Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 43
MARGMIÐLUN
Ávanabindandi teningaspil
LEIKUR
llevil IIíce
Devil Dice, leikur fyrir Playstation
frá THQ, sem Sony Entertainment
Europe dreifir.
Devil Dice er þrautaleikur með
sniði sem ekki hefur sést til þessa.
Leikandinn stjórnar litlum púka og
púkinn stjórnar svo einum af mörg-
um tugum sex hliða teninga. Mai'k-
mið leiksins er að safna saman jafn-
mörgum teningum og talan á þeim
segir til, til dæmis að safna saman
þrem teningum þar sem talan þrír
er ofan á eða tveim teningum þar
sem talan tveir er ofan á.
Þegar töium hefur verið safnað
saman byrjar teningurinn að sökkva
og missa lit, á meðan hann sekkur er
hægt að rúlla hvaða tening sem er
að þeim og þá sekkur hann líka.
Ekki er hægt að setja tvo ása
saman heldur verður að rúlla þeim
að sökkvandi teningum, þá hverfa
allir teningai' með einn uppi á skján-
um.
Eins og sjá má af þessu er Devil
Dice alls ekki einfaldur leikur. Hins-
vegar er hann með þeim allra mest
ávanabindandi leikjum er komið
hafa út til þessa og þá er mikið sagt.
Leyndarmálið að velgengni í
Devil Dice er einfaldlega að skilja
reglur teningsins og vita hversu oft
þarf að snúa honum til að tala komi
upp. Gott er að vita að hvaða tala
sem snýi' upp á teningnum mun
verða sjö þegar hún er lögð saman
við töluna sem er neðan á teningn-
um, þannig að ef tveir eru upp og
vantar fimm til
að ljúka keðju af
fimmum, þarf að
snúa honum
tvisvar svo fimm
komi upp. Ef
spilandi skilur
reglur eins og
þessa er leikur-
inn unninn.
Fyrir þá sem
eyða ekki mikl-
um tíma í Pla-
ystation og taka
kannski bara leik
stundum eftir
vinnu eða skóla
er þetta ekki
rétti leikurinn,
ein keppni getur staðið í 46-120
mínútur, eftir því hversu góður við-
komandi er.
Hægt er að velja fjórar tegundir af
keppnum í leiknum: Keppni: spilandi
á móti ótakmörkuðu magni af tening-
um. Barátta: Þar sem keppandi
keppir við tölvuandstæðing. Stríð:
Margir keppendur á bilinu 1-5 eða á
móti tölvunni. Púsl: Leiktegundin
sem flestir munu spila með borðum
sem verða erfiðari og erfiðari.
Grafíkin í leiknum er ágæt miðað
við þessa tegund af leikjum en mið-
að við leiki eins og Fifa 99 er hún
nokkuð fyi-ir neðan meðallag.
Flestir ættu að hafa gaman af
Devil Dice ef þeir hafa á annað borð
áhuga á raðleikjum, en þeir sem eru
ekki svo vissir ættu að prófa að
leigja hann fyrst.
Ingvi M. Árnason
3Com á
toppnum
ÞRÁTT FYRIR harða hríð vasa-
og lófatölva sem nýta Windows
CE heldur 3Com enn yílrburða-
stöðu sinni á lófatölvumarkaðn-
um. Sala á slíkum tölvum jókst
um 61% á síðasta ári og þar er
3Com langstærst nú sem forðum.
Alls telja markaðsfróðir að
um 3,9 milljónir lófatölva hafi
selst um heim allan, sem er ríf-
lega 60% aukning frá árinu á
undan. 3Com eitt seldi 1,6 millj-
ónir tölva, sem útleggst sem ríf-
lega 40% markaðshlutdeild.
Söluaukning þar á bæ var 57%
milli ára.
Sharp næst söluhæst
Næst söluhæsta lófatölvan var
frá Sharp, sem seldi um 830.000
slíkar tölvur á árinu, sem er 67%
aukning og um 20% markaðs-
hlutdeild. I þriöja sæti var síðan
Psion, HP í fjórða og Philips í
því fimmta.
Markaðsspámenn hafa lýst því
að Windows CE eigi eftir að
grafa undan tölvum frá 3Com,
sem notar PalmOS stýrikerfið,
og Psion, sem keyrir á Epoc32,
en það hefur ekki komið fram
enn, þó Windows CE sé nú ríf-
lega ársgamalt á markaði.
Fjórðungur lófatölva notaðist þó
við Windows CE.
Brestur í samstöðu
útgáfufy rirtækj a
ENN BRESTUR í samstöðu útgáfu-
fyrh'tækja gegn drejfíngu á tónlist í
mp3-gagnasniðinu. Áður hefur verið
greint frá ákvörðun Rykodisk-útgáf-
unnar um að selja plötur og lög í
mp3-sniði, en fyrir skemmstu lýsti
Dreamworks þehri ætlun sinni að
gefa áhugasömum kost á að heyra lög
með nýjum hljómsveitum sem íyrir-
tækið er að reyna að koma á fram-
færi.
Universal-risinn dreifir plötum
sem Dreamworks gefur út og hefur
verið fremst í flokki þeiira sem hafn-
að hafa því algjörlega að gefa mp3-
lög, enda segja talsmenn fyrirtækis-
ins að með því sé verið að gera lítið úr
tónlist. Dreamworks-stjórar ei-u
greinilega á öðru máli, því þeim fínnst
það hið besta mál að kyn na hljóm-
sveit með því að gefa áhugasömum
kost á að sækja sér lag með sveitinni
og hlusta á án þess að greiða fyi-ir
ki’ónu. Þetta geiTr Dreamworks í
samvinnu við Diamond Multimedia,
fyrirtækið sem markaðssetti vestan
hafs fyrsta mp3-spilarann, Rio, sem
notið hefur mikilla vinsælda. Di-
amond hefm’ komið sér upp sérstöku
vefsetri til að hampa mp3-skrám og
tækni, www.rioport.com/, og leggur
áherslu á að á því setri verði ekki að
fá nema löglegar mp3-skrár, þai' á
meðal lög frá Dreamworks.
Sjóræningjar af hugsjón
Helsti þymh' í augum höfundar-
réttareigenda er hversu auðvelt er að
dreifa mp3-ski'ám yfir Netið. Um-
fangsmikið net dreifingaraðila er um
allan heim og eiga allir það sameigin-
legt að taka ekkert fyrir viðvikið;
segja má að sjóræningjastarfsemi af
þessu tagi sé hugsjónastarf líkt og
warez-dreifing.
Þeir sem snuðrað hafa á Netinu og
leitað að reklum og allskyns ski'ám
reyndar þekkja vel fyrirbæri sem
kallast FTP Seai-ch, sem er norskt
leitarforrit sem heldur gagnagnmn
yfh' ski'ái' á ftp-setrum um heim all-
an. Mikið og vinsælt þaiTaþing þeim
sem kynnst hafa, en ekki er langt síð-
an Lycos-leitarfyrirtækið keypti FTP
Search og hefur rekið það í tengslum
við sitt vefsetur undanfarið. Leit að
mp3-ski'ám er áþekk og leit að ski'ám
á ftp-setrum almennt, enda eru
skrárnar yfírleitt aðgengilegar með
ftp-ski’áaflutningi hvort eð er. Það má
því segja að ekki hafi vakið ýkja
mikla athygli meðal mp3-áhuga-
manna að Lycos skyldi setja upp
mp3-leit, sjá slóðina mp3.lycos.com/,
en þess meiri hjá höfundarréttareig-
endum og framámönnum í baráttunni
gegn mp3-dreifingu. Reyndar eru
starfræktar mp3-leitarvélar víða um
heim, en enginn hefur sér til stuðn-
ings eins öflugt fyrirtæki og Lycos,
sem er með helstu leitarfyrirtækjum
á Netinu. Höfundarréttarsamtök
vestan hafs hafa krafist þess að
Lycos loki fyrir mp3-leitina, en litlar
líkur eru á að það takist, enn sem
komið er að minnsta kosti.
Til gamans má geta þess að leit að
lögum eftir Björk Guðmundsdóttur í
mp3-leit Lycos skilaði 725 lögum,
vissulega oft sama laginu á mismun-
andi stöðum, en þar á meðal var grúi
af tónleikaupptökum og óútgefnum
lögum og lög af fyi-stu plötu Bjarkar,
til að mynda Arabadrengurinn og Jó-
hannes Kjarval. Leit að Sykurmolun-
um skilaði 13 lögum, en að Mezzofor-
te engu.
aCCetit
1500 cc vél, 9o hestöfl
50% afsláttur
af sjálfskiptingu
l.'i HHI
V#rídjimi,
Áccent 3|« dyr*. ijálfíkiptur:
4Sk
Wmjm
HYunom
ÁrwúU tj SIlHi J/5 1100 Söturfeild 5/5 nu www.bl.it
Stjörnuspá á Netinu
<|> mbUs
Aðsendar greinar
á Netinu
__ALLTAÍ= eiTTH\&K£J tJÝTT
__ALL7?W= 6/777/1^0 tJÝTT
Nintendo vélin, flottur stýripinni og Super Mario 64 leikur
Skeifunni 11 • 108 Rvk
220 Hafnarfirði • Sími 550 4020
Sími 550 4444 • Reykjavíkurvegi 64