Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 57

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 57 UMRÆÐAN Rýrnandi kaup- máttur aldraðra HVAÐ er kaupmáttur? Kaup- máttur hvers og eins hlýtur að vera það sem hann getur keypt fyrir aurana sína og ef við viljum þrengja þetta er það hvað við get- um keypt fyrir launin. Kaupmáttaraukning er aftur á móti sá munur sem mælist á kaupgetu á milli tveggja tímabila. Þannig getum við reiknað út hvert og eitt ef við höfum geymt launaseðlana og heimilisbókhaldið fyrir sl. tvö ár og skoðum hve mikið launin hafi hækkað á milli ára, sem og sambærileg útgjöld. Til samanburðar við heildina getum við athugað tvær vísitölur sem Hagstofa íslands gefur út og eru alláreiðanlegar miðað við það sem áður var. - Þessar vísitölur eru vísitala neysluverðs og launa- vísitalan. Neysluverðsvísitalan mælir mánaðarlega 12 neysluþætti og vega þar þyngst: „Matur og óá- Velferð Valdamenn hafa sumir hverjir meiri áhuga á því, segir Arni Brynj- ólfsson, að nóg verði til handa þeim sjálfum jegar þeir komast á eftirlaun. fengir drykkir“, „Húsnæði, hiti og rafmagn", „Ferðir og flutningur" og „Tómstundir og menning". Þessir fjórir þættir eru 64,5% vísitölunnar. Launavísitalan mælir greidd heildarlaun, sem Hagstofan fær uppgefín mánaðarlega frá ákveðn- um fyrirtækjum í mismunandi starfsgreinum, þeim sömu frá ári til árs, og fæst þannig glöggur samanburður. Hægfara svelt Meðalhækkun launavísitölunn- ar 1998 var 9,37%. Vísitala neysluverðs hækkaði 1998 um 1,7% að meðaltali. Ellilaunin hækkuðu um 4,0% á sama tíma, sem segir okkur að þar hafi orðið 2,3% kaupmáttar- aukning, - sem er 5,37% minna en gerðist að meðaltali á vinnumark- aði á sama tíma, en þar var kaup- máttaraukningin skv. framan- sögðu 7,67%. Þessi prósentuleikfimi er ekki al- góð, hún segir næstum eins mikið ósatt og hún segir satt, en um margt er ekki að ræða til þess að gera einfaldan samanburð. - Kaup- máttaraukningin í krónum er auð- vitað meiri hjá þeim kauphærri en fram kemur í prósentum. Af framansögðu má sjá að þótt kaupmáttur ellilauna hafi aukist er hann ekki nema 30% af meðal- kaupmáttaraukningu á vinnu- markaði og einmitt á þennan hátt, - að skerða allar almennar launa- breytingar, hafa ellilaunin dregist smátt og smátt niður. „Verðtryggður lífeyrir" Því er haldið fram af forsvars- mönnum almennu lífeyrissjóð- anna að eftirlaunin séu verð- tryggð og er t.d. slík ástimplun með stórum stöfum á eftirlauna- umslögum frá SAL, en ekki er tekið fram hve vel er tryggt. - Þannig er bæði hægt að segja satt og ósatt. Hver er verðtryggingin? Er hún sambærileg við launaþróun á vinnumarkaði? - Nei og aftur nei, verðbætur eru reiknaðar skv. neysluverðsvísitölu, sem er rétt- lætt með því að ekki beri að verð- tryggja eftirlaun öðruvísi en útlán sjóð- anna, sem eru tryggð með vísitölu neyslu- verðs. Þessi verðtrygging snuðar ekki aðeins eftirlaunafólkið, held- ur og réttlætir það lé- lega verðtryggingu lífeyrisins frá Trygg- ingastofnun. Eina von um hækk- un eftirlauna frá al- mennu lífeyrissjóðun- um er sú, að verði eignaaukning sjóðanna 10% eða meiri á milh ára eða 5% í 5 ár í röð ber sjóðstjómum að hækka eftir- launin eða lækka innborganir, en þessi framkvæmd er ekki öllum stjórnend- um ljúf og erfitt er iyrir þá sem þannig eru hýrudregnir að ná rétti sínum. - Ekki geta þeir beitt verk- fallsvopni eins og þeh- sem í sjóðstjórnunum sitja. EftMaunafólkið getur mætt á einn fund ár hvert og biás- ið, en atkvæðisréttvu- er enginn. - „Gagn- rýni er óþörf, við sjálf eigum sjóðina,“ segja valdamenn, sem sumir hverjir hafa meiri áhuga á því að nóg verði til handa þeim sjálfum þegar þeir komast á eftirlaun. Frammistaða ASÍ Af ærnu tilefni höfum við verið óspör á að dæma ríkisvaldið fyrir að halda niðri og skerða ellilífeyri og bætur, en minna hefur farið fyrir gagnrýni af okkar hálfu á láglaunastefnu þá er VSÍ og ASÍ standa fyrir á almennum vinnu- markaði. - Lægstu daglaunataxt- ar á vinnumarkaði eiga nú að vera 70 þúsund á mánuði skv. samningi verkalýðsfélaganna, sem er með ólíkindum, ekki síst þegar meðal- laun verkafólks eru nálægt 130 þúsundum á mánuði og komin er fram krafa um 80 þúsund óskert til aldraðra. Höfundur er i aðgerðahópi aldraðra. Á næstu misserum munu birtast á mjólkur- umbúðum textabrot sem gefa hugmynd um fjölbreytni þess sem skrifað hefur verið á íslensku í gegnum aldirnar. Af því tilefni efnir Mjólkursamsalan til skemmtilegrar getraunar fyrir lestrarhesta á öllum aldri. Hver er höfundur textans? iminhá ský, skjannahvít og skínandi fögur, getur oft að líta í austri og norðri og enda víðar. Þau sjást oft í útsynningi og eru þá alls ekki neitt augnagróm. Mann sundlar næstum við að sjá hversu há þau eru, breið og þykk, og svo björt eru þau að flestum þeim er blína á þau til lengdar syrtir fyrir augum er af er litið. En þó hafa þau eins og flest annað sínar dökku hliðar: Skuggarnir eru óvenjulega svartir. ' Krin9'unn?a Vb Fern bókaverðlaun og 200 stuttermabolir! vaero^.^ Islenskuátak Mjólkursamsölunnar hefur staðið í fimm ár. Mangvíslegar ábendingar um íslenskt mál hafa birst á mjólkur- umbúðum og hlotið góðar viðtökur. Það er von Mjólkursamsölunnar að textarnir á nýju umbúðunum muni vekja forvitni hjá ungum sem öldnum og verði hvatning til frekari lesturs. Svör berist til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, fyrir 10. mars. Svarseðlar verða afhentir á Islenskudögum í Kringlunni um helgina. Þar verður líka tekið á móti útfylltum seðlum. Einnig er hægt að svara getrauninni á heimasiðu MS, www.ms.is. Verðlaun verða afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. mars. Árni Brynjólfsson v^mbl.is -ALLTAf= e!TTH\TA£> NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.