Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 58

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 58
58 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hafa eflaust margir fagnað þegar fyrsta skóflustungan var tekin í haust að nýj- um bamaspítala Land- spítalans. Breyttar áherslur við meðferð sjúkleika barna og ung- linga gera allt aðrar kröfur til starfsfólks og spítalaumhverfisins en v áður. Þekking á sam- spili andlegra og líkam- legra þátta við meðferð flestra sjúkdóma hefur stóraukist. Sömuleiðis áhrif líkamlegra þátta í tilurð geðsjúkdóma bama og unglinga. Með endurnýjun starfsfólks og endurmenntun koma nýjar áherslur sem ekki rúmast við núver- andi aðstæður. Aðstaðan hefur í þessu tilliti farið versnandi undan- farin ár og því löngu tímabært að reistur verði barnaspítali með nýjum áherslum í meðferð. Nú bregður hins vegar svo við að byggingarleyfi hefur verið afturkall- að. Fleiri en ein ástæða sýnist fyrir ’ því að svo er komið. Ekki hefur verið hugsað nægilega vel fyrir aðkomu sjúkrabíla og bílastæðamálum auk þess sem bæta á fyrirlestrarsal við spítalann. Það virðist vera að koma á daginn að staðsetning hans á „írí- merkinu“ milli kvennadeildar og gamla kennaraskólans gengur ekki upn. Það dugar ekki til að byggingin hafi sífellt verið minnkuð á undir- búningsstiginu og þar með þjónusta þess barnaspítala sem á að rísa þrengd. Það er hins vegar engin nauðsyn á að svo fari. Með fyrirhug- uðum flutningi Hring- brautar til suðurs fæst nóg landsvæði til fram- kvæmda. Það sem mér finnst hins vegar alvarlegast í þessu máli er að barna- spítalinn verður ekki allra bai’na ef fram fer sem horfir. Börn, ung- lingar og fjölskyldur þeirra, sem leita þurfa eftir sérhæfðri heil- brigðisþjónustu vegna sállíkamlegra vanda- mála, s.s. óútskýrðra verkja, þunglyndis, átraskana, þroska- vandamála, hamlandi kvíða og annarra geð- rænna vandamála fá ekki þá þjón- ustu sem nauðsynlegt er að veita í Barnaspítali Það sem mér fínnst alvarlegast í þessu máli, segir Ólafur Ó. Guðmundsson, er að barnaspítalinn verður ekki allra barna ef fram fer sem horfir. nútíma barnaspítala. Barna- og ung- lingageðdeildinni (BUGL) var nefni- lega sópað út úr spítalanum þegar veríð var að sníða hann til inn á „frí- meririð". Bömin og unglingarnir með ofannefnd vandamál eiga áfram að sækja sína heilbrigðisþjónustu á Dalbraut en fá hana ekki í tengslum við aðra sérhæfða heilbrigðisþjón- ustu nýs barnaspítala. Sál og líkami er ekki eitt í huga framkvæmda- nefndar barnaspítala. Eg fullyrði að afleiðingarnar verða slakari þjónusta og dýrari þegar upp er staðið. Fyrir um tuttugu árum var af- drifaríkt skref tekið í fullorðinsgeð- lækningum með byggingu geðdeild- arbyggingar á Landspítalalóð og var þar fyrst og fremst að þakka fram- sýni og ötulli baráttu Tómasar Helgasonar prófessors. Einangrun geðlækninga var rofin til ótvíræðra hagsbóta fyrir Landspítalann og ekki síst fyrir þá sem þjónustunnar njóta, sjúklingana. Einangrun barna og unglinga í sömu sporum er hins vegar enn órofin. Líkamlegir og geðrænir þættir eru samtvinnaðir en vægi þeirra mismikið efth sjúkdómsmyndum, jafnvel milli einstaklinga með sama sjúkdóm því upplag og aðstæður eru mismunandi. Til að ná góðum ár- angri í meðferð er því nauðsynlegt að sérfræðingar á geðheilbrigðissviði séu hluti sérfræðiþjónustu barna- spítala. Með þeim hætti nýtast naumt skammtaðir fjármunir einnig best. Eg skora á lesendur og ráðamenn að setja sig í spor þeirra fjölskyldna sem þurfa á sérhæfðri geðheilbrigð- isþjónustu að halda, hvort þeir kysu að sækja hana í húsnæði úti í bæ úr tengslum við aðra heilbrigðisþjón- ustu eða til bamaspítala á Landspít- alalóð. Það er gleðilegt til þess að vita að heilbrigðisráðherra hefur verið talsmaður þess að þjónusta BUGL eflist og fái inni í barnaspít- ala. Það er hins vegar verkefni yfir- valda heilbrigðismála og Landspítala nú að sjá til að svo verði. Höfundur er yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Allra barna spítali? Ólafur Ó. Guðmundsson Vandamál félagsráðgjafar í áhættuþjóðfélagi ÞETTA er stór spurning en álit þjóðfé- lagsins á félagsráðgjöf er frekar lélegt, viður- kenningin er engin og endurspeglast t.d. í litlu fjármagni til félags- þjónustu samanborið t.d. við það fjármagn sem sett er í þjónustu skólaskrifstofa. Fjölmiðlar eru fljótir að taka upp neikvæð mál og skeyta þá ekkert um sársauka þeirra sem fjallað er um og því síður að þeir athugi að oft er þetta fólk sem gerir sér ekki grein fyr- ir þeim áhrifum sem op- inber umfjöllun hefur á líf þeirra. Fyrir félagsráðgjafana sjálfa er oft erfitt að þurfa að berjast á tveim vígvöllum, þ.e. að vinna að spamaði fyrir hið opinbera og þjóna skjól- stæðingum þar sem raunveruleikinn og kröfurnar fara oft ekki saman. Hefur þetta þau áhrif á félagsráð- gjöfina að hún verður ekki nógu skil- virk, ekki nógu markviss? Eitt er þó víst, að í því áhættuþjófélagi sem við búum í er félagsráðgjöf nauðsynleg. Hvað er það sem gerir félagsmála- stofnanir svo óvinsælar sem raun ber vitni? Er það vegna þess að fé- lagsráðgjafar era sjálfír ekki nógu stoltir af starfi sínu og eiga erfitt með að sætta sig við það álit sem þjóðfélagið virðist hafa á þeim? Til þess að geta bætt úr þessu er ýmis- legt sem við þurfum að gera okkur grein fyrir. Félagsráðgjöf þarf að vera skipulögð og liggja opin fyrir al- menningi og stjómvöldum. Stjóm- völd þurfa að gera sér grein fyrir því að félagsráðgjöf er komin til að vera og þörfin fyrir þessa aðstoð sívax- andi. Það þarf að vera öllum Ijóst og þá ekki síst félagsráðgjöfum sjálfum og þeim sem stjórna félagsmála- stofnunum að hlutverk okkar er að hjálpa því fólki til sjálfshjálpar sem einhverra hluta vegna hefrn- ekki náð að átta sig og bjarga sér í þessu flókna og hraða þjóðfélagi sem við bú- um í, þar sem sú ákvörðun sem við tök- um í dag getur verið orðin röng á morgun. Það er hlutverk félags- ráðgjafa að koma auga á þá hættu sem þessi mótsögn í félags- og neyslukröfum annars vegar og félags- og neyslustaðreyndum hins vegar felur í sér. Félagsráðgjöf er ekki eins viður- kennd og aðrar stéttir í „hjálpandi" störfum eins og t.d. læknar, prestar og sálfræðingar em. Ein skýringin kann að vera sú að upphaflega virð- ast skjólstæðingar félagsráðgjafa eiga við fjárhagslega erfiðleika að stríða og hafa ekki efni á að leita til t.d. sálfræðinga, auk þess þarf fé- lagsráðgjafínn oft að þvinga ráðgjöf- inni upp á fólk. Hér áður fyrr fólst félagsráðgjöf aðallega í fátækrahjálp en hefur nú breyst í að leiðbeina fólki út úr því völundarhúsi sem þjóðfélag okkar er orðið. í þessu „velferðarþjóðfélagi“ sem við búum í hafa sjónir okkar beinst að vandamálum í sambandi við félags- og sálfræðilega erfiðleika sem fólk býr oft við. Þar kemur síðan að ekki dugar eingöngu fjárhagsleg aðstoð. Það er i auknum mæli orðið hlut- verk félagsráðgjafar að leiðbeina fólki um að taka ákvarðanir sem fela í sér sem minnsta áhættu miðað við þann síbreytileika sem við búum við. Markmiðið á að leiða til þess að kom- andi kynslóðir nái áttum og verði ekki þjóðfélagslegt vandamál sem mun koma til með að kosta þjóðfé- lagið allt miklu meira fé en það sem til þarf til að félagsmálastofnanir landsins geti unnið þá vinnu sem þarf nú í dag. Þetta kallar á breytt viðhorf ráðandi stjórnmálaafla. Stjórnmálamenn nota félagsleg vandamál sér til framdráttar fyrir kosningai- og ræða þá gjarnan hvað þarf til úrbóta en þegar þeir eru sestir í stólana sína vilja þeir helst ekki vita af þessum vandamálum, skera niður eins og þeir geta alla Félagsráðgjöf Það hefur alltaf vakið furðu Herdfsar Hjör- leifsdóttur hvað stjórn- málamenn eru sér með- vitandi um félagsleg vandamál fyrir kosn- ingar en svo hverfa þau með alveg ótrúlegum hraða eftir kosningar. þjónustu á félagsmálastofnunum og afneita þeim loforðum sem þeir gáfu fyrir kosningar. Það hefur alltaf vak- ið furðu undirritaðrar hvað stjórn- málmenn eru sér meðvitandi um fé- lagsleg vandamál fyrir kosningar en þau virðast hverfa með alveg ótrú- legum hraða eftir kosningar. Ef við ætlum okkur í framtíðinni ekki að breikka bilið enn meir á milli þjóðfé- lagshópanna þá verður að styrkja starfsemi félagsmálastofnana og þá starfsemi og ráðgjöf sem þar á að fara fram. Höfundur er félagsráðgjafi. Herdís Hjörleifsdóttir Upphaf hitaveitumálsins í Hafnarfírði ÞAÐ hefur verið sagt frá því í fréttum að Hafnfirðingar væru óánægðir með samn- irig sinn um kaup á heitu vatni af Hita- veitu Reykjavíkur. Sú bæjarstjórn sem fór frá á sl. vori í Hafnar- firði hafði hreyft þessu máli, og tvö síðustu ár- in, 1997 og 1998, var gert ráð fyrir arð- greiðslu frá hitaveit- unni til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, þrjátíu milljónum króna á ári. í skýrslu sem Eyjólfur Sæmundsson verk- fræðingur, tengiliður Hafnarfjarð- arbæjar við Hitaveitu Reykjavíkur, sendi bæjarstjórninni í desember 1996 er þessum samningum, við- skiptum og skyldum þáttum lýst í löngu máli. Það bæjarráð, sem nú situr, fól 7. desember sl. Hreini Loftssyni hrl. að gera lögfræðilega álitsgerð um Afgjald Bæjarfulltrúar í Hafn- arfirði allir sem einn, segir Jón Ólafur Bjarnason, ættu nú að bretta upp ermar og taka á þessu máli með festu og framsýni. samning Hafnarfjarðarbæjar og Hitaveitu Reykjavíkur. „Aðallega er óskað eftir almennri réttarstöðu Hafnarfjarðarbæjar, hvort og með hvaða hætti Hafnarfjarðarbær geti losnað undan samningnum og hver sé réttur bæjarins til arð- greiðslna.“ Álit Hreins er ítarlegt og þar ginpið á mörgum þáttum þessa máls. I niðurstöðu sinni kemst Hreinn svo að orði: „Að ofan- greindu virtu er ótvírætt að skatta- álögur Reykjavíkurborgar á not- endur vatns frá Hitaveitu Reykja- víkur styðjast ekki við gilda skatt- lagningarheimild og eru þar af leið- andi ólögmætar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætti að láta reikna út þessi ofteknu gjöld og beita sér fyrir leiðréttingu gagnvart íbúum bæjarfélagsins, fremur en að leggj- ast í hernað til að krefjast hlut- deildar í gjaldtöku umfram sannan- legan stofn- og rekstrarkostnað veitunnar." Það er því ljóst að hans áliti, að það eru notendur heita vatnsins en ekki bæjarsjóður sem eiga endur- kröfurétt á Hitaveitu Reykjavíkur. Þessi niðurstaða Hreins er athygl- isverð í ljósi þess, að hinn 5.2. 1997 kærði Gísli Jónsson prófessor þessa gjaldtöku Hitaveitunnar tO félagsmálaráðuneytisins og fylgdi henni úr hlaði með ítarlegri grein- argerð. I niðurlagi kærannar segir Gísli: „Með vísan til framanritaðs er það krafa mín að félagsmála- ráðuneytið ógildi ákvörðun borgar- stjómar Reykjavíkur um greiðslu Hitaveitu Reykjavíkur á afgjaldi íyrir árið 1997 og árin á undan, að því marki sem lög leyfa.“ Gísli gerði ítarlega grein fyrir skoðun sinni í Morgunblaðinu hinn 11.2. 1997. I niðurstöðu langrar og ítar- legrar greinargerðar Hjörleifs B. Kvarans borgarlögmanns dags. 17.3. 1997 er lagt til að borgarráð samþykki að beina því til félags- málaráðherra að kæra Gísla verði hafnað. Hinn 26.3. 1997 tilkynnti borgar- stjóri Gísla að borgar- ráð hefði samþykkt til- lögu borgarlögmanns. Með bréfi .1.4. 1997 bauð félagsmálaráðu- neytið Gísla að koma á framfæri athugasemd við umsögn borgarlög- manns. I bréfi 11.4. 1997 sendi Gísli félags- málaráðuneytinu at- hugasemdir sínar við greinargerð borgar- lögmannsins. Urskurður félags- málaráðuneytisins er dags. 18.11. 1997 og segir í niðurstöðu ráðuneytisins að kærandi sé ekki bær til að skjóta umræddri ákvörðun borgarstjórn- ar til ráðuneytisins á grandvelli 1. mgr. 119. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Urskurðarorð: „Kæru Gísla Jónssonar á hendur borgar- stjóm Reykjavíkur er vísað frá fé- lagsmálaráðuneytinu." Þessum úr- skurði vísaði Gísli til umboðsmanns Alþingis með bréfi dags. 27.11. 1997. I niðurlagsorðum bréfsins til umboðsmanns segir hann: „Eg get ekki falíist á þau rök, sem ráðu- neytið byggir úrskurð sinn á, og leyfi mér því að kæra hann til yðar, hr. umboðsmaður Alþingis." Þetta erindi liggur enn í dag, 9.2. 1999, óafgreitt hjá umboðsmanni þar sem félagsmálaráðuneytið hef- ur ekki ennþá afhent umboðsmanni Alþingis umbeðna greinargerð, þrátt fyrir ítrekun. Af framanrituðu má sjá að Gísli Jónsson er mikill áhugamaður um þetta mál og afreksmaður við að fylgja því eftir. Hann hefur hvorki sparað tíma né fyrirhöfn í viðleitni sinni til að krefjast þeirra stjórnar- skrártryggðu réttinda Hafnfirðing- um til handa, sem hann telur að þeir eigi í þessu máli. Hann hefur áður komið í veg íyrir að skatt- greiðendur í Hafnarfirði væra beittir valdníðslu við álagningu op- inberra gjalda. Álit Hreins Loftssonar er efnis- lega samhljóða þeirri skoðun sem Gísli hefur haldið fram og rökstutt, og styrkir mjög hans málstað, þar sem Hreinn er virtur lögfræðingur auk þess sem hann hefur verið að- stoðarmaður þriggja ráðherra og deildarstjóri í stjórnarráðinu. Hann er því þaulkunnugur skúma- skotum stjórnsýslunnar og því ætti að vera hægt að treysta áliti hans betur en annarra í þessu máli og þar um breytir engu álit Hjörleifs B. Kvarans borgarlögmanns sem tilkynnt var um í kvöld (9.2.1999). Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði allir sem einn ættu nú að bretta upp ermar, taka á þessu máli með festu og framsýni og láta ekki deigan síga, fyrr en málið er í höfn. Hafn- arfjarðarbær hefur áður lagt út í tvísýnni málaferli en hér um ræðir. Félagsmálaráðuneytið ætti ekki að geta vísað kæra bæjarstjórnar frá á þeirri forsendu, að hún sé ekki bær til að skjóta máhnu tO ráðu- neytisins. Brautryðjendastarf Gísla Jónssonar ætti líka að koma að góðum notum við sókn málsins, enda sést það á skýrslu „Tengilið- arins“, sem er dæmigerð langloka er menn semja, þegar þeir eru í að- stöðu til að fá umtalsverða greiðslu fýrir, að hann hefur farið í smiðju Gísla. Raunar læðist að sá grunur, að bæjarráð hafi verið búið að kynna sér málatilbúnað hans þegar Hreinn Loftsson var fenginn til að vinna sitt verk þótt hans sé hvergi getið í meðferð bæjaryfirvalda á málinu. Höfundur er fyrrv. Ijámiálasíjóri. Jón Ólafur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.