Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 45
+ Dagrnar Aðal-
björg Guð-
mundsdóttir fædd-
ist í Vestinannaeyj-
um 23. júní 1914,
hún lést á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
að kvöldi 30. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Magn-
ússon húsasmíða-
meistari í Vest-
mannaeyjum, f. 5.9.
1877, d. 21.9. 1959
og Helga Jónsdóttir
kona hans, f. 19.1.
1874, d. 19.10. 1947. Systkini
Dagmarar voru Karl, f. 4.5.
1903, d. 10.5. 1993; Jón, f. 15.7.
1905, d. 4.3. 1972, og Guð-
inunda, f. 19.3. 1908, d. 4.9.
1996.
„Þegar þú ert sorgmæddur skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá að þu grætur vegna þess sem
var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku besta amma mín, nú er
komið að kveðjustundinni. Þú sem
varst alltaf svo blíð og góð við okkur
og alla.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar afa á Heiðarveginn, en eftir
að afi dó fluttir þú í Hásteins-blokk-
ina og þangað var yndislegt að
koma. Alltaf var tekið á móti okkur
með bros á vör og opinn faðminn.
Þú vai-st daglegur þáttm' í lífi
okkar sem ekkert getur komið í
staðinn fyrir. Það eru svo margar
góðar minningar sem við eigum um
þig-
Ef ég kom ein í heimsókn til þín,
spurðir þú strax um langömmu-
börnin þín tvö. Þú vildir alltaf vita
hvar þau voru, hvað þau væru að
gera og hvernig þeim gengi í skól-
anum.
Við Simmi náðum stundum í þig í
kaffísopa og keyrðum síðan með þig
um eyjuna, þá varst þú alltaf svo
ánægð og þakklát. Þegar þú komst
að heimsækja okkur skoðaðir þú þig
alltaf vel um og athugaðir vel hvort
ekki færi örugglega vel um okkur
og hvort okkur vanhagaði nokkuð
um eitthvað. Þú varst nefnilega
alltaf að hugsa um hvernig allir í
kringum þig hefðu það.
Ef mig vantaði einhvern til að
sitja hjá börnunum mínum eina og
eina kvöldstund gat ég alltaf beðið
þig. Þú hafðir svo gaman af því að
koma og vera hjá þeim. Síðast bað
ég þig um þennan greiða um miðjan
desember og þá datt mér ekki í hug
að það væri í síðasta skiptið sem ég
bæði þig um þetta. Því þó að þú yrð-
ir áttatíu og fímm ára í júní næst-
komandi fannst mér þú alltaf vera
svo hraust og hress og alls ekki
komið að því að hinsta kveðjustund-
in færi að koma.
Þú varst alla þína tíð mjög
hraust, þannig að það var svolítið
áfali þegar þú þurftir að leggjast
inn á sjúrakhús hinn 20. janúar sl.
en þú gerðir gott úr öllu og ég sá á
þér að þér leið ekki illa á spítalan-
um. Þú sagðir að þar hugsuðu allir
svo vel um þig. Laugardaginn 30.
jan. sat ég hjá þér í heimsóknartím-
anum svo kom að kveðjustund og ég
kvaddi þig bara eins og venjulega.
0 elsku amma, hefði ég vitað að þá
ættir þú aðeins tæpa tvo tíma eftir
ólifaða hefði ég ekki farið frá þér.
En þetta er ekki hægt að sjá fyrir.
Þú varst mjög hressileg þegar ég sá
þig síðast og það er ég þakklát fyrir.
Amma mín, nú ert þú komin til
hans Begga afa sem þú saknaðir
alltaf svo mikið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ragna og fjölsk.
Elsku amma, ég var að spila við
hana Fjólu vinkonu og varð þá
hugsað til þín og að við værum al-
Hinn 30. janúar
1937 giftist Dagmar
Björgvini Jónssyni
vélstjóra frá Garð-
stöðum, f. 17.3.
1914, d. 16.7. 1989,
bjuggu þau mestall-
an sinn búskap á
Goðalandi Flötum
16 og þar fæddist
eina barn þeirra,
Garðar, 1.12. 1939,
kvæntur Hrafnhildi
Sigurðardóttur og
eru börn þeirra 1)
Ragna, gift Sigmari
Garðarssyni og eiga
þau Garðar Örn og Bylgju
Dögg. 2) Helga Björg.
Utför Dagmarar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
veg hættar að spila saman, eins og
við sátum stundunum saman og
spiluðum á Heiðó, og ég ákvað þá að
við myndum heldur betur bæta úr
því þegar þú færir af sjúkrahúsinu.
En úr verður víst ekki.
Hinn 30. jan. var ég stödd hjá
Rögnu systur þegar mamma hring-
ir að tilkynna að þú sért látin. Eg
hugsaði með mér hver er nú dáin?
Mér datt þú alls ekki í hug, síðan
vai'ð ég reið, sár og svekkt því mér
fannst þú ennþá svo hraust og þú
fylgdist svo vel með öllu að mér
fannst þinn tími ekki vera kominn,
þrátt fyrir háan aldur. En nú veit ég
að þú ert á góðum stað, komin til
hans afa. Mér varð hugsað til orða
þinna að þú vildir frekar fá að fara
en að liggja lengi veik og heilsulaus
og minntist þú alltaf á hana Mundu
systur þína í því sambandi sem lá
svo stuttan tíma á sjúkrahúsi og þú
hafðir sama háttinn á, varst þar ein-
ungis 10 daga.
Síðustu daga hafa minningar um
þig streymt fram. Og alltaf haldast
þær í hendur við minningar um
hann afa því þið voruð alltaf bæði til
staðar og dekruðuð við okkur syst-
urnar á allan hátt. Þið voruð svo
samhent hjón og samstiga í öllu.
Það var gott að koma til ykkar á
Heiðó og alltaf var tekið á móti
manni opnum örmum. Er mér sér-
staklega minnisstætt er ég kom til
þín eftir skóla, ein eða með vinkon-
ur með mér, að þá tókst þú fram
gömlu góðu brauðristina, þrátt fyrir
að eiga aðra sjálfvirka, og stóðst svo
við hana og ristaðir ofaní okkur
brauð einsog við gátum í okkur lát-
ið. Er ég fór að búa fékk ég
brauðristina að gjöf.
Alltaf vai' það mér tilhlökkunar-
efni að fá að sofa á Heiðó. Þá var
horft á sjónvarpið fram að kvöld-
kaffí, sem var föst regla sem ekki
mátti sleppa, þrátt fyrir spennandi
sjónvarpsdagskrá. Síðan fórum við
öll að sofa á sama tíma og lá ég á
dýnunni á gólfínu við rúmið ykkar
og farið var með bænir, og man ég
þegar þú útskýrðir fyrir mér Faðir
vorið og hvað hver lína þýddi.
Um leið og ég kveð þig hinstu
kveðju vil ég þakka þér fyrir allar
þær fallegu minningar sem þú hefur
gefið mér. Nú hefur afa verið farið
að lengja eftir þér og þið sameinist
nú aftur á sama degi og þið samein-
uðust sem hjón fyrir 62 árum hinn
30. jan. 1937.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum,
ljósgeisli af minnmgum hlýjum.
(HJH.)
Kveðja, þín
Helga Björg.
Lilla frænka í Vestmannaeyjum
hefur lokið langi'i og farsælli lífs-
göngu sinni, en yngst fjögurra
systkina hlaut hún það gælunafn
sem við þekktum hana best af. Hún
ólst upp að Goðalandi í Vestmanna-
eyjum þar sem Guðmundur faðir
hennar starfrækti trésmíðaverk-
stæði um langt árabil jafnframt
trúnaðarstörfum fyrir bæjarbúa, en
hann var mikill baráttumaður fyrir
bættum kjönim alþýðunnar og jafn-
aðarstefnu. Dagmar var búin sömu
góðu eðliskostum og foreldrar henn-
ar, var hógvær og einstaklega elsku-
leg í viðmóti, tranaði sér aldrei fram,
en var gamansöm og hress í vina-
hógi.
Á heimaslóðum hitti Dagmar sinn
útvalda, Björgvin Jónsson, sem lát-
inn er fýrir nokkrum árum, og eign-
uðust þau soninn Garðar sem fetaði í
fótspor afa síns og rekur nú m.a.
trésmíðaverkstæðið að Goðalandi.
Björgvin, eða Beggi eins og hann
var jafnan kallaður, var hinn mæt-
asti maður og voru þau hjónin afar
samrýmd og samhent. Ljúfmennska
Björgvins var einstök og einkenndi
snyrtimennska og ósérhlífni öll hans
störf. Þegar Vestmannaeyjagosið
dundi óvænt yfír var hann einn af
þeim dugmiklu víkingum í Eyjum
sem voru allan tímann í fremstu víg-
línu við björgunar- og varnarstörf
og síðar endurreisn. Eins og aðrh'
Vestmannaeyingar neyddust þau
hjónin til að flytja búslóð sína á
fastalandið og fundu þau sér sama-
stað á Víðimelnum þar sem Dagmar
bjó að mestu ein þar til þau fluttu
aftur út strax og aðstæður leyfðu, en
annað kom aldrei til greina.
I Vestmannaeyjum bjuggu þau
hjónin fyrst og lengi vel að Goða-
landi þar sem Dagmar hugsaði af al-
úð og umhyggju um föður sinn mörg
hans síðustu æviár. - Minnisstæðar
eru heimsóknir þangað á bemskuár-
unum, en á þeim árum þótti töiuvert
ferðalag að komast til Eyja frá
Laugai-vatni þar sem móðir mín og
systir Dagmarar var búsett. Fyrir
landkrabba þóttu bátsferðimar frá
Stokkseyri með mótorbátnum Gísla
Johnsen oft hrikaleg og spennandi
ævintýri og í Eyjum var alltaf hægt
að hafa eitthvað skemmtilegt fyr-ir
stafni, taka þátt í sprangi og öðram
nýstárlegum leikjum krakkanna eða
bara við að dæla vatni úr húsbrann-
inum.- Lilla og Beggi fluttu frá
Goðalandi á Heiðarveginn tíu árum
fyrir gos og varð hús þeima fyrir til-
tölulega litlum skemmdum. Þar stóð
heimili þeima sem íyrr ávallt opið
frændum og vinum sem komu á
Þjóðhátíð eða í öðram erindagjörð-
um. Jafnan voru þar miklai' ki'æs-
ingar á borðum er báru glöggt vitni
myndarskap húsmóðurinnar sem
vann störf sín þannig að enginn tók
eftir neinu annríki eða amstri.
Óvenju fjölmennt var þegar minnis-
varði um Guðríði Símonardóttur var
afhjúpaður, en Ragnhildur, barna-
barn systur Dagmarar, mótaði
styttuna sem einnig má vel hugsa
sér sem minnisvarða um allar góðar
Eyjadætur.
Síðustu æviárin bjó Dagmar á
Hásteinsvegi 60 og var þar eins og
alltaf áður í góðu og nánu sambandi
við son sinn, umhyggjusama tengda-
dóttur og barnabörnin sín. Við í
systurfjölskyldunni sendum þeim
innilegar samúðarkveðjur, en sökn-
uður er nú í huga allra ættingja og
vina. Góð kona hefur kvatt. -
Blessuð sé minning hennar.
Stefán G. Þórarinsson.
Elsku langamma, mikið söknum
við þín. Okkur finnst svo sorglegt að
þú sért ekki hérna hjá okkur lengur.
Við komum svo oft til þín í blokk-
ina, þá bauðst þú alltaf upp á kex, ís
og appelsín. Þú passaðir þig á að
eiga þetta alltaf til handa okkur.
Þú varst svo hlý og góð við okkur.
Alltaf varst þú að stinga einhverju
góðgæti að okkur, og ekki má
gleyma öllum ullarsokkunum og
vettlingunum sem þú prjónaðir svo
okkur yrði ekki kalt.
Það var alltaf svo gott þegar þú
passaðir okkur. Þá komum við og
sváfum hjá þér eða þú komst til okk-
ar. Þá spiluðum við, horfðum á sjón-
varpið og gerðum margt skemmti-
legt saman.
Okkur systkinunum fínnst svo
skrítið að geta ekki heimsótt þig,
eða hringt í þig oftar.
En eftir lifir minning um bestu
langömmu I heimi.
Takk fyrir allar góu stundirnar
sem við áttum saman.
Garðar Orn og Bylgja Dögg.
+ Kristín Jónína
Þorsteinsdóttir,
frá Fagradal,
fæddist að Múla í
Vestmannaeyjum
hinn 7. maí 1908.
Foreldrar hennar
voru Kristín Jóns-
dóttir, Sigurðsson-
ar, frá Kárhólmum
í Mýrdal, f. 18.8.
1870, d. 24.3. 1961
og Þorsteinn Olafs-
son, trésmiður, frá
Arnarhóli í Land-
eyjum, f. 28.4.
1875, d. 31.3. 1956.
Kristín Jónina giftist Óskari
Magnúsi Gíslasyni, Jónssonar,
Brandssonar, f. 27.5. 1915, d.
28.2. 1991, skipstjóra og út-
gerðarmanns, og Guðnýjar
Einarsdóttur frá Arnarhóli.
Kristín og Óskar eignuðust: 1)
Þorsteinn, f. 10.8. 1947, d.
16.8. 1947. 2) Dr. Þorsteinn
Kristinn, f. 2.1. 1949, kvæntur
Margréti Brynjólfsdóttur
sjúkraliða, eiga þau: Óla Geir,
Jón Óskar, Einar Kristin og
Kristrúnu Brynju. 3) Gísli,
Móðir mín var framúrskarandi
kona. Hún óttaðist Drottin og til-
bað hann dag og nótt. Drottinn var
hennar skjól og skjöldur. Hún var
sannkristin kona.
Veraldlegt ríkidæmi eða pen-
ingaauður varð ekki hennar hlut-
skipti í lífínu. Auðlegð hennar var
af andlegum toga. Hún var gædd
góðum gáfum, einstökum mann-
kostum og mildi sem var henni eðl-
islæg. Kraftur og tign var hennar
prýði og hún hló að komandi degi.
Áhyggjur og víl voru henni fjarlæg
hugtök, aftur á móti var gleði og
friður hennai' aðalsmerki.
Hún opnaði munninn með speki
og ástúðleg fræðsla var á tungu
hennar. Hún vakti yfir því sem
fram fór á heimili hennar og át ekki
letinnar brauð.
Það er ekki síst henni að þakka
að ég er það sem ég er.
Það var hennar milda hönd sem
leiddi mig og bróður minn fyrstu
skrefin í Bamaskóla Vestmanna-
eyja sólríkan haustdag arið 1957.
Þar skyldum við ganga fyrstu
skrefin á menntaveginum. Fimm
áram síðar voram við bræðurnir
færðir niður um tvær bekkjardeild-
ir sökum slaks árangurs að sögn.
Þá tók mamma til sinna ráða.
Hún var vakin og sofin yfir námi
okkar þann vetur lægðarinnar og
árangurinn af vinnusemi mömmu
lét ekki á sér standa. Um vorið náð-
um við bræður afburða góðum ár-
angri. Veturinn eftir voram við
bræður settir í sveit þeirra sem
skipuðu efstu bekkjardeildina. Ár-
vökul móðir okkar fylgdi náðum
áfanga drengjanna sinna vel eftir
og sæti í efsta bekk héldum við æ
síðan án áfalla.
Við vorum fimm systkinin í for-
eldrahúsum og öll vorum við í
heiminn borin með stuttu millibili.
Það var því í nógu að snúast hjá
mömmu við umönnun okkar og
uppeldi sem mest mæddi á henni,
þó svo að pabbi legði henni lið eftir
mætti. Hann átti þó óhægra um vik
sökum atvinnu sinnar sem vai' sjó-
mennska og rekstur eigin útgerðar.
Eitt sinn spurði ég mömmu hvort
það hefði ekki verið erfitt að hafa
fjóra ærslafulla stráka og eina
stúlku, öll á svipuðu reki, og hvort
hún hefði ekki beðið þess með
óþreyju að við færum að heiman.
Þá sagði hún: „Gisli minn, þið voruð
okkar yndi.“ Hvílíkur kærleiksóður
frá móður minni, ég gleymi þessum
orðum aldrei meðan ég lifi!
Eftir að ég náði fullorðinsaldri
hefi ég oft heyrt foreldra tala um
það í mín eyru hve þeir hlakki til
þess dags þegar afkvæmin fari al-
farin að heiman og þeir séu iausir
við krakkana.
fréttamaður og 5
kennari, f. 18.12.
1949, kvæntur
Gíslínu Magnús-
dóttur skólaverði.
Þeirra börn _ eru:
Magnús Páll, Óskar
Magnús, Kristín,
Guðjón, Daði. 4)
Anna Sólveig, f.
21.12. 1950, gift
Halldóri Axelsyni
rafeindavirkja _og
eiga þau Ellu, Ósk
og Axel. 5) Snorri •
Oskarsson safnað-
arhirðir, f. 26.2.
1952, kvæntur Hrefnu Brynju
Gísladóttur sjúkraliða og eiga
þau: Irisi, Stefni, Hrund,
Brynjólf og Önnu Sigríði. 6)
Kristinn Magnús, f. 23.9. 1954,
kennari í Kanada, kvæntur
Lauru Withers, húsmóður og
þeirra börn eru: Sigurlína
Kristín, Karítas, Berglind og
Deanna.
Utför Kristínar fer fram frá
Hvítasunnukirkjunni í Vest-
mannaeyjum í dag og hefst at-
liöfnin klukkan 15.
Á slíkum stundum hafa orð móð-
ur minnar, „þið vorað okkar yndi“
fengið fegursta hljóminn.
Með móður minni er genginn síð-
asti framherji hvítasunnuhreyfing-
arinnar á Islandi. Ný kynslóð er
tekin við starfi frumherjanna, en
boðunin er og verður sú sama:
„Jesús er frelsari mannanna og
blóð hans hreinsar okkur af allri
synd.“
Á þessari stundu er móðir mín á
himnum hjá Jesú og hefur litið "
auglit hans. Þar er engin kvöl og
engin sorg, hið fyrra er farið.
Mamma elskaði Jesú og er elskuð
af honum.
Gísli Jóhannes Óskarsson.
Amma Jóna er dáin. Þó svo að
hún hafi verið orðin öldruð þá
bjóst maður ekki við því að hún
myndi deyja strax. Hún var alltaf
svo hress, varð aldrei veik, hún
fékk ekki einu sinni flensu. Á ní-
ræðisafmælinu hennar í fyrra vor-
um við öll alveg viss um að hún
ætti eftir að verða 100 ára. Og
allra síst datt mann í hug þegar
hún settist við kvöldverðarborðið '
síðasta sunnudag að nú væri henn-
ar stund komin. En þá kallaði
Drottinn hana til sín, öllum að
óvöram. Það er skrítið til þess að
hugsa að maður eigi aldrei eftir að
heyra hana blístra við vinnu sína í
eldhúsinu eða heyra fótaktak
hennar í stiganum. Á svona stund-
um hringsnúast minningarnar í
huga manns og það er svo margs
að minnast. Ég man svo vel þegar
ég var iítil hvað það var gott að
koma niður á 2B til ömmu og afa.
Amma átti alltaf kanilsnúða og oft
líka kökur. Svo settist hún með
okkur inn í stofu og las fyrir okkur
úr íslenskum barnabókum og sagði
okkur sögur úr Biblíunni. Eg veit
ekki hve oft hún las fyrir mig sög-
una um Kára litla, þegar hann fór í
sveitina en hún var varla fyrr búin
með bókina en hún varð að byrja
upp á nýtt því ég vildi ólm aftur
heyra söguna um hann Kára litla.
Og alltaf var amma til í að byrja
upp á nýtt.
Elsku amma, við vitum að nú ert
þú á himnum með Jesú, nú þarft
þú ekki lengur að nota sterk gler-
augu því hann hefur gefið þér ný
augu og nú getur þú heyrt vel aft-
ur því á himnum fékkstu nýjan lík- '~
ama. Þetta er sú von sem kristnir
menn hafa, að dauðinn er bara
upphaf að nýju og betra lífi á
himnum. Þó svo að við kveðjum
þig núna vitum við að einhvern
daginn eigum við eftir að hittast
aftur þar.
Hrund, Gísli og Hrefna Brynja.
DAGMAR AÐALBJORG
GUÐMUNDSDÓTTIR
KRISTÍN JÓNÍNA
ÞORS TEINSDÓTTIR