Morgunblaðið - 18.02.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu hálendisrit ríkisstjórnarinnar
„Skilur lesandann
eftir snarringlaðan“
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR
gagnrýndu harðlega við utandag-
skrárumræður á Alþingi í gær,
kynningarbækling ríkisstjórnar-
innar um hálendi Islands, sem
dreift var meðal landsmanna fyrir
skömmu. Umræðan fór fram að
ósk Hjörleifs Guttormssonar, sem
sagði bæklinginn vera áróðursrit
ríkisstjórnarinnar.
„I stað þess að vera skilmerki-
legt fræðslurit um þá löggjöf sem
nú gildir um óbyggðir höfum við
fengið í hendur yfírborðslegan
hrærigraut, þar sem saman ægir
hástemmdum náttúrufarslýsing-
um, lagatilvísunum, skírskotunum
um ákvarðanir, sem þegar hafa
verið teknar, og aðrar sem eru
hálfkaraðar eða eru ennþá hugar-
fóstur útgefendanna. Útkoman
verður moðsuða sem skilur lesand-
ann eftir snai-ringlaðan, í stað þess
að vera skilmerkilegur leiðarvísir
um það hvemig löggjafar- og fram-
kvæmdavald hefur búið að þessum
fjársjóði þjóðarinnar og hvað enn
skortir til að leikreglur séu skýr-
ar,“ sagði Hjörleifur.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að við gerð bæklinga af
þessu tagi væri vandratað meðal-
ALÞINGI
hófíð. „Það var skýrt frá því við
umræður um þau fern lög sem
þarna komu mest við sögu, og mik-
il umræða varð um, að það stæði
til af hálfu ríkisstjórnarinnar að
reyna að kynna þau fyrir almenn-
ingi með einhverjum hætti sem
skýr mætti vera. Það voru engar
athugasemdir gerðar við þær fyr-
irætlanir úr þessum ræðustól,"
sagði Davíð.
Dregur úr verulegum
misskilningi
Hann sagði bæklinginn draga úr
verulegum misskilningi sem uppi
hefði verið við meðferð þeirra laga
sem um ræðir varðandi hálendis-
málefnin og sagðist ekki hafa orðið
annars var en að þeir sem hefðu
fengið bæklinginn í hendur teldu
sig vera betur setta með hann en
án hans.
Á að vekja hughrif
ættjarðarástar
„Ríkisstjómin tók stórar ákvarð-
anir varðandi þessa sameign síð-
astliðið vor. Ríkisstjómin er í vörn
í þessu máli og þess vegna gefur
hún út þennan fallega bækling,
sem á að vekja hughrif ættjarðar-
ástar þegar honum er flett,“ sagði
Rannveig Guðmundsdóttir. Fleiri
stjómarandstæðingar sem til máls
tóku gagnrýndu innihald bæklings-
ins og kölluðu hann kosningaplagg,
sem byggði á ósannindum.
Nokkrir stjórnarþingmenn tóku
til máls og fögnuðu útgáfu bæk-
lingsins. Kristján Pálsson sagði
hann til fyrirmyndar og að með út-
gáfu hans hefði verið slegið á þá
ómálefnalegu gagnrýni sem sam-
fylkingarþingmenn höfðu uppi á
seinasta þingi gegn þjóðlendu-
frumvarpinu, frumvarpinu um nýt-
ingu á auðlindum í jörðu og fram-
varpi um breytingar á sveitar-
stjórnarlögum. Jón Kristjánsson
tók í sama streng og sagði útgáfu
hans af hinu góða.
_ Morgunblaðið/Ásdís
VIÐA var komið við í umræðum á Alþingi í gær og margir þingmenn tóku til máls.
Alþingi
Útboð Flugleiða á EES-svæð-
inu gæti tekið 7-8 mánuði
STARFSHÓPURá vegum samgönguráðuneytisins undirbýr nú út-
boð á Evrópska efnahagssvæðinu á nokkrum flugleiðum til dreifðra
byggða á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Fram kom í svari
Halldórs Blöndal samgönguráðherra á Álþingi í gær við fyrirspurn
Sighvats Björgvinssonar að útboðið tæki sennilega 7-8 mánuði.
Birta verður útboðsgögn á ellefu tungumálum.
Skv. svari sem ráðuneytinu hefur borist frá Sainkeppnisstofnun
er ótvírætt að öll flugfélög á EES-svæðinu geta tekið þátt í útboð-
inu án sérstakra skilyrða og sagði Halldór að þau flugfélög sem
halda nú þegar uppi áætlunarflugi til Vestfjarða geti tekið þátt í út-
boðinu án sérstakra íþyngjandi skilyrða.
Fram kom í máli Halldórs að íslandsflug hefur nú þegar hafið
áætlunarflug milli Isafjarðar og Bíldudals án styrkja.
„Það eitt dugir til þess að útilokað er að taka þessa flugleið með í
framangreint útboð. Nú hefur borist bréf frá íslandsflugi þar sem
fram kemur að félagið muni ekki sjá sér fært að halda úti þessu
flugi til aprílloka án styrkja. Ákvörðunar er að vænta fljótlega í
ráðuneytinu um þetta flug fram á vorið. Hafa verið haldnir fundir
með Ríkiskaupum og er verðkönnun Ríkiskaupa þegar hafín en haft
verður samband við flugrekstraraðila um þetta flug og sömuleiðis
um flug til Norður-Þingeyjarsýslu," sagði Halldór.
Hann sagði jafnframt að tvö flugfélög hefðu sýnt því áhuga að
sinna flugleiðinni frá Vestur-Barðastrandarsýslu til ísafjarðar en
þau eru flugfélagið Jói-vík og íslandsflug. Verður leitað verðtilboða
hjá báðum þessum félögum, sagði samgönguráðherra.
Eftirlit með vændi
„ER ástæða til að ætla að hafin sé „útgerð“ á erlendum stúlkum hér
á landi, einkum frá Austur-Evrópu?" segir í fyrirspurn sem Kristín
Ástgeirsdóttir hefur beint til dómsmálaráðherra á Alþingi um eftir-
lit með vændi.
Kristín spyr m.a. að því hvernig fylgst sé með umfangi og eðli
vændis hér á landi og hvort fyrirhugaðar séu Iagabreytingar eða
sérstakar aðgerðir til að sporna við vændi, samanborið við nýlega
löggjöf í Svíþjóð, sem banni m.a. kaup á blíðu kvenna og karla.
Einfaldari skattframtöl
GEIR H. Haarde fjármálaráöherra segir að haldið verði áfram við
að þróa véltæk skil á skattframtölum og stækka þann hóp sem geti
hagnýtt sér þau. Þá er verið að undirbúa áritun á framtöl fyrir
ákveðna hópa sem hafa lítið umleikis, s.s. lífeyrisþega og ungmenni,
en talið hefur verið að 30-40 þúsund framteljendur geti vandræða-
laust fallið að einfaldari framtalsgerð en verið hefur.
Þessir framteljendur þurfi ekki að færa inn aðrar upplýsingar á
skattframtöl sín en um fjármagnstekjur. Unnið er að undirbúningi
þessa en óvíst er hvenær unnt verður að hrinda því í framkvæmd.
Þetta kom fram kom í máli fjármálaráðherra við fyrirspurn Guð-
mundar Áma Stefánssonar á Alþingi í gær.
Spilafíkn eykst jafnt og þétt
FÉLAGASAMTÖK og stofnanir höfðu 1.120 milljónir kr. í tekjur úr
söfnunarspilakössum á árinu 1997. Ögmundur Jónasson hélt því
fram á Alþingi í gær að þessir aðilar væra með sama hætti og
spilafíklar orðnir háðir þessari fjáröflun. Hann sagði að árið 1996
hefðu 85 einstaklingar verið innritaðir í stuðningshóp SÁÁ-
spilafíkla. Árið eftir var talan komin yfir 90 og að sögn þingmanns-
ins hafa nýlegar rannsóknir á vegum SÁÁ leitt í Ijós að spilafíkn
eykst jafnt og þétt á Islandi, sérstaklega hjá ungu fólki.
Þetta kom fram í máli Ögmundar þegar hann beindi fyrirspurn
til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um livað liði aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í framhaldi af samþykkt Alþingis sl. vor um að
visa lagafrumvörpum um bann við fjárhættuspilum til ríkisstjórnar-
innar.
Þorsteinn sagði að Alþingi hefði lýst því yfir að það sæi ekki
ástæðu til að álykta annað í málinu en að vísa því til ríkissfjórnar-
innar. Hann sagði að fyrir ári hefði ríkisstjórnin samþykkt, að til-
lögu sinni að skipa nefnd á vegum ráðuneyta til að fjalla um málefni
happdrætta og kvaðst hann eiga von á að nefndin skilaði niðurstöð-
um slnum á næstu dögum. „Ég hef ekki verið reiðubúinn að beita
mér fyrir því að svipta þau félagasamtök sem njóta tekna með þess-
um hætti þessum mikilvægu fjáröflunarleiðum og niun ekki gera
það,“ sagði Þorsteinn ennfremur.
Kvörtunarnefnd ferðaskrifstofa hefur eftirlit með gæðum og þjónustu
1
w
i
i
14 kærumál vegna
vanefnda á fimm árum
KVÖRTUNARNEFND ferðaskrif-
stofa hefur fengið 14 kæramál til
meðferðar vegna meintra vanefnda
ferðaskrifstofa á síðastliðnum fímm
árum. Átta málum lauk á þann veg
að kæranda vora greiddar bætur, í
fjórum tilvikum var ekki fallist á
kvörtun kæranda og tveimur mál-
um var lokið án afskipta nefndar-
innar. Þetta kom fram í svari Hall-
dórs Blöndal samgönguráðherra á
Alþingi í gær við fyrirspum Guð-
mundar Hallvarðssonar um hvemig
háttað væri eftirliti með að gæði og
þjónusta hótela og hótelíbúða væru
í samræmi við auglýsingar ferða-
skrifstofa.
Fram kom í máli Halldórs að
samgönguráðuneytið gerði kröfu
um að allar ferðaskrifstofur leggi
fram tryggingu fyrir starfsemi
sinni. Komi til rekstrarstöðvunar
eða gjaldþrots ferðaskrifstofu skal
tryggingin standa undir heim-
flutningi farþega erlendis frá og
þeim innborgunum sem viðskipta-
vinir ferðaskrifstofunnar kunna að
hafa greitt inn á ferð sem ekki var
farin.
Ráðuneytið fékk mál fjögurra
ferðaskrifstofa til meðferðar
Halldór sagði að á sl. fímm árum
hefði ráðuneytið haft til meðferðar
fjögur mál þar sem ferðaskrifstofur
hefðu hætt rekstri og ráðuneytið
orðið að grípa til fyrrgreindrar
tryggingar. Umræddar ferðaskrif-
stofur era: Bingo-Wihlborg Rejser,
Istravel, Ferðaskrifstofan Ratvís og
Ferðaskrifstofan GCI.
„Þegar Bingo-Wihlborg Rejser
hætti starfsemi sinni í maí 1996
hafði á annað hundrað farþega hafíð
ferð á hennar vegum. Ráðuneytið
hafði undir höndum tryggingu að
upphæð átta milljónir króna vegna
starfseminnar og fór töluverður
hluti tryggingafjárins í greiðslu á
heimflutningi farþega. Ráðuneytið
auglýsti eftir kröfum í fyrrgreint
ti-yggingafé og barst umtalsverður
fjöldi krafna og voru allar lögvarðar
kröfur greiddar að fullu. Málinu
lauk með því að allir farþegar voru
fluttir til síns heima auk þess að all-
ar lögvarðar kröfur voru greiddar,"
sagði samgönguráðherra í svari
sínu.
Fram kom í máli hans að Ferða-
skrifstofan Istravel lagði inn leyfi
sitt í ágúst 1996 og hafði ráðuneytið
sex milljóna króna tryggingu vegna
rekstrar hennar. Mikill fjöldi far-
þega var þá enn erlendis á vegum
hennar. „Brýnasta verkefni ráðu-
neytisins var að flytja þá farþega
aftur til síns heima. Ljóst var að
tryggingin hrykki vart til frekari
greiðslu en helmings flutnings far-
þega. í ljós kom að farþegar erlend-
is vora 275 og tóku Flugleiðir að sér
að flytja þá heim gegn greiðslu sex
milljóna króna. Ekki var unnt að
greiða aðrar kröfur vegna ferða-
skrifstofunnar Istravel og auglýsti
samgönguráðuneytið ekki eftir
kröfum. Engu að síður barst nokk-
ur fjöldi kröfulýsinga til ráðuneytis-
ins og var þeim öllum hafnað. Mál-
inu lauk með því að allir farþegar
vora fluttir til síns heima en ekkert *
fékkst upp í aðrar kröfur.
Ferðaskrifstofan Ratvís lagði inn
leyfí sitt í nóvember 1996 eftir að
ráðuneytið hafði haft töluverð af-
skipti af starfsemi hennar. Engir
farþegar vora erlendis á hennar
vegum. Ráðuneytið auglýsti eftir
kröfum í tryggingafé ferðaskrifstof-
unnar 19. desember 1996 og bárust |
örfáar kröfur vegna innborgana á |
ferðir. Málinu lauk með því að allar 1
lögvarðar kröfur voru greiddar.
Ferðaskrifstofan GCI lagði inn
leyfi sitt í febrúar 1997. Trygginga-
fé ferðaskrifstofunnar var ein millj-
ón króna. Þessi ferðaskrifstofa hafði
ekki með höndum farseðlaútgáfu
heldur einvörðungu sölu svokallaðr-
ar orlofshlutdeildar í hótelum er-
lendis. Hún sá því aðeins um miðlun
gistiiýmis. Ráðuneytið auglýsti eft- k
ir kröfum í tryggingaféð og bárust I
nokki-ar kröfulýsingar. Málinu lauk |
með því að allar lögvarðar kröfur
vora greiddar," sagði samgönguráð-
herra.