Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Jón Viktor Gunnars-
son Skákmeistari
Reykjavíkur 1999
SKAK
TR Faxafeni 12
SKÁKÞING REYKJAVÍKUR
1999
17. jan.-lO. feb.
ÞEIR Jón Viktor Gunnarsson
og Sigurbjörn Bjömsson urðu
jafnir og efstir á Skákþingi
Reykjavíkur 1999 sera lauk á mið-
vikudaginn. Þeir fengu báðir 10
vinninga af 11 sem er afar hátt
vinningshlutfall. Þeir urðu tveim-
ur vinningum á undan næstu
mönnum, þeim Tómasi Björns-
syni og Braga Þorfinnssyni, sem
fengu átta vinninga. Þar sem Sig-
urbjörn er ekki Reykvíkingur er
Jón Viktor Gunnarsson Skák-
meistari Reykjavíkur 1999, en
hann vann einnig titilinn í fyrra.
Hann fór taplaus í gegnum mótið
og gerði einungis tvö jafntefli, við
þá Braga Þorfinnsson og Hrafn
Loftsson. Sigurbjörn Björnsson
vann hins vegar 10 skákir og tap-
aði einungis einni, gegn Jóni
Viktori. Sigur Jóns Viktors kem-
ur ekki á óvart, en hann var lang-
stigahæsti skákmaður mótsins.
Árangur Sigurbjörns er líklega
hans besti á skákferlinum. Helstu
úrslit í síðustu umferð urðu þessi:
Helgi E. Jónatanss. - Jón V. Gunnarsson 0-1
Sigurbjörn Bjömss. - Páll A. Þórarinss. 1-0
Róbert Harðarson - Bragi Þorfmnsson Þé-Vé
Hrafn Loftsson - Tómas Bjömsson 0-1
Davíð Kjartanss. - Bergsteinn Einarss. 1-0
Dan Hansson - Jón Ami Halldórsson 1-0
Torii Leósson - Amar E. Gunnarsson 0-1
Kristján Eðvarðss. - Þorvarður F. Ólafss.
0-1
Jóhann . Ragnarsson - Stefán Kristjánss.
0-1
Einar K. Einarss. - Sig. P. Steindórss. 0-1
o.s.frv.
Lokastaðan á mótinu var þessi:
1.-2. Jón Viktor Gunnarsson 10 v.
Sigurbjöm Bjömsson 10 v.
3.-4. Tómas Bjömsson 8 v.
Bragi Þorfinnsson 8 v.
5.-9. Þorvarður F. Ólafsson Th v.
Róbert Harðarson 714 v.
Amar E. Gunnarsson 714 v.
Dan Hansson7'4v.
Davíð Kjartansson TA v.
10.-14. Páll Agnar Þórarinsson 7 v.
Hrafn Loftsson 7 v.
Sigurður P. Steindórsson 7 v.
Stefán Kristjánsson 7 v.
Helgi E. Jónatansson 7 v.
15.-24. Sigurður Daði Sigfússon, Amgnmur
Gunnhallsson, Bergsteinn Einarsson, Agúst
Ingimundarson, Rúnar Berg, Stefán Þór
Siguijónsson, Bjami Magnússon, Torfi Le-
ósson, Jón Arni Halldórsson, Jónas Jónasson
614 v.
25.-32. Kristján Eðvarðsson, Guðjón H. Val-
garðsson, Jóhann H. Ragnarsson, Arni H.
Kristjánsson, Jóhann Ingvason, Einar K.
Einarsson, Guðni S. Pétursson, Ólafúr I.
Hannesson G v.
33.-42. Eiríkur Garðar Einarsson, SigiB'ður
Ingason, Hjalti Rúnar Ómarsson, Ólafur
Kjartansson, Sveinn Þór Wilhelmsson, Emil
Petersen, Kjartan Másson, Helgi Egilsson,
Elí B. Frímannsson, Harpa Ingólfsdóttir 5!4
v.
43.-51. Láms H. Bjamason, Guðmundur
Kjartansson, Kjartan Guðmundsson, Stefán
Ingi Aðalbjömsson, Hilmar Þorsteinsson,
Erlendur Markússon, Dagur Arngrímsson,
Andrés Kolbeinsson, Hjörtur Jóhannsson 5
v.
o.s.frv.
Margir af yngri skákmönnun-
um náðu mjög athyglisverðum ár-
angri. Sérstaklega má nefna
Helga Egilsson sem er 12 ára.
Hann er með 1.440 stig, en fékk
50% vinningshlutfall gegn and-
stæðingum með 1.821 stig að
meðaltali.
Eins og venja er til verður
Hraðskákmót Reykjavíkur haldið
í framhaldi af Skákþinginu. Það
fer fram sunnudaginn 14. febrúar
kl. 14. Tefldar verða 2x9 umferðir
eftir Monrad-kerfí með 5 mín-
útna umhugsunartíma. Fyrstu
verðlaun eru kr. 8.000, önnur
Jón Yiktor Sigurbjörn
Gunnarsson Björnsson
verðlaun kr. 5.000 og þriðju verð-
laun kr. 3.000. Þátttökugjald fyrir
16 ára og eldri er kr. 600, en kr.
400 fyrir 15 ára og yngri. Að
loknu hraðskákmótinu fer fram
verðlaunaafheriding fyrir Skák-
þing Reykjavíkur, aðalkeppnina,
unglingaflokk og hraðskákmót.
Teflt verður í félagsheimili TR í
Faxafeni 12. Allir velkomnir.
Róbert Harðarson
sigrar á atkvöldi
Róbert Harðarson sigraði á
sterku og fjölmennu atkvöldi
Taflfélagsins Hellis mánudaginn
8. febrúar. Hann fékk 5!4 vinning
eins og Þorvarður F. Olafsson.
Báðir sigruðu þeir alla andstæð-
inga sína, en gerðu jafntefli inn-
byrðis. Það þurfti því stigaút-
reikning til að skera úr um sigur-
vegarann. Þá kom í ljós að Ró-
bert var hálfu stigi fyrir ofan Þor-
varð og var því úrskurðaður sig-
urvegari á mótinu. Úrslit urðu
annars sem hér segir:
1. Róbert Harðareon 5!4 v.
2. Þorvarður F. Ólafsson 5!4 v.
3. Kjartan Guðmundsson 4!4 v.
4. -9. Stefán Kristjánsson, Harpa Ingólfs-
dóttir, Jóhann H. Ragnarsson, Davíð Kjart-
ansson, Benedikt Egilsson, Kristján Öm Elí-
asson 4 v.
10.-18. Halldór Grétar Einarsson, Heimir
Einarsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Þröstur Þrá-
insson, Magnús Sigurðsson, Eiríkur Garðar
Einarsson, Finnur Kr. Finnsson, Máni Atla-
son, Jón Orri Kristjánsson 3 v.
o.s.frv.
Keppendur voru 27, en þess má
geta að þátttaka á tveimur fyrstu
atkvöldum þessa árs hefur meira
en tvöfaldast miðað við sömu
mánuði í fyrra. Skákstjóri var
Vigfús Oðinn Vigfússon. Verðlaun
á mótinu voru í boði Pizzahússins.
Næsta atkvöld Hellis verður
haldið mánudaginn 22. mars kl.
2°.
Skákþing Islands, barnaflokk-
ur
Barnaflokkur á Skákþingi ís-
lands 1999 verður haldinn dagana
13. og 14. febrúar. Mótið verður
haldið í húsnæði Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12, og
hefst klukkan 13 laugardaginn 13.
febrúar. Þátttökurétt eiga böm
11 ára og yngri (þ.e. fædd 1988 og
síðar).
Þátttökugjald er kr. 500. Inn-
ritun fer fram á skákstað laugar-
daginn 13. febrúar klukkan
12:30-12:55.
Bikarkeppni skákmanna
hefst á mánudag
Meistaramót Hellis 1999 hefst
mánudaginn 15. febrúar klukkan
19.30. Mótið verður 7 umferða op-
ið kappskákmót. Þetta er í átt-
unda sinn sem mótið fer fram, en
núverandi skákmeistari Hellis er
Björn Þorfmnsson.
Mótið er að þessu sinni hluti af
Bikarkeppninni í skák sem er
nýjung sem Taflfélag Garðabæj-
ar, Taflfélag Kópavogs, Taflfélag
Reykjavíkur, Taflfélagið Hellir
og Skákfélag Hafnarfjarðar
standa nú að í fyrsta skipti.
Heildarverðlaun I Bikarkeppninni
í skák eru kr. 150.000. Nánar
verður greint frá Meistaramóti
Hellis og Bikarkeppninni í næsta
skákþætti.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
VELVAKAM)!
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Sumarfrí fyrir
atvinnulausa
ÉG HEF lengi undrast
það að atvinnulausir skuli
ekki hafa þau sjálfsögðu
mannréttindi að geta tek-
ið sumarfrí á fullum laun-
um eins og aðrir þegnar
þjóðfélagsins, heldur er
farið með okkur eins og
fanga á skilorði.
Atvinnuleysingjar geta
ekki nýtt sér hagstæðar
sólarlandaferðir eða farið
um hálendi Islands nema
vera innan við viku, vegna
þess að þeir verða að
stimpla sig á viku fresti
annars missa þeir at-
vinnuleysisbæturnar og
önnur réttindi sem þeir
hafa og ef þeir fara út á
land verða þeir fyrst að
biðja um leyfi til að
stimpla sig annars staðar.
Það er alltof lítið gert
að því að skapa ný störf
fyrir atvinnulausa, þar
gætu íslensk stjórnvöld
tekið sér nágrannaþjóð-
irnar sér til fyrirmyndar
því þær eru sjóaðri í þess-
um málum. Og þar eru
rýmri reglur varðandi
stimplun.
Mikið af þessu atvinnu-
leysi í dag er til komið af
því að alls konar fræðing-
ar hafa ráðlagt fyrirtækj-
um, að til að þau geti bor-
ið sig betur sé besta ráðið
að einkavæða þau og
segja svo og svo mörgu
fólki upp og er það þá oft-
ast fólk sem er komið yfir
miðjan aldur sem litla
möguleika á að fá vinnu
aftur. Ef þessir fræðingar
eru svona miklir snilling-
ar geta þeir þá ekki líka
fundið upp ný störf handa
þessu fólki sem sett er út
á kaldan klaka?
Það er heldur ekkert
spaug fyrir ungt fólk með
börn að verða atvinr.u-
laust og geta ekki skaffað
sínum börnum sömu kjör
og jafnaldrar þeirra fá,
svona almennt séð.
Nú frá 1. jan. sl. eiga
atvinnulausir í Kópavogi,
Garðabæ, Bessastaða-
hreppi, Seltjarnarnesi,
Mosfellsbæ og Kjós að
stimpla sig í Reykjavík.
Þetta lengir ferðalag okk-
ar til stimplunar í viku
hverri og aukaútgjöld
varðandi ferðir, en von-
andi verður þetta eitthvað
skáiTa en það hefur verið
hingað til, a.m.k. sé ég að
þarna getur maður sest
niður, skoðað blöð, ath.
atvinnuauglýsingar í ró
og næði og hitt aðra sem
eins er ástatt fyrir.
I þessu landi eru marg-
ir ofborgaðir, svo að mér
blöskrar því öll borgum
við svipað fyrir lífsnauð-
synjar og ekki skil ég í því
af hverju sumt fólk þarf
að hafa sama kaup á mán-
uði og við atvinnuleysingj-
ar á ári.
Ólöf P. Hraunfjörð,
Kópavogi.
Tapað/fundið
GSM-sími
týndist
SVARTUR Nokia gsm-
sími týndist í eða við Hús
verslunarinnar mánudag-
inn 8. febrúai-. Finnandi
vinsamlega hringið í síma
565 2486 eða skilið síman-
um í næstu verslun
Landssímans.
Gullhringur
týndist
GULLHRINGUR með
þremur litlum demöntum
týndist á leiðinni í Nóatún
Rofabæ, Grundarhús 17 í
Grafarvogi, Svanna í
Stangarhyl, hjá Hrafn-
hildi við Engjateig og
Skalla við Vesturlands-
veg. Þeir sem hafa orðið
hringsins varir hafi sam-
band í síma 567 2791.
Gleraugu
týndust
GLERAUGU í gyllri um-
gjörð og í brúnu skinn-
hulstri týndust í síðustu
viku. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 587 3471.
Gullhringur týndist
GULLHRINGUR með
demöntum og safir týnd-
ist í vesturbæ. Finnandi
vinsamlega hafi samband
í síma 551 7196. Fundar-
laun.
Dýrahald
Köttur týndist
frá Bollagötu
KÖTTUR týndist frá
Bollagötu 4 2. febrúar.
Hann er bröndóttur og
blindur á öðru auga.
Hann er 2ja ára fress.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
552 3564.
Kettlingar
fást gefins
KETTLINGAR, kassa-
vanir, fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 551 8621.
Högni í óskilum
í Seilugranda
GRÁBRÖNDÓTTUR
högni, 6-8 mánaða gamall,
með hvitar hosur á fram-
löppum og hvíta sokka á
afturlöppum er í óskilum
á Seilugranda 2. Þeir sem
kannast við kisa hafi sam-
band í síma 552 0138.
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
Staðan kom upp á opnu móti í
Nova Gorica í Slóveníu um mán-
aðamótin. Srdjan Sale (2.415)
hafði hvítt en Alexander Beljav-
skí (2.650), Slóveníu, hafði svart
og átti leik.
43. - Re4! og hvítur gafst upp,
því 44. Bxe4 - Dxf2+ 45. Khl -
Hxh3 er mát. Svartur mátti hins
vegar ekki leika 43. - exd5?? því
eftir 44. Bxd5 tapar hann
drottningunni, eða verður sjálf-
ur mát.
Beljavskí er Úkraínumaður
að uppruna og tefldi margoft í
sovéska ólympíuliðinu á sínum
tíma. Eins og margir skák-
meistarar frá fyrrverandi Sov-
étríkjum notaði hann tækifærið
og settist að utan þeirra.
Úrslit á mótinu í Nova Gorica
urðu: 1. Kozul, Króatíu, 7 v. af 9
mögulegum, 2.-8. Beljavskí, Mi-
les, Englandi, Pavasovic og
Mikhailchisin, Slóveníu,
Timoschenko, Slóvakíu, og
Atalik, Tyrklandi, 6*4 v.
SVARTUR leikur og vinnur
Víkverji skrifar...
BEINAR útsendingar frá
íþróttaviðburðum eru réttnefnt
úrvalsefni í sjónvarpi og hefur hlut-
ur þess vaxið óðfluga á Islandi á síð-
ustu árum. Mest munar þar um til-
komu Stöðvar 2 og þó einkum sjón-
varpsstöðvarinnar Sýnar en báðar
sinna íþróttum af umtalsverðri elju
og samviskusemi.
Knattspyrnuáhugamenn þeir sem
eru áskrifendur að stöðvum þessum
tveimur fá nú jafnan vænan
skammt í viku hverri. íþróttafrétta-
menn sem sjá um lýsingar búa sig
yfirleitt vel undir kappleiki og
greinilegt er að flestir þeirra hafa
bæði metnað og vilja til að veita
áskrifendum góða þjónustu.
Yfir allan vafa er hafið að þetta er
erfítt starf og auðvelt er að gagn-
rýna þá sem tala beint og milliliða-
laust til alþjóðar í 90 mínútur í senn
og stundum lengur. Eðlilegt má
heita að menn geri einhver mistök
við slíkar aðstæður og með öllu er
fráleitt að þess sé krafist að viðkom-
andi beiti formlegu íslensku tungu-
taki.
Hins vegar hefur borið mjög á því
síðustu misserin að þeir ágætu
menn sem þessum störfúm sinna á
Stöð 2 og Sýn beiti enskri hugsun
er þefr lýsa kappleikjum. I þessu er
raunveruleg hætta fólgin, þ.e. að ís-
lensk hugsun víki fyrir erlendri í
málnotkun fjölmiðlamanna.
Þessi þróun er tekin að setja
nokkuð mark sitt á íslenska fjöl-
miðla, dagblöð jafnt sem sjónvarp.
Undarlegt má það heita að fræðing-
ar og aðrir áhugamenn um máUð
skuli ekki vara við henni af meiri
krafti en raun ber vitni.
I síðustu heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu, sem raunar var sýnd í
Ríkissjónvarpinu, bar mjög á þessu
og voru þar einkum að verki menn,
sérfræðingar, sem fengnir höfðu
verið til að tjá sig um leikina. „Víta-
teigur“ var þá oftar en ekki nefndur
„box“, sendingar hétu „krossar" og
menn „tóku varnarmenn á“ („take
on a defender") er þeir freistuðu
þess að leika á þá eða komast fram-
hjá þeim.
Þessi dæmi heyrast enn á Sýn og
Stöð 2 þótt blessunarlega hafi dreg-
ið mjög úr notkun þeirra. En dæm-
in eru því miður fleiri. Þannig er al-
gengt að fréttamenn stöðvanna tali
um að dómarinn „gefi“ aukaspymu.
Þetta er vitanlega alrangt. „Gefi“
dómarinn aukaspymu eða víta-
spyrnu verða honum á mistök í
dómgæslu, sem vitanlega verða þá
til þess að annað liðið hagnast á
þeim. Hér er um beina enska mál-
notkun að dæma. ,A- penalty is
given“ eða „a free-kick is given“
segja enskumælandi menn gjarnan
þegar dómarinn dæmir víti eða
aukaspyrnu.
Orðið „vinna“ („work“ á ensku)
hefur einnig rutt sér til rúms í
kappleikjalýsingum á stöðvum þess-
um. „Frábær varnamnna hjá X“
(„Good defensive work by X“) heyr-
ist nú iðulega. Þetta er ekki eðlileg
íslenska. Rétt er í þessu viðfangi að
tala einfaldlega um „góða vörn hjá
X“ eða „góðan varnarleik hjá X“.
Enskumælandi íþróttafrétta-
menn em ágæt fyrirmynd, þefr lýsa
t.d. kappleikjum án umtalsverðra
hrópa og búkhljóða. Óþarfi er þó að
beita sama tungumáli og þeir gera
því íslenskan dugar ágætlega.
X X X X
VÍKVERJI undrast þau miklu
viðbrögð sem nýjasta skoðana-
könnun DV um fylgi flokkanna hef-
ur vakið. Af 600 manna úrtaki kusu
tæp 40% að svara ekki eða kváðust
vera óákveðin.
Víkverji gerir sér ljóst að það
mega kallast stórtíðindi í íslenskum
stjórnmálum komi fram á sjónar-
sviðið flokkur sem nýtur álíka mik-
ils fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn.
Hann fær hins vegar ekki séð að
unnt sé að draga þá ályktun af
könnun þessari.
Er ekki líklegra að „lausafylgið“
svonefnda sé komið á skrið nú
nokkmm mánuðum fyrir kosning-
ar?