Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.02.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minkar og hænsni. V'1, 6 \i/, Ml ll <$03-? Y? ?<? ------------------- -— i «AA» 1 1 - w. 7/, ■^Ér&^o— LINUR eru óðum að skýrast um hvaða dýrategundir standa kjósendum til boða í komandi kosningum. Island taki þátt í friðar- aðgerðum í Kosovo RÍKISSTJÓRNIN hefur veitt Hall- dóri Asgrímssyni utanríkisráðheira umboð til að bjóða fram aðstoð Is- lands við framkvæmd friðarsam- komulagsins í Kosovo, sem vonast er eftir að takist á næstu dögum. Hall- dór sagði ekki hægt að fullyrða á þessu stigi með hvaða hætti þessi að- stoð yrði veitt af íslands hálfu. „Það liggur fyrir að ef friðarsamn- ingar takast er mjög líklegt að al- þjóðlegt herlið þurfí að framfylgja þeim. Það er gert ráð íyrir að hern- aðariegum þætti í þeim drögum sem tengslahópurinn hefur lagt fram. Það liggur ljóst fyrir að engar aðrar stofnanir en NATO hafa bolmagn til að standa að aðgerðum af því tagi sem þar er kveðið á um,“ sagði Hall- dór. „Það er skammur tími til stefnu, en deiluaðilum hefur verið gert að komast að samkomulagi í síðasta lagi nk. laugardag. Það er fyrirsjáanlegt að samstarfsríkjum Atlantshafs- bandalagsins verður boðin þátttaka í hugsanlegum aðgerðum og búist er við að langflest ef ekki öll muni leggja eitthvað af mörkum. Eg hef lagt til að ísland taki þátt í hugsan- legum friðaraðgerðum á vegum Atl- antshafsbandalagsins í Kosovo. Með hvaða hætti er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi, en ég taldi nauðsynlegt að hafa umboð ríkisstjórnarinnar til að koma því á framfæri að Islending- ar væru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið í Kosovo,“ sagði Halldór. Þvottavél WG 935 • Tekur 5,0 kg • Þvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraði 900 - 500 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun • Öryggislæsing • Tromla ryðtrí • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Þú þarft ekki að bíða eftir næsta tilboði ^indesi \ « |)ORMSSON Lógmúlo 8 • Sími 533 2800 KKAR TILBOÐSVERÐ E R KOMI Ð TIL AÐ VERA Þjóðtrú tengd sjó og vötnum Af hafmeyjum og marbendlum Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson * IKVÖLD klukkan 20.30 heldur dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson fyrh-lestur í Sjóminjasafn- inu í Hafnai’firði um þjóð- sögur og þjóðtrú sem tengjast sjó og vötnum. Þessi fyririestur er í boði Rannsóknarseturs í sjáv- arútvegssögu og Sjóminja- safns Islands og er annar í röð fjögurra slíkra. Teknar verða m.a. til umræðu frá- sagnir úr íslenskum forn- ritum og reynt í því sam- bandi að gera- grein fyrir eðli og uppruna þessa þjóðtrúarfyrirbæris. En skyldu vera margvíslegar frásagnir í þessum dúr í fornsögunum? - Þær eru ekki margar í fomsögum, nema þetta kemur fyrir í Grettissögu, en í Landnámubók er mjög athyglisverð saga um mar- mennið eða marbendil. Marbendill kemur víða fyrir í þjóðsögum seinni tíma og honum er lýst sem dvergvöxnum manni sem fiski- menn gátu fengið á öngulinn og það sem sérstakt var talið við þessar verur var að þær höfðu spásagnargáfu. Sá eiginleiki kem- ur fram strax í þessari frásögn í Landnámubók. Nokkrar sögur af marbendlum eni í þjóðsögum Jóns Arnasonar og þar er frægust sag- an; marbendill hló. Hún er til í vís- um: Méreríminnistundin þá marbendill hló; blíð var baugahrundin er bóndinn kom af sjó; kyssti hún laufalundinn lymskan undir bjó; sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. I fornaldarsögu kemur fyrir saga af marbendli og hann hlær einnig þar þegar hann skynjaði það sem aðrir sáu ekki. Hvaða önnur fyrirbæri eru at- hylgisverð í tengslum við sjó og vötn? -Þau eru geysimörg. Ef við teljum þau upp í röð þá er annars vegar marfólk í mannsmynd og hins vegar kynjadýr og skrímsli. Hafmeyjar eru frægar í sögum. Þær eru með sporð yfirleitt en svo eru aftur til selkonur sem kasta ham en eru að öðru leyti eins og mennskar konur. Stundum eru teknar hliðstæður af þessum sæ- búum og jarðneskum verum. Þá eru hafmenn taldir hliðstæður álfa, marbendlai’ hliðstæður dverga, marstrambar hliðstæðir jólasveinum og martröU hliðstæð- ur trölla. Hvað með skrímslin? - Skrímslin geta verið með margvíslegu móti. Oft eru lýsing- ar óljósar í frásögum af skrímsl- um. Þau minna stundum á hunda, kindur, naut og hesta en svo eru líka allskonar sérkenni sem eru ólík öllum venjulegum dýrum á landi. Stundum sögðust menn hafa séð skrímsli sem voru eins og tveir hestar fastir sam- an á rössunum. Stund- um höfðu þau burstir upp úr hausnum, stundum voru þau svo langt fjarri allri dýra- sköpum að þau litu út eins og tunnur með botn eða bumbu upp úr vatninu. Lýsing- arnar sumar eru eins fráránlegar og fráleitar og hugsanlegt er, stundum eru skrímslin jafnvel eins og gi’indverk. Benda augljósar líkur til að um ofsjónir hafí verið að ræða? -Það virðist stundum liggja í augum uppi. Það er fræg sagan af Katanesdýrinu í Hvalfirði sem var ►Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson er fæddur árið 1927 á Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Hann lauk stúdentsprófi árið 1948 frá Menntaskólanuni á Akureyri. Hann tók fil.kand.próf frá há- skólanum í Stokkhólmi árið 1958, cand. theol. frá Háskóla íslands 1960, fil. lis. frá Uppsalaháskóla 1966 og fil. dr. frá Uppsalahá- skóla 1979. Hann var blaðamað- ur á Morgunblaðinu um árabil. Prestur í EskiQarðarprestakalli frá 1960 til 1966. Kennari við Mennaskólann við Hamrahlíð ár- in 1969 til 1988. Dósent og síðar prófessor í þjóðfræði við Háskóla íslands frá 1988 til 1997. Jón er kvæntur Svövu Jakobsdóttur rit- höfundi og fyrrum alþingismanni og eiga þau einn son. Jón átti áð- ur tvo syni. mikið mál um á síðustu öld milli 1870 til 1880. Menn reyndu að veiða það og fenginn var tO verks- ins byssumaður, mikið var skrifað um þetta en niðurstaðan varð sú að það urðu málaferli út af reikn- ingi skotmannsins. En dýrið virtist hreinlega gufa upp eða hverfa þeg- ar mannfjöldi kom á vettvang til að leita þess. Voru þessar sjávarskepnur vin- samlegar fólki? - Yfirleitt voru þær hættulausar nema þær væru áreittar, einstöku skrímsli gátu þó verið mannskæð. En það var vissara að áreita þess- ar skepnur ekki. Ein saga er til af manni sem skaut á hafmann. Að vísu sakaði hafmanninn ekki að talið var en þegai’ maðurinn fór á sjó daginn eftir fékk hann eitthvað þungt á öngulinn og hvarf niður með honum og hefur ekki sést síð- an. Voru þetta þá hrollvekjur þess- ara tíma? - Stundum, en það eru líka til fallegar sögur. Prestur nokkur reri einn og fékk unga stúlku upp í bátinn. Hún var ákaflega döpur og bað hann að setja sig í sjóinn sem hann gerði. Eftir það fékk prestur- inn alltaf fisk á miðunum þar sem hann hafði veitt stúlk- una og sleppt henni. Stúlkan sú var eins og fólk er flest að allri náttúru og sköpulagi en kunni þó betur við sig í sjó en á landi. Það eru til skýringar á því hvernig þessai’ verur hafi orðið til, t.d. hvernig íyrsta margýguiinn fór í sjóinn og hvernig aðrar urðu til út af henni. Þær eru mjög stórvaxnar en syngja afar fallega. Svo eru til í erlendum heimildum ýmsar upp- runasagnir um hvemig ýmsar þessar sjóskepnur hafa orðið til eða nokkurs konar heildarskýring á öllum þessum fyrirbærum. Vissara var að áreita ekki þessar skepnur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.