Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 76
SEXFALDUR 1. VINNINGUR
flfamgtiftMfifeife
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍM16691100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(ri>MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LÖGREGLUMENN leiða ræningjann út úr húsinu við Kleppsveg skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi.
Maður rændi versl-
un vopnaður sveðju
GRIMUKLÆDDUR síbrotamað-
-^fSr vopnaður sveðju framdi rán í
11-11 verslun í Norðurbrún seint í
gærkvöldi. Hann ógnaði tveimur
starfsmönnum verslunarinnar,
pilti og stúlku, með vopninu og
neyddi þau til að afhenda honum
um 100 þúsund krónur í pening-
um. Tilkynnt var um ránið kl.
22.15 og var maðurinn handtekinn
í íbúð á Kleppsvegi um 20 mínút-
um síðar.
Starfsmenn verslunarinnar
urðu strax við kröfu mannsins og
afhentu honum peningana. Við svo
búið forðaði hann sér út úr versl-
uninni á hlaupum í norðurátt.
Lögregla var fljót á staðinn og
p^dgdist sérstaklega með tveimur
húsum í hverfmu þar sem vitað er
að afbrotamenn venja komur sín-
ar. Sáu lögreglumenn von bráðar
mann sem lýsing starfsmannanna
átti við inni í stigagangi húss við
Kleppsveginn. Lögreglan réðst til
inngöngu í íbúð í húsinu og fann
LÖGREGLAN t.ekur skýrslur af afgreiðslufólkinu í verslun 11-11.
þar manninn. Undir rúmi í íbúð-
inni fannst gríman sem hann not-
aði við ránið og vopnið auk pen-
inganna.
Maðurinn er síbrotamaður og
hefur nýlega lokið við að afplána
dóm vegna ráns. Hann hefur
einnig værið dæmdur fyrir ofbeld-
isverk.
Þetta er fjórða ránið sem framið
er i sölutumi eða matvöraverslun í
Reykjavík á síðastliðnum þremur
vikum. I öllum tilvikunum var af-
greiðslufólki ógnað.
Síðastliðið sunnudagskvöld
rændi hettuklæddur maður rúm-
lega 30 þúsund krónum úr sölu-
turni við Eddufell. 3. febrúar sl.
ógnaði maður, vopnaður dúka-
hnífi, sautján ára gamalli af-
greiðslustúlku í söluturni við
Grundarstíg og rændi nokkrum
þúsundum króna úr peningakassa.
28. janúar var framið rán í lítilli
matvöruverslun við Stórholt.
Ræninginn, sem huldi andlit sitt
með hettu, ógnaði fímmtán ára
gamalli afgreiðslustúlku og sló
hana og hafði á brott með sér 7-8
þúsund krónur úr peningakassa
verslunarinnar.
A síðasta ári upplýsti lögreglan
sextán af átján ránsmálum, sem til-
kynnt vora til hennar, og þar af
vora sjö mál upplýst í einu eftir
hrinu rána.
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
Sjdðfé-
lagalán
hækkuð í
fjórar
milljónir
LÍFEYRISSJÓÐUR verzlun-
armanna hefur ákveðið að tvö-
falda lánsfjárhæð til félaga
sjóðsins, úr tveimur í fjórar
milljónir kr., auk þess sem
sjóðfélögum gefst kostur á allt
að 30 ára lánstíma. Vextir lán-
anna, sem era breytilegir,
miðast við vexti húsbréfa á
Verðbréfaþingi með 75 punkta
álagi og era því u.þ.b. 5,1% nú.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri
sjóðsins, segir að lántökuskil-
yrði hafi einnig verið rýmkuð
og þarf sjóðfélaginn einungis
að hafa greitt til lífeyrissjóðs í
tvö ár í stað þriggja áður, auk
þess sem tími milli lána hefur
verið styttur úr 4 áram í 3 ár.
„Lánað er gegn fasteignaveði
allt að 55% af metnu markaðs-
verði en þó ekki umfram 50%
af branabótamati," segir Þor-
geir.
Hann segir að hugsunin á
bak við hækkun lánveitinga til
sjóðfélaga sé sú að bæta þjón-
ustu sjóðsins við þá sem þang-
að greiða. Þannig verði sjóðfé-
lögunum sparaður milliliða-
kostnaður lánastofnana en
fasteignaveðtryggðar lánveit-
ingar þeirra séu með frá 0,5%
hærri vöxtum en lánveitingar
lífeyrissjóðsins.
Sjóðfélagar fengu 1,1
milljarð að láni í fyrra
Á síðastliðnu ári lánaði Líf-
eyrissjóður verzlunarmanna
1,1 milljarð til sjóðfélaga
sinna, sem er 39% hærri fjár-
hæð en á árinu 1997.
Utistandandi lán til sjóðfélaga
námu 7,2 milljörðum í árslok
eða 12% af eignum lífeyris-
sjóðsins sem þá vora 60,9
milljarðar.
Félögum sjóðsins fjölgaði
mikið á síðasta ári eða um 14%
og hækkuðu móttekin iðgjöld
um 21% og vora 3,8 milljarðar.
„Mikil fjölgun sjóðfélaga
stafar meðal annars af góðri
raunávöxtun sjóðsins á liðnum
áram, sem var 7,7% á síðasta
ári og litlum kostnaði við
rekstur sjóðsins, eða sem
nemur 0,04% af eignum,“ seg-
ir Þorgeir.
Skemmdu
þrjá bfla
TVÆR stúlkur, fimmtán og sextán
ára, voru handteknar í gærkvöldi
eftir að hafa unnið skemmdaiverk á
þremur bifreiðum við Skólavörðu-
stíg. Voru bæði speglar og hurðir bíl-
anna skemmdar.
Lögi’eglan handtók stúlkurnar
skömmu eftir verknaðinn og flutti á
^lSiigreglustöð þar sem foreldrar
þeirra sóttu þær.
Eignir íslendinga í erlendum verðbréfum hafa stóraukist á undanförnum misserum
SIGURÐUR B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri VÍB, sagði á morgun-
verðarfundi fyrirtækisins í gær, að
margir lífeyrissjóðir væru komnir að
því að nýta til fulls lagaheimildir um
fjárfestingar og aðrir jafnvel rúmlega
það. Sagði hann að eignir Islendinga í
erlendum verðbréfum, og þá fyrst og
fremst lífeyrissjóðanna, stefndu í að
verða nálægt 100 milljörðum króna á
næsta ári. Ef svo færi væru ekki
nema tvö ár í það að ávöxtunin af
þessum eignum yrði ámóta og nýir
fjármunir til fjárfestinga á hverju ári.
Nálgast 100
milljarða
Nauðsynlegt þykir að rýmka tak-
mörkun í lögum um 35% hámarks-
fjárfestingu lífeyrissjóða í hlutabréf-
um. Þetta kom fram í ávarpi fjár-
málaráðherra sem flutt var af Ragn-
heiði Árnadóttur, aðstoðarmanni
fjármálaráðherra.
Fram kom í ávarpinu að gera mætti
ráð fyrir að lífeyrissjóðii1 og aðrar
fjármálastofnanir ættu eftir að koma í
auknum mæli inn í fjármögnun ým-
issa mannvirkja sem hingað til hafa
verið fjármögnuð af ríkissjóði, t.d.
samgöngu- og orkumannvirkja. Þessi
þróun væri eðlileg, og þá væri athygl-
isverð sú þróun að lífeyrissjóðimir
væru að hasla sér völl í fjármögnun
íbúðarlána í samstai’fi við lánastofnan-
ir án milligöngu ríkis og sveitarfélaga
eða sjóða á þeirra vegum.
■ Þörf á/24