Morgunblaðið - 13.02.1999, Page 54
-Ö4 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Rafstöðin í Elliðaár-
dal og laxveiðin
NÚ í desember bilaði ein elsta
vatnsaflsvirkjun landsins, Elliðaár-
stöðin í Elliðaárdal. í framhaldi af
því er rætt um hvort ekki sé rétt að
hætta þar allri raforkuframleiðslu í
þeirri von að með því mætti hressa
upp á laxagengd í náttúruperlu
Reykvíkinga, Elliðaánum. Einhver
komst svo að orði að nú væri hægt
''Við koma ánum í upprunalegt horf.
Hugmyndin er góðra gjalda verð
svo iangt sem hún nær, en innifelur
fórnarkostnað sem lítt hefur verið
haldið fram Elliðaárstöðin er senni-
lega eina starfandi tæknisafn á
Reyjavíkursvæðinu.
Stöðin með sínum 80 ára búnaði,
er öll upprunaleg, rafalar, stjórn-
tafla, aflrofar, keðjutalíur og veður-
athugunartæki. Áttatíu ár spanna
nær hálfa iðnbyltinguna. Við eigum
lítið af tækniminjum og næsta fáar
starfandi aðgengilegar almenningi.
Eitthvað eigum við af fombílum
sem einstaklingar hafa varðveitt.
Sjávarútvegsminjar eru fátæklegar.
Dráttarbáturinn Magni, fyrsta stál-
^ip smíðað á íslandi, liggur í höfn-
inni, ógangfær. Aðalbjörgin RE
grotnar niður vegna fjárskorts í Ár-
bæjarsafninu, safninu til vansa og
gefendunum til ama, svo mjög að
þeir mála hana annað slagið á eig-
inn kostnað. Fátækt virðist hrjá
söfn almennt. Flugminjar eru fáar
aðgengilegar utan landgræðsluvélin
Páll Sveinsson sem er á sextugs-
aldri. Hún er enn í notkun fyrir það
að það er talið borga sig. Flugá-
hugamenn þekkja í henni murrið og
líta til lofts áður en hún birtist. Hún
ferðast vítt um landið og hægt er að
virða fyrir sér þennan gamla stríðs-
fák og síðar burðarás flugsam-
gangna innanlands taka sig á loft og
setjast. Pað er hægt að koma nær
og gefa sig á tal við umsjónarmenn-
ina, sjá fræ og áburð renna niður í
vélina, banka í hjólbarðann, lykta af
gúmmíi, eldsneyti og heitri smurol-
íu. Maður kemur inn í 50 ára gaml-
an veruleika.
Eins er með Elliðaárstöðina. Á
virkum dögum yflr veturinn suðar
vatnið í gegnum vélarnar. Sving-
hjólin snúast, rafalamir hitna og
anda heitu kælilofti á viðstadda,
gangráðsreimamar tifa. Einfald-
leikinn er slíkur að maður sér næst-
um rafmagnið streyma frá vélunum.
Þú ert kominn 80 ár aftur í tímann.
Furðu vekur að mannvirkið var
reist á 18 mánuðum árin 1919 til
1921. Mest með höndum, með hök-
um, skóflum, þrífótum og talíum.
Þetta er enn í notkun vegna þess að
það er talið borga sig. Elliðaárstöð-
in var eina rafstöð bæjarins fram til
1937. Stöðin var rekin með fullum
afköstum fram til 1966. Eftir það
rak Landsvirkjun stöðina um tíma
sem toppstöð og leiðrétti með henni
fasvik. Rafmagnsveita Reykjavíkur
hóf síðan rekstur aftur 1978 eftir
endurnýjun aðveitupípunnar. Nú er
rekstur einungis 12 tíma á dag
virka daga yfir vetrarmánuðina til
að keyra niður álagstoppa.
Á sumrin eru Elliðaárnar lax-
veiðiár. Eg er ekki viss um að Orku-
veita Reykjavíkur græði á þessu
laxastússi. Koma ánum í uppruna-
Minjavernd
Höfum í huga, að
Elliðaár í Elliðaárdal,
segir Benjamín
Hansson, eru lifandi
ár í lifandi borg.
legt horf sagði einhver. Fyrrum
voru ekki mikil umsvif innan Elliða-
áa. Nú fara 66.000 bílar á sólarhring
um Elliðaárbrýr, 19.000 um Höfða-
bakkabrú og 6.000 bílar fara um
brúna á Breiðholtsbraut. Það fara
91.000 bflar yfír Elliðaárnar á sólar-
hring. Öll mengun sem lendir á göt-
unni, tjara, olía, salt og hvaðeina,
fer með yfirborðsvatni beint í árnai-.
í Árbæjarhverfi búa 9.000 manns, í
Breiðholti 23.000. í Víðidal eru
3.300 hestar á fóðrum.
Kópavogur hyggur á íbúðabyggð
vestan Elliðavatns. Við árósana er
misvistvænn iðnaður. Við Viðeyjar-
sund er þorra inn- og
útflutnings landsins
umskipað. Það verður
ekki aftur snúið. Lax-
inn og rafstöðin hafa
þrifist saman í 80 ár.
Aldrei _ var laxastigi
upp Árbæjarstífluna.
Þegar rafstöðin var í
fullri notkun var lax-
inn fangaður í kistur
við stöðina og ekið
með bílum upp fyrir
Árbæjarlón. Nú þegar
stöðin er rekin með
hálfum afköstum hálft
árið á ég bágt með að
trúa að orsök fyrir
minni laxagengd sé að
finna í rekstri rafstöðvarinnar.
Rafmagnsveitan nú Orkuveitan
hefur lagt metnað sinn í að gera El-
liðaárdahnn að þeirri útivistarperlu
sem hann er. Þar eru árnar þunga-
miðjan. Laxinn hefur ávallt verið of-
arlega á lista og ómældu fé varið til
rannsókna, fiskeldis, veiðivörslu og
hreinsana. Nú eru bumbur barðar
gegn rafstöðinni. Með hvaða rökum
sé ég ekki. I grein eftir Þórólf Ant-
onsson, starfsmann Veiðimálastofn-
unar, í Mbl. í ágúst sl. „Veiðin í El-
liðaánum" kemur fram að vísindi
séu að engu höfð hjá mörgum sem
hátt láta, heldur tali þeir út frá
hjartanu. Ekki vil ég skipa mér í
þann hóp. Þriggja ára rannsóknar-
verkefni Veiðmálastofnunar á El-
liðaánum fer senn að ljúka. Við
skulum fá niðurstöðumar frá fiski-
og líffræðingunum. Afstaða til
reksturs rafstöðvarinnar í Elliðaár-
dal verður svo pólitísk að sjálf-
sögðu. En ég segi sem vélfræðingur
frá hjartanu, eins og hinir hávaða-
seggirnir, mikið mun mér sáma ef
stöðinni verður lokað „af því bara“.
Nær allt er metið til
fjár. Þó ekki sögulegt
og minjalegt gildi raf-
stöðvarinnar, ekki
frekar en lífríki Elliða-
ánna. Það má enda-
laust leika sér að töl-
um. Hvað kostar svona
3,2 MW stöð?
Áætlanir um
nýreista 60 MW gufu-
aflsstöð Orkuveitunnar
á Nesjavöllum hljóðuðu
upp á 4,27 milljarða
króna. Miðað við það er
Elliðaárstöðin 227
milljóna króna virði. Á
baksíðu Mbl. föstudag-
inn 29. jan. 1999 eru
vangaveltur um 0,6 MW vindmyllur
við Selfoss og þær sagðar kosta 50
milljónir króna. Miðað við þær for-
sendur er stöðin 266 milljóna króna
virði. Það kostar kannski 2-4% af
þessari tölu að gera við aðveitupíp-
una og gera stöðina starfhæfa á ný.
Þá má hafa í huga að Elliðaárstöðin
er eina varaaflið vestan Hellisheiðar
sem Reykvíkingar eiga. Það kostar
ekkert að hafa stöðina í lagi.
Kæru félagar, áhugamenn um líf í
Elliðaárdalnum, það kann að vera
að einhverjir hafi fundið gullegg í
laxinum í Elliðaánum. Ég sem er
blindaður af einhverju öðru en lax-
veiðum þarf ekki langt að líta til að
sjá gæsina sem egginu verpti. Höf-
um í huga að Elliðaár í Elliðaárdal
em lifandi ár í hfandi borg. Þama í
dalnum er líka rafstöð, lifandi safn,
fyllilega sjálfbær og stendur undir
hluta af framkvæmdum á svæðinu.
Auk heldur er hún varaskeifa ef í
harðbakkann slær. Sláum ekki af
gæsina þá, ekki hugsunarlaust.
Höfundur er vélfræðingur.
Benjamín
Hansson
Imynd
hnignunar
HÖFUNDAR með góða morgunveiði úr Norðurá í Borgarfirði. 16 laxar eru það sem veiða má á eina stöng
á einum degi í Elliðaánum. Það heyrir nú til undantekninga að það náist.
ELLIÐAÁRNAR og framtíð
laxastofnsins í þeim hafa verið mik-
ið til umfjöllunar að undanfórnu,
enda ljóst að um mikla afturfór hef-
ur verið að ræða síðustu áratugina.
Er nú svo komið að ímynd ánna er
orðin ímynd hnignunar. Hafa fjöl-
margir velunnarár Elliðaánna og
dalsins umhverfis þær, helsta nátt-
-ímskarts Reykjaríkur, margoft
lýst áhyggjúm sínum yfir þessari
þróun.
Sérstök athygli hefur verið vakin
á hinum neikvæðu áhrifum virkjun-
ar Elliðaánna. Þær voru á sínum
tíma taldar gjöfulasta smálaxaá á
Norðurlöndum. Fyrir virkjun gáfu
þær allt að 1.863 löxum á þrjár
stengur á sumri, en eftir virkjunina
varð laxastofninn fyrir áfalli og
komst veiðin niður í 485 laxa árið
1937. Steingrímur Jónsson, þáver-
andi rafmagnsstjóri, gerði sér grein
fyrir hættunni sem laxastofninn var
í og brást við með ræktunarstarfi.
Hann lét reisa klakhús undir nær
milljón hrogn og sleppti um árabil
,#undmðum þúsunda kviðpokaseiða
í vatnasvæði ánna. Lýsti Atvinnu-
deild Háskólans yfir því 1941 að
hann hefði þannig bjargað laxa-
stofninum.
Eftir að laxræktin hófst var veið-
in sveiflukennd, en auk virkjunar
hafa með árunum komið til viðbótar
neikvæðum áhrifum hennar marg-
þætt vandamál. í tæpan aldarfjórð-
ung hefur hnignunin verið stöðug
og dýrar seiðasleppingar ekki náð
að styrkja stofninn. Arið 1975 var
gangan 8.066 laxar og veiðin 2.067
_Jfixar. í fyrra, 1998, var gangan 965
laxar og veiðin 491 lax. Er gangan
nú því um 12% af því sem hún var
fyrir 24 ámm. Náttúrulegur laxa-
stofn Elliðaánna getur hæglega
horfíð á næstu áram. Þá færi vafa-
lítið eins fyrir Elliðaánum og öðmm
ám sem misst hafa laxastofn sinn.
Ástæða þætti ekki lengur til að
\ jerja árvatnið mengun. Það yrði því
ohreint, vafalítið svo að enginn gæti
vaðið í því hættulaust. Færi þannig
um árnar myndi ímynd Elliðaár-
dalsins bíða mikinn hnekki. Sú nátt-
úra sem borgarbúar sækjast nú eft-
ir í gönguferðum, á skokki og í
skoðunarferðum, svo ekki sé minnst
á veiðarnai’, yi-ði líi' sögunni. ímynd
óhreinleika og hnignunar, sem er
þegar orðin staðreyhd, myndi fær-
ast yfír allan 'dalinn. Enginn velunn-
ari Elliðaánna og dalsins gæti sætt
sig við umhverfisslys af þessu tagi,
því svæðið’er svo augljóslega það
sem öðmm fremur ber að verja í
borgarlandinu.
Náttúruvernd
Margra árá rannsóknir
fískifræðinga á lífríki
Elliðaánna og laxa-
stofninum, segja Þdr-
arinn Sigþórsson og
Ingólfur Ásgeirsson,
hafa ekki megnað að
snúa þróuninni við.
NASF, vemdarsjóður villtra
laxastofna, alþjóðleg samtök með
höfuðstöðvar í Reykjavík og deildir
í að minnsta kosti 15 löndum, undir
stjóm Orra Vigfússonar, hefur
mjög látið málefni Ehiðaánna til sín
taka að undanfómu, og hafa sam-
tökin sérstaklega dregið fram hinn
neikvæða þátt virkjunarinnar og
bent á að með lokun rafstöðvarinn-
ar mætti í einni svipan gera að engu
neikvæðasta þáttinn í málefnum El-
liðaánna. Vegna rennslisstýringar
hafa stórir hlutar farvega ánna og
fimm fossar verið að mestu eða öllu
þurrir áratugum saman. Þá er
löngu ljóst að laxastofninn hefur
ekki verið sjálfbær eftir virkjun
ánna 1921.
í skýrslu Veiðimálastofnunar,
VMST-R/98001 um búsvæði lax-
fiska í Elliðaám, er bent á þá röskun
sem orðin er á vatnasvæði ánna, en
aðeins 57% þess teljast nú óskert,
og er þá ekki tekin með breytingin
á Elliðavatni sjálfu.
Borgaryfirvöld, þar á meðal Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri, hafa heyrt málflutning vel-
unnara og hollvina Elliðaánna að
undanförnu. Þá hefur Alfreð Þor-
steinsson, stjómarformaður Orku-
veitu Reykjavíkur, lýst því yfir að
viðræður standi yfir milli stofnunar-
innar og Landsvirkjunar um kaup á
ódýrara rafmagni frá Nesjavalla-
virkjun en því sem framleiða má í
rafstöðinni við Elliðaámar, þannig
að loka megi henni, „öllum til hags-
bóta“. Og Júlíus Vífill Ingvarsson
borgarfulltrúi hefur lagt til að metið
verði hvort ekki sé rétt að hætta
rafmagnsframleiðslunni. Lokun
stöðvarinnar félli beint að stefnu-
mótun Reykjavíkurborgar, sem
gerir ráð fyrir því að Reykjavík
verði árið 2002 þekkt fyrir hrein-
leika, stórbrotna náttúm og sem
áhugaverður áfangastaður við „dyr
óspilltrar náttúra".
Með allt þetta í huga og þá dýr-
mætu eign sem Elliðaárnar era, en
framtíðarverðmæti þeirra sem lax-
veiðiáa með sjálfbæran stofn í fógr-
um dal í sjálfri höfuðborginni er
réttara að telja í hundruðum frekar
en tugum milljóna króna, koma
skrif Stefáns Pálssonar, forstöðu-
manns Minjasafns Orkustofnunar
Reykjavíkur, í grein í Mbl. þann 30.
janúar, á óvart. Hann visar í rann-
sóknir sem Rafmagnsveitan, og nú
Orkustofnun, hafi staðið fyrir ásamt
borgarverkfræðingi á lífríki Elliða-
ánna undanfarin ár og segir ekkert
hafa komið fram sem bendi til að
árnar séu illa á sig komnar. Raf-
magnsveita Reykjavíkur hefur um
áratuga skeið verið aðalskrásetjari
hnignunar Elliðaánna, eins og
minjaverði ætti að vera kunnugt
um. Tölur um veiði og göngur hér
að framan em frá Rafmagnssveit-
unni komnar, utan talan frá því fyr-
ir virkjun, 1.863 laxar (árið 1912),
sem er úr skjölum breska íyrirtæk-
isins J. A. Lumley & Dowell sem
annaðist útleigu Elliðaánna árin
1907-1914.
Greinarhöfundar lýsa sömuleiðis
undmn sinni á þeim ummælum
minjavarðar að telja málflutning
þeirra sem vilja vernda Elliðaámar,
og þar með dalinn sem þær falla
um, í sem næst upphaflegri mynd,
„málflutning örfárra stangaveiði-
manna sem hafa ekki náð að styðja
mál sitt vísindalegum rökum.“
Ástand Elliðaánna er staðreynd.
Margra ára rannsóknir fiskifræð-
inga á lífríki Elliðaánna og laxa-
stofninum hafa ekki megnað að
snúa þróuninni við. Nýrrar aðferða-
fræði er þörf, og lokun virkjunar-
innar yrði stórt skref í átt til endur-
reisnar Elliðaánna og er í raun for-
senda árangurs í þeim efnum.
Þórarinn er tnnnlæknir.
Ingólfur er leiðsögumaður.