Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 69

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 69
MORGUNB LAÐIÐ _______________________________LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 69- FÓLK í FRÉTTUM ' Léttklæddar á Jómfrúreyjum I VIKUNNI kom sundfatahefti tímaritsins „Sports Illustrated" út en talið er að yfir 58 milljón- ir manna í Bandaríkjunum ein- um muni skoða blaðið. Við opin- bera athöfn sem haldin var í New York af þessu tilefni smellti þýska fyrirsætan Heidi Klun kossi á kinn Rebeccu Romijn-Stamos en hún er for- siðustúlka tímaritsins þetta ár- ið. Allar myndir blaðsins voru teknar á hinum bresku Jóm- frúreyjum. Ríkur strák- HINN ungi auðjöfur, Richie Stachowski, fékk nýlega að sleppa sögu- túna í skólanum til að ganga frá sölu á fyrirtæki sínu „Short Stack“ til Ieik- fangaframleiðandans „Wild Planet Toys“. A myndinni er Richie ásamt tíkinni sinni Abagail og leikfangi sem fyrirtæki hans framleiddi. Fyr- ii’tækið sem hann stofnaði árið 1996 er metið á marg- ar milljónir dala. Upprifjun á skelfingartíð A MANUDAG boðaði ríkis- kassinn þáttaröð um kalda stríðið, sem ætti að vera flestu miðaldra fólki í fersku minni með öllu sínu samsafni af lygum, hótunum, manndrápum og njósnum, sem yf- ir Vesturlönd gengu á þeirri tið. Ekkert getur raunar bætt fyrir þá skelfingartíð, þegar almenningur lifði við ógnir aðvífandi atóm- eða vetnisprengja, samkvæmt því ógnarjafnvægi, sem atómveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin komu á legg upp úr 1947. Þá hafði vísindamönnum og sovéskum njósnurum tekist að gera Sovét- mönnum kleift að koma sér upp atómsprengju, en í kjölfarið komu svo fleiri þjóðir eins og Kínverjar og þjóðir á Indlandsskaga. Vís- indamenn vonj nefnilega alteknir þeirri kenningu, sumb' hverjir, að Sovétmenn yrðu að fá atóm- sprengju til að koma á jafnvægi. Þá óraði aldrei fyrir því hvernig það jafnvægi varð. Eflaust er gagnlegt að fá sjón- varpsþætti um kalda stríðið, sem sagðir eru unnir samkvæmt bestu vitund færra manna. Margur mun þó vera þeirrar skoðunar að bíða hefði mátt enn um sinn með heim- ildarmyndir úr kalda stríðinu á meðan hin tilbúna pólitiska heift væri að renna af mönnum. Rétt er að sósíalisminn eða kommúnism- inn hefur nokkuð runnið af fólki enda kýs hann nú að fara aðrar leiðir að mannshuganum en áður. Þar sem fyrr þótti sjálfsagt að drepa alla andstæðinga og réttar- kerfi heilla þjóðlanda var sniðið að þörfum morðóðra fólkstjóra, ríkir samhugur á yfirborðinu. Hér á landi hefur löngum verið talið að væri heimkynni síðasta kommún- istans í Evrópu. Hann álítur að hans tími sé kominn með einskon- ar samfylkingaræði, sem á að vera dauðahaldið þangað til rofar aftur með nýju mafíuríki í gamla sovét eða stóriðjuboðum (ál) frá Kína. Til þess að þeim verði tekið þarf auðvitað sigur samfylkingar. Kalda stríðið var fyrst og fremst hugarástand og ótti við tortímingu. Þessi ótti er enn fyrir LAUGARDEGI hcndí. ®ins °g.í --------------------- samskiptum vio írak. Átök kalda stríðsins voru SJONVARPA margvísleg. Þau birtust í Berlín- armúmum, þau komu í ljós í átök- unum út af Kúbu, þegar skipsför- um af eldflaugum Sovét var snúið við á Atlantshafi og þau birtust í átökum í Arabalöndum, þar sem kennt var að hata Bandaríkja- menn sérstaklega. Margt fleira mætti telja. Enn hefur ekki fennt í spor kalda stríðsins. Þess vegna verður það að kallast nokkuð bráðlæti að birta þætti um þetta stríð nú strax, einkum þegar haft er í huga, að helsta vopn öfgaafl- anna í þessu stríði var þagnarlyg- in. Henni hefur ekki verið aflétt enn. Ágætt er hjá sjónvarpsstöðvun- um að reyna eftir megni að halda úti gamanþáttum í stað kelerís og söngvamynda, sem hafa af ein- hverjum óskaplegum misskilningi verið kallaðar „gamanmyndii'“. Það var svolítið um hreina gaman- semi í síðustu viku fyi’ii' utan Enn eina stöðina. Þar má nefna Bean (Atkinson) á Stöð 2 á fostudag og Draugabana á ríkisrásinni á laug- ardag. Þótt maður hafi alist upp við öðruvísi draugatrú en fram kemrn- í Draugabönum má hafa gaman af myndinni. Þarna vonj ákaflega tæknilegir draugar sprottnir úr brellum kvikmynda- vera og engin Ábæjarskotta sást í þeim hópi, hvað þá Þorgeirsboli, sem naut þeirrar frægðar að lenda á málverki. Bean er oft mjög fyndinn en það var eins og hann næði sér ekki á strik í sam- nefndri mynd á fóstudagskvöldið. Hann gerði að vísu eins og hann gat og hafði uppi tilkomumiklar munngeiflur, en það þarf fleira til. Sýndur var næstsíðasti þáttur Foi-nbókabúðarinnar á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þátturinn var skemmtilegur og virðist hópurinn sem sér um Búðina stöðugt sækja í sig veðrið. Hann sýnir að hægt er að vera innilega fyndinn án þess að djöflast um með ærslum. Það slys varð að bytjað var að sýna áður sýndan þátt áður en nýja púðrið kom. Eftir það gekk allt vel þótt kannski ríki nokkur óvissa um faðerni barnsins, sem hafði komið undir hálfum mánuði áður. En taktar konunnar voru ekta. Hún át allt sem tönn á festi, svo mann gæti grunað að stór- aukning í matvörumörkuðum væri óléttufaraldri að kenna (eða þakka). Indriði G. Þorsteinsson ori/lame Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Gæða snyrtivörur á góðu verði.___ 29 ár á ísiandi. kSími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.xnet.is/oriflame Þetta vil ég sjá Kári Stefánsson velur listaverk Næstsíðasta sýningarhelgi. Szymon Kuran leikur sími 567 4070 af fingrum fram og breytir myndlist í tónlist kl. 15.00 í dag, laugardag og sunnu- daginn 14. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.