Morgunblaðið - 13.02.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 59
Stofnun Samtaka um betri
byg-g-ð á höfuðborgarsvæðinu
Prófkjör
Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorid 1999.
Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is
UM ALDAMÓTIN
1900 bjuggu 6 þúsund
manns í Reykjavík og
hefur íbúafjöldi þar
tuttugufaldast á hund-
rað árum. Um alda-
mótin 2100 gæti íbúa-
tala á höfuðborgar-
svæðinu verið orðin allt
að 800 þúsund manns.
Með byggingu fiugvall-
ar í Vatnsmýri urðu
þáttaskil í skipulags-
málum á höfuðborgar-
svæðinu. Byggð tók að
þróast hratt og óskipu-
lega til austurs og
hvert sveitarfélagið á
fætur öðru reisti ný
íbúahverfi án fullnægjandi sam-
göngukerfa. í dag nær byggðin frá
Mosfellsbæ í norðri, að Hafnarfirði í
suðri og til fjalla í austri. Byggðin
vestan Elliðaáa hefði átt að verða
allþétt með heilsteyptu samgöngu-
kerfi, en þungamiðja byggðar á höf-
uðborgarsvæðinu færðist með árun-
um inn á nesið. Nú þegar mótar fyr-
ir dreifðri og samhengislausri línu-
byggð frá norðaustri til suðvesturs í
stefnu meðfram strandlengjunni og
þungamiðju í Kópavogsdal. Það
stefnir í að höfuðborg framtíðarinn-
ar nái frá Akranesi alla leið til
Keflavíkur. Uppbygging miðborg-
arstarfsemi í Kópavogi, ný Sunda-
braut og tvöföldun Reykjanesbraut-
ar eru grundvallaratriðin í þessari
byggðaþróun. Þróun þessarar línu-
byggðar verður til af sjálfu sér ef
ekkert verður aðhafst í skipulags-
málum á höfuðborgarsvæðinu.
Flestar borgir í Evrópu eiga sér
langa sögu og sterka byggingarhefð
en ekki er slíku til að dreifa á höfuð-
borgarsvæðinu. Það er því enn mik-
ilvægara en ella að móta hér mjög
öfluga og varanlega framtíðarstefnu
í skipulagsmálum.
Hvers vegna að stofna
samtök um betri byggð?
Tilvist lifandi og öflugs borgar-
samfélags á íslandi er lífsspursmál
ef þjóðin á ekki að verða undir í al-
þjóðlegri samkeppni um atvinnu-
tækifæri og sérhæft og vel menntað
vinnuafl. Vísir að borgarmenningu
varð til hér á landi á fyiri hluta ald-
arinnar og hefur síðan átt undir
högg að sækja vegna breyttra við-
horfa. Veigamikil efnahagsleg og
menningarleg rök eru íyrir því að
snúa við þeirri þróun.
Breytt viðhorf í umhverfismálum
og auðlindanýtingu eru líkleg til að
hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks
á næstu öld. Aframhaldandi út-
þensla byggðar í dreifðum úthverf-
um er andstæð markmiðum um um-
hverfisvernd og orkusparnað.
Breytingar á gildismati og lífsstíl
nýrrar kynslóðar geta
haft afgerandi áhrif á
mótun þéttbýlis á
næstu árum. Mun fleiri
kjósa nú að búa í ná-
lægð við menningarlíf
og þjónustu, fleiri en
eiga þess kost. Öflug
og samfelld borg í
næsta nágrenni við
óspillta náttúru og
kyrrð sveitalífs býður
upp á að almenningur
njóti kostanna af ólíku
umhverfi. Úthverfa-
byggð sameinar ókosti
dreifbýlis og þéttbýlis
fremur en kosti. í flest-
um nálægum löndum
er fyrir löngu farið að líta á dreif-
byggð svefnbæjarúthveiTi sem
sldpulagslegt vandamál. Hin hefð-
bundna borg fyrirstríðsáranna, með
Byggðaþróun
Tilgangur Samtaka um
betri byggð verður að
móta nýjar hugmyndir
um umhverfís- og
byggðamál, segir
Guðmundur G. Krist-
insson, með sérstaka
áherslu á þéttingu
og endurnýjun byggðar
inn á við.
líflegum götum og torgum og marg-
þættri starfsemi, er nú víðast hvar
lögð til grundvallar sem iyrirmynd
að uppbyggingu nýrra svæða.
Tilgangur og markmið
Samtaka um betri byggð
Tilgangur Samtaka um betri
byggð verður að móta nýjar hug-
myndir um umhverfis- og byggða-
mál með sérstaka áherslu á þétt-
ingu og endumýjun byggðar inn á
við. Markmið samtakanna verður að
hafa áhrif á ákvarðanatöku um þró-
un byggðar og mótun skipulags-
stefnu til langs tíma. Samtökin
verða þverfagleg áhugasamtök,
óháð flokkslínum og öðrum sér-
hagsmunum og hafa hagsmuni al-
mennings og atvinnulífs að leiðar-
ljósi. Innan samtakanna verður op-
inn vettvangur skoðanaskipta fyrir
áhugamenn, fagmenn, félög og íyr-
irtæki í öllum greinum lista, tækni,
vísinda og á skyldum sviðum, fyrir
hverfa- og borgarhlutasamtök íbúa,
samtök aðila í atvinnurekstri og
Guðmundur G.
Kristinsson
Yfir 27.000
sjúkraþiálforar,
kírópraldorar
og læknar um
heim allan mæla
með Tempur Pedic.
Faxafeni 5 « 108 Rvk « Sími:588-8477
aðra hagsmunaaðila. Samtökin
munu láta sig varða alla þætti um-
hverfis- og skipulagsmála á höfuð-
borgarsvæðinu. Viðfangsefni sam-
takanna verður m.a. að auka al-
menna vitund um kosti þess að búa í
heilsteyptari og samfelldari borg.
Viðfangsefni Samtaka
um betri byggð
- Að auka almenna vitund um
kosti þess að búa í heilsteyptri og
samfelldri borg.
- Að sýna fram á gildi almenn-
ingsrýmis fyrir mannlíf í þéttbýli og
sporna gegn frekari hnignum þess.
- Að sýna fram á þá möguleika
er felast í breyttri nýtingu ein-
stakra svæða, t.d. með tilflutningi
Reykjavikurflugvallar og nýtingu
svæðisins fyrir þétta byggð.
- Að sýna fram á fjárhagslegt
raunhæfi þess að reisa ný byggða-
svæði á uppfyllingum í sjó fram.
- Að skoða möguleika á breyttu
kerfi samgönguleiða og stofnbraut-
um á höfuðborgarsvæðinu, sem leitt
gæti til skilvirkari uppbyggingar
miðbæjar- og þjónustukjarna og
bættra almenningssamgangna.
- Þróun hugmynda um nýja
kosti í þéttri íbúðarbyggð er taka
mið af staðbundnum aðstæðum og
gildismati.
- Að setja fram raunhæfar til-
lögur um hvernig unnt sé að sam-
ræma óskir um byggðavemd og
endumýjun í eldri bæjarhlutum.
Stofnfundur Samtaka um betri
byggð á höfuðborgarsvæðinu verð-
ur á sunnudaginn 14. febrúar kl.
14:00 í stofu 101 í Hugvísindahúsi
Háskóla Islands. A fundinum verða
Öm Sigurðsson arkitekt, Pétur H.
Armannsson arkitekt og Steinunn
Jóhannesdóttir rithöfundur með er-
indi um skipulags-, samgöngu- og
umhverfismál í höfuðborg næstu
aldar. Gestur fundarins verður
Friðrik Hansen Guðmundsson
verkfræðingur sem kynnir tilboð
Vatnsmýrarinnar hf. um byggingu
flugvallar í Skerjaflrði og hugmynd-
ir um íbúabyggð í Vatnsmýri. Fund-
urinn er opinn öllum sem áhuga
hafa á framtíðarþróun höfuðborgar-
svæðisins.
Höfundur situr í undirbúningshópi
vegna stofnunar Samtaka um betri
byggð.
Svanfríður er
öflugasti þing
maður kjör-
dæmisins!
Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi
á Akureyri, skrifar:
Svanfríður Jón-
asdóttir alþingis-
maður hefur vakið
athygli fyrir skel-
eggan málflutning
á Alþingi. Svan-
fríður hefur yfir-
burða þekkingu á
mörgum málum og
þá nefni ég helst
menntamál, sjáv-
arútvegsmál og atvinnumál ásamt
byggðamálum. Hún hefur einnig
langa reynslu af sveitastjómamál-
um. Svanfríður hefur unnið að
auknu samstarfi jafnaðarmanna og
félagshyggjufólks með það að leið-
arljósi að tryggja jafnrétti þegn-
anna og réttlátt samfélag. Svanfríð-
ur er vinnusöm og fylgir hverju
máli sem hún tekur að sér til enda.
Hún hefur vilja, þrek og þor til að
leiða sameiginlegan framboðslista í
komandi alþingiskosningum og er í
alla staði verðugur leiðtogi. Eg tel
Svanfríði tvímælalaust öflugasta
þingmann kjördæmisins og styð
hana heilshugar í fyrsta sæti próf-
kjörs Samfylkingarinnar sem fram
fer næsta laugardag og hvet aðra til
að gera slíkt hið sama.
Önnu Kristínu
i fyrsta sæti
Oktavía
Jóhannesdóttír
Nína Þóra Rafnsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur skrifar:
Nína Þóra
Rafnsdóttír
Það er mikil-
vægt nú þegar
hallar á lands-
byggðina að eign-
ast öfluga þing-
menn. I prófkjöri
Samfylkingarinnar
á Norðurlandi
vestra gefst okkur
kostur á því að
velja öfluga konu
til forystu. Anna Kristín Gunnars-
dóttir er þekkt af góðum verkum og
miklum dugnaði í störfum sínum
sem bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins á Sauðárkróki og sem vara-
þingmaður kjördæmisins um árabil.
Eg skora á íbúa í Norðurlands-
kjördæmi vestra að mæta á kjör-
stað á laugardaginn og veita Önnu
Kristínu brautargengi í prófkjörinu.
Það er mikilvægt að í framlínu hinn-
ar nýju fylkingar veljist öflugt og
reynt fólk. Anna Kristín er málsvari
réttlætis og jafnréttis og það er
okkar að tryggja henni góða kosn-
ingu í prófkjörinu á laugardag. Til
að mæta megi þeirri óheillaþróun
sem á sér stað í byggðamálum og til
að fólksflóttinn stöðvist þarf dug-
mikla einstaklinga til að veita lands-
byggðinni forystu. Kjósum Önnu
Kristínu í fyrsta sæti.
Kjósum Önnu
Kristínu I próf-
kjörinu
Kristín Ogmundsdóttir, bankamaður,
skrifar:
Næstkomandi
laugardag gefst
okkur Norðlend-
ingum kostur á að
velja fulltrúa okk-
ar á lista Samfylk-
ingarinnar. Það er
lykilatriði að valdir
séu traustir og
hæfir einstaklingar
sem geta veitt
kjördæminu forystu til framtíðar.
Anna Kristín Gunnarsdóttir hefur
gefið kost á sér í 1. sæti Samfylk-
ingarinnar á Norðurlandi vestra og
vil ég hvetja fólk til að mæta á kjör-
stað og kjósa hana í fyrsta sæti.
Anna Kristín átti um árabil sæti í
bæjarstjórn Sauðárkróks og stóð
sig þar með mikilli prýði. Byggða-
mál, menntamál og samfélagslegt
réttlæti eru meðal þeirra málefna
sem hún beitir sér fyrir og væri það
mikill akkur fyrir kjördæmið að fá
hana í forystuna á lista Samfylking-
ar. Mætum í prófkjörið á laugai-dag
og kjósum Önnu Kristínu í fýrsta
sæti á lista Samfylkingarinnar.
Kristín
Ögmundsdóttir
Varðberg, fclag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, efnir til ritgeróarsamkeppni í tilefni 50 ára
afrnælis Atlantshafsbandaiagsins í vor. Kitgerðirnar eiga að fjalla um hlutvcrk Atlantshafsbandalagsins við
brcyttar aðstæður í alþjóðamálum. Samkeppnin er ætluð fólíci á aldrinum 18 til 25 ára.
Ritgerðin skal vera 8-12 síður og ber að skila til skrifstofu Vestrænnar samvinnu, Garðastræti 2,101 Keykjavík
ekki seinna en 15. mars 1999. Kitgerðirnar skulu ekki sjálfar vcra merktar höfundi heldur skal skila nafni
höfundar í lokuðu umslagi, sem fylgir ritgerðinni. Mikilvægt er að ritgerðunum sé skílað bæði útprenluðum
ogátölvutæku formi.
Verðlaunaafhending verður 10. apríl 1999 og vcrða þrjár bestu ritgerðirnar verðlaunaðar með kynnisferð til
höfuöstöðva Atlantshafsbandalagsins í Brussel. í dómnefnd sitja Björn Bjarnason, mcnntamálaráóherra,
Eiður Guðnason, sendiherra, og Birgir Ármannsson, formaður Varðbergs.
IJÁÚARI UPPLÝSINGAR 1 SÍMA 551 0015 EÐA Á HI T P : / / WW W . S A G A . I S / V A R UB E R G /