Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 46

Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 í DAG + Eiður Berg- mann Helgason fæddist á bænum Tjarnai-koti í Vest- ur-Húnavatnssýslu hinn 22. nóvember 1915. Hann lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykja- víkur á Landakoti 3. febrúar síðastlið- inn. Eiður var næstyngstur sjö barna þeirra Þóru * Sæmundsdóttur og Helga Guðmunds- sonar. Hann bjó hjá foreldrum sínum fyrstu fjögur árin, en þá leystist heimilið upp og bömunum var komið fyrir hjá fósturforeldmm víðs vegar. Guðnin Bergmann og Eggert maður hennar tóku Eið að sér og veittu honum heimili á Króksstöðum í Húnavatnssýslu. Eiður bjó þar, þangað til hann fór til mennta, en hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laug- arvatni og á Samvinnuskólan- um á Bifröst þar sem hann lauk verslunarprófi árið 1942. A áranum á eftir stundaði Eiður almenn verkamanna- og sveitastörf, en hann réðst til Dagblaðsins Þjóðviljans árið 1949. Hann sinnti þar af- greiðslustörfum til að byrja með, varð gjaldkeri blaðsins ár- ið 1956 og framkvæmdasfjóri þess árið 1963 og gegndi síðast- nefnda starfínu í rúma tvo ára- Eiður Bergmann var fæddur 1915 og var því rétt um fimmtugt þegar ég kynntist honum sem ung- ur þá, rétt tvítugur, á Þjóðviljanum; okkur skildu nærri þrjátíu ár í aldri. Þó reyndumst við eiga margt sameiginlegt þegar litið er nú yfir farinn veg ríflega þriðjungs aldar. Þegar ég kom til starfa á Þjóðvilj- anum var Eiður þar framkvæmda- stjóri. Hann gegndi því vanþakkláta tugi. Á síðustu ár- um sá hann um rekstur Bókaútgáf- unnar Fjölvíss. Tvö systkini Eiðs em enn á lífi, Gyða, f. 1910, dvelur á dvalarheimili aldr- aðra í Grindavík, og Karl, f. 1914, býr í Kópavogi. Hinn 6. október 1962 gekk Eiður að eiga Yalborgu Sveinsdóttur, f. 13. júm' 1934, dóttur Elínar Geim Óla- dóttur húsmóður, f. 5. ágúst 1905, d. 17. sept. 1988, og Sveins Sæmundssonar yfirlög- regluþjóns, f. 12. ágúst 1900, d. 19. apríl 1979. Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru: Frosti, f. 24. maí 1963, Logi, f. 2. des. 1966, Hjafti, f. 22. apr. 1969, og Sindri, f. 19. nóv. 1973. Frosti er í sambúð með Sólveigu Haraldsdóttur, f. 29. júlí 1963. Börn þeirra em Erla Sóley, f. 1990, Eiður Ingimar, f. 1995, og Andri Dagur, f. 1997. Logi er kvæntur Ólöfu Dagnýju Óskarsdóttur, f. 4. apríl 1966. Þau eiga þijár dætur, Elínu Tinnu, f. 1988, Fanndísi Bimu, f. 1995, og Lindu Björgu, f. 1997. Hjalti er ókvæntur og Sindri býr í foreldrahúsum. Utför Eiðs fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu hinn 11. febrúar. hlutverki að halda utan um sjóð sem ekki var til, að borga reikninga sem aldrei voru til peningar fyrir og þó var verst að borga út laun sem aldrei var hægt að borga. Þó mót- aðist sú stefna á Þjóðviljanum að enginn gerði miklar kröfur; þar var unnið eftir taxta og ekki borguð króna fram yfir það. Þar var unnið fram á nætur flestalla daga og eng- inn borgaði yfirvinnu fyrir það. Á þessu og fómfysi félaganna lifði blaðið. En það voru reyndar ekki aðeins starfsmennirnir sjálfir, sem hér lögðu mikið að sér; það gerðu líka fjölskyldur þeirra. Makinn var yfirleitt kallaður fyrirvinnan á þeim bæ og sumir höfðu aukavinnu á morgnana snemma til að vinna fyrir sér eins og það hét. Svo fórum við að vinna á Þjóðviljanum undir há- degið. Eiður borgaði út; af því voru sagðar sögur að hann borgaði okk- ur í slumpum og spurði gjarnan hvort þetta væri nauðsynlegt einmitt núna af því að hann þurfti þá yfirleitt að nota aurana í hund- rað aðra staði. Á stundum höfðu starfsmenn þessar aðferðir í flimt- ingum; hann traði mér fyrir því einu sinni að honum sárnaði það og ég skildi hann vel. Þessi ríka aðhaldssemi samfara almennri pólitískri sókn skilaði miklum árangri. Þegar við Kjartan hættum á blaðinu sumarið 1978 var blaðið komið langt yfir 10 þúsund eintök. Blaðið bar sig fjárhagslega á árinu 1977 og Þjóðviljinn var þá raunverulegt samkeppnisblað Morgunblaðsins með margfalda kaupendatölu Alþýðublaðsins og Tímans í Reykjavík. Sá sem átti hlut í því að byggja þennan Þjóð- vilja upp til þess að virðast þá svona sigm'stranglegur var fremur en margur annar Eiður Bergmann Helgason með ótrúlegri nýtni sinni, yfirlegu og samviskusemi. Blaðinu allt var kjörorðið og það viðhorf ræktaði Eiður í okkur með vinnu- brögðum sínum og fordæmi. Þar voru ekki forstjórakúnstimar eða yfirstéttarstællinn sem einkenndi þá margan manninn um leið og hann fékk stresstösku og hefti eins og það hét þá. I ft-amhjáhlaupi má kannski geta þess að þetta blað, Morgunblaðið, hélt því fram í al- vörugreinum að við værum kostaðir af rúblum; eitthvað sáum við lítið af þeim í rekstri Þjóðviljans um þetta leyti. Satt að segja löptum við dauð- ann úr skelinni, en var samt enginn vorkunn því við kusum okkur ánægð þetta hlutskipti. Eiður Bergmann var ekki einasta nákvæmur framkvæmdastjóri og aðhaldssamur. Hann einkenndi allt sem mátti einkenna góðan sósí- alista: Hann deildi lífskjörum sínum EIÐUR BERGMANN og sinna með hreyfingunni. Hann átti heita réttlætiskennd og hug- sjónir. Hann tók á með hreyfing- unni og hann var sannkallaður menningarmaður og piýðilegt skáld, músíkalskur og orðhagm-. Einhverju sinni lét hann mig hafa kvæði til birtingar og hafði ég þá ekki þekkt hann lengi og vissi ekk- ert um þessa eiginleika hans. Þá kom fram að hann hafði gert fleira, meðal annars þýtt texta við kunna baráttusöngva eins og Alþjóðasöng æskunnar, - „harm skulum sefa, heiminum gefa hamingjuríka tíð... því mun æskan trútt um heiminn halda vörð.“ Við Eiður náðum helst að kynn- ast um árið þegar við fórum norður í ferðarispu fyrir Þjóðviljann. Hann ók Simkunni og rukkaði í sjoppun- um sem lágu með reikninga til margra ára stundum. Ég aflaði efn- is í leiðinni. Við ókum sem leið lá um Vestm-land, um Miðfjörðinn þar sem Eiður ólst upp og hraktist á milli bæja nærri að segja ungbarn, um Skagafjörð þar sem við gistum í Vík og við náðum alla leið til Rauf- arhafnar þar sem Gvendur Lúlla og Aggi sögðu sögur og svo aftur til baka þaðan með þindarverki eftir hlátur í sólarhring. Eins og næixi má geta tókst okkur að fá góða mynd af öllu umboðsmannakerfi Þjóðviljans í leiðinni, við skipulögð- um fréttaritarakerfi og vorum svo í þokkabót teknir til altaris á höfð- ingjasetrum íslenskrar menningar, til dæmis hjá Starra og Jakobínu. Þar þurfti að tala saman til morg- uns í bjartri sumarnóttinni. Þar safnaðist ein og ein vodkaflaska til uppruna síns, ítem ógrynni af sígar- ettum. I bítið reyndust fá heims- vandamál óleyst í Skútustaða- hreppi. Eftir að við Eiðm’ hættum á Þjóðviljanum hafði ég stundum samband við hann í síma eins og aðra félaga. Þegar hann lét af störf- um á blaðinu sinnti hann minnisbók Fjölvís sem var gefin út að okkar tilhlutan og munaði mikið um í fjár- málum blaðsins. Þar vann Eiður sem fyrr og síðar hreyfingunni af ýtrustu hollustu. Fyrir samfylgdina alla er ég þakklátur og flyt honum og fjöl- skyldu hans þakkir fyrir framlag þeirra til baráttunnar fyrr og síðar. Við Guðrún kona mín flytjum þeim öllum með þessum fáum línum sam- úðarkveðjur. I samræmi við sjálfan sig ákvað Eiður að útfórin færi fram í kyrrþey. Það var honum líkt. Svavar Gestsson. Við Eiður röktum ekki ættir sam- an en við vorum frændur í þeim hópi manna sem vann við það að skrifa og gefa út Þjóðviljann. Þeir sem þann hóp fylltu áttu saman sér- kennilega lífsreynslu sem oftast nær dugði til að skapa milli þeirra hugarþel, sem verður einna helst líkt við samstöðu og samhug manna sem róa á hveijum degi til fiskjar á lítilli skektu í kröppum sjó á hafn- lausri strönd. Aflinn torsóttur, lending óviss, afkoma útgerðarinn- ai- bágborin - og aðrar og betur settar útgerðir helst á því að það væri þjóðþrifamál að sökkva þess- ari bjálfalegu fleytu. Þessi vinstriskúta okkar stóð af sér alla sjóa ótrálega lengi og það hefur mest verið vegna þess að þeir sem voru um borð voru nógu skemmti- legir þverhausar til að láta sem hart veðurfar kæmi þeim ekki alltof mik- ið við - með öðrum orðum: kröfur hagstjórnarlögmála um rekstur fyr- irtækja. Slíkt fi-amferði var ekki gerlegt nema að saman kæmi í nógu mörgum í áhöfninni mikið af þrautseigju og ósérplægni sem leit- ar sér helst umbununar í starfinu sjálfú og félagsskapnum og svo von- inni blíðu um að róið væri í merki- legum og þörfum tilgangi. Þessa eiginleika og afstöðu átti Eiður í ríkum mæli, sem og laundrjúga gamansemi sem kryddar alla vin- semd. Starf okkar þjóðviljafrænda var vanþakklátt og þó ekkert van- þakklátara en starf Eiðs: hann ,sat á gullkistunni“ - hann var okkar fjái-huðir og hann hafði alltaf úr litlu að spila. Hann þurfti þvi að bæta á sig meiri þolinmæði en kraf- ist var af nokkrum öðrum á skút- unni - og hana átti hann líka. Nú eru þeir dagar liðnir og göml- um skipsfélögum fer fækkandi. Að leiðarlokum kveð ég Eið með þakk- læti og sendi fjölskyldu hans ein- lægar samúðarkveðjur. Árni Bergmann. VILBERT STEFÁNSSON + Vilbert Stefáns- son fæddist á Akureyri 10. ágúst 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 6. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans vom hjónin Stefán Valdimars- son skósmiður, • f. 19.5. 1891, d. 20.9. 1955, og kona hans Ingibjörg María Jó- hannesdóttir, f. 22.6. 1894, d. 31.7. 1973. Þau eignuðust 12 börn. Þau era auk Vilberts- Þorvaldur, f. 24.5. 1914, d. 16.6. 1967; óskírð stúlka, f. 9.7. 1915, lést á fyrsta ári; Jónas, f. 9.9. 1916, d. 11.6. 1967; Sigurður Sveinn, f. 10.1. 1918, d. 8.1. 1973; stúlkubarn, f. 1919, d. 1919; Valdimar, f. 4.1. 1923, d. 26.5. 1969; María, f. 10.2. 1924, d. 12.2. 1942; Krist- björg Larsen, f. 17.2. 1926, bú- sett í Noregi; Jón Rósberg, f. 9.4. 1928, búsettur í Reykjavík; Skjöldur Eyfjörð, f. 13.8. 1931, Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, erekkertbetra en eiga vini sem aldrei svíkja. Elsku pabbi, þetta ljóð lýsir þér vel. Þú varst einstakur vinur. Við áttum svo jmdislega og fallega kveðjustund með þér í kapellunni á Akranesspítala. Að finna fyrir frið- d. 20.5. 1990; og Unnur, f. 11.9.1932, búsett í Reykhóla- sveit. Eiginkona Vil- berts var Erla Stef- ánsdóttir. Þau eign- uðust fimm börn. Þau eru: Stefán, Olafur, Guðbjörg og tvíburarnir Haukur og Ingibjörg. Erla og Vilbert slitu samvistum. Seinni eiginkona Vilberts var Klara E. Helga- dóttir. Þau eignuð- ust Qögur börn. Þau eru: Bima Hrafnhildur, Harpa og Bjarki. Klara og Vilbert slitu samvist- um. Sambýliskona Vilberts var Guðrún Laufey Tómasdóttir, f. 14.1. 1909, d. 12.1. 1994. Börn Guðrúnar em Guðmundur Kr. og Guðbjörg Erlendsbörn. Vil- bert flutti á Borgarbraut 65 í Borgamesi eftir lát Guðrúnar og bjó þar til dauðadags. Útför Vilberts fór fram frá Borgarneskirkju 12. febrúar. inum og kærleikanum var einstakt. Það var sama hvað gekk á, þú fannst alltaf það jákvæða og góða við allt og alla. Húmor þinn var frá- bær. Hlátur þinn smitaði alla. Nei- kvæði og kvartanir áttir þú erfitt með að þola. Þú varst uppátektar- samur og stundum hrekkjóttur, en hrekkir þínir særðu aldrei, heldur kættu þá sem fyrir þeim urðu og þá sem voru í kring. Hrókur alls fagn- aðar varstu hvar sem þú komst. Lífshlaup þitt var oft erfitt og sárt, sem mótaðist af erfiðum æsku- árum. Þegar æviferill þinn er rifjað- ur upp lýsir það þér best, hvaða góða mann þú hafðir að geyma; að bera ekki kala til nokkurs manns og reyna að taka á áföllum og erfið- leikum sem ströngum skóla og gera það besta úr öllu. Ef áætlanir gengu ekki upp, þá var það vegna þess að annað og betra væri í vænd- um. Þrátt fyrir öll þín alvarlegu veik- indi í gegnum árin, gerðir þú mest grín að sjálfum þér og veikindun- um. Það er tilefni í heila bók um skondin tilsvör þín og uppátæki í gegnum tíðina. Þitt lífsins mottó var að alltaf finnst eitthvað jákvætt við eitthvað neikvætt. Það hefur verið mikill styrkur í sorginni að fá öll þessi símtöl frá vinum þínum og þeim aðilum sem þjónustuðu þig í ýmsum fyrirtækj- um og stofnunum í Borgarnesi. All- ir þessir einstaklingar lýstu þér eins og ég þekkti þig sem einstak- lega fyndnum, hjartahlýjum, um- hyggjusömum og sönnum vini. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá öllum þeim sem kynntust þér. Sorgin er sár, söknuðurinn er mikill, það er sárt að kveðja. Elsku pabbi, bestu þakkir fyrir styrkinn og stuðninginn sem þú hefur veitt mér á erfiðum tímum, og þá visku sem þú miðlaðir mér. Að láta öfund, háð og illgirni ann- arra í minn garð sem vind um eyru þjóta, hugsa hlýlega og jákvætt til þessa fólks, sem er svo vanþroskað að geta ekki glaðst með öðrum. Það hefur alltaf staðist það sem þú sagðir mér: „Sá sem öfundar yfir eigum og getu náungans og rífur æru fólks, eignast aldrei neitt, hvorki góða vini né aðra hluti. Finn- ur ekki hamingju lífsins, enda önn- um kafinn við að leita arfans og 01- gresisins í garði náungans. Sá sem gleðst með öðrum og hugsar vel til allra manna, fær sínu framgengt í lífinu." Elsku pabbi, ég kveð þig að sinni. Ég veit að þú verður ljós allra þeirra sem kynntust þér. Ég óska þér góðrar ferðar til nýrra heim- kynna. Elsku Guðrún, Halldór, Elli og fjölskyldur, umhyggja, hjarta- hlýja, og greiðasemi ykkar við pabba og okkur börnin hans í gegn- um árin, verður aldrei metin til fjár eða hægt að þakka ykkur nógsam- lega fyrir. Ég veit að pabbi mun gera allt sitt til að launa ykkur til baka, þrátt fyrir að vera kominn á annað til- verustig. Mín sál, því ömgg sértu og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. Þín (Bj. Halld.) Harpa. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku pabbi minn. Loksins ert þú frjáls eftir þessi erfiðu veikindi, kominn til hans sem læknað getur allt. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég var lítil stúlka með stóra drauma um að fara á sveitaball með honmn pabba sínum þegar hún yrði stór. Pabbi minn var fallegastur og bestur allra. Ég man svo vel þegar þú kenndir mér að prjóna og hve stolt ég var af Barbípeysunni sem var það fyrsta sem ég hannaði. Þú varst manna skemmtilegastur með frábæran húmor og stríðinn. Ég vil þakka þér fyrir frábæran tíma sumarið 1996 þegar við bjugg- um saman á Laugavegi 50 í þrjá mánuði. Við höfðum ekki átt heimili saman í 27 ár og ég fékk að kynnast þér uppá nýtt. Einnig þegar þú bjóst hjá mér, Hannesi og börnun- um í Veghúsum í sex vikur eftir eina sjúkrahúsvistina. Börnin mín eru lánsöm að hafa kynnst afa sín- um svona náið. Söknuður okkar er mikill, en huggun harmi gegn er sú fullvissa okkar að þér líði vel og sért heill heilsu hjá góðum Guði. Guð blessi minningu þína. Birna, Hannes, Einar, Haukur og Jóhanna. Elsku Villi afi, takk fyrir allar góðu og skemmtUegu stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gaman að hafa þig hjá okkur á jólunum. Þú ætlaðir að vera hjá okkur á gamlái'skvöld, og kannski miklu lengur. En gast það ekki. Þú varst orðinn svo mikið veikur svo að mamma og læknirinn fóru með þig í sjúkrabíl á Akranesspít- ala. Guð blessi þig og varðveiti að ei- lífu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þín afastelpa, Inga Rut.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.