Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 5lS HILMAR ÞORBJÖRNSSON + Hilmar Þor- björnsson var fæddur í Reykjavík 23. október 1934. Hann lést á heimili sínu 29. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 11. febrúar. Þegar Þórður, son- ur þinn, kynnti okkur tókstu mér sem dóttur þinni. Þú sýndir mér ætíð mikla hlýju og trúnaðartraust og sagðir einu sinni að það myndi ekki skipta máli þótt samband mitt og sonar þíns myndi slitna, þú yrðir alltaf vinur minn. Við það stóðstu og þykir mér vænt um að minnast þess hversu góður þú hefur verið mér á erfiðleika- stundum. Eg sé þig oft fyrir mér þegar þú röltir inn á stöðina á Hverfisgötu, handan þess sem ég bjó, í hvítu buxunum þínum og bláu peysunni með derhúfuna alltaf jafn frískur í fasi. Vænt þykir mér að minnast samræðna okkar um lífíð og tOveruna og vangaveltna um eðli mannsins. Þessar stundir eru mér dýrmætar. Þegar ég hef verið erlendis hefur verið gaman að frá bréf frá þér, umslögin faOega skrautskrifuð og innihald bréfanna svo persónulegt. Sérstaklega eru bréfm þín frá þeim tíma er við Þórður vorum í Danmörku mér dýrmæt. Ég hafði ekki vitað hversu ljóðrænn þú varst og næm- ur á fegurð landsins. Þú leyfðir mér að deila með þér hugsunum þínum um líðandi stundu og sér- staklega brotum frá bernskuárum þínum. Eitt af bréfunum frá þér er mér sérlega hugstætt á þessari stundu. Þú ert að hugleiða dauðann. Þér fínnst undarlegt að menn skuli hræðast líkams- dauðann sem þér finnst ekkert annað en fæðing til annarrar til- veru. Enginn þarf að óttast dauðann svo lengi sem menn rækta hið góða í sér, segir þú. Svo heldur þú áfram og segir: „Það kemur fyr- ir að ég hlakka til að deyja, ég þarf að hitta svo marga á nýjum slóðum sem mér þykir svo vænt um og þarf að takast í hendur við og elska. Gleðin er eins og ljósið, ef við kveikjum á því fyrir aðra, skín það á okkur sjálf. Þessu hef ég stundum gleymt og skammast mín fyrir. Ég ætla að bæta það, fái ég til þess tækifæri sem ég er sann- færður um að ég fæ.“ Eg held að þú, Hilmar, hafir verið vel meðvitaður um þetta síðustu mán- uði lífs þíns. Og nú ertu kominn í faðm Jesú Krists og ástvina þinna. Ég mun ætíð minnast þín Hilmai- minn með mikOli hlýju og enda kveðjuna til þín á þeim orðum sem þú endaðir fyrrnefnt bréf til mín: „Dögg þess grass, sem deyr í dag, er draumtár hvítrar nætur.“ Ég votta eftirlifandi eiginkonu, Ágústu Osk, bömum, barnabörnum, barnabarnabömum og öðnim vandamönnum mína dýpstu samúð við fráfall góðs drengs. Megi góður Guð ætíð fylgja ykkur. Bryndís Valbjörnsdóttir. Sögð var sú saga að Kasparov hefði gengið miOi nemenda í skóla fyrir þá efnilegustu. Hann skoðaði skákir þeirra og var að huga að því hvort þárna leyndist efni í heims- meistara. Þetta var í Moskvuborg. Árangur ræðst af ýmsu en undir- staðan er ávallt hinn sterki vilji, trúin á mátt sinn og hopa ekki að óreyndu. Fréttir herma að íþróttafólk í fremstu röð búi við aðstoð, svo sem framfærslu. Þetta er nútíminn en svona var það ekki áður. Á keppn- istíma Hilmars Þorbjörnssonar, félaga míns í lögreglustarfi, sem nú spannar venjulegt ævistarf var þetta allt með öðrum hætti. Þegar Hilmar kom til starfa í lögreglu- liði Reykjavíkur kom hann beint frá ráslínu keppnisvalla. Hreyfingar allar og bragur yfir mannin- um var í þá veru að þar fór sá er viðbúinn var og þekkti líklega ekki útgöngudyr flóttans. Iþrótt sína stundaði Hilmar fyrstu árin í lög- reglunni. Vann þá forsetabikar- inn og fór seinni ferð sína til keppni á Olympíuleikana. Ætli það sýni ekki hlutina eins og þeir vora að Hilmar fékk með naum- indum að mæta til viðtöku á bik- arnum góða. Hann var á vakt enda 17. júní. Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn gekk í máUð. Áuðvitað dugði það. Hilmar var mótaður af tímum hreysti og áræðis. Það má ekki gleymast að drengskapurinn var settur öðra ofar. Mjúkhentur þar sem hinir bágstöddu áttu hlut að en takast brosandi á við yfir- gangsmenn og ribbalda. Oft verða hin smærri tilvik eft- ir í huga manns þá langur vegur er að baki. Önd hafði orðið fyrir því að fá óhoUustu í fjaðrir sínar. FugUnn skalf í nepjunni og var sundið ekki mögulegt. Menn vissu viðeigandi ráðstafanir en Hilmar tók fuglinn, setti hann í pappakassa og tók heim með sér. Nú tóku við fréttir af fugli þess- um næstu vaktir. Dr. Finnur krafinn sagna um meðferð og allt fór vel. Mér er næst að halda að eftir áhlaup fólks á sendiráð heims- veldis og orðið hlé á bardaga, við félagamir nokkrir að telja rúð- urnar sem vora ekki lengur rúð- ur, þá fengum við fréttimar af öndinni hans Hilmars. Hún var komin til heilsu og farin að synda og dýfa hausnum í vatnið. Hin síðari ár vora fundir okkar Hilmars sUtróttir. Hann var sá sem brást við veikindum með því að lyfta þungu á æfingastöðum og neitaði að lokast inni í skel sinni. Slíkt hentaði einungis skeldýram. Langt er síðan aðskilnaður varð og lögreglan dreifðist um aO- ar þorpagrandir. Hilmar hlaut þann starfsframa er lokaði hann að nokkra inni á skrifstofu. Hvíld- in hins vegar að halda kynnum og vera meðal þeirra sem hann hafði svo lengi deilt kjörum með. Hilm- ar var búinn þeim sprengikrafti er gerði hann alla tíð sérstakan, návist hans vakti athygli. Hann hafði færst úr vél í brú en tekið með sér reynsluna við að moka kolum í fýrplássinu. Hilmar Þorbjörnsson vann að eftirUts- og löggæslumálum er- lendis og kynntist hinum raun- veralegu óeirðum þar sem meira og verra gengur á en að strákur brjóti rúður. Menn búnir miklum kröftum eiga engan samnefnara. Hæfileik- amir era persónubundnir og býr þar hver að sínu. Áhugamálin vora ekki bundin við átök manna á milU og hvernig hefja skyldi þunga hluti. Sögufróðleikur, og að slá hljóðfæri sér til hugarhægðar vora upplyfting hans og skemmtun. Til HOmars var gjarnan farið ef skrautrita þurfti plagg eða gera al- mennilega auglýsingu um komandi fagnað. Hér er sá kvaddur er hvatti aðra til að ganga uppréttir og láta ekki undan fyrr en sá lúðurhljómur heyrist er flytur lokatóninn í hljómkviðu lífsins. Fólki Hilmars Þorbjömssonar færi ég ósk um frið minninganna og gríp til fallegrar kenningar: Ástvinur verður aldrei frá okkur tekinn, síst með dauðanum. Björn Signrðsson. Kveðja frá Ármenningnm Fallinn er frá fyrir aldur fram Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfir- lögi’egluþjónn, sá frækni íþrótta- maður á áram áður. Hann var félagi í Glímufélaginu Armanni og glæsilegur keppnismaður félagsins um ái-abil. Frábæram árangri hans hefur ekki verið skákað enn í sum- um greinum, þótt liðin séu yfir fjöratíu ár frá því Hilmar var að verki. Hilmar Þorbjömsson var af sinni kynslóð meðalmaður á hæð, snöfurmannlegur á velli og bjartur yfirlitum. Hann fór til æfinga og keppni af fullri einurð og kappi og sem afreksmanna er siður taldi hann sig eiga þar sess fremstan. Árangur hans varð líka með þeim hætti að halda ber á lofti fremur en gert hefur verið, enda fótfráasti maður þjóðarinnar, og enn þann dag í dag hefur tímans tönn ekki tekist að afmá spor hans í öllum greinum. Á tímabili átti Hilmar Þor- björnsson Islandsmet í þremur gi-einum samtímis, í 100 metra, 200 metra og 300 metra hlaupum. Tvö Islandsmet hans standa í dag og era í 100 metra hlaupi 10,3 sek., sett 1957 með þáverandi tímatökutækni, og í 4 x 400 metra boðhlaupi, en Hilmar var í sveit Ái-menninga 1958 er hljóp á ís- landsmeti (3 mín., 19,4 sek.). Aðrii- í þeirri boðhlaupssveit voru Dag- bjartur Stígsson, Guðmundur Lár- usson og Þórir Þorsteinsson. Þrátt fyi-ir hinn gífurlega aðstöðumun til bóta og þróun tækni við iðkun og keppni í íþróttum standa þessi af- rek ennþá á einföldum kvarða tímaeiningar og leiða hugann að því hvað slíkum og þvílíkum mönn- um hefði orðið megnugt við nútíma aðstæður. En Hilmar Þorbjörnsson keppti ekki eingöngu á heimavelli heldur gerði garðinn frægan víða um lönd. Hann tók þátt í landskeppni og alþjóðamótum og atti kappi við bestu hlaupara annarra þjóða. Ætla má, að hásalir á ferli hvers íþróttamanns séu að vinna til þátt- töku á Olympíuleikum. Það gerði Hilmar svo sannarlega og tvívegis keppti hann þar, fyrst í Melboume í Ástralíu 1956 og síðan í Róma- borg á Ítalíu árið 1960. Segir það nokkuð um afreksmanninn Hilmai- Þorbjörnsson. Eftir að formlegri keppni í alþjóðamótum lauk kom Hilmar oft til liðs við frjálsíþróttamenn félags- ins og tók þátt í sveita- og stiga- keppni fyrir hönd þess. Hilmar tók einnig þátt í félagsstarfí frjálsíþróttamanna og sat í stjórn t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúö við andlát og útför föður okkar, HALLDÓRS Á. ÞORLÁKSSONAR, Víðimel 46. Björn Halldórsson, Anna Dagný Halldórsdóttir, Eva Þórunn Halldórsdóttir og aðstandendur. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SIGFÚSAR JÓNSSONAR frá Ærlæk í Axarfirði, Skipholti 36, Reykjavík. Erla Sigurðardóttir, Jón Sigfússon, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Hulda María Mikaelsdóttir, Símon Sigvaldason, Hildur, Hulda, Erla María, Erla og Sonja. t Einlægar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Engjavegi 77, Selfossi. Guð blessi ykkur. Sjöfn H. Jónsdóttir, Jón Logi Þorsteinsson, Þorsteinn Garðar Þorsteinsson, Guðrún Valdimarsdóttir. fijálsíþróttadeildar félagsins í nokk- ur ár. Hann beitti sér á aðalfundum Glímufélagsins Armanns og var liðtækur í öðra starfi félagsins. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd _ aðalstjómar Glímufélagsins Ár- manns og annarra Ármenninga þakka afreksmanninum og drengnum ljúfa Hilmari Þor- björnssyni fyrir samfylgd og félagsfestu um áratuga skeið og hafa með atgervi sínu varpað ljóma á nafn Glímufélagsins Ár- manns um ókomna tíð. Fjölskyldu hans og ástvinum era fluttar samúðarkveðjur. Fyrir hönd aðalstjórnar Glímu- félagsins Ármanns, Hörður Gunnarsson. ^ Afmælis- og* minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- ! markast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, . ekki sem viðhengi. ty Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem,«i- pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minn- ingargreina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. { /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.