Morgunblaðið - 18.02.1999, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Una sér vel
á Blönduósi
RJÚPUR hafa iðulega gert sig
heimakomnar á Blönduósi og þess-
ar undu hag sínum vel í Fagra-
hvammi, sem er rétt við Blöndu.
Ti-úlega hefur þó bætt við snjóinn
þar í nótt. Heimamenn kalla þær
staðarrjúpumar, enda verpa þær
við bæinn og eru ófeimnar við
gesti og gangandi þar um slóðir.
Oshlíð lokað
vegna snjóflóða
VEGINUM um Óshlíð var lokað
klukkan tíu í gærkvöldi vegna snjó-
flóðahættu,
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Isafirði féllu að minnsta
kosti þrjú snjóflóð á veginn í gær-
kvöldi. Vegna snjóflóðahættu um
kvöldið var ákveðið að reyna ekki að
opna veginn fyrr en nú í dag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
skömmu fyrir miðnætti hafði þó
dregið úr hættunni enda komið logn.
Búist er við að leiðin verði opnuð
fyrir hádegi ef veður leyfir og reynt
verður að halda henni opinni fram á
kvöld. Þá er búist við að veðrið
versni til muna.
Veðurstofan gerir ráð fyrir suð-
austan stinningskalda með snjó-
komu víða um land í dag. Búist er
við hvassviðri eða stormi með snjó-
komu eða skafrenningi norðvestantil
síðdegis og um allt norðanvert land-
ið í kvöld. Spáð er vetrarhörkum
fram yfir helgi með ofanhríð og
skafrenningi og um 10 stiga frosti.
Framkvæmdir við Borgarfjarðarbraut
Leyfí veitt fyrir lagningu
vegar í landi Steðja
HREPPSNEFND hins nýja sveit-
arfélags í Borgarfirði (Sveitarfé-
lags Borgarfjarðar) ákvað á fundi
sínum í fyrri viku að leyfa vegagerð
utan vegasvæðis í landi Steðja. Að
sögn Auðuns Hálfdánarsonar deild-
arstjóra hjá Vegagerðinni verður
nú gengið til samninga við Stefán
Eggertsson bónda á Steðjum um
framhald framkvæmda og líklegt
að hafist verði handa eftir u.þ.b.
mánuð.
Framkvæmdir við neðri hluta
Borgarfjarðarbrautar hófust í lok
nóvember en hreppsnefnd hafði
ákveðið á fundi sínum 12. nóvember
síðastliðið haust að afturkalla leyfi
hvað varðar framkvæmdir í landi
Steðja eftir að kæra hafði borist frá
ábúanda þar, Stefáni Eggertssyni.
Þegar hreppsnefnd ákvað að
fresta afgreiðslu málsins var það í
höndum úrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingarlaga sem hefur
þar af leiðandi ekki enn úrskurðað
um kæruatriði.
Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri
sveitarfélagsins í Borgarfirði segir
að fram hafi komið í úrskurði
Skipulagsstofnunar, frá því 20.
október 1998, að hreppsnefnd hafi
gætt meðalhófs- og jafnræðisreglna
varðandi málið. Stofnunin telji ekki
ástæðu til sérstaks mats á um-
hverfisáhrifum eða sérstakrar
skipulagsmeðferðar. Auk þess hafi
Náttúruvernd ríkisins ekki gert at-
hugasemd við færslu vegarins á
umræddum kafla. Vegagerðin hafi
ennfremur upplýst hreppsnefnd um
að hönnun vegarkaflans sé miðuð
við 80 km ökuhraða á klst.
„Vegna alls þessa samþykkti
hreppsnefnd að veita Vegagerðinni
framkvæmdaleyfi til að breyta legu
Borgarfjarðarbrautar ofan Flóka-
dalsár um svokallaða Steðjabrekku
á um það bil 500 m kafla,“ segir
Þórunn. Hún áréttar ennfremur að
hreppsnefndin leggi áherslu á að
Vegagerðin geri allt sem unnt er til
að tryggja umferðaröryggi á áður-
nefndum vegarkafla.
Varðandi efnistöku úr landi
Steðja, segir Þórunn að Vegagerðin
hafi lýst vilja sínum tii að haga efn-
istöku og frágangi við efnistökustað
í sem mestu samráði við eiganda
landsins.
Þórunn segir hreppsnefnd hafa
reynt að taka tillit til sjónarmiða
allra aðila sem að málinu koma.
„Við teljum að við höfum farið að
öllu með gát. Það er búið að kanna
alla snertifleti málsins og hvernig
það snýr að þeim aðilum sem málið
varðar. Og þetta er niðurstaðan
sem hreppsnefndin hefur komist
að.“
Morgunblaðið/Jón Sig.
Síkveiki-
búnaður
Dornier-vél-
arinnar ekki
rétt stilltur
RANNSÓKNARNEFND flug-
slysa telur sig hafa komist að
því hvers vegna drapst á öðr-
um hreyfli Dornier-vélar
skömmu eftir fiugtak á Sauð-
árkróki á mánudagskvöldið.
Að sögn nefndarmanna er
ástæðan sú að svokallaður
síkveikibúnaður vinstri hreyf-
ilsins var ekki rétt stilltur mið-
að við aðstæður.
„Hreyflar vélanna era hann-
aðir til að þola ísingu og fram-
leiðendur þeiraa hafa sent frá
sér upplýsingabréf með upp-
lýsingum um hvemig eigi að
stilla þá við svona aðstæður og
síðast í desember var send út
ítrekun um þetta.
Það er ljóst að ísing hefur
sest á loftinntak hreyflanna og
við teljum víst að þar sem
síkveikibúnaðurinn á vinstri
hreyflinum var ekki stilltur í
samræmi við aðstæður hafi
drepist á honum,“ sagði Skúli
Jón Sigurðarson formaður
rannsóknamefndar flugslysa.
Héraðsdómur segir Landsbanka skylt að afhenda upplýsingar um innstæður
Ekki ólíklegt að
málinu verði áfrýjað
LANDSBANKI íslands hf. var í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
dæmdur til að afhenda ríkisskatt-
stjóra upplýsingar um innstæður,
vaxtatekjur og afdregna stað-
greiðslu 1.347 einstaklinga á árinu
1997. Hafði bankinn áður hafnað
þessari beiðni ríkisskattstjóra og
borið fyrir sig bankaleynd. Rök rík-
isskattstjóra fyrir beiðninni eru þau
að embættið geti vegna rannsóknar
á skilaskyldu eða staðgreiðslu
skatta krafist gagna frá ákveðnum
aðilum, þar með talið bönkum.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri og formaður Sambands ís-
lenskra viðskiptabanka, segir mála-
reksturinn gagnvart Landsbanka
og sparisjóðum og því hafi Samband
íslenskra viðskiptabanka annast
málsvörn. Málið kemur til í fram-
haldi af neitun banka og sparisjóða
á beiðni skattyfirvalda um upplýs-
ingar um viðskiptamenn. Hann
kvaðst ekki hafa haft tækifæri til að
kynna sér forsendur dómsniður-
stöðunnar en taldi ekki ólíklegt að
málinu yrði áfrýjað.
„Bankamir vilja eiga gott sam-
starf við skattyfírvöld en við höfum
talið þetta alltof víðtæka upplýs-
ingabeiðni af hálfu ríkisskattstjóra
og því tók stjóm Sambands ís-
lenskra viðskiptabanka þá ákvörðun
að láta reyna á málið fyrir dómi.
Þetta er það þýðingarmikið mál í
augum banka að ég tel ekki ólíklegt
að því verði áfrýjað," sagði Halldór
en kvaðst ekki hafa haft tækifæri til
að ræða dóminn við lögfræðing
sambandsins í málinu og í stjórn
SÍV.
Afdráttarlaus niðurstaða
„Það er afdráttarlaus niðurstaða
dómsins að bankanum beri að af-
henda þær upplýsingar sem óskað
var eftir,“ sagði Indriði H. Þorláks-
son ríkisskattstjóri í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði ekki
hafa verið tekna ákvörðun um hvort
þetta þýddi að leitað yrði eftir upp-
lýsingum frá fleiri fjármálastofnun-
um. „Skattyfirvöld geta sinnt þessu
eftirliti sem þeim er boðið að gera
að lögum með því að fá upplýsingar
sem þessar og það er afdráttarlaust
í dóminum.“
Ríkisskattstjóri sagði þennan
fjölda, 1.347 einstaklinga sem óskað
væri upplýsinga um, ekki hátt hlut-
fall því fjöldi framteljenda væri alls
um 200 þúsund. „Þetta er mjög eðli-
leg beiðni og skattyfirvöldum ber að
fylgjast með þessum atriðum. Hér
er ekki um neina heildarskoðun að
ræða og þarna era skattyfirvöld að-
eins að fylgjast með því sem þeim
ber.“ Hann sagði skattyfirvöldum
ekki berast neinar upplýsingar um
einstaka framteljendur nema á
framtölum og væri þessi ósk sett
fram til að sjá samhengi milli þess
sem greitt hefur verið og þess sem
framtöl segja, þetta sé eina leiðin
sem unnt sé að fara til að sannreyna
upplýsingarnar.
Ríkisskattstjóri höfðaði málið á
liðnu hausti og krafðist upplýsinga
frá Landsbankanum um það hvort
einhverjir af tilgreindum 1.347 aðil-
um sem valdir voru af handahófi
hefðu átt innstæður þar í árslok
1997, þar með talið á stofnfjárreikn-
ingum, húsnæðissparnaðarreikn-
ingum, orlofsfjárreikningum og
gjaldeyrisreikningum. Einnig var
krafist upplýsinga um vaxtatekjur
af innstæðum þessara einstaklinga
á því ári og afdregna staðgreiðslu af
þeim tekjum. Einnig krafðist stefn-
andi þess að stefndi greiddi máls-
kostnað eftir mati dómsins.
Samkvæmt lagaheimild
til skatteftirlits
Rikisskattstjóri byggir kröfu sína
á lagaheimild sem hann hafi til að
sinna hlutverki sínu til skatteftirlits.
Lög nr. 94/1996 um staðgreiðslu
skatts af fjármagnstekjum séu liður
í skatt- og tekjukerfi ríkisins og
ætlast sé til þess af löggjafanum að
stefnandi hafi eftirlit með því hvort
lögunum sé réttilega framfylgt.
Þess vegna sé nauðsynlegt fyrir
stefnanda að athuga hvernig skatt-
greiðendur hafi brugðist við nýjum
lögum, hvort fjármagnstekjur séu
réttilega tíundaðar í skattframtöl-
um og hvort þau séu traust að þessu
leyti.
I rökstuðningi sínum vísar stefn-
andi m.a. til þess að í skýrslu nefnd-
ar um samræmda skattlagningu
eigna og eignatekna frá árinu 1992
hafi komið fram að eignaskatts-
stofnar samkvæmt framtölum væru
verulega vantaldir miðað við aðrar
heimildir og fullyrt að rúmlega 70
milljarða vantaði í framtöl. Einnig
bendir hann á að ekki sé verið að
opinbera viðskipti enda séu starfs-
menn skattyfirvalda bundnir þagn-
arskyldu.
Frávik verði að skýra þröngt
Landsbankinn vísar til laga nr.
113/1996 um viðskiptabanka og
sparisjóði þar sem kveðið er á um
þagnarskyldu varðandi hag við-
skiptamanna. Frávik séu þó í viss-
um tilvikum en þau verði að skýra
þröngt, beita þeim varlega og hóf-
lega og gildi það einnig varðandi
rétt skattyfii'valda til slíkra upplýs-
inga. Því er mótmælt að þessar upp-
lýsingar þurfi til að hægt sé að
kanna hvemig skattgreiðendur hafi
brugðist við hinum nýju lögum um
fjármagnstekjuskatt. Þá segir
stefndi að kröfur stefnanda um að
fá upplýsingar um 1.347 einstak-
linga vegna almenns skatteftirlits
ekki tengjast rannsókn á skattskil-
um neins tiltekins aðila og að með
kröfu sinni um svo víðtæka upplýs-
ingagjöf virðist stefnandi vera að
gera tilraun til að innleiða tilhögun
upplýsingagjafar sem gagngert
hefði verið hafnað þegar fjár-
magnstekjuskattur var lögleiddur.
Niðurstaða dómsins er sú að sam-
kvæmt fyrirmælum 43. greinar laga
nr. 113/1996 um viðskiptabanka og
sparisjóði eigi fyrirmæli ákvæðisins
um þagnarskyldu ekki við þegar
skylt sé að veita upplýsingar lögum
samkvæmt. Er vísað í 94. og '101.
greinar laga nr. 75/1981 um rétt
skattyfirvalda til að krefjast upplýs-
inga og skyldu m.a. fjármálastofn-
ana til að veita slíkar upplýsingar.
Því telur dómurinn Landsbanka ís-
lands hf. skylt að veita ríkisskatt-
stjóra umbeðnar upplýsingar. Þá
ákvað dómarinn að rétt væri að
hvor aðili um sig bæri sinn kostnað
af málinu. Málið dæmdi Hervör
Þorvaldsdóttir héraðsdómari.