Morgunblaðið - 13.02.1999, Page 48

Morgunblaðið - 13.02.1999, Page 48
48 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN BJÖRGVIN GUNNARSSON + Stefán Björgvin Gunnarsson fæddist að Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, Norður-Múlasýslu, 4. maí 1901. Hann lést á Ljósheimum, Selfossi, sunnudag- inn 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson frá Háreks- stöðum, Jökuldals- _ heiði, f. 1871 d. 1957 og kona hans, Ragnheiður Stef- ánsdóttir frá Teiga- seli, Jökuldal, f. 1876 d. 1951. Stefán var næstelstur af fjórtán systkinum en þrettán þeirra komust til fullorðinsára. Af þeim eru tvær systur á lífi, Bergþóra, f. 1912 og Sigrún, f. 1917. Látin eru: Jónína, f. 1899, d. 1989; Ragnar, f. 1902, d. 1967; Þórdís, f. 1903, d. 1995; Guðný, f. 1905, d. 1984; Helgi f. 1906, d. 1988; Aðalsteinn, f. 1909, d. 1988; Þorvaldína, f. 1910, d. 1998; Karl, f. 1914, d. 1988; Baldur, f. 1915, d. 1998; _ Hermann, f. 1920, d. 1951. í júní 1934 kvæntist Stefán Herdísi Friðriksdóttur frá Litla Bakka í Hróarstungu, f. 5. apríl 1913, d. 27. maí 1989. Þau hófu sinn búskap að Fossvöllum, síðan Grund á Jökuldal og Kirkjubæ í Hró- arstungu. Á Sel- fossi bjuggu þau svo frá 1962. Börn þeirra eru: 1) Gest- ur, f. 1934, verka- inaður í Reykjavík. Á hann þrjú börn, sambýliskona hans er Ingibjörg Hjálm- arsdóttir. 2) Ragn- heiður Gunnhildur, f. 1937, húsmóðir á Stokkseyri, hún á fjögur börn. 3) Karl, f. 1944, skrifstofustjóri hjá Osta- og smjörsölunni, búsettur í Kópavogi. Var kvæntur Val- borgu Isleifsdóttur, eiga þau fjögur börn, eitt látið. Kona hans er Auður Helga Haf- steinsdóttir. 4) Ina Sigurborg, f. 1947, húsmóðir og ræsti- tæknir á Selfossi, gift Guðjóni Ásmundssyni rennismið, eiga þau fimm börn. Á Selfossi stundaði Stefán lengst af verkamannavinnu hjá Selfoss- bæ. Útför Stefáns fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Pýð. S. Egilsson) Eg fel í forsjá þína. Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku góði afí, nú ert þú engill á himnum. Þú varst alltaf svo góður við okkur og í'annst gaman þegar krakkar komu í heimsókn. Þínir Arnór Sindri og Andri Snær Sölvasynir. I dag kveð ég elskulegan afa minn, Stefán Björgvin eða Stebba eins og hann var oftast kallaður. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hans afa. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá bernsku minni. Á föstudög- um var ég ætíð fastagestur hjá þeim afa og Herdísi ömmu á Aust- urvegi því þá var mamma mín að vinna. Voru þessar stundir hjá þeim alveg yndislegar og ógleym- anlegar. Alltaf var fundið upp á einhverju skemmtilegu að gera eins og að spila, lesa eða baka. Eru mér sérstaklega minnisstæðar vöfflurnar og hjónabandssælan sem bakkelsi á borðum og tók ég náttúrulega þátt í þessu öllu sam- 'án. Ef ekki var bakað hljóp ég út í bakarí fyrir þau og keypti eitthvað gott með kaffínu. Á heimili ömmu og afa var ætíð mikill gestagangur, áttu þau marga góða vini og kunn- ingja. Já, lífið á Austurveginum var engu líkt. En því miður var afí ekki alltaf hraustur á þessum tíma og varð því amma að stjana við hann því honum var nú ekkert sérstak- lega vel við sjúkrahús. Þegar amma mín lést varð það afa mikið áfall. Eftir það bjó hann einn um hríð á Austui-veginum og gekk það með dyggri aðstoð móður minnar sem kom til hans daglega. Man ég sérstaklega eftir því þegar hann fékk mat sendan til sín frá sjúkrahúsinu. Fór það ævinlega þannig að matnum var hent í ruslið. Já, hann lét nú ekki bjóða sér hvað sem er, hann afi! Síðustu ár sín dvaldi afi á Ljós- heimum. Held ég að honum hafí bara líkað alveg ágætlega þar. Afí var mjög sterkur persónuleiki, mikill húmoristi og alltaf var stutt í giínið hjá honum, hann gat séð spaugilegu hliðamar á ótrúlegustu hlutum. Hann var einnig mjög hreinskilinn og sagði ávallt hvað honum fannst hvort sem það snerí að fólki eða hlutum. Eg held að flestir hafi nú ekki tekið því illa. Afí var ákaflega mikill sveita- maður og hafði yndi af því að segja sögur af sveitinni sinni fyrir aust- an. Töluðum við mikið saman um hesta. Hann um hestana sína úr sveitinni en ég um útreiðartúra mína með vinkonu minni. Hafði hann einstaklega gaman af því að ég skyldi vera komin með svona mikinn áhuga á hestum. Allt frá því að amma dó kom afi í mat til okkar í Stekkholtið á að- fangadagskvöld. Fannst okkur jól- in vera komin þegar afi var sestur við eldhúsborðið heima á aðfanga- dag, þá gátu jólin gengið í garð. Núna síðustu jól gat afí ekki komið í fyrsta skipti sökum heilsuleysis. Var það óneitanlega mjög skrítið og vorum við sammála um að okk- ur fannst ansi tómlegt að hafa afa ekki hjá okkur. En þess í stað fór- um við öll fjölskyldan til hans á Ljósheima og áttum þar notalega stund. Jæja afí minn, nú er kominn tími til að kveðja. Eg tiúi því að nú séuð þið amma saman á ný. Eg þakka þér fyrir yndislegar stundir sem ég mun aldrei gleyma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd «jreina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 .ilög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Lilja Björg Guðjónsdóttir. Þegar minningar bemskuáranna era rifjaðar upp era sumar sterk- ari og skýrari en aðrar. Svo sterk- ar og eftirminnilegar eru þær að það er eins og hlutimir hafí gerst í gær. Lífið á Austurvegi 40, hjá ömmu og afa, er svo sannarlega ein slík minning. Eg man vöffluilminn í húsinu þegar amma stóð í eldhús- inu, bakaði og sagði okkur sögur. Afí lék við okkur í stofunni, við systurnar hoppuðum á bak hans og hann hljóp með okkur á hest- baki um húsið á milli þess sem hann gaf okkur brjóstsykur úr vasa sínum. Margar minningar á ég líka um afa minn veikan. Lengi vel lá hann veikur heima og amma hlúði að honum af sinni einskæru alúð og hlýju. Eg man eftir samviskubitinu þegar afí veiktist fyrst. Ég var al- veg sannfærð um að hann hefði veikst af því að hann var búinn að vera með okkur svo mikið á hest- baki. Ég, sennilega um 7 ára, vissi ekki þá að hann afi minn þoldi nú svolítið meira en það. Árið 1989 lést elskuleg amma mín og varð það afa mikið áfall. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og ég veit að afí velti því oft fyrir sér hvers vegna amma var send af stað í sitt ferðalag á undan honum. Hún var jú 12 árum yngri og var búin að vera heilsuhraustari en hann í gegnum tíðina. Þó að missir afa hafi verið mikill gátum við ekki annað en dáðst að dugnaði hans og þrautseigju. Heimakær hafði hann alla tíð verið, á Austurvegi 40 leið honum vel og þar vildi hann vera. Það var því svo, eftir að amma dó, að hann bjó þar einn í rúmt ár, þá tæplega níræður. Þegai’ heilsa hans var orðin það slæm að hann gat ekki búið einn dvaldi hann á heimili foreldra minna í nokkra mánuði eða þar til hann fór á hjúkrunarheimilið Ljósheima. Á Ljósheimum væsti ekki um hann og margar starfsstúlkur urðu hans vinkonur. Hann kvartaði þó oft yfír því að það væru ekkert nema gamalmenni í kringum sig. Já, hann var ungur í anda, afi minn, sem lengi vel var elstur manna á Ljósheimum. Afí hafði sterkan og Htríkan per- sónuleika. Þegar hann reiddist þá reiddist hann og sparaði ekki orð- bragðið, en ávallt var stutt í húmorinn og gat hann orðað hlut- ina á svo skemmtilegan hátt að un- un var að hlusta á hann. Þó að ég hafí ekki kynnst afa mínum þegar hann bjó í sveitinni þá var ekki hægt annað en að líta á hann sem sveitamann, svo stóran sess átti sveitin í huga hans. Hann fylgdist spenntur með því hvort sauðburður væri hafinn í sveitum, hvernig heyskapur gekk, smala- mennskan og allt það sem einkenn- ir lífið í sveitunum. Síðustu árin held ég að það hafi veitt honum mikinn styrk að rifja upp minning- ar liðinna tíma. Tala um Jökuldals- heiðina sína, Grund, Kirkjubæ, smalamennsku á Fossvöllum með Ragnari bróður sínum og fleiri minningar af Héraði. Alltaf fylgdist afi vel með öllu og var með á nótunum alla tíð. Duglegur var hann að spyrja um hagi síns fólks og gaman hafði hann af því að fá heimsóknir frá ættingjum og vinum. Mér er það ljúft og skylt að minnast sérstak- lega á samband mömmu minnar og afa í seinni tíð. Daglega fór mamma til hans og einstakt var að sjá hversu vel þau náðu saman í vináttu, trausti og ást. Ég veit að það gaf mömmu ekki síður en afa mikið að hittast og spjalla. Þótt ARNÞÓR GUÐNASON + Arnþór var fæddur á Kot- múla í Fljótshlíð 13. febrúar 1928. Hann lést 1. september síðastliðinn. Arnþór var yngstur sjö barna þeirra hjóna, Guðna Guðmunds- sonar bónda þar og konu hans Stein- unnar Halldórsdótt- ur. Börnin voru í aldursröð: Guð- mundur, f. 8. júní 1909, látinn; Sveinn, f. 17. nóv. 1911; Að- alheiður Guðrún, f. 9. mars 1914, látin; Margrét Sigríður, f. 25. júní 1916; Skúli, f. 25. febr. 1920; og Dóra Ragnheiður, f. Nú hinn 13. febrúar 1999 er sjö- tugasti og fyrsti afmælisdagur þessa horfna vinar míns, af því til- efni langar mig að minnast af þakk- læti örfáum orðum nærri hálfrar aldar kynna, vináttu og samskipta sem aldrei bar á skugga. í slíkum hugleiðingum flæðir atburðarásin fram í endurminningunni, líkt og skuggamynd á tjaldi. Löngu liðnir viðburðir og dagar birtast og endur- nýjast. Þá er eins og vitund manns vakni og gangi til baka inn í fortíð- ina, þar sem allt er á sínum stað. Þannig er hugarheimur mannsins eitt hið stórkostlegasta sköpunar- verk lífsins, uppspretta og afdrep, sem hver einn á fyrir sig og enginn nær að granda. Ai-nþór eða Addi eins og hann var alltaf kallaður ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum í Kot- múla og kynntist og lærði öll hefð- bundin störf eins og þá gerðust til sveita á þeirri tíð. Hann var í eðli sínu léttlyndur og spaugsamur og 28. júní 1924, og yngstur var Arnþór sem hér er minnst. Arnþór gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Elín- borgu Kjartansdótt- ur, 4. nóvember 1950 og bjuggu þau lengst af sín bú- skaparár í húsi því sem þau reistu á Lyngheiði 4 á Sel- fossi. Þeim Elín- borgu varð eigi barna auðið, en hún átti tvær dætur frá sínu fyrra hjónabandi, þær Nínu Björgu og Sesselju. Utför Arnþórs fór fram frá Selfosskirkju 12. september. gat komið vel fyrir sig orði, einstak- lega hjálpsamur og mikill dýravin- ur sem tók ævinlega málstað þess er minna mátti sín. Hann fór ungur að heiman og réðst til starfa hjá Kaupfélagi Árnesinga hér á Sel- fossi og lærði bifvélavirkjun og út- skrifaðist sem meistari í þeirri iðn- grein. Hann starfaði allan sinn starfsaldur í iðngrein sinni, lengst hjá Kaupfélaginu en síðan sjálf- stætt á sínu verkstæði. Það var einmitt á verkstæðum Kaupfélags Árnesinga sem ég kynntist Adda. Hann var þá í blóma lífsins og var að ljúka bifvélavirkjanámi. Hann var kátur og spaugsamur og vin- sæll á vinnustað sem í vinahópi. Hann þótti góður viðgerðarmaður og oft ótrúlega fljótur að átta sig á hvað væri bilað, þegar komið var með bíla á verkstæðið. Fyrir utan hinn hefðbundna vinnutíma spilaði hann í hinum ýmsu hljómsveitum á sveitaböllum vítt og breitt um hér- uð og var vinsæll og vel þekktur í aldur afa hafi í árum talið verið hár er missir mömmu mikill, hún kveður einstakan föður og félaga sem hún hafði svo mikla þörf fyrir að hitta. Sérstaka ánægju hafði afi að fylgjast með langafabörnunum síð- ustu árin. Ævinlega tók hann bros- andi á móti Arnóri mínum þegar hann kom í heimsókn. Arnór hafði gaman af því að heimsækja „góða afa“ eins og hann tók upp á að kalla hann þegar hann var smástrákur Það er kannski gott dæmi um það hversu barngóður afí var. Einnig var ánægjulegt að sjá hversu gam- an afi hafði af því að sjá nýjasta langafabarnið, hann Andra Snæ litla, sem fæddist síðastliðið sumar og þeir voru góðir er þeir lögðu sig saman í rúmi afa, sá litli 6 vikna og afi 97 ára. Elsku afi minn, þú áttir engan þinn líkan. Hversu oft varst þú ekki búinn að veikjast í seinni tíð, svafst í nokkra daga og við nánast búin að kveðja þig. Ávallt vaknað- irðu þó aftur, klæddir þig, spurðir hvaða dagur væri og fórst fram í mat. Já, sterkur varstu að eðlisfari og komst okkur sífellt á óvart. Nú hefur þú lagt af stað í þitt ferðalag eftir langa ævi og ég veit að þú ert hvíldinni feginn. Við trú- um því að þið amma hittist nú á ný og vöffluilmur liggi í loftinu líkt og forðum á Austurvegi 40. Við sem eftir sitjum eigum eftir að sakna þín. En við eigum minn- ingarnar um þig sem ylja okkur í framtíðinni. Minningar sem era svo sterkar, skýrar og ljúfar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég kveð þig elsku afi minn. Guð geymi þig. Ásdís Erla Guðjónsdóttir. þeim bransa. Allt sem laut að músík var Adda mesta yndi. Hann spilaði þá mest á trommur en seinna varð harmonikan meiri ánægjuauki og átti hann jafnan góða harmoniku. Hann varð síðar, meðan heilsan leyfði, virkur þátttakandi í Har- monikufélagi Selfoss og unni mjög þeim félagsskap. Þá var hann og einn af stofnend- um Lúðrasveitar Selfoss á sínum tíma. Annað áhugamál Adda vora bílar og þá alveg sérstaklega amer- ískir. Pontan hans var vel þekkt hér um slóðir og ein af mestu glæsikerr- um staðarins eftir að hann hafði með ærinni fyrirhöfn og kostnaði, en af sinni sérstöku snilld, þolin- mæði og eljusemi, gert hana upp eins og nýja úr kassanum. Eins og fram hefur komið reistu þau hjón sér framtíðarheimili á Lyngheiði 4 hér á Selfossi. Það var einmitt á þeim árum sem ég kynnt- ist Nínu sem síðar varð konan mín. Þeirra hús var því okkar annað heimili og svo barna okkar strax í æsku þeirra. Addi fór síðar að starfa á sínu eigin verkstæði í skúr heima og oft var leitað til hans með hin ýmsu vandamál og ekki stóð á hjálpinni. Það voru margar ánægju- stundirnar sem maður átti í skúrn- um hjá honum, margt spjallað og grínast. En fegurstur allra staða þótti honum Fljótshlíðin eins og sveitunga sínum Gunnari á Hlíðar- enda og oft var rennt austur þangað ef vel viðraði og stundum ekið greitt. Addi átti nú hin síðari ár við heilsubrest að stríða og var oft mik- ið þjáður, samt hélt hann lengst af sínu létta og góða skapi furðuvel og flestir fóra glaðari af hans fundi. Við Nína, börn okkar og barnabörn þökkum Adda hrærðum huga alla hans umhyggju og tryggð við okkur og biðjum honum Guðs blessunar á nýjum vegum. Elsku Elínborg, að þér er harmur kveðinn, Guð gefi þér styrk, von og trú, hann mun vel fyrir sjá. Árni Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.