,
Geoffrey D. Bennett, ákvað að
kaupa sér Toshiba-fartölvu. Hann
fann þá vél sem honum leist best á
og óskaði síðan eftir því að fá hana
án stýrikerfis því hann hygðist
setja upp á henni Linux sem hann
átti. Ekki var aftur á móti hægt að
kaupa slíka tölvu án Windows
vegna samninga Toshiba og
Microsoft og þar við sat.
Bennett var því nauðbeygður til
að taka vélina eins og hún var bú-
in. Þegar hann síðan kveikti á vél-
inni kom upp á skjáinn skjal frá
Microsoft þar sem lýst var ýmsum
skilyrðum sem hann þurfti að
gangast undir til að fá að nota
stýrikerfið, en neðarlega í þeim
skilmálum stendur meðal annars
að ef hann geti ekki gengið að öllu
sem þar er fram sett, sé honum
óheimilt að nota hugbúnaðinn og
eigi að snúa sér til seljanda tölv-
unnar sem veiti upplýsingar um
hvernig hann geti fengið hann
endurgreiddan.
Bennett gat ekki hugsað sér að
samþykkja skilmála Microsoft,
þurrkaði allt af harða disknum og
sneri sér til Toshiba í Astralíu til
að fara fram á endurgreiðslu.
Skemmst er frá því að segja að
Toshiba hafnaði kröfunni þrem
sinnum, en bauðst jafnan til að
endurgreiða tölvuna, sem maður-
inn ekki þáði. Toshiba-menn vís-
uðu meðal annars í samning sem
fyrirtækið hefði gert við Microsoft
um að Windows skyldi fylgja
hverri vél og að kaupanda væri
ljóst að hann væri að kaupa stýri-
kerfi með vélinni. A móti sagði
Bennett að sér kæmi hreint ekk-
ert við hvaða samninga Toshiba
hefði gert við Microsoft, sam-
komulagið sem kæmi upp á skjá-
m inn þegar hann
kveikti á tölvunni
væri jafn bindandi fyrir
hann og söluaðOann, Toshiba;
með því að selja vélina með þeim
skilmálum sem þar kæmu fram
væri fyrirtækið skuldbundið til að
standa við þá. A endanum lét Tos-
hiba undan og sendi pilti ávísun
upp á um 7.000 kr. I kjölfarið hafa
síðan fjölmargir Linux-menn farið
sömu leið, þ.e. krafist endur-
greiðslu og vestanhafs hafa menn
reyndar víða bundist samtökum
um að 15. febrúar næstkomandi
muni þeir krefjast endurgreiðslu
sameiginlega.
Ekki verður annað séð en tölvu-
framleiðendur séu í nokkurri klípu
í þessu máli, þ.e. ef þeir láta
Windows fylgja með tölvum sín-
um. Hugsanleg leið út úr þeim
vanda er að láta kaupendur gang-
ast undir skilmálana áður en þeir
taka við tölvunni, en neita að selja
þeim tölvuna ella, en þá kvikna
líka fjölmargar spumingar um það
hvernig megi vera að ekki sé hægt
að kaupa tölvu frá framleiðanda
nema henni fylgi hugbúnaður frá
þriðja aðila.
Engin dæmi hér á landi
Hér á landi eru engin dæmi þess
að menn hafi krafist endurgreiðslu
vegna stýrikerfis sem þeir séu
nauðbeygðir til að kaupa. Almennt
fylgir stýrikerfi þeim tölvum sem
seldar eru hér, enda yfirleitt um að
ræða alþjóðlega framleiðendur
sem hafa jafnan samning við
Microsoft sem felur í sér að stýri-
kerfi frá fyrirtækinu fylgi hverri
vél eða móðurborði. Hægt er að fá
tölvur án stýrikerfis, en það era þá
minni merki.
Skúli Geir Jensson hjá Tækni-
vali segir að Tæknival selji nokkr-
ar gerðir af stýrikerfum, til að
mynda Microsoft, Linux, Unix og
Novell, og viðskiptavinir fyrirtæk-
isins geti valið um þau þegar þeir
kaupa netþjón eða einmennings-
tölvu. „Þegar viðskiptavinur kaup-
ir tölvu hjá okkur er tekið skýrt
fram í tOboði ef Windows-stýri-
kerfi fylgii' með. Ef hann vill ekki
fá það stýrikerfi getur hann fengið
tölvu frá framleiðanda sem er ekki
með samning við Microsoft.
Tæknival er umboðsaðli fyrir
nokkrar gerðir af tölvum þar á
meðal frá Compaq og Fujutsu,
sem gert hafa samning við
Microsoft um að láta Windows NT
eða 98 fylgja, og einnig fyrir fram-
leiðendur eins og Boss, Peackock,
Kratos og fleiri sem selja tölvur án
stýrikerfis."
Örn Arason hjá EJS segir engin
dæmi þess að íslenskir tölvukaup-
endur hafi krafist endurgreiðslu
vegna stýi'ikerfis sem fylgt hafi
tölvunni. Hann segir að EJS selji
aOar PC-tölvur með Windows-
stýrikerfi og bjóði ekki upp á að
kaupa þær í pörtum. „Þegar PC-
tölva er keypt af EJS kaupir við-
komandi Windows-leyfið hvort sem
hann hyggst nota það eða ekki.
Að okkar mati er PC-tölva
samsett úr mörgum ein-
ingum, s.s. móðurborði,
örgjörva og Windows-leyfi.
EJS býður ekki upp á
ósamsettar tölvur, t.a.m. án
örgjörva eða stýrikerfis.“
Öm segir að þeir PC-tölvu-
framleiðendur sem EJS kaupir
tölvur af bjóði ekki upp á tölvur
án Windows-stýrikerfis og fyrir-
tækið hyggist ekki bjóða upp á
slíkar tölvur á næstunni a.m.k.
Finnur 0. Thorlacius, markaðs-
stjóri Nýherja, segir að Nýherji
selji ekki tölvur án stýrikerfis, all-
ar tölvur komi með leyfum sem
merkt séu sérstaklega að megi að-
eins nota í nýrri IBM-tölvu eða
Tulip PC. Hann segir að enginn
hafi leitað eftir endurgreiðslu
vegna stýrikerfis í slíkri vél, en
komi slíkt mál upp muni fyrirtæk-
ið væntanlega hafa samband við
IBM eða Tulip og reyna að greiða
úr því.
Deilt um
Beðið eftir Windows 2000
UM LÍKT leyti og Windows 98
kom á markað fylgdu þau skilaboð
að ekki yrði lengra haldið í þá átt
með stýrikerfi; NT 5/Windows
2000 myndi taka við sem stýrikerfi
í ýmsum útgáfum eftir þörfum
hvers og eins. Heldur hefur þó
tekið lengri tíma en ætlað var að
berja saman Windows 2000 og nú
er ljóst að lappað verður upp á
Windows 98 eitthvað frameftir ári
að minnsta kosti.
Ætlun Microsoft var að senda
írá sér NT 5/Window 2000 snemma
á þessu ári og síðan kæmi almenn
útgáfa síðar á árinu. Nú er því aft-
ur á móti svo komið að búið er að
seinka eiginlegri útgáfu á Windows
2000 fram á næsta ár og almenn
útgáfa dregst að sama skapi.
Hugbúnaðarsmiðir Microsoft
hugðust skipta út Windows 98
kjarnanum og setja í hans stað
NT 5 kjarnann, enda er sá miklu
stöðugri. Eftir því sem dregst að
setja NT 5 á markað verður
brýnna að fyrirtækið sendi frá sér
uppfærslur og viðbætur á
Windows 98 og að minnsta kosti
tvær slíkar uppfærslur era í und-
irbúningi samkvæmt upplýsingum
frá Mierosoft. Ein verður svo-
nefndur viðhaldspakki og kemur
út í sumar, en síðan er uppfærsla
fyrir endursöluaðila á Windows 98
á dagskrá um svipað leyti.