Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 61
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Árbæjarkirkja -
Styrkar stoðir
fjölskyldunnar
SR. Þorvaldur Karl Helgason bisk-
upsritari verður með fyrirlestur á
sunnudag kl. 13 um „Styrkar stoðir
fjölskyldunnar". Verður hann hald-
inn í safnaðarheimili Árbæjar-
kirkju.
Munið sunnudagaskólann kl. 13 á
sama tíma uppi í kirkjunni. Hvetj-
um við alla þá sem láta sig fjöl-
skylduna og fjölskyldulíf varða að
koma og eiga stund í safnaðarheim-
ili kirkjunnar.
Kvennakirkjan
sex ára
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Háteigskirkju sunnudag-
inn 14. febrúar kl. 20.30. Þennan
dag á Kvennakirkjan sex ára af-
mæli en stofndagurinn miðast við
fyrstu messuna sem haldin var í
Kópavogskirkju 14. febrúar 1993.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir pré-
dikar. Anna Sigríður Helgadóttir
syngur einsöng. Kór Kvennakirkj-
unnar leiðir almennan söng undir
stjóm Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Á eftir verður kaffí í safnaðarheim-
ilinu og aðalfundur Kvennakirkj-
unnar.
Messur Kvennakirkjunnar eru
með frjálslegu formi, sungin eru
létt sálmalög og bænastund með
tónlistarívafi er fastur liður. í
bænastundinni eru m.a. lesnar upp
bænir sem kirkjugestir hafa skrifað
á miða og sett í bænakörfu. Allir
eru velkomnir í messur Kvenna-
kirkjunnar.
Trú og vísindi í
Hallgrímskirkju
DR. Jóhann Axelsson prófessor
mun flytja erindi á sunnudagsmorg-
un kl. 10 um trú og vísindi á
fræðslumorgni í Hallgrímskirkju.
Oftar en ekki hefur þessu tvennu
verið stillt upp sem ósættanlegum
andstæðum. Verður án efa fróðlegt
að heyra hvað dr. Jóhann, sem er
lífeðlisfræðingur, hefur að segja um
þetta efni. Á eftir érindi hans gefst
viðstöddum færi á að varpa fram
fyrirspurnum.
Fræðslumorgnarnir eru öllum
opnir og þeim lýkur með molasopa
fyrir messu sem hefst kl. 11.
Létt sveifia í
kvöldmessu í
Hafnarfjarðar-
kirkju
LETT sveifla og fjörleg tónlist mun
einkenna kvöldmessu, sem fer fram
í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag
og hefst kl. 20.30.
Hljómsveitin Játning, sem er
skipuð sex ungum mönnum, mun
leika og syngja létta kristilega tón-
list og frískleg lofgjörðarlög.
Þess er sérstaklega vænst að
fermingarbörn sæki kvöldmessuna
ásamt fjölskyldum sínum, en hún
er opin öllum, einkum þó þeim sem
kunna vel að meta léttleika og nýja
tóna í kirkjunni. Strandberg, safn-
aðarheimili kirkjunnar, er opið eft-
ir messuna. Prestar verða sr.
Gunnþór Ingason og sr. Þórhallur
Heimisson. Guðsþjónusta fer
einnig fram um morguninn sem
hefst kl. 11. Prestur þá er sr. Þór-
hildur Ólafs.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Þorrahátíð eldri
borgara í
Grensáskirkju
ÞORRAHÁTÍÐ kirkjustarfs aldr-
aðra í Grensáskirkju verður næst-
komandi miðvikudag, 17. febrúar.
Hátíðin hefst kl. 12 á hádegi með
helgistund í kirkjunni en að henni
lokinni verður matur borinn fram í
safnaðarheimilinu.
Kvenfélagskonur sjá um fram-
reiðsluna og á borðum er margvís-
legt góðgæti sem hæfir árstíman-
um, þorranum.
Maturinn kostar aðeins 1.000 kr.
á mann. Að sjálfsögðu eru allir vel-
unnarar Grensáskirkju að fornu og
nýju innilega velkomnir en þátttöku
þarf að tilkynna fyrirfram, í síðasta
lagi mánudaginn 15. febrúar.
Samverustundir eldri borgara
eru annars í Grensáskirkju alla mið-
vikudaga kl. 14. Þangað eru líka all-
ir velkomnir.
Erindi í
Kirkjuhvoli
SR. Tómas Guðmundsson flytur er-
indi um missi í Kirkjuhvoli mánu-
dagskvöldið 15. febrúar kl. 21. Þetta
er annað erindið sem sr. Tómas
flytur í Kirkjuhvoli um sorgina.
Mætum vel og heyrum fróðlegt er-
indi.
Sr. Hans Markús Hafsteinsson.
Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30.
Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir
velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs-
son.
Fella- og Ilólakirkja. Opið hús fyrir
unglinga kl. 21.
Ilafnarfjarðarkirkja. Kl. 11-12.30
opið hús í Strandbergi. Trú og
mannlíf, biblíulestur og samræður.
Leiðbeinendur sr. Gunnþór Ingason
og Ragnhild Hansen.
KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al-
menn samkoma kl. 14. Ræðumaður
Björg R. Pálsdóttir. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri
barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT-
starf í safnaðarheimilinu Vinaminni
kl. 13.
Krossinn. Unglingasamkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn-
ir.
BRIDS
úmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Borgarfjarðar
NÚ ER lokið aðalsveitakeppni fé-
lagsins. 6. sveitir mættu til leiks og
vora spilaðar tvær umferðir.
Stormsveit Airnar í Miðgarði tók
þegar í upphafi forystuna og í raun
varð keppnin aldrei spennandi, svo
mikhr vora yfirburðirnir. Keppnin
um annað sætið var hins vegar
hörð og munaði ekki nema sjónar-
mun þegar upp var staðið. Ánnars
urðu úrslit þessi:
Stormsveitin 201
Stórsveit Sigurðar Einarsson 155
Steinasveitin 154
I Stormsveitinni spiluðu Örn í
Miðgarði, Kristján í Bakkakoti;
Jón á Kópa og Baldur í Múlakoti. I
Stórsveitinni spiluðu Ketill á Ár-
bakka, Haraldur í Munaðarnesi,
Þorvaldur á Kleppjárnsreykjum og
Sveinbjörn í Hvannatúni. Steina-
sveitina, sem án efa er ein reynslu-
mesta bridssveit landsins, skipuðu
Steini á Hömram, heiðurshjónin
Dóra og Jón í Reykholti og Unnur í
Deildartungu.
Bridsfélag
Akureyrar
Vetrarstarf félagsins stendur nú
sem hæst. Akureyrarmót í sveita-
keppni með þátttöku tólf sveita er
langt komið, aðeins ein umferð eft-
ir. Eftir spilamennsku síðasta
þriðjudagskvöld var staðan þessi:
1. Sv. Stefáns G. Stefánssonar 224
2. Sv. Jónasar Róbertssonar 199
3. Sv. Bjðms Þorlákssonar 192
4. Sv. Sveinbjöms Sigurðssonar 167
Segja má að Stefán og félagar
hafi tryggt sér Akureyrarmeist-
aratitilinn, en tvær efstu sveitirnar
eiga að spila saman í síðustu um-
ferð. Fræðilega gæti Jónas þó unn-
ið 25:0, jafnað metin og sigrað á
unnum innbyrðis leik! Næsta
þriðjudag verður spilaður ein-
menningur og sveitakeppninni lýk-
ur viku síðar. Ástæða þessa er sú
að margir spilarar verða að spila á
Bridshátíð Flugleiða og Bridssam-
bands Islands um helgina og fram
á mánudag. Svona kappar þurfa að
vísu enga hvíld, en af fenginni
reynslu gætu þeir orðið veður-
tepptir!
Bridsfélagið minnir einnig á
sunnudagsbrids. Þar er hægt að
spila kvöld og kvöld eftir hentug-
leikum og allir eru hjartanlega vel-
komnir. Spilað er í Hamri, félags-
heimili Þórs við Skarðshlíð, og
hefst spilamennska kl. 19:30.
ef pantað f febrúar
lr
m'Am±4'A\+Am
10% afsláttur
Frikirkjan
I Reykjavik
Guðsþjónusta kl. 14.00
í Safnaðarheimilinu.
Barn borið til skírnar.
Kaffisopi í guðsþjónustulok.
Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjörtur Magni Jóhannsson,
fríkirkjuprestur.
FRÉTTIR
Kynningarfundur fyrir
Rauðakrosshús og Vinalínu
VINALÍNAN og Rauðakrosshús
halda sameiginlegan kynningarfund
um starfsemi sína í Sjálfboðamið-
stöð R-RKÍ á Hverfisgötu 105,
sunnudaginn 14. febrúar kl. 20 fyrir
verðandi sjálfboðaliða.
Rauðakrosshúsið er neyðarat-
hvarf og símaþjónusta fyrir börn og
unglinga 18 ára og yngri. Rauða-
krosshúsið er opið allan sólarhring-
inn og þar er veitt aðstoð og ráðgjöf
við börn og aðstandendur þeirra.
Hlutverk sjálfboðaliða er að svara í
trúnaðarsímann og starfa með ung-
lingum í húsinu.
Vinalínan er símaþjónusta ætluð
öllum 18 ára og eldri sem opin er öll
kvöld kl. 20-23. Hlutverk sjálfboða-
liða Vinalínunnar er að vera til stað-
ar, hluta og gera sitt besta í að lið-
sinna þeim sem hringja.
Sjálfboðaliðum er boðið upp á
námskeið í tengslum við starfsemi
og handleiðslu í starfi. Að þjálfun
lokinni er ætlast til að sjálfboðaliðar
skili 10-12 tíma vinnuframlagi á
mánuði.
Aðsendar greinar á Netinu
VD mbl.is
^U-Ltaf= errrH\sAÐ /vvtt
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. febrúar 1999.
1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.136.321 kr. 113.632 kr. 11.363 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð:
500.000 kr. 1.003.232 kr.
50.000 kr. 100.323 kr.
5.000 kr. 10.032 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 2.008.609 kr.
100.000 kr. 200.861 kr.
10.000 kr. 20.086 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.867.050 kr.
100.000 kr. 186.705 kr.
10.000 kr. 18.670 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð: Inniausnarverð:
5.000.000 kr. 8.239.332 kr.
1.000.000 kr. 1.647.866 kr.
100.000 kr. 164.787 kr.
10.000 kr. 16.479 kr.
2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.601.371 kr.
1.000.000 kr. 1.520.274 kr.
100.000 kr. 152.027 kr.
10.000 kr. 15.203 kr.
2. flokkur 1994: Nafnverð: Inntausnarverð:
5.000.000 kr. 6.795.475 kr.
1.000.000 kr. 1.359.095 kr.
100.000 kr. 135.909 kr.
10.000 kr. 13.591 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.671.248 kr.
1.000.000 kr. 1.334.250 kr.
100.000 kr. 133.425 kr.
10.000 kr. 13.342 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
íbúðalánasjóður
| Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík j Simi 569 6900 | Fax 569 6800