Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR PÁLSSON + Guðmundur __ Pálsson fæddist í Ogri við Stykkis- hólm 27. desember 1908. Hann iést í Sjúkrahúsi Suður- lands 4. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Páll Met- úsalem Guðmunds- son, vitavörður og sjómaður í Höskuldsey, f. 20. desember 1872, d. 1953, og Ástríður Helga Jónasdóttir, f. 13. maí 1875, dáin 1941. Guðmundur ólst upp í Höskuldsey frá þriggja ára aldri. Hann stundaði sjósókn frá Höskuldsey og Stykkishólmi með föður sínum og bræðrum frá barnsaldri og fram undir tvitugt. Hann stundaði sjósókn víða eftir að hann flutti frá Höskuldsey. Einnig vann hann við bústörf, húsbyggingar og brúargerð. Systkini Guðmund- ar voru fjórtán og komust tólf þeirra á legg en þau eru nú öll látin. Þau voru: Magðalena Svanhvít, húsmóðir í Stykkis- hólmi, f. 25.11. 1894, var gift Jóni Rósmann Jónssyni, verka- manni; Hannes Ágúst, skipstjóri í Stykkishólmi, f. 26.8.1896, var kvæntur Magðalenu Níelsdóttur húsmóður; Georg, vélamaður á Eskifirði, f. 6.10. 1897, var kvæntur Sesselju Hinriksdótt- ur, húsmóður; Guð- rún, húsmóðir í Reykjavík, f. 4.4. 1899, en maður henn- ar var Guðmundur Nordahl, trésmiður; Ásta Þorbjörg, hús- móðir í Stykkishólmi, f. 30.9. 1900, var gift Lárusi Ehássyni verkamanni; Kristín, húsfreyja í Elliðaey, f. 5.2. 1902, var gift Jóni Níelssyni, bónda þar; Anna Pálsdóttir, f. 1903 (lést ung); Jónas, bóndi og sjó- maður í Elliðaey, f. 24.9. 1904, var kvæntur Dagbjörtu Níels- dóttur, húsfreyju, sem ein er á lífi makanna; Una Lilja, húsmóðir í Reykjavík, f. 2.2. 1906, var gift Sigurjóni Eiríkssyni eftirlits- manni; Soffía, húsmóðir í Stykk- ishólmi, f. 7.7. 1907, var gift Sig- urbirni Kristjánssyni, sjómanni; Sigurvin Breiðfjörð, sjómaður í Keflavík, f. 20.3.1910, var kvænt- ur Júlíu Guðmundsdóttur, hús- móður; Höskuldur, bóndi og sjó- maður í Stykkishólmi, f. 15.8. 1911, var kvæntur Kristínu Níels- dóttur, húsmóður; Ebenezsar Júl- íus, f. 1913 (lést ungur). Hinn 15. maí 1938 kvæntist Guðmundur Önnu Herdísi Jóns- dóttur frá Hvolsseli í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu, f. 3.7. 1910, d. 12.6. 1996. Þau hófu búskap í Viðvík við Stykkishólm, síðan á Lýsuhóli í Staðarsveit. Þaðan fluttu þau að Barðastöðum í sömu sveit. Þar stundaði Guð- mundur búskap, en Anna Her- dís gegndi ljósmóðurstarfi í Staðarsveit þar til þau fluttu hinn 10. júní 1958 til Hvera- gerðis. Þar vann Guðmundur in.a. við röra- og hellusteypu, byggingarvinnu og að síðustu í Ullarþvottastöð SIS. Anna Her- dís var skipuð__ ljósmóðir í Hveragerðis- og Ölfushéraði til ársins 1976. Guðmundur og Herdís eignuðust átta börn, en íjögur þeirra dóu í frum- bernsku. Þau voru: Sigríður Ólöf, f. 18.2. 1939, d. 24.9. 1939; Erla Ósk, f. 23.5. 1940, d. 18.7. 1940; Ester, f. 18.9. 1941, d. 2.10. 1941; sveinbarn, f. 26.1. 1955, d.s.d. Eftirlifandi börn þeirra eru: 1) Jón, f. 27.4. 1944, maki Alma Garðarsdóttir. Börn Jóns eru: Garðar, Herdís, Ósk og Guðmundur Þór. 2) Klara, f. 13.4. 1947, maki Ómar Þór Helgason. Börn Klöru eru: Ágúst Liljan, Barði, Páll Dag- bjartur og Guðmundur Herdal. 3) Páll Amar f. 3.8. 1950, maki Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Börn Páls era: Guðrún, Björg- vin, Guðmundur, Anna Herdfs og Bjarki Þór. 4) Sigríður Ólöf, f. 22.4. 1952. Börn Sigríðar Ólafar eru: Ólöf, Sverrir Björn, Ingvi Bjarmar og Esther Erla. Afkomendur Guðmundar era fimmtíu og þrír, þar af fjörutíu og átta á lífi. Útför Guðmundar Pálssonar fer fram frá Staðastað í dag og hefst athöfnin kl. 14. Kveðjuat- höfn um hann fór fram frá Hveragerðiskirkju í gær. Drottinn sjáfur stóð á ströndu: Stillist vindur! Lækki sær! Hátt er siglt og stöðugt stjómað. Stýra kannt þú sonur kær. Hörð er Iundin hraust er mundin. Hjartað gott sem undir slær. (Om Amarson.) Pabbi minn. Þegar leiðir skilur leitar margt á hugann. Fyrir nær- fellt þremur árum hófust kynni okkar á nýjan hátt: áður þekkti ég pabbann, nú kynntist ég mannin- um, Breiðfírðingnum, hlýjum, ætt- ræknum og jákvæðum, manninum sem fór með mig í huganum aftur í hin ýmsu aldursskeið sín, mannin- um sem heldur lýsti því góða og jafnvel spaugilega fremur en því neikvæða. Elsku pabbi minn, við Omar, synir mínir og sonarbörn þökkum þér dýrmætar samverustundir. Eg veit að Guð geymir þig. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín dóttir, Klara. Mig langar að minnast hans Guðmundar tengdafóður míns elskulegs í fáeinum orðum. Eg kynntist honum sumarið 1983, hann þá kominn yfir sjötugt. Hann tók mér strax vel og ekki Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjöri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhrínginn. www.utfararstofa.ehf.is/ þótti honum verra að vita að ég var fædd og uppalin á Snæfellsnesi. Hann hafði alið þar manninn fyrri hluta ævi sinnar, eða þar til hann flutti úr Staðarsveitinni með fjöl- skyldu sína til Hveragerðis árið 1958. Hann var frá Höskuldsey og var fyrst og fremst Breiðfirðingur. Það var mjög sérstakt hve æsku- slóðirnar voru honum kærar. Hann hafði yndi af að segja okkur sögur frá þeim tímum. Hann hafði skemmti- lega frásagnargáfu og óvenju gott minni, allt fram undir það síðasta. Skömmu áður en hann lést, sagði hann okkur Páli og bömunum skemmtilega sögu frá því þegar hann og bræður hans voru ungir, að renna sér á kýr- leggjum á ísilagðri tjöm í Höskuldsey. Hann hló og skemmti sér við frásögnina. Börnin hlustuðu af athygli á þessa fmmlegu aðferð að renna sér á leggjum. Við fjöl- skyldan skruppum oft yfir Hellis- heiði í Varmahlíðina til hennar Herdísar og Guðmundar. Þar var alltaf gott að koma. Þótt þau hjónin væm að mörgu leyti ólík, fann ég mikinn kærleik með þeim. Þau höfðu reynt mikla erfiðleika í upp- hafi búskaparáranna og mikinn missi sem markaði djúp spor. Herdís naut sín í að rækta garð- inn sinn og Guðmundur var henni alltaf innan handar. Þegar hann hætti að vinna var garðurinn hon- um meira virði en áður. Æskuslóð- irnar toguðu alltaf í hann. Það var fóst regla hjá honum í mörg ár að fara á hverju sumri eina ferð vest- ur í Hólm, stundum tvær. Þar tók frændfólk hans alltaf vel á móti honum. Hann fór oft í róður með frændum sínum og stundum náði hann sér í svartbaksegg, sem hon- um þótti mikið lostæti. Sjávarloftið var honum nauðsyn. Þegar Herdís lést árið 1996, slokknaði mikið ljós. Guðmundur var um það leyti farinn að tapa , v/ Uossvogskirkjugcxuð j Sími. 554 0500 heilsu. Hann sagðist hafa haldið að hann færi á undan henni, en það var seigla í honum. Klara, dóttir hans, flutti í Varmahlíðina með Ómari manninum sínum, eftir að Herdís lést og þrekið var farið að minnka hjá Guðmundi. Saman önn- uðust þau hann og léttu honum síð- ustu sporin. Það er ómetanlegt hvað þau gerðu fyrir hann og okk- ur hin. Hafi þau hjartans þakkir fyrir alla þá alúð og umhyggju sem þau sýndu honum. Guðmundur var trú- aður. Hann ólst upp við húslestur og sálmasöng. Hann hafði sjálfur sungið við messur á Helgafelli sem forsöngvari og seinna á Staðastað. Hann þekkti marga sálma. Við sát- um saman í haust sem leið og fór- um yfir sálmana sem hann vildi hafa við útfórina sína. Einn af sálm- unum sem hann valdi var: „Þú, Guð, sem stýrir stjarna her.“ Hann fór með lokaversið - það var ósk hans og bæn: Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Blessuð sé minning þín, elsku Guðmundur, Þóra V. Guðmundsdóttir. Elsku tengdapabbi. Eg var ný- komin í vinnuna 4. febrúar sl. þeg- ar Jón minn hringdi og tilkynnti mér lát þitt, ég vissi að hverju stefndi en samt þegar stundin var komin var ég ekíri tilbúin. Það eru um þrjátíu og fimm ár síðan ég kom inn í fjölskylduna þína og aldrei fór styggðaryrði okkar í milli. Þú barst alltaf svo mikla um- hyggju fyrir okkur, varst alltaf að spyrja um börnin og bamabömin; hvernig þau hefðu það og hvort ekki væri allt í lagi hjá þeim. Það var gaman að sitja hjá þér og hlusta á þig segja sögur af þér og systkinum þínum í Höskuldsey. Minni þitt var ótrúlegt. Þú hafðir yndi af ferðalögum og varst fróður um menn og málefni. Það leið ekki það sumar að þú færir ekki í Stykkishólm, í heimsókn til systk- ina þinna, en þeim fór fækkandi þar til þú varst einn eftir. Og nú seinni árin varstu alltaf hjá Sæ- mundi frænda þínum, sem reyndist þér svo vel, og færi ég honum inni- legar þakkir. Óll bömin þín reynd- ust þér vel. Þau skiptust á um að vaka yfir þér síðustu sólarhringana og er það dýrmæt minning fyrir þau. En mestar og bestar þakkir mínar em til Klöm og Ómars, sem fluttu inn í Varmahlíðina, til að geta hugsað um ykkur, fyrst Her- dísi mína og svo þig. Eg veit að í fyllingu tímans fá þau laun fyrir fómlysi sína. Guð blessi ykkur fyr- ir allt sem þið hafið gert fyrir tengdaforeldra mína. Það var tómlegt að koma í Varmahlíðina eftir kistulagning- una, það var samt allt fullt af fólki en það vantaði samt svo mikið. Eg er þakklát fyrir að þú þurftir ekki að kveljast lengur, nú ertu hjá Herdísi og bömunum ykkar sem þið misstuð svo ung. En hjarta mitt er samt fullt af trega og söknuði. Elsku Jón, Klara, Páll og Silla. Ég bið Guð að senda ykkur styrk í sorginni. Elsku Guðmundur minn, þakka þér fyrir allt og allt. Ég bið þér blessunar Guðs. Því eru augun svo dökk, hefur sólin nú sokkið í ólgandi sæ. Hver er ætlun með ordum ef ekki ég næ, að rækta minn garð og mitt fólk. Því ég gleymi, tár er líka umbun frá guði. (Garðar Jónsson.) Ástarkveðja. Þín tengdadóttir, Alma Garðarsdóttir. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hann afa okkar í dag. Elsku afi, við vitum að þér líður vel hjá henni ömmu og börnunum ykk- ar. Mikið var gott að koma til ykkar, oft var spjallað um liðna tíð og nú- tímann. Þær em minnisstæðar ferðirnar með þér niður í verslun, þegar við vomm krakkar. Þú varst alltaf svo léttur á þér. Þegar við komum til þín skömmu eftir níræðisafmælið, varstu kátur og hress. Þú hést því að ná þessum merkisáfanga og stóðst við það. Þú hafðir yndi af því að rifja upp gamla tíma. Það var gaman að hlusta á þig og merkilegt hvað þú mundir nöfn og ártöl. Litla langafastráknum þínum, honum Páli Amari, leið alltaf svo vel hjá þér. Hann man alltaf hlýju og þéttu faðmlögin þín og hann geymir vel fallegu gjöfina frá þér. Mikið emm við ánægð að hafa komið og kvatt þig í síðasta sinn, eftir að þú veiktist. Þó að við rædd- um ekki mikið saman þar vissir þú af nærvem okkar. Við geymum í minningunni margar góðar stundir mér þér, sem gafst okkur svo mikið með návist þinni. Guð varðveiti þig, elsku afi. Elsku pabbi, Jón, Klara og Silla. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guðrún, Björgvin og Guðmundur Pálsbörn. Nú er hann elsku afi minn farinn til hennar ömmu. Mig langar að skrifa nokkur orð um hann. Það var atltaf jafn gaman að heimsækja afa þegar ég var lítil. Mér er það minnisstætt þegar við renndum í hlað hjá afa og ömmu þá beið afi alltaf úti eftir okkur með brjóstsykurpoka. Svo var labbað niður í búð og keypt gos með meiru. Hann gaf sér alltaf mikinn tíma fyrir okkur, var alltaf boðinn og búinn að sýna okkur alla hluti og allt sem hann gat sagt okkur um gamla tímann.Við afi áttum yndis- lega stund saman á síðasta ári þeg- ar ég gifti mig, ég hef sjaldan séð hann svona ánægðan og það gladdi okkur mikið. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og alla þína bh'ðu. Elsku pabbi, Klai'a, Páll og Silla, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Minning afa mun alltaf lifa með okkur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Bless, elsku afi minn, Guð geymi þig og varðveiti. Ósk Jónsdóttir og fjölskylda. Fallinn er frá síðasti Höskulds- eyingurinn. Guðmundur Pálsson, föðurbróðir minn og kær vinur, er látinn. En á ströndinni hinumegin hafa tekið á móti honum Herdís og börnin þeirra, og systkinin öll, stelpurnar og strákarnir úr Höskuldsey. Sannfærð er ég um að þar hefur verið slegið upp veislu. Bræðurnir hafa verið að bíða eftir Gumma bróður og hafa efalaust kreist úr nokkrum vín- þrúgum fyrir hann. Dísa kveikir sér í einni rettu og systurnar baka pönnukökur. Börnin í Höskuldsey ólust upp við kröpp kjör. Oftast höfðu þeu nóg að borða, enda Páll, og síðar með þeim sonum sínum, sjómaður góður og fengsæll. Gummi frændi sagði mér frá því fyrir nokkrum vikum að stundum hefði verið mjólkurlaust. Eitt sinn var kýrin geld, en þeir bræður yngstu litlir. Þá bjargaði miklu að Lena systir var gift Jóni Rósmann í Þormóðs- ey og sendi þeim nytina alla úr sinni kú hvenær sem hún vissi af ferð í Höskuldsey. Það var þannig sem þau systk- ini töluðu hvort um annað. Alltaf Gulli bróðir eða Ásta systir. Og um stelpumar og strákana. Þótt þau væru komin á níræðisaldur- inn. Og með þessari hlýju í mál- rómnum. Gummi frændi sagði mér margar sögur úr Höskuldsey, frá leikjum þeirra bræðra í tjörn- inni, frá hólmunum þar sem þeir áttu bú og gerðu út báta. Því það var þeirra augljós framtíð. Að búa og fiska. Hann sagði mér margt frá liðinni tíð sem fæstir muna. Arvisst var það að þeir Siggi og Gummi kæmu í heimsókn, þegar ég var barn og síðar ung kona. Þeir bræður voru ákaflega sam- rýndir og þurftu mikið að faðmast og kyssast þegar þeir hittust. Líka að kyssa mig og alla í fjöl- skyldunni. Ég man að mér fannst þetta frekar asnalegt sem barni, en lærði seinna að meta þetta ást- ríki sem þetta fólk sýndi þeim sem því þótti vænt um. Þeir sögðu sögur bræðurnir og þótti sú sagan best sem barnað hafði verið aðeins við. Hlógu mik- ið og gerðu grín að sjálfum sér. Eitt sinn komu þeir vestur, Siggi og Gummi. Ég fór þá með þá í bíltúr um Helgafellssveit. Auðvitað voru þeir Gulli og Jonni með í för. Við litum inn á Helga- felli að sjálfsögðu. Þeir komu við hjá leiði ömmu sinnar og afa og fengu leyfi til að fara í kirkjuna. Ég vona að ég meiði engan þegar ég segi frá því að Gulli bróðir tók þá bræður til altaris með tilþrif- um. Reyndar sagði Siggi bróðir að hann gerði það ekki rétt, enda kirkjufróður maður. En enda hlutu þeir í kirkju- garðinum við Stykkishólm. Þar þurfti að heilsa upp á marga og skála við suma. En alvarlegir stóðu þeir við gröf foreldra sinna, Páls og Helgu. Græskulaust var allt þeirra gaman og meiddi eng- an. Guðmundur lifði öll sín systkini og fannst það frekar óréttlátt. Svo fór Herdís og eftir það var hann tilbúinn að fara. Glöð er ég yfir því að hafa get- að heimsótt hann stuttu áður en hann dó. Við Höskuldur, bróðir minn, hittum hann hressan í sinni. Hann rifjaði upp gamlar minning- ar og hafði engu gleymt. Sló sér á lær og horfði á mig þessum tindr- andi augum sem voru hans aðall og sagði: Dadda mín ertu virki- lega komin að heimsækja mig? Og svo fékk ég kossa og faðm- lög, að hætti Höskuldseyinga - í hinsta sinn. Ég gleðst yfir langri ævi hans og því að ég fékk að vera hluti af henni, ekki síst hin síðari ár þegar aðrir voru gengnir. Hann kom og gaf mér og mínum mikið. Kveðjur góðar til Jóns, Klöru, Páls, Sillu og þeirra fjölskyldna frá Döddu frænku í Hólminum, Eyþóri og strákunum mínum. Dagbjört Höskuldsdðttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.