Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 ðlF
Þingmenn á
villigötum?
TVEIR þingmenn
jafnaðannanna hafa
lagt fram frumvarp
um hertar refsingar
gegn fíkniefnabrotum.
Vilja þeh' að hámarks-
refsing fyrir alvarleg
brot verði hækkuð úr
tíu ára fangelsi í tólf
og að lágmarksrefsing
fyrir alvarleg brot
verði tveggja ára fang-
elsi en í dag er slíkt
gólf ekki fyrir hendi.
Skilar refsistefna af
þessu tagi tilgangi sín-
um að draga úr fíkni-
efnaneyslu í samfélag-
inu? Getum við íslend-
ingar dregið einhvern lærdóm af
reynslu annarra þjóða í baráttunni
við þennan vágest?
Fíkniefni í
Bandaríkj unum
um skrefum. Neyslu-
kannanir sýna að á
tímabilinu 1975-95
sögðust um 45-65%
stúdenta hafa neytt
fíkniefna og 14-34%
síðustu þrjátíu dagana
fyrir könnunina. Nýj-
ustu neyslukannanir
meðal þjóðarinnar
allrar benda til vax-
andi neyslu og að um
þriðjungur banda-
rískra borgara hafi
einhvern tímann neytt
kannabisefna.
Útbreiðsla fíkniefna
er því veruleg og mun
meiri en gengur og
gerist meðal annarra iðnvæddra
þjóða þrátt fyrir þyngi-i viðurlög og
mikinn viðbúnað bandarískra yfir-
Refsingar
Helgi
Gunnlaugsson
Bandaríkin hafa verið fyrirmynd
margra í baráttunni við fíkniefni og
á síðustu árum hafa þarlend yfir-
völd háð sannkallað stríð gegn út-
breiðslu þeirra. Fjöldi fanga hefur
meira en tvöfaldast og er nú einn
sá mesti í heiminum miðað við
fólksfjölda. í dag er fangafjöldinn
kominn vel á aðra milljón og hefur
ekki verið meiri áður. Fangafjöldi
á Islandi er í samanburði hlutfalls-
lega lítill og hafa að jafnaði um 100
manns verið vistaðir í fangelsi en
þyrftu að fara töluvert yfír eitt
þúsund til að standa jafnfætis
Bandaríkjunum. Skýringin á þró-
uninni vestra liggur ekki í aukn-
ingu glæpa heldur í breyttri af-
greiðslu refsimála sem hefur aukið
líkurnar á fangelsisdómum. Til-
koma lágmarksrefsinga fyi'ir fíkni-
efnabrot er einmitt ein meginskýr-
ingin á þessari sprengingu í fjölgun
fanga. Þó að ætlunin hafí verið að
klófesta fíkniefnabaróna hefur
raunin alls ekki orðið sú nema að
litlu leyti.
Árið 1996 sátu um 60% fanga í
alríkisfangelsum Bandaríkjanna
inni vegna fíkniefna og hafði þetta
hlutfall aldrei mælst hærra. A
tímabilinu 1985-97 sátu að jafnaði
5-18% fanga í íslenskum fangelsum
vegna fíkniefna og hefur hlutfallið
farið vaxandi. Fróðlegt væri að sjá
útreikninga á því hversu miklu
fleiri hefðu og væru að afplána
dóma sína í dag í íslenskum fang-
elsum ef frumvarp þeiiTa jafnaðar-
manna hefði verið samþykkt fyrir
t.d. tíu árum.
Árangur hertrar
refsistefnu
Hverju hefur herferð banda-
rískra stjórnvalda gegn fíkniefn-
um skilað? Á síðustu ái-um og ára-
tugum hefur framboð og eftir-
spurn eftir fíkniefnum vaxið hröð-
mbl.is
—*\LL.TAf= GITTH\/A£) NÝTT
Fíkniefnavandinn, sem
öðrum þræði er fyrst
og fremst félags- og
heilbrigðisvandi, segir
Helgi Gunnlaugsson,
verður ekki leystur
með þungum dómum.
valda gegn fíkniefnum. Neysla
harðra efna eins og heróíns og am-
fetamíns hefur sömuleiðis ekki
minnkað en fíkniefnavandinn verð-
ur einmitt hvað verstur í tengslum
við neyslu þessara efna. Stríðið
gegn fíkniefnum hefur því leitt af
sér stríð gegn jaðarhópum samfé-
lagsins en neysla og verslun með
harðari efni er einmitt fyrirferðar-
mest meðal þeiira. Vandi þeirra
einkennist m.a. af rofnum fjöl-
skyldutengslum og takmarkaðri
starfsreynslu. Misnotkun fíkniefna
endurspeglar síðan vandann og
gerir hann um leið verri viðureign-
ar. Staða bandarískra blökku-
manna er vafalítið nöturlegust í
þessu samhengi. Yfír 40%
þeldökkra karla á aldrinum 15-35
ára eru ýmist í fangelsi, á skilorði, í
reynslulausn eða á handtökulista
lögreglunnar.
Fíkniefni á
Islandi
Sjáum við hliðstæðu við þá
mynd sem hér hefur verið dregin
upp af eðli fíkniefnavandans hér á
landi? Margt bendir til að svo sé.
Sem dæmi má taka að um 40%
handtekinna árið 1990 vegna
Ofnasmiðja Reykjavíkur
*'l||r VaonhöföaH 112 Reykjavík
Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku.
BBRUGMAN
Steypusögun,kjarnaborun,
múrbrot, smágröfur.
Leitið tilboða. "5*
--------------- TH0R
S:577-5177 Fax:577-5178
HTTP.7/WWW.SIMNET.IS/THOR
Heldur þú að |
C-vífamm sé nóg ?
NATEN 1
_______- er nóg I_$
gruns um fíkniefnamisferli sögðust
vera atvinnulausir meðan atvinnu-
leysi í landinu var þá á bilinu 1-2
prósent. Það eru því fyrst og
fremst jaðarhópar hins íslenska
samfélags sem lenda í útistöðum
við yfíi'völd vegna fíkniefna. Ör-
vænting þessa hóps er mikil því
stór hluti þeirra hefur gert tilraun
til sjálfsvígs eða er í sjálfsvígshug-
leiðingum eins og athuganir Lög-
reglunnar í Reykjavík benda tfl.
Viljum við í alvöru sjá svipað hlut-
fall íslenskra jaðarhópa af þessu
tagi bak við lás og slá einsog gerst
hefur vestra?
Kostir í
stefnumótun
Rétt eins og mistekist hefur að
leysa vandann með úrræðum
refsilaga er jafnvíst að lögleiðing
þessara sömu fíkniefna mun ekki
gera það heldur. Líklegt má telja
að lögleiðing fíkniefna myndi til
lengri tíma litið leiða til talsvert al-
mennari útbreiðslu en hún er í dag.
Þetta mat þarf þó ekki að vera al-
gilt.
Hollendingar eru kunnir fyrir
efasemdir um gagnsemi hertra
refsinga gegn fíkniefnaneyslu. Ný
þarlend könnun sýnir þó að út-
breiðsla kannabisefna er umtals-
vert minni þar en í Bandaríkjun-
um. Sömuleiðis eru nýlegar fréttir
frá Noregi um að Osló sé orðin
versta eiturlyfjaborg álfunnar at-
hyglisverðar í ljósi þess að þeir
hafa ekki legið á liði sínu í ref-
sigleði í baráttunni gegn fíkniefn-
um.
Ef yfirvöld vilja uppræta verstu
mein vandans er eðlilegast að
höggva að rótum hans; sem eru fé-
lags- og efnahagsleg vandamál jað-
arhópa samfélagsins sem plægja
jarðveginn fyrir misnotkun harðra
fíkniefna. Fíkniefnavandinn, sem
öðrum þræði er fyrst og fremst fé-
lags- og heilbrigðisvandi, verður
ekki leystur með þungum dómum
og bakvið luktar dyr og fangelsis-
rimla.
Höfundur erddsení í félugsfræði
við Háskóla íslands.
I3ICMIEGA
Fólínsýra
FÓLÍN
3
S
-95
Takist fyrir þungun
og á meðgöngu.
Fæst í næsta apóteki.
hárgreiöslu- og förðunarmeistari
hefur hafiö störf á Hár Expó
30 ára reynsla
Sólvarnargler
Eldvarnargler
GLERVERKSMIÐJAN
SaMverk
Eyjasandur 2 • 850 Hella
« 487 5888 • Fax 487 5907
t ►
RJÓMflBOLLUR |
fUfl JOHflNNCS BflKftRfl
flLfflf MflBflKflR
ÍRÍBollur eins og þær eiga að vera... mjúhar með rjóma, sultu,
rommkremi, súkkulaði, flórsykri, rúsínum...
gefa þennan sanna bolludagssvip þar sem rjómabrosið
nær langt út á kinnar.
Komdu í nýtt og gæsilegt bakarí Jóhannesar bakara, fylgstu
með bökurunum að störfum og gæddu þér á nýjum
M oe liúffen^um bollum.
I wxfBEIMABAfc^
- <ui Amtti étvéáet -
Enski boltinn á Netinu mbl.is
ALLTAf= GITTH\SA£> NÝTl